Ofbeldi gegn börnum

Fréttamynd

Rann­saka kirkju­bruna á landi frumbyggja

Tvær kaþólskar kirkjur brunnu til grunna á landi frumbyggja í Bresku-Kólumbíu í Kanada í gærmorgun. Lögregla á svæðinu segir brunana til rannsóknar en talið er líklegt að eitthvað misjafnt hafi leitt til eldanna.

Erlent
Fréttamynd

Móður veitt forsjá í forsjárdeilu

Hæstiréttur dæmdi í fyrradag móður fullt forræði dóttur sinnar. Í dóminum kemur fram að hún hafi tálmað umgengni barnsins við föður þess allt frá því að hún sakaði hann um kynferðisbrot gegn barninu.

Innlent
Fréttamynd

Leggur til að öryggis­mynda­vélar verði settar upp á leik­völlum borgarinnar

Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, lagði það til á fundi mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs borgarinnar í síðustu viku að settar verði upp myndavélar á öllum leikvöllum borgarinnar. Þetta lagði hún til í kjölfar fregna um að tilraun hafi verið gerð til að nema unga stúlku á brott af leikvelli í Grafarvogi í síðustu viku.

Innlent
Fréttamynd

Telur upp­setningu öryggis­mynda­véla á leik­völlum var­huga­verða

47 tælingarmál hafa verið tilkynnt til lögreglu frá árinu 2019 til dagsins í dag. Deildarsérfræðingur í upplýsinga- og áætlanadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir að við skoðun á alvarleika þessara mála í gegnum tíðina hafi innan við 10% málanna verið flokkuð sem miðlungs alvarleg eða alvarleg.

Innlent
Fréttamynd

Felldu styttu af hönnuði heima­vistar­skólanna

Stytta af Egerton Ryerson, sem jafnan er talinn einn hönnuða heimavistarskóla fyrir börn af frumbyggjaættum í Kanada, var felld af mótmælendum í Toronto um helgina. Mótmælendur komu saman til þess að lýsa yfir óánægju vegna fjöldagrafar sem fannst við heimavistarskóla á dögunum.

Erlent
Fréttamynd

„Hvert leita ég ef ég hef beitt barn kynferðisofbeldi?“

Hópurinn Taktu skrefið er nýtt úrræði fyrir einstaklinga sem hafa áhyggjur af kynferðislegri hegðun sinni eða hafa beitt kynferðisofbeldi. Fyrst um sinn leggur hópurinn áherslu á einstaklinga sem eru haldnir barnagirnd eða hafa brotið kynferðislega á börnum. Forsvarsmaður hópsins vonast til þess að hópurinn geti víkkað út starfsemi sína með tímanum.

Innlent
Fréttamynd

Við tökum barna­níð al­var­lega

Alþingi hefur nú til meðferðar frumvarp dómsmálaráðherra til breytinga á almennum hegningarlögum þar sem lagt er til að hámarksrefsing fyrir barnaníðsbrot verði hækkuð úr tveimur árum í sex ár.

Skoðun
Fréttamynd

Dæmd fyrir að slá son sinn í­trekað í deilum um Fortni­te-spilun

Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt móður í fjögurra mánaða fangelsi og greiðslu miskabóta fyrir að hafa slegið þrettán ára son sinn eftir rifrildi þeirra í millum um Fortnite-spilamennsku sonarins sem móðirin taldi meiri en góðu hófi gegndi. Fresta skal fullnustu refsingar og hún falla niður að liðnum tveimur árum, haldi konan almennt skilorð. 

Innlent
Fréttamynd

Um sautján börn á flótta hverfa daglega í Evrópu

Að minnsta kosti 180 þúsund börn á flótta hafa horfið eftir að hafa komið til Evrópulanda á borð við Grikkland, Ítalíu og Þýskaland. Alls var 18.292 flóttabarna, sem voru ekki í fylgd með fullorðnum, saknað árin 2018 til 2020. 

Erlent
Fréttamynd

Laugalandskonur langþreyttar á aðgerðarleysi

Tólf konur sem segjast hafa sætt illri meðferð, andlegu og líkamlegu ofbeldi á meðferðarheimilinu Laugalandi á árunum 1997 til 2007 upplifa sem svo að rannsókn á málum þeirra sé ekki gerð af alvöru eða hafi forgang. Þau hafi reiknað með öðru eftir fund með ráðherra og lögfræðingi velferðarráðuneytisins.

Innlent
Fréttamynd

Íslendingur handtekinn á Spáni vegna meints barnaníðs

Spænska lögreglan handtók íslenskan karlmann á sextugsaldri sem er grunaður um kynferðisbrot gegn átta börnum undri lögaldri í bænum Torre Pacheco í Murcia-héraði á suðaustanverðum Spáni. Maðurinn er sagður hafa tælt börnin og boðið þeim verðmæti.

Innlent
Fréttamynd

Viðbrögðin innan lögmannsstéttarinnar voru sár vonbrigði

Fyrir helgi kom út bókin Barnið í garðinum, eftir Sævar Þór Jónsson lögmann. Með honum skrifaði bókina eiginmaður hans, lögmaðurinn Lárus Sigurður Lárusson. Sævar Þór er á margan hátt ósáttur við viðbrögðin innan lögmannastéttarinnar hér á landi við því að hann opnaði sig um kynferðisofbeldi sem hann varð fyrir í æsku.

Lífið
Fréttamynd

Leyndar­mál eða lygar?

Að eiga leyndarmál getur verið skemmtilegt og ætti að vera það. En þegar leyndarmál eru notuð til að fela eitthvað sem er óviðeigandi, þá getum við ekki kallað það lengur leyndarmál.

Skoðun