Andlát

Fréttamynd

Scott Minerd látinn

Scott Minerd, fjárfestingastjóri Guggenheim Partners, er látinn 63 ára að aldri. Greint er frá andláti Bandaríkjamannsins í Financial Times. Hann var einn helsti stuðningsmaður Hringborðs norðurslóða og sótti hringborðið heim í október síðastliðnum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sinisa Mihajlovic látinn

Sinisa Mihajlovic, fyrrverandi leikmaður Roma, Lazio, Inter og fleiri liða, er látinn eftir baráttu við krabbamein. Hann var 53 ára.

Fótbolti
Fréttamynd

„Síðasta prinsessa Havaí“ er látin

Abigail Kinoiki Kekaulike Kawānanakoa, oft þekkt sem „síðasta prinsessa Havaí“, er látin, 96 ára að aldri. Ekki hefur verið gefið út hver dánarorsök hennar var. 

Erlent
Fréttamynd

Móðir Cher er látin

Georgia Holt, móðir söngkonunnar Cher, er látin, 96 ára að aldri. Mæðgurnar voru mjög nánar en árið 2014 gerði Cher heimildarmynd um móður sína. 

Lífið
Fréttamynd

Sonur Tinu Turner er látinn

Ronnie Turner, sonur Ike og Tinu Turner, er látinn, 62 ára að aldri. Ekki er vitað hvað dró hann til dauða en hann hafði glímt við ýmsa heilsukvilla síðustu ár. 

Erlent
Fréttamynd

Leikkonan Kirstie Alley er látin

Leikkonan Kirstie Alley er látin eftir baráttu við krabbamein. Hún var 71 árs. Alley var einna þekktust fyrir hlutverk sín í sjónvarpsþáttunum Cheers, Look Who's Talking myndunum og fyrir að tilheyra Vísindakirkjunni.

Lífið
Fréttamynd

Twin Peaks-leikari látinn

Bandaríski leikarinn Al Strobel, sem þekktastur er fyrir að fara með hlutverk hins einhenta Philip Gerrard í þáttunum Twin Peaks, er látinn. Hann varð 83 ára gamall.

Lífið
Fréttamynd

Friðfinnur Freyr er látinn

Friðfinnur Freyr Kristinsson, maðurinn sem leitað hefur verið að seinustu vikur, er látinn. Þessu greinir bróðir hans frá á Facebook síðu sinni. Hann segir ekkert saknæmt hafa átt sér stað.

Innlent
Fréttamynd

Danska ungstirnið Hugo Helmig látinn

Danski tónlistarmaðurinn Hugo Helmig er látinn, aðeins 24 ára að aldri. Hann naut mikilla vinsælda í heimalandinu og átti mest spilaða lagið í dönsku útvarpi árið 2017.

Lífið
Fréttamynd

Orange Is the New Black-leikari látinn

Bandaríski leikarinn og fótboltaspilarinn Brad William Henke, sem þekktastur er fyrir hlutverk sitt í þáttunum Orange Is the New Black, er látinn, 56 ára að aldri.

Lífið
Fréttamynd

Christine McVi­e er látin

Enska tónlistarkonan Christine McVie, einn af meðlimum hljómsveitarinnar Fleetwood Mac, er látin. Hún var 79 ára. 

Lífið
Fréttamynd

Fyrrverandi forseti Kína látinn

Jiang Zemin, fyrrverandi forseti Kína og leiðtogi Kommúnistaflokksins, er látinn, 96 ára að aldri. Hann komst til valda eftir mótmælin á Torgi hins himneska friðar og hafði meðal annars umsjón með því þegar Kínverjar tóku aftur við Hong Kong úr höndum Breta.

Erlent
Fréttamynd

Die Hard-stjarna látin

Bandaríski leikarinn Clarence Gilyard Jr., sem þekktastur er fyrir hlutverk sitt í þáttunum Walker, Texas Ranger og Matlock og aukahlutverk sitt í stórmyndinni Die Hard, er látinn, 66 ára að aldri.

Lífið
Fréttamynd

Irene Cara er látin

Irene Cara, söngkonan sem gerði garðinn frægan með söng og leik í kvikmyndum á borð við Fame og Flashdance, er látin aðeins 63 ára að aldri.

Lífið
Fréttamynd

„Íshokkíkóngurinn“ er látinn

Fyrrverandi íshokkíkappinn Börje Salming lést í dag, 71 árs að aldri. Hann tilkynnti í ágúst á þessu ári að hann glímdi við MND-sjúkdóminn sem að lokum dró hann til dauða. Gælunafn Salming á íshokkísvellinu var The King eða Kóngurinn.

Sport