Þjóðkirkjan

Fréttamynd

Biskupsbústaðurinn kominn á sölu

Embættisbústaður Biskup Íslands að Bergstaðastræti í Reykjavík er kominn á sölu, líkt og boðað hafði verið. Um er að ræða 487 fermetra einbýlishús í Þingholtunum og er óskað eftir tilboðum.

Lífið
Fréttamynd

Vand­ræða­saga Helga: Skortur á hommum, meint „kerlingar­tussa“ og Face­book-þumallinn

„Það má því segja að þau séu að verða þétt tvíeyki, Sigríður og Helgi Magnús,“ var skrifað í Viðskiptablaðið þegar Sigríður Friðjónsdóttir og Helgi Magnús Gunnarsson voru skipuð í embætti ríkissaksóknara og vararíkissaksóknara árið 2011, en þar á undan höfðu þau verið saksóknarar Alþingis í málaferlum á hendur Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, í Landsdómsmálinu svokallaða.

Innlent
Fréttamynd

Hinn góði gestur sem öllu illu hafnar

„Sá einn er skáld, sem þögull getur þráð, og þakkað guði augnabliksins náð.“ Þannig orti Davíð Stefánsson í Kvæðinu til fuglanna. Í mörgum ljóða skáldsins frá Fagraskógi er að finna trúarleg stef, trúarglímu og andlega leit, en líka trúartraustið sem ber andann uppi á náðarstund í návist guðs, eins og Davíð orðar það sjálfur í sama kvæði.

Lífið
Fréttamynd

Biskupsbústaðurinn brátt falur

Séra Guðrún Karls Helgudóttir nýkjörinn biskup Íslands mun ekki flytja í biskupsbústaðinn að Bergstaðastræti 75. Til stendur að setja húsið á söluskrá. 

Innlent
Fréttamynd

Kirkjan skaðabótaskyld gagn­vart Kristni

Þjóðkirkjan er skaðabótaskyld gagnvart Kristni Jens Sigurþórssyni, fyrrverandi presti í Saurbæjarprestakalli á Hvalfjarðarströnd, en prestakallið var lagt niður árið 2019. Í kjölfarið bauð biskup Kristni að taka við nýju embætti sem hann þáði nokkru síðar, en svo tilkynnti Þjóðkrikjan að það boð hefði fallið niður.

Innlent
Fréttamynd

Tónlistarveisla fram­undan í Skál­holti

Einn besti fiðluleikari heims er á leið til landsins til að taka þátt í Sumartónleikum í Skálholti sem standa yfir dagana 6. til 14. júlí. Hátíðin er einn stærsti menningarviðburður sem fram fer á Suðurlandi yfir sumartímann.

Lífið
Fréttamynd

Agnes segist niður­lægð og vill leita til dóm­stóla

Agnes M. Sigurðardóttir biskup segist ekki hafa átt sæla daga í embætti. Hún segist hafa verið beitt órétti, hún hafi fengið að finna fyrir því að vera fyrsta konan í embætti biskups og það hafi verið logið miskunnarlaust uppá hana í fjölmiðlum.

Innlent
Fréttamynd

Safna fjórum til fimm milljónum á ári fyrir Strandar­kirkju

Á milli fjórar og fimm milljónir króna safnast á hverju ári í áheit vegna Strandarkirkju í Selvogi í Ölfusi og heldur það rekstri kirkjunnar gangandi. Íbúi í Selvogi segir stöðuga umferð ferðamanna allt árið um kring til að heimsækja kirkjuna og lýsir því ástandi við mauraþúfu.

Innlent
Fréttamynd

Fækkar í Þjóð­kirkjunni og fjölgar í Sið­mennt

Skráðum einstaklingum í Þjóðkirkjunni fækkaði um 520 á tímabilinu 1. desember 2023 til 1. júní 2024. Mesta fjölgunin í trú- og lífsskoðunarfélögum var hjá Siðmennt, þar sem meðlimum fjölgaði um 121. Mesta hlutfallslega fjölgunin var hjá Samfélagi Ahmadiyya-múslima á Íslandi, eða um 28,6 prósent. Skráður fjöldi þeirra fór úr sjö í níu, og eru þeir þriðja fámennasta trúfélag landsins.

Innlent
Fréttamynd

Nýir prestar og nýir djáknar mættir til starfa

Tveir nýir prestar og tveir nýir djáknar hafa verið vígðir til embættis í fjórum mismunandi kirkjum. Athöfnin fór fram í Skálholtsdómkirkju þar sem vígslubiskupinn á staðnum brá sér í hlutverk biskups Íslands til að sjá um vígsluna að viðstöddum tíu prestum, sem voru vígsluvottar, auk þriggja djákna.

Innlent
Fréttamynd

Séra Eva Björk ráðin biskups­ritari

Sr. Eva Björk Valdimardóttir prestur í Fossvogsprestakalli hefur verið ráðin biskupsritari. Hún tekur við starfinu af Pétri Markan sem var ráðinn bæjarstjóri Hveragerðis í marsmánuði.

Innlent
Fréttamynd

Treysta sér til þess að vernda þjóð­kirkjuna

Þrátt fyrir að aðeins tveir frambjóðendur í forsetakappræðum Stöðvar 2 í gærkvöldi segðust berum orðum vera félagar í þjóðkirkjunni lýstu þeir sig allir tilbúna til þess að vernda kirkjuna og eiga við hana gott samstarf.

Innlent
Fréttamynd

„Kisuprestar“ á Snæ­fells­nesi

Prestar á Snæfellsnesi geta brugðið sér í hin ýmsu dulargervi en nú eru það „kisuprestar”, sem eru hvað vinsælastir í barnastarfi kirknanna á svæðinu.

Innlent
Fréttamynd

„Við þurfum ekki að verjast neinu“

Séra Guðrún Karls Helgudóttir, sem var kjörin biskup Íslands í dag, segist vilja leiða öfluga Þjóðkirkju. Hún muni beita sér fyrir því að meðlimum kirkjunnar fækki ekki.

Innlent
Fréttamynd

Séra Guð­rún kjörin biskup Ís­lands

Séra Guðrún Karls Helgudóttir var í dag kjörin biskup Íslands. Kosið var milli hennar og Guðmundar Karls Brynjarssonar. Guðrún tekur við af Agnesi M. Sigurðardóttur sem hefur gegnt embættinu síðan árið 2012. 

Innlent
Fréttamynd

Vekjum risann

Undanfarin ár hafa umræður um tekjur og gjöld Þjóðkirkjunnar og annarra trú- og lífskoðunarfélaga verið reglulega í deiglunni. Kirkjustarf er, eins og flestir landsmenn þekkja afar fjölbreytt og nægir þar að nefna kórastarf, foreldramorgna, sunnudagaskóla, æskulýðsstarf og starf fyrir eldri borgara. Safnaðarstarf, uppbygging og viðhald kirkna er að langstærstu leyti fjármagnað með sóknargjöldum.

Skoðun