Heilbrigðismál

Fréttamynd

Bandaríkjamenn eignast móðurfélag Livio á Íslandi

Bandaríska fjárfestingafélagið Kohlberg Kravis Roberts hefur keypt sænska fyrirtækið Livio AB, sem sérhæfir sig í glasafrjóvgunum og öðrum úrræðum við ófrjósemi. Livio AB á 64 prósenta hlut í íslenska dótturfélaginu Livio, sem er eina fyrirtækið á Íslandi sem býður upp á glasafrjóvganir.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Munt þú brotna?

„Bein eru leiðinleg”, sagði góður starfsbróðir eitt sinn við mig þegar við vorum að ræða beinþynningu, einn fjölmargra sjúkdóma sem við innkirtlalæknar fáumst við.

Skoðun
Fréttamynd

„Al­var­leg van­ræksla og mis­tök“ hjúkrunar­heimilis í að­draganda and­láts manns

Heilbrigðisráðuneytið hefur staðfest málsmeðferð embættis landlæknis í máli þar sem aðstandandur látins manns kvörtuðu til landlæknis vegna meðferðar sem manninum hafi verið veitt á hjúkrunarheimili síðasta rúma ár ævi hans. Embætti landlæknis hafði komist að þeirri niðurstöðu að „alvarleg vanræksla og mistök“ hefðu átt sér stað þegar manninum var veitt heilbrigðisþjónusta, mánuðina fyrir andlátið.

Innlent
Fréttamynd

Þjónustu- og þekkingar­mið­stöð fyrir ein­hverfa

Hér á landi greinast árlega einstaklingar með einhverfu eða raskanir á einhverfurófi. Einhverfa er röskun í taugaþroska sem kemur jafnan fram snemma í barnæsku. Einhverfa er yfirleitt meðfædd og til staðar alla ævi en kemur fram með ólíkum hætti allt eftir aldri, þroska og færni og sökum þess hve einhverfa er margbreytileg er oft talað um einhverfuróf.

Skoðun
Fréttamynd

Verða konur fyrir for­dómum í heil­brigðis­kerfinu?

Ég hef átt fjölmörg samtöl við vinkonur mínar og kunningjakonur um viðmót í heilbrigðiskerfinu og hvort það kunni að vera litað af kynjuðum staðalmyndum. Þegar ég komst að því að nýlega hefði heilsufar á Íslandi verið kortlagt í úttekt á vegum heilbrigðisráðuneytisins út frá kynja- og jafnréttissjónarmiðum, ákvað ég að beina fyrirspurn að heilbrigðisráðherra um eftirfylgni vegna þeirrar vinnu.

Skoðun
Fréttamynd

Lyfti­stöng fyrir heil­brigðis­þjónustu á Suður­nesjum

Undanfarin ár hefur orðið hröð fólksfjölgun á Suðurnesjum með tilheyrandi vaxtarverkjum. Lýðheilsuvísar sem Embætti Landlæknis birtir reglulega hafa sýnt að ýmsir þættir í daglegu lífi sem hafa áhrif á líðan og heilsu hafa verið óhagstæðari á Suðurnesjum en annar staðar á landinu. Í dag búa um 30 þúsund íbúar á svæðinu og það hefur blasað við um tíma að Heilsugæslan á Suðurnesjum nái ekki að anna öllum þessum fjölda. Íbúar á svæðinu hafi um tíma barist yfir bættri heilsugæslu á svæðinu og hefur sú barátta nú skilað árangri.

Skoðun
Fréttamynd

Umræða sem snertir okkur öll

Við karlkyns stjórnendur eigum það sjálfsagt margir sameiginlegt að hafa hingað til skilað auðu í umræðu um breytingaskeið og líkamsklukku kvenna.

Skoðun
Fréttamynd

Hvað er dauðakvíði?

Það er eðlilegur hluti af mannlegri tilvist að hræðast dauðann upp að vissu marki enda hefur sá ótti stuðlað að afkomu mannsins. Hjá sumum verður þessi ótti hins vegar svo mikill og þrálátur að fólk fær ekki notið lífsins. Óttinn getur birst með mismunandi hætti; sumir velta því stöðugt fyrir sér hvað gerist eftir dauðann og hvernig það verði að vera ekki til, aðrir eru uppteknari af dauðaferlinu og enn aðrir óttast að missa sína nánustu eða hafa áhyggjur af afdrifum þeirra.

Skoðun
Fréttamynd

Þjónusta án skilyrða við ungt fólk, hversu mikils virði er það?

Mikið er fjallað um geðheilbrigði ungs fólks á Íslandi í dag. Aukinn kvíði, vansæld, einmanaleiki, vanlíðan vegna samskipta, ofbeldi. Nýjustu fréttir er að kulnun sé algengust meðal 18-24 ára. Fólk þarf annað fólk og upplifa að tilheyra samfélagi. Við þurfum stundum bara að fá einhvern sem sér mann, hlustar, skilur og getur hjálpað að greina hvað er hvað.

Skoðun
Fréttamynd

Dæmi um að fólk svipti sig lífi í staðinn

Stjórnarmaður samtaka um lífsvirðingu segir dæmi um að fólk svipti sig lífi þar sem það fái ekki dánaraðstoð. Hann hvetur alþingismenn til að taka á málinu. Ræðumenn frá fjórum löndum fjölluðu um dánaraðstoð á málþingi sem fram fór í gær. 

Innlent
Fréttamynd

Stöndum vörð um hags­muni sjúk­linga

Öll getum við átt í hættu á að veikjast einhverntímann á lífsleiðinni. Alvarleg veikindi koma fólki oftast algjörlega í opna skjöldu. Á einu augnabliki umturnast líf fólks og ekki er óalgengt að samhliða sæti áherslur, lífsskoðanir og framtíðarsýn fólks endurskoðun.

Skoðun
Fréttamynd

Neyðar­skýli fyrir heimilis­lausa verða ekki opnuð á daginn

Neyðarskýli fyrir heimilislausa verða ekki opnuð á daginn. Þetta segir formaður Velferðarráðs borgarinnar sem vill fjölga búsetuúrræðum en ekki neyðarskýlum. Heimilislaus maður segir nauðsynlegt að virkja þá sem búa á götunni enda hafi þeir margt til brunns að bera. 

Innlent
Fréttamynd

Vanfjármagnað geðheilbrigðiskerfi og afleiðingar þess

Landssamtökin Geðhjálp hafa um langt árabil bent á þá staðreynd að geðheilbrigðiskerfið er vanfjármagnað. Samkvæmt skýrslu Ríkisendurskoðunar um geðheilbrigðiskerfið, sem kom út í vor, þá eru fjárframlög til málaflokksins tæplega 5% af heildarfjárframlögum til heilbrigðismála. Á sama tíma er áætlað umfang geðheilbrigðismála af heildinni í kringum 25%. Í samantekt frá árunum 2007 til 2009 var framlag til geðheilbrigðismála áætlað í kringum 8%.

Skoðun
Fréttamynd

Þurfa að sofa í sófa og stólum

Eina neyðarskýlið fyrir heimilislausar konur á Íslandi er yfirfullt flestar nætur og húsnæðið sprungið utan af starfseminni. Talskonan segir fleiri hafa leitað þangað á fyrstu níu mánuðum ársins en allt árið 2020. 

Innlent
Fréttamynd

Sveltistefna

Að skoða framlög til Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja er sorglegt og ekki er hægt að lesa út úr því annað en að ólin sé svo hert að það bitnar verulega á íbúum svæðisins, og hafi gert um langt árabil. Samantekt Deloitte staðfestir þetta. Þegar fjárveitingar til Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja eru skoðaðar kemur í ljós að þær hafa hækkað um 10% frá árinu 2008 til 2022. Séu þessi framlög skoðuð miðað við fjölda íbúa kemur hins vegar í ljós að framlögin hafa lækkað um 22%.

Skoðun