Trúmál

Fréttamynd

Að­vent­istar svara sýslu­manni fullum hálsi

Sýslumaður hefur farið þess á leit við fjársýslu ríkisins að greiðslur til Kirkju sjöunda dags aðventista á sóknargjöldum til félagsins verði felldar niður. Lögmaður KSDA telur engar heimildir fyrir því.

Innlent
Fréttamynd

Atlanta með 600 manna flugútgerð í Sádí-Arabíu

Pílagrímaflug Air Atlanta stendur nú sem hæst en flugfélagið er með sexhundruð manns að störfum í Sádí-Arabíu um þessar mundir við að flytja múslima sem þrá að sjá hina helgu borg Mekka. Verkefnin fyrir Saudia-flugfélagið eru þó mun víðtækari en þau eru kjölfestan í rekstri Atlanta.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sýslu­maður hótar því að taka að­vent­ista af skrá

Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra hefur ritað stjórn Kirkju sjöunda dags aðventista bréf þar sem hann krefst þess að ef stjórnin ljúki ekki aðalfundi sem staðið hefur í tvö ár fyrir 10. ágúst næstkomandi þá muni hann grípa til þess að fella félagið af skrá sem trúfélag.

Innlent
Fréttamynd

Agnes segist niður­lægð og vill leita til dóm­stóla

Agnes M. Sigurðardóttir biskup segist ekki hafa átt sæla daga í embætti. Hún segist hafa verið beitt órétti, hún hafi fengið að finna fyrir því að vera fyrsta konan í embætti biskups og það hafi verið logið miskunnarlaust uppá hana í fjölmiðlum.

Innlent
Fréttamynd

Gamall handritsbútur reyndist úr guð­spjalli um æsku Krists

Fræðimenn við Humboldt-háskólann í Berlín hafa uppgötvað að gamall handritsbútur, sem hefur legið ósnertur á bókasafni í Þýskalandi um áratugaskeið, er úr svokölluðu Bernskuguðspjalli Tómasar. Um er að ræða elstu útgáfu af guðspjallinu sem vitað er um.

Erlent
Fréttamynd

Stilla upp harðlínumönnum til að fylla skarð Raisi

Flestir sex frambjóðenda sem hlutu náð fyrir augum nefndar sem metur forsetaframbjóðendur í Íran eru íslamskir harðlínumenn. Fyrrverandi samningamaður í kjarnorkumálum er talinn líklegur eftirmaður Ebrahims Raisi sem fórst í þyrluslysi.

Erlent
Fréttamynd

Um­deildur dómari vill trú­ræknari Banda­ríki

Bandaríski hæstaréttardómarinn Samuel Alito heyrist taka undir að Bandaríkin ættu að verða trúræknari og velta vöngum um að pólitískar málamiðlanir séu ómögulegar á leynilegri upptöku sem var gerð opinber. Dómarinn og kona hans hafa sætt gagnrýni fyrir fána sem var flaggað heima hjá þeim eftir árásina á bandaríska þinghúsið.

Erlent
Fréttamynd

Fækkar í Þjóð­kirkjunni og fjölgar í Sið­mennt

Skráðum einstaklingum í Þjóðkirkjunni fækkaði um 520 á tímabilinu 1. desember 2023 til 1. júní 2024. Mesta fjölgunin í trú- og lífsskoðunarfélögum var hjá Siðmennt, þar sem meðlimum fjölgaði um 121. Mesta hlutfallslega fjölgunin var hjá Samfélagi Ahmadiyya-múslima á Íslandi, eða um 28,6 prósent. Skráður fjöldi þeirra fór úr sjö í níu, og eru þeir þriðja fámennasta trúfélag landsins.

Innlent
Fréttamynd

Séra Eva Björk ráðin biskups­ritari

Sr. Eva Björk Valdimardóttir prestur í Fossvogsprestakalli hefur verið ráðin biskupsritari. Hún tekur við starfinu af Pétri Markan sem var ráðinn bæjarstjóri Hveragerðis í marsmánuði.

Innlent
Fréttamynd

Treysta sér til þess að vernda þjóð­kirkjuna

Þrátt fyrir að aðeins tveir frambjóðendur í forsetakappræðum Stöðvar 2 í gærkvöldi segðust berum orðum vera félagar í þjóðkirkjunni lýstu þeir sig allir tilbúna til þess að vernda kirkjuna og eiga við hana gott samstarf.

Innlent
Fréttamynd

„Við þurfum ekki að verjast neinu“

Séra Guðrún Karls Helgudóttir, sem var kjörin biskup Íslands í dag, segist vilja leiða öfluga Þjóðkirkju. Hún muni beita sér fyrir því að meðlimum kirkjunnar fækki ekki.

Innlent
Fréttamynd

Séra Guð­rún kjörin biskup Ís­lands

Séra Guðrún Karls Helgudóttir var í dag kjörin biskup Íslands. Kosið var milli hennar og Guðmundar Karls Brynjarssonar. Guðrún tekur við af Agnesi M. Sigurðardóttur sem hefur gegnt embættinu síðan árið 2012. 

Innlent
Fréttamynd

Biskup í tengslum

Eitt af því besta við að vera í biskupskjöri er að kynnast kirkjufólki vítt og breitt um landið. Nú höfum við frambjóðendur farið á fjölmarga staði á landinu og tekið þátt í kynningarfundum auk þess sem ég hef hitt sóknarnefndarfólk á fjölmörgum stöðum. Með mér í för var eiginmaðurinn minn, Einar og var þetta alveg ný og einstök reynsla fyrir okkur hjónin sem gaf okkur mikið.

Skoðun
Fréttamynd

Segja valda­rán framið og kirkju að­vent­ista klofna

Tveir félagar í Kirkju sjöunda dags aðventista (KSDA) bera stjórn safnaðarins þungum sökum og segja að þar hafi verið framið valdarán. Þeir segja söfnuðinn klofinn en undir lúra milljarða samningar þar sem heilt fjall er mulið og selt úr landi.

Innlent
Fréttamynd

Modi sakaður um múslima­and­úð í miðjum kosningum

Andstæðingar Narendra Modi forsætisráðherra Indlands saka hann um að fara niðrandi orðum um múslima með ummælum sem hann lét falla um helgina. Þingkosningar hófust á Indlandi á föstudag en þær eru umfangsmestu lýðræðislegu kosningar á jörðinni.

Erlent