Andlát

Fréttamynd

Leik­stjórinn Jean-Marc Vallé­e er látinn

Kanadíski leikstjórinn Jean-Marc Vallée er látinn, 58 ára að aldri. Hann er þekktur fyrir að hafa leikstýrt stórmyndum á borð við Dallas Buyers Club og Wild og þáttunum Big Little Lies og Sharp Objects.

Lífið
Fréttamynd

Desmond Tutu er látinn

Desmond Tutu, fyrrverandi erkibiskup Höfðaborgar í Suður-Afríku og Nóbelsverðlaunahafi, lést í dag, níræður að aldri. Hann er einna þekktastur fyrir baráttu sína gegn aðskilnaðarstefnu Suður-Afríku á sama tíma og Nelson Mandela, fyrrverandi forseti Suður-Afríku.

Erlent
Fréttamynd

Egill Skúli Ingi­bergs­son er fallinn frá

Egill Skúli Ingibergsson, fyrrverandi borgarstjóri í Reykjavík og rafmagnsverkfræðingur, er látinn, 95 ára að aldri. Hann var ráðinn borgarstjóri Reykjavíkur árið 1978 eftir að vinstriflokkar mynduðu meirihluta í borginni og gegndi hann stöðunni til 1982.

Innlent
Fréttamynd

Von á miklum fjölda við útför Fjölnis

Fjölnir Geir Bragason húðflúrlistamaður, sem lést 11. desember, verður kvaddur í Fossvogskirkju á morgun klukkan 13. Óvissuástand er vegna útbreiðslu Covid, sem gæti raskað athöfninni og hefur reyndar þegar sett strik í reikninginn.

Innlent
Fréttamynd

Meðlimur Il Divo látinn eftir baráttu við Covid

Carlos Marin, meðlimur sönghópsins Il Divo, er látinn 53 ára að aldri eftir baráttu við Covid-19. Hann veiktist mjög af veirunni fyrir tveimur vikum og þurfti að leggjast inn á gjörgæslu í öndunarvél þar sem hann lést síðan. 

Lífið
Fréttamynd

María Guð­munds­dóttir leik­kona er látin

María Guðmundsdóttir, leikkona og hjúkrunarfræðingur, er látin 86 ára gömul. Dóra Guðrún Wild dóttir hennar staðfestir andlátið í samtali við Vísi. María lést á Landspítalanum í gærmorgun.

Innlent
Fréttamynd

Anne Rice er látin

Rithöfundurinn Anne Rice lést í gær, 80 ára að aldri. Hún var þekktust fyrir að hafa skrifað vinsæla sagnaflokkinn Vampire Chronicles.

Menning
Fréttamynd

Bob Dole látinn

Bob Dole, sem var öldungadeildarþingmaður í Bandaríkjunum í 28 ár, er látinn. Hann var 98 ára.

Erlent
Fréttamynd

Stephen Sondheim látinn

Tónskáldið og lagahöfundurinn Stephen Sondheim er látinn, 91 árs að aldri. Sondheim lést í gær á heimili sínu í Bandaríkjunum.

Erlent
Fréttamynd

Jón Laxdal er látinn

Jón Laxdal Halldórsson myndlistarmaður er látin 71 árs að aldri. Akureyri.net greinir frá andláti Jóns sem fæddist á Akureyri en lést á heimili sínu í Hörgársveit föstudaginn 12. nóvember.

Menning