Heilbrigðismál

Fréttamynd

Fjórða læknaferðin endur­greidd

Síðustu mánuði hafa margar jákvæðar fréttir borist frá heilbrigðisráðuneytinu. Markvisst er unnið eftir stefnunni jafnt aðgengi, óháð efnahag og búsetu, um það ríkir samstaða í samfélaginu. Það er því fagnaðarefni að nú er verið að fjölga ferðum sem fást endurgreiddar frá Sjúkratryggingum vegna nauðsynlegrar heilbrigðisþjónustu sem sótt er utan heimabyggðar.

Skoðun
Fréttamynd

Má ég taka þátt … í lífinu?

Heilbrigðishópur ÖBÍ réttindasamtaka stendur fyrir hádegisfundi um endurskoðun á hjálpartækjahugtakinu 14. maí á Hótel Grand, milli 12:00 og 13:30. Þar mun Alma Ýr Ingólfsdóttir, formaður ÖBÍ réttindasamtaka, flytja erindi um hjálpartækjahugtakið og samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.

Skoðun
Fréttamynd

Heimafæðingum fjölgar og teljast eðli­legri en áður

Sífellt fjölgar í hópi þeirra kvenna sem kjósa að fæða börn án aðkomu heilbrigðiskerfisins. Ljósmóðir hjá Björkinni hefur orðið vör við slíka þróun og segist skilja konur sem taki ákvörðun um að haga fæðingunni á þennan hátt. 

Innlent
Fréttamynd

Ragnar Freyr segist hreinsaður af sök

Ragnar Freyr Ingvarsson, læknir, segir þar til gerða eftirlitsnefnd um rafræna sjúkraskrá hafa hreinsað hann og aðra lækna af sökum að hafa flett upp upplýsingum í sjúkraskrá í andstöðu við lög. Málinu sé lokið og muni ekki hafa afleiðingar fyrir hann.

Innlent
Fréttamynd

Um dánaraðstoð

Í umsögn LÍ kemur fram að félagið leggst eindregið gegn samþykkt þess frumvarps til laga um dánaraðstoð, sem lagt hefur verið fram á Alþingi. Þar kemur og fram að stjórn LÍ hefur falið Siðfræðiráði félagsins að efna til málþings um dánaraðstoð á næstunni og þannig beita sér fyrir umræðu um efnið meðal félagsmanna sinna.

Skoðun
Fréttamynd

Fyrsti lifandi svínsnýrnaþeginn er látinn

Fyrsti maðurinn sem fékk grætt í sig svínsnýru á meðan hann var lifandi er látinn, um tveimur mánuðum eftir að nýrun voru grædd í hann og rúmum fimm vikum eftir að hann var útskrifaður af sjúkrahúsi. Richard Slayman fékk tvö erfðabreytt nýru úr svíni á sjúkrahúsi í Bandaríkjunum í mars og var vonast til þess að nýrun myndu duga honum í minnst tvö ár.

Erlent
Fréttamynd

Skúli Tómas sinnir sjúk­lingum af og til

Skúli Tómas Gunnlaugsson, læknir sem grunaður er um að hafa mögulega valdið ótímabærum andlátum níu sjúklinga á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja á árunum 2018 til 2020, sinnir af og til sjúklingum á Landspítalanum.

Innlent
Fréttamynd

Ung­frú Banda­ríkin af­salar sér titlinum

Ungfrú Bandaríkin, Noelia Voigt, hefur ákveðið að afsala sér titlinum vegna heilsufarsástæðna. Voigt fór með sigur af hólmi þegar keppnin fór fram í september síðastliðnum. Í tilkynningu sem hún sendi frá sér á Instagram sagðist hún trúa á það að gera það sem er best fyrir „sjálfan sig og geðheilsuna“.

Lífið
Fréttamynd

„Þetta breytti mér mjög mikið sem per­sónu“

Ásgeir Þór Árnason var einungis 35 ára gamall þegar hann fékk hjartastopp og fleiri fylgdu í kjölfarið. Veikindin komu eins og þruma úr heiðskíru lofti og tjáðu læknar honum að það væri í raun kraftaverk að hann lifði af. 

Innlent
Fréttamynd

Börn lögð inn með kíg­hósta

Börn greind með kíghósta hafa verið lögð inn á spítala hér á landi síðustu vikur. Alls hafa sautján greinst með sýkinguna undanfarið, sem barnalæknir segir áhyggjuefni. Hann hvetur fólk til að huga vel að bólusetningum, einkum barnshafandi konur.

Innlent
Fréttamynd

Heyrist meira af kjaft­æði um lyf en vísinda­legum stað­reyndum

Freyja Jónsdóttir, lektor við Lyfjafræðideild Háskóla Íslands, segir ákveðna hópa þurfa að fara varlega þegar þau ferðast erlendis í mikinn hita. Eldra fólk hafi til dæmis minni viðnámsþrótt í miklum hita. Það þurfi að passa upp á sólarvörn og drykki. Það eigi þó alls ekki að hætta að taka lyfin án samráðs við heilbrigðisstarfsmann.

Innlent
Fréttamynd

Barn á Akur­eyri greindist með kíg­hósta

Kíghósti hefur greinst í barni í Brekkuskóla á Akureyri, að því er fram kemur í tilkynningu Landlæknis. Minnt er á mikilvægi bólusetninga gegn sjúkdómum sem kíghósta, en þátttaka barna í bólusetningum hefur dregist saman síðustu ár.

Innlent
Fréttamynd

Stór hópur fanga sem ekki treystir stofnunum

Guðmundur Ingi Þóroddsson formaður Afstöðu – félags fanga á Íslandi segir það mikið gleðiefni að félagið hafi fengið rekstrarleyfi frá Gæða og eftirlitsstofnun velferðarmála (GEV) til að sinna félagslegri ráðgjöf.

Innlent
Fréttamynd

Hjúkrunar­fræðingurinn ekki laus allra mála enn

Dómur í máli hjúkrunarfræðings, sem var sýknaður af ákæru fyrir manndráp á geðdeild Landspítala, hefur verið ómerktur í Landsrétti. Lagt hefur verið fyrir héraðsdóm að taka málið til meðferðar á ný og fella síðan á það efnisdóm.

Innlent