Andlát

Fréttamynd

Jimmy Greaves er látinn

Jimmy Greaves, fyrrum leikmaður Tottenham Hotspur og enska landsliðsins og einn mesti markaskorari enskrar knattpyrnu frá upphafi, er látinn. Greaves var 81 árs, en hann er sá leikmaður sem hefur skorað flest mörk í efstu deild á Englandi.

Fótbolti
Fréttamynd

Fyrrverandi forseti Alsír er allur

Tilkynnt var um andlát Abdelaziz Bouteflika, fyrrverandi forseta Alsír, í gær. Hann varð 84 ára gamall og gegndi embætti forseta í tvo áratugi, frá 1999 til 2019.

Erlent
Fréttamynd

Vil­­borg Dag­bjarts­dótt­ir látin

Vil­borg Dag­bjarts­dótt­ir, skáld­kona og kenn­ari, lést á líkn­ar­deild Land­spít­al­ans, hinn 16. sept­em­ber síðastliðinn, 91 árs að aldri. Þetta kemur fram á vef Morgunblaðsins.

Innlent
Fréttamynd

Álf­rún Gunn­laugs­dóttir fallin frá

Álfrún Gunnlaugsdóttir rithöfundur og fyrsti kennari í almennri bókmenntafræði við Háskóla Íslands er látin 83 ára að aldri. Gauti Kristmannsson, prófessor við hugvísindasvið HÍ og vinur Álfrúnar, greinir frá andlátinu á Facebook-síðu sinni.

Innlent
Fréttamynd

Grínistinn Norm MacDonald látinn

Kanadíski grínistinn Norm MacDonald er látinn eftir níu ára glímu við krabbamein. McDonald var 61 árs gamall. Hann er helst þekktur fyrir árin sem hann var hluti af leikaraliði Saturday Night Live, auk þess sem hann var mikilsvirtur uppistandari.

Erlent
Fréttamynd

Finnbogi Jónsson er látinn

Finnbogi Jónsson verkfræðingur og fyrrverandi stjórnarformaður Samherja lést þann níunda september síðastliðinn í Vancouver í Kanada. Finnbogi lét mjög að sér kveða í íslensku atvinnulífi og sat í stjórn fjölmargra félagasamtaka, fyrirtækja og stofnana. Greint er frá andláti Finnboga á vefsíðu Samherja.

Innlent
Fréttamynd

Söngkonan María Mendiola látin

Spænska söngkonan María Mendiola, sem gerði garðinn frægan fyrir að hafa sungið diskósmellinn Yes Sir, I Can Boogie, er látin, 69 ára að aldri.

Lífið
Fréttamynd

Jón Sigurðsson látinn

Jón Sigurðsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, Seðlabankastjóri og ráðherra, er látinn, 75 ára að aldri.

Innlent
Fréttamynd

Tiger King-stjarna látin

Hinn bandaríski Erik Cowie, sem þekktastur er fyrir að hafa birst í þáttunum Tiger King, er látinn, 53 ára að aldri.

Lífið
Fréttamynd

Andhetjan úr „The Wire“ látin

Michael K. Williams, bandaríski leikarinn hvers stjarna reis hæst í þáttunum „The Wire“, fannst látinn í íbúð sinni í New York í dag. Hann var 54 ára gamall.

Lífið
Fréttamynd

Sarah Harding er látin

Breska tónlistarkonan Sarah Harding er látin, 39 ára að aldri. Hún lést úr brjóstakrabbameini sem hún hafði barist við frá því í ágúst á síðasta ári.

Lífið
Fréttamynd

Ed Asner er fallinn frá

Bandaríski leikarinn Ed Asner, sem þekktastur er fyrir að hafa farið með hlutverk fréttamannsins Lou Grant í bandarískum sjónvarpsþáttum, er látinn, 91 árs að aldri. Asner gerði einnig garðinn frægan fyrir hlutverk í kvikmyndinni Elf og ljáði aðalpersónu kvikmyndarinnar Up rödd sína.

Lífið
Fréttamynd

Barnaleikarinn Matthew Mindler fannst látinn

Barnaleikarinn Matthew Mindler fannst látinn á laugardag, nítján ára að aldri. Mindler er þekktastur fyrir að hafa leikið við hlið Paul Rudd, Elizabeth Banks og Zooey Deschanel í gamanmyndinni Our Idiot Brother sem kom út árið 2011.

Lífið
Fréttamynd

Dynasty-leikari fallinn frá

Bandaríski leikarinn Michael Nader, sem þekktastur er fyrir hlutverk sitt í sápuóperunni Dynasty, er látinn, 76 ára að aldri.

Lífið
Fréttamynd

Fyrr­verandi ein­ræðis­herra Tjad er látinn

Hissène Habré, fyrrverandi einræðisherra Afríkuríkisins Tjads, er látinn, 79 ára að aldri. Habré varði síðustu árum sínum í fangelsi í Senegal eftir að hafa hlotið lífstíðardóm meðal annars fyrir stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyni.

Erlent
Fréttamynd

Einn stofn­með­lima UB40 er látinn

Saxófónleikarinn, lagasmiðurinn og liðsmaður bresku reggísveitarinnar UB40, Brian Travers, er látinn, 62 ára að aldri. Hann lést í gær af völdum krabbameins.

Lífið