Andlát

Fréttamynd

Sjónhverfingarmaðurinn og afhjúparinn James Randi látinn

James Randi, kanadíski sjónhverfingarmaðurinn sem helgaði sig því að hrekja hindurvitni, er látinn, 92 ára að aldri. Randi hélt fyrirlestra fyrir fullum sal í Háskóla Íslands fyrir tíu árum þar sem hann reyndi meðal annars að fyrirfara sér með hómópatalausn, án árangurs.

Erlent
Fréttamynd

Eddie Van Halen látinn

Eddie Van Halen gítarleikari hljómsveitarinnar Van Halen er látinn eftir baráttu við krabbamein. Van Halen var 65 ára gamall.

Tónlist
Fréttamynd

Heiðar Ástvaldsson látinn

Heiðar Ástvaldsson danskennari er látinn 84 ára gamall. Sonur Heiðars greindi frá andláti föður síns á Facebook upp úr hádegi í dag.

Innlent
Fréttamynd

Yuko Takeuchi látin

Japanska leikkonan Yuko Takeuchi fannst látin á heimili sínu í Tókýó. Hún var fertug.

Erlent
Fréttamynd

Söng­kona The E­motions er látin

Pamela Huchinson, ein söngkona bandarísku R&B-sveitarinnar The Emotions, er látin, 61 árs að aldri. Hutchinson söng stærsta smell sveitarinnar, Best of My Love.

Lífið
Fréttamynd

Alma Geirdal látin

Alma hafði háð baráttu við krabbamein eftir að hún greindist fyrst með brjóstakrabbamein árið 2017.

Innlent
Fréttamynd

Leik­konan Diana Rigg er látin

Breska leikkonan Diana Rigg, sem meðal annars gerði garðinn frægan fyrir hlutverk sitt í The Avengers og þáttunum Game of Thrones, er látin, 82 ára að aldri.

Lífið
Fréttamynd

Soffía Karlsdóttir látin

Soffía Kristín Karlsdóttir, leikkona og söngkona, er látin. Soffía lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja þann 5. september síðastliðinn 92 ára að aldri.

Innlent
Fréttamynd

Lögmaður Nelsons Mandela látinn

George Bizos, sem var meðal annars lögfræðingur Nelsons Mandela og annarra baráttumanna fyrir kynþáttajafnrétti í Suður-Afríku á sjöunda áratugnum, er látinn. Hann var 92 ára gamall.

Erlent
Fréttamynd

Ólafur E. Friðriksson látinn

Einn af brautryðjendum fréttastofu Stöðvar 2, Ólafur E. Friðriksson, er látinn, 66 ára að aldri, eftir langvinn veikindi. Hann þótti einn öflugasti stjórnmálafréttamaður landsins.

Innlent
Fréttamynd

Adda Örnólfs látin

Arnbjörg Auður Örnólfsdóttir söngkona, betur þekkt sem Adda Örnólfs, er látin. Adda lést á Landakotsspítala 2. september síðastliðinn, 85 ára að aldri.

Innlent