Facebook

Fréttamynd

Kynningarstjóri gengst við Facebook-áróðri

Jæja-hópurinn, sem hefur dreift pólitískum áróðri á Facebook, sendi frá sér yfirlýsingu til að færa rök fyrir nafnleysi í vikunni. Kynningarstjóri hjá HÍ og stjórnarmaður í Sósíalistaflokknum eru á meðal þeirra sem standa að síðunni.

Innlent
Fréttamynd

Viðruðu áhyggjur af málefnum Facebook

Forstjóri Facebook fundaði með Bandaríkjaforseta og þingmönnum vegna áhyggja þeirra af ýmsu sem tengist tæknirisanum. Forsetinn lýsti áhyggjum af aðgerðum gegn hatursorðræðu en persónuverndarmál voru líka rædd.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Stefnumótaþjónusta á Facebook

Samfélagsmiðillinn Facebook opnaði í gær stefnumótaþjónustu í Bandaríkjunum. Hlutabréf í fyrirtækinu hækkuðu í kjölfarið um tvö prósent. Hlutabréf í Match Group, eiganda stefnumótaþjónustunnar Tinder, féllu hins vegar um sex prósent.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Gissur mættur á Facebook

Segja má að síðasta vígið sé fallið hvað varðar Íslendinga og Facebook nú þegar Gissur Sigurðsson hefur skráð sig til leiks á samfélagsmiðilinn og tímaþjófinn.

Lífið
Fréttamynd

Facebook hefur lokað síðunni sem dreifði nasistaáróðri til ungra karlmanna

Samkvæmt upplýsingum frá Facebook var umrædd síða stofnuð síðasta laugardag og beindi nafnlaus stjórnandi hennar keyptum auglýsingum að karlmönnum á Íslandi á aldrinum 40 ára og yngri. Í einni auglýsinganna sást andlit Adolfs Hitler en í þeim öllum var rekinn áróður gegn fjölmenningu og fyrir "tilveru norrænna þjóða“.

Innlent
Fréttamynd

Óttuðust sarínárás á Facebook

Skrifstofur Facebook í hinum svokallaða Kísildal Bandaríkjanna voru rýmdar sem og fjögur önnur nærliggjandi hús eftir að sjálfvirkir skynjarar í póstrými fyrirtækisins sýndu að snefilmagn af saríngasi væru utan á sendingu sem barst fyrirtækinu.

Erlent
Fréttamynd

Samfélagsmiðlalygar raktar til Rússlands

Falsreikningar deildu uppspuna um morðtilræði gegn Boris Johnson og að Írski lýðveldisherinn hefði átt þátt í taugaeitursárásinni á rússneskan njósnara á Englandi.

Erlent
Fréttamynd

Segir að engin gögn bendi til afskipta Rússa

Engin sönnunargögn benda til þess að utanaðkomandi aðilar á borð við rússnesk stjórnvöld hafi nýtt sér samfélagsmiðilinn Face­book til þess að hafa óeðlileg afskipti af þjóðaratkvæðagreiðslu Breta um útgöngu úr Evrópusambandinu sumarið 2016.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Facebook stefnt vegna svindls

John de Mol, hollenskur auðjöfur, hefur höfðað mál gegn Facebook og heldur því fram að miðillinn hafi leyft sviksömum auglýsendum að nota nafn sitt og ímynd til þess að klekkja á fólki með Bitcoin-svindli.

Erlent