Sameinuðu þjóðirnar

Fréttamynd

Þvinga fjölskyldur til að hlusta á nauðganir

Mannréttindastofnun Sameinuðu þjóðanna (OHCHR) segir sterkar vísbendingar fyrir því að rússneskir hermenn fremji stríðsglæpi í Úkraínu. Rússar hafa pyntað Úkraínumenn til dauða og þvingað fjölskyldur til að hlusta á þegar hermenn nauðguðu konum í næsta herbergi.

Erlent
Fréttamynd

Vill taka neit­un­ar­vald­ið af Rúss­um

Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, kallaði eftir því í dag að öryggisráði Sameinuðu þjóðanna yrði breytt á þann veg að hægt yrði að svipta ríki sem eiga fast sæti í ráðinu neitunarvaldi. Öryggisráðið og SÞ gætu ekkert gert vegna stríðsins þar sem árásaraðilinn, Rússland, væri með neitunarvald.

Erlent
Fréttamynd

„Illsku er ekki treystandi“

Illsku er ekki treystandi. Þetta voru skilaboð Volodómírs Selenskís Úkraínuforseta þegar hann hélt ávarp sitt á Allsherjarþingi Semeinuðu þjóðanna í gærkvöldi.

Erlent
Fréttamynd

Fundaði með Guter­res

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra átti tvíhliða með António Guterres, aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna í New York í gær.

Innlent
Fréttamynd

Hlýjasta sumarið á norður­hveli frá upp­hafi

Sumarið á norðurhveli var það hlýjasta sem hefur nokkru sinni mælst. Ágúst var hlýjasti ágústmánuður á jörðinni frá upphafi mælinga og næsthlýjasti mánuðurinn á eftir júlí í sumar. Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir heimsbyggðina standa frammi fyrir „loftslagshruni“.

Erlent
Fréttamynd

Óttast um heilsu nígerska for­setans

Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna og Bandaríkjastjórn hafa lýst áhyggjum af heilsu og öryggi Mohameds Bazoum, forseta Nígers, sem hefur verið í stofufangelsi frá valdaráni hersins fyrir tveimur vikum. Honum er sagt haldið við ömurlegar aðstæður.

Erlent
Fréttamynd

Skrifum síðasta kaflann í myrkri sögu kjarna­vopna

Í dag köllum við eftir kjarnavopnalausri veröld. Það er eina framtíðarsýnin sem vit er í – og eitthvað sem m.a.s. kjarnavopnabandalagið Nató segist stefna að. Því miður skortir mjög á markviss skref í þá áttina.

Skoðun
Fréttamynd

Náða Suu Kyi af nokkrum brotum

Aung San Suu Kyi, fyrrverandi leiðtogi Búrma eða Mjanmar, hefur verið náðuð í fimm af þeim nítján málum sem herstjórn ríkisins hefur sakfellt hana í. Á undanförnum árum hefur hún ítrekað verið dæmd fyrir ýmis brot en í heildina hefur hún verið dæmd í 33 ára fangelsi.

Erlent
Fréttamynd

Hafa flutt fleiri en sjö hundruð þúsund börn til Rússlands

Yfirvöld í Rússlandi hafa flutt fleiri en sjö hundruð þúsund börn frá Úkraínu til Rússlands. Í nýrri skýrslu frá Maríu Lvova-Belova, nokkurs konar umboðskonu barna í Rússlandi, segir að mikill meirihluti þeirra hafi komið til Rússlands með foreldrum sínum.

Erlent
Fréttamynd

Stríðsfangarnir í Olenivka ekki felldir í HIMARS-árás

Mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna kallaði í gær eftir því að þeir sem bæru ábyrgð á dauða minnst fimmtíu úkraínskra stríðsfanga í Olenivka í Dónetsk í fyrra yrðu dregnir til ábyrgðar. Volker Türk segir að rannsókn Sameinuðu þjóðanna gefi til kynna að Rússar hafi logið um það af hverju mennirnir dóu í stórri sprengingu í fangabúðum þeirra.

Erlent
Fréttamynd

Rússar fá enn íhluti í vopn frá Vesturlöndum

Á innan við sólarhring frá því Rússar sögðu sig frá samkomulagi um útflutning á korni frá Úkraínu gerðu þeir öflugar loftárásir á Odessa, helstu útflutningshöfn landsins. Forseti Úkraínu segir Rússa enn fá íhluti til vopnasmíði frá Vesturlöndum og herða þurfi refsiaðgerðir gegn þeim.

Erlent
Fréttamynd

Brotthvarf Rússa frá kornsamkomulaginu byggt á rússneskri lygi

Rússar gerðu mikla eldflauga- og drónaárás á hafnarborginna Odessa í Úkraínu í nótt. Fjöldi eldflauga og dróna náðu alla leið og ollu miklum skemmdum aðallega á hafnarsvæði borgarinnar. Úkraínumenn gerðu einnig eldflaugaárás á rússneska herstöð á suðurhluta Krímskaga.

Erlent
Fréttamynd

Kuleba segir einu lausnina að vinna fullnaðarsigur á Rússum

Rússar gerðu öflugar eldflauga og dróna árásir á Odessa, helstu útflutningshöfn Úkraínu, í nótt nokkrum klukkustundum eftir að þeir sögðu sig frá samkomulagi um útflutning á korni og áburði frá Úkraínu um Svartahaf. Utanríkisráðherra Úkraínu segir einu langtímalausnina vera að vinna fullnaðarsigur á Rússum.

Erlent
Fréttamynd

Ætla ekki að leyfa útflutning korns lengur

Yfirvöld í Rússlandi ætla ekki að framlengja kornsamkomulagið svokallaða, sem gert hefur Úkraínumönnum kleift að flytja út korn. Talsmaður Valdimírs Pútín, forseta Rússlands, segir ákvörðunina ekki tengjast árásinni á brúnna yfir Kerch-sund.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Síðasta kornfyllta skipið siglt úr höfn

Síðasta flutningaskipið, með úkraínskt korn innanborðs, hefur siglt úr höfn í bili. Samningur sem greiðir fyrir útflutningi korns frá Úkraínu rennur út á morgun en Rússar hafa hótað því undanfarið að framlengja ekki samninginn.

Erlent
Fréttamynd

„Við höfum nei­kvæð á­hrif á sam­fé­lög, um­hverfi og efna­hag annarra landa“

Kolefnisspor Íslands er með því hæsta í heimi þegar allar innfluttar vörur eru teknar með inn í reikninginn auk þess sem Ísland er með einna neikvæðust smitáhrif meðal þeirra 163 ríkja þar sem þau hafa verið metin samkvæmt nýrri skýrslu. Forstöðumaður Sjálfbærnistofnunar Háskóla Íslands segir neyslu Íslendinga og innflutning hafa einna mest áhrif.

Innlent
Fréttamynd

UN Global Compact á Íslandi

Sjálfbær þróun er orðin grundvallarþáttur í hagþróun um allan heim. Margvísleg samtök stuðla að sjálfbæru atvinnulífi en stærsta sjálfbærniframtak heims er UN Global Compact (UNGC), eða sáttmáli Sameinuðu þjóðanna um ábyrgt atvinnulíf.

Skoðun