
Fiskeldi

Fyrir hvað og á kostnað hvers verður Laxeldi í Seyðisfirði?
Sjókvíaeldi er hafið í Austfjörðum og stefnir í Seyðisfjörð. Er samfélagslegt mikilvægi eldisins slíkt, að það réttlæti umhverfisvána sem því fylgir? Áleitin spurning með hag samtímans í huga og ekki síður það hvernig við viljum skila lofti, landi og sjó til komandi kynslóða.

Banvæn féþúfa
Ísland er líklega eina landið í heiminum sem leyfir að nota útlenskan og kynbættan stofn í laxeldi.

Bændurnir selja beint frá býli til að styðja byggðina
Nokkrir bændur á Barðaströnd hafa gripið til þess ráðs að koma á fót eigin matvælavinnslu og vinna sjálfir afurðir búa sinna heima á bæ. Með því að selja beint frá býli reyna þeir að treysta tekjurnar og þar með búsetuna.

IWF kærir MAST til ÚU
The Icelandic Wildlife Fund (IWF) hefur kært Matvælastofnun (MAST) til úrskurðarnefndar um upplýsingamál (ÚU) og krefst þess að nefndin hlutist til um að MAST birti upplýsingar um eftirlit með sjókvíaeldisfyrirtækjum í samræmi við lög og reglur.

Segja friðlandið orðið að óskiljanlegri kerfisvitleysu
Barnafjölskylda sem flutti á fiskeldisbýli á Barðaströnd segir þungt í vöfum að vera innan friðlands Vatnsfjarðar. Í neyð sinni ákváðu þau á endanum að byggja íbúðarhús í óleyfi á bakka eldistjarnar fremur en að hírast áfram með börnin í örlitlu pallhýsi.

Hvetur til skipaflutninga til að létta á þjóðvegakerfinu
Framkvæmdastjóri Odda á Patreksfirði, stærsta sjávarútvegsfyrirtækis sunnanverðra Vestfjarða, segir galið að allir þungaflutningar landsins fari um þjóðvegakerfið. Hann hvetur til skipaferða og að ferjusiglingar yfir Breiðafjörð verði efldar.

Kafarar sendir að fóðurpramma til að loka fyrir göt
Um leið og birti í morgun voru kafarar sendir að fóðurpramma sem sökk í Reyðarfirði um helgina. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins sem á prammann segir að mengunarvarnir séu fyrsta forgangsmál.

Kafarar sendir að flakinu í fyrramálið til að koma í veg fyrir olíuleka
Viðbragðsaðilar vakta nú fóðurpramma Laxa fiskeldisstöðvar sem sökk í Reyðarfirði í nótt með tíu þúsund lítra af díeselolíu. Kafarar verða sendir að flakinu til að reyna að loka fyrir olíuleka í fyrramálið. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir þetta mikið tjón og í framhaldinu verði farið yfir alla verkferla.

Reynt að koma í veg fyrir að tíu þúsund lítrar af díselolíu leki í sjóinn
Mikið tjón varð hjá fiskeldisstöðinni Löxum þegar fóðurprammi sem sér um fóðrun 16 fiskeldiskvía sökk í nótt í aftakaveðri. Í prammanum eru tíu þúsund lítrar af díselolíu. Framkvæmdastjóri Laxa segir að viðbragðsteymi sé á svæðinu með búnað ef olían fer að leka frá prammanum.

Varðskipið Þór kallað út þegar fóðurprammi sökk í vonskuveðri
Áhöfnin á varðskipinu Þór var kölluð út á níunda tímanum í kvöld þegar mikill leki kom að stórum fóðurpramma sem þjónar fiskeldiskvíum í Reyðarfirði. Þegar skipið var komið á staðinn var pramminn orðinn fullur af sjó og marar hann nú í kafi, að sögn Landhelgisgæslunnar.

Förum næst í kræklinginn þegar við verðum búin að byggja upp fiskeldið
Kræklingur sest í stórum stíl á fiskeldiskvíar og er vannýtt tegund, að mati fiskeldismanns á Vestfjörðum. Hann hvetur til þess að Vestfirðingar snúi sér að kræklingaeldi þegar búið verði að byggja upp fiskeldið.

Trukkastjóri vill að borað verði í fjöllin milli Bíldudals og Patreksfjarðar
Bæjarráð Vesturbyggðar lýsir yfir miklum áhyggjum vegna alvarlegs ástands þjóðvega á sunnanverðum Vestfjörðum. Eigandi flutningafyrirtækis, sem misst hefur þrjá trukka á vestfirskum vegum, segir að bora verði í gegnum fjöllin milli Bíldudals og Patreksfjarðar.

„Fólk verður að hafa fyrir salti í grautinn“
Formaður bæjarráðs Ísafjarðar ráðinn til Arctic Fish samhliða bæjarstjórnarstörfum sínum.

Vill skattleggja fiskeldið fyrir byggðir sem leggja til firðina
Formaður íbúasamtaka Þingeyrar vill leggja gjöld á fiskeldi sem renni til sveitarfélaga á viðkomandi stöðum. Dýrfirðingar horfi auk þess upp á það að eldisfiskurinn þaðan sé fluttur til vinnslu í öðru sveitarfélagi.

Ungur Flateyringur fullvinnur matvæli úr vestfirsku fiskeldi
Liðlega tvítug kona á Flateyri hefur stofnað matvælavinnslu sem fullvinnur vörur úr vestfirskum eldisfiski, eins og grafinn lax úr Dýrafirði og reyktan regnbogasilung úr Önundarfirði. Starfsmenn eru orðnir þrír.

Vinnsla eldislax skapar ný störf á Patreksfirði
Sjávarútvegsfyrirtækið Oddi á Patreksfirði hefur hafið vinnslu á laxi frá fiskeldisstöðvum á sunnanverðum Vestfjörðum. Áætlað er að sextán til átján ný störf skapist vegna þessa í byggðinni.

Vilja fá nýjan Baldur strax í siglingar yfir Breiðafjörð
Samgöngumálin brenna á Vestfirðingum sem aldrei fyrr. Umræðan hefur enn og aftur blossað upp eftir óhapp á Hjallahálsi um síðustu helgi þar sem vöruflutningabíll valt. Á sunnanverðum Vestfjörðum vilja samtök atvinnurekenda fá nýjan Baldur strax.

Verkafólk kaupir aðgang að íslenskum auðlindum af Norðmönnum
Nú liggur fyrir að lífeyrissjóðurinn Gildi hefur fjárfest fyrir þrjá milljarða króna í Icelandic Salmon AS, norsku móðurfélagi Arnarlax.

Klerkur á villigötum
Þann 14. október síðastliðinn birtist á Vísi grein eftir Gunnlaug Stefánsson með yfirskriftinni „37 milljarðar gefins á silfurfati“. Tilefnið er að Matvælastofnun veitti laxeldisfyrirtækinu Löxum 10.000 tonna framleiðsluleyfi í Reyðarfirði en félagið hefur unnið að öflun leyfisins frá árinu 2012.

Bent á afglöp
Staðreynd: í viðskiptum með eignarhluti í fyrirtækjum sem halda á leyfum til að stunda sjókvíaeldi við Ísland hafa örfáir einstaklingar og félög þeim tengd hagnast um marga milljarða króna á undanförnum árum.

Ósannindi á bæði borð
Það er fyllileg gilt viðfangsefni að ræða hversu mikið eigi að innheimta af arðvænlegri atvinnustarfsemi eins og laxeldi í sjó er. Það má alveg færa rök fyrir aukinni gjaldtöku. En lögin voru endurskoðuð fyrir rúmu ári á Alþingi og þá var ekki mikill ágreiningur um gjaldtökuna.

37 milljarðar gefins á silfurfati
Matvælastofnun gaf nýlega norska fiskeldisfyrirtækinu Löxum eignarhaldsfélagi ehf leyfi til að ala tíu þúsund tonn af norskum og frjóum laxi í opnum sjókvíum í Reyðarfirði og til viðbótar sex þúsund tonna framleiðslu sem er þar fyrir.

Samherji vill breyta álveri í laxeldisstöð
Norðurál og Samherji eru sögn hafa undirritað viljayfirlýsingu um kaup síðarnefnda fyrirtækisins á lóð og byggingum Norðuráls við Helguvík.

Þrjátíu punda náttúrulausir urriðar á Þingvöllum
Fjöldi fólks lagði leið sína á Þingvelli um helgina til að fylgjast með urriðanum, sem er að ganga upp í Öxará. Össur Skarphéðinsson, doktor í fiskeldi var einn af þeim, sem mætti á staðinn til að fylgjast með fiskunum.

Hafa glímt við ítrekaðar listeríusýkingar
Fiskeldisfyrirtækið Arnarlax hefur glímt við ítrekaðar listeríusýkingar í vinnslustöð fyrirtækisins á Bíldudal.

Segja eldisfyrirtækin sýna lögum fullkomna fyrirlitningu
Ingólfur Ásgeirsson hjá IWF segir svör frá MAST sýna að eldisfyrirtæki sinni í engu lögbundinni eftirlitsskyldu, hafi hana að engu.

Aldrei greitt hér tekjuskatt
„Arnarlax tapaði 450 milljónum króna á öðrum ársfjórðungi,“ var fyrirsögn í Markaðinum, viðskiptablaði Fréttablaðsins í vikunni.

Manneldi fyrir austan
Mikil uppbygging hefur verið í fiskeldi á Austfjörðum undanfarin ár og er reiknað með að framleiðslan verði 17 – 18.000 tonn á þessu ári.

Segir vatnið eina gullið sem kemur úr Skaftáreldahrauni
Kalt vatn sem sprettur undan Skaftáreldahrauni er grunnur tveggja eldisstöðva í Skaftárhreppi sem báðar sérhæfa sig í bleikjueldi. Fiskeldisfræðingur, sem stýrir öðru fyrirtækinu, segir vatnið í raun eina gullið í Eldhrauni.

Tillögum að fiskeldi í Fáskrúðsfirði og Stöðvarfirði skilað inn
Tillögur Hafrannsóknarstofnunar að afmörkun fiskeldissvæða í tveimur fjörðum á Austurlandi eru komnar á borð skipulagsstofnunar.