Bretland Kim eignast hálsmen Díönu prinsessu Athafnakonan Kim Kardashian mun ekki aðeins geta státað sig af því hafa klæðst kjól Marilyn Monroe, því nú mun hún einnig geta skartað hálsmeni Díönu prinsessu. Kardashian festi kaup á meninu á uppboði í gær. Lífið 19.1.2023 11:57 Útflutningur Leopard skriðdreka sagður háður ákvörðun Bandaríkjamanna Þjóðverjar eru reiðubúnir til að senda Úkraínumönnum skriðdreka að því gefnu að Bandaríkjamenn samþykki að gera það sömuleiðis. Þetta hefur Reuters eftir heimildarmanni innan ríkisstjórnarinnar. Erlent 19.1.2023 08:27 Bresks leikara saknað eftir fjallgöngu í Kaliforníu Breska leikarans Julian Sands er saknað eftir að hann hélt í fjallgöngu í San Gabriel-fjöllunum í suðurhluta Kaliforníu á vesturströnd Bandaríkjanna í síðustu viku. Lífið 19.1.2023 07:38 Mótmælaréttur Breta í húfi Breskir mótmælendur eru uggandi yfir nýrri löggjöf um mótmæli sem er til umræðu hjá þinginu. Yrði frumvarpið og lagfæringar þess að lögum myndi það hefta verulega leiðir sem hafa verið notaðar af hagsmunasamtökum til þess að koma skilaboðum sínum áleiðis. Erlent 17.1.2023 23:55 Á að ákveða hvort Úkraína fái vestræna skriðdreka Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, tilkynnti í morgun að hann myndi skipa Boris Pistorius í embætti varnarmálaráðherra. Sá hefur verið innanríkisráðherra Neðra-Saxlands frá árinu 2013 en hans fyrsta verk í nýju embætti verður að taka ákvörðun um það hvort flytja megi Leopard 2 skriðdreka til Úkraínu. Erlent 17.1.2023 13:01 Sturgeon segir beitingu neitunarvaldsins árás Bresk stjórnvöld hafa ákveðið að beita neitunarvaldi sínu gagnvart skoska þinginu og lagafrumvarpi þess sem myndi gera fólki auðveldara fyrir að ákvarða og breyta eigin kynskráningu. Erlent 17.1.2023 00:02 Lögregluþjónn játar að vera raðnauðgari Breskur lögregluþjónn í Lundúnum hefur gengist við 49 kynferðisbrotum, og þar af 24 nauðgunum, gegn tólf konum yfir átján ára tímabil. David Carrick, sem er 48 ára gamall, var handtekinn í október 2021 og rekinn í kjölfarið. Erlent 16.1.2023 13:13 Ætluðu að smygla til Íslands vegna þrefalt hærra götuverðs Tveir breskir karlmenn sem gripnir voru með umtalsvert magn af kókaíni á Stansted flugvelli á síðasta ári hugðust smygla efnunum til Íslands þar sem söluverðið er sagt vera þrefalt hærra en í Bretlandi. Annar þeirra er sagður vera umfangsmikill fíkniefnasali í Bretlandi og talið er að hann hafi haft áform um að færa út kvíarnar. Erlent 15.1.2023 12:47 Stúlkan í lífshættu eftir skotárásina Sjö ára stúlka er í lífshættu eftir að skotið var á hana í nágrenni kirkju í norðurhluta Lundúna í dag. Að minnsta kosti fjórir særðust í skotárásinni. Erlent 14.1.2023 23:28 Sjö ára stúlka á meðal fjögurra sem særðust í skotárás í Lundúnum Fjórir særðust í skotárás sem átti sér stað í nágrenni kirkju í norðurhluta Lundúna rétt í þessu. Erlent 14.1.2023 16:56 Njósnari Breta tekinn af lífi í Íran Bresk-íranski maðurinn Alireza Akbari var tekinn af lífi í Íran eftir að hafa verið sakaður um njósnir fyrir Bretland. Aftakan hefur verið fordæmd bæði í Bretlandi og í Íran. Erlent 14.1.2023 12:05 Mendy sýknaður af ákæru fyrir sex nauðganir Knattspyrnumaðurinn Benjamin Mendy var í dag sýknaður af nauðgunarákærum á hendur honum eftir sex mánaða réttarhöldum yfir honum. Enski boltinn 13.1.2023 13:17 Vísindamenn vilja að framleiðendur greiði fyrir kolefnisbindingu Hópur vísindamanna hefur lagt til að framleiðendur jarðefnaeldsneyta verði skikkaðir til að „taka til baka“ það koldíoxíð sem losnar við notkun framleiðsluvara þeirra og gera þá þannig ábyrga fyrir þeirri mengun sem þeir valda. Erlent 12.1.2023 10:49 Hafði betur í stríði við PayPal: „Þetta er ískyggileg ritskoðun sem við verðum að tækla“ Breski blaðamaðurinn Toby Young, aðstoðarritstjóri The Spectator, var gestur á málþingi á Þjóðminjasafninu um helgina, þar sem tjáningarfrelsi var í brennidepli. Hann segir Vesturlönd kominn í mikinn vanda í þessum málaflokki og segir réttast að samfélagsmiðlafyrirtæki eftirláti notendum að ráða hverju þeir fylgjast með á miðlunum. Innlent 12.1.2023 09:01 Gítargoðsögnin Jeff Beck er látinn Enski gítarleikarinn Jeff Beck er látinn 78 ára að aldri. Beck náði miklum vinsældum með hljómsveitinni Yardbirds, áður en að hann einbeitti sér að sólóferli sínum. Hann hefur lengi verið einn ástsælasti gítarleikari heims. Lífið 12.1.2023 00:02 Harry búinn að brenna allar brýr að baki sér Bókin sem öll heimsbyggðin er að tala um, "Varaskeifa" eftir Harry Bretaprins, kom í bókabúðir á Íslandi í dag. Áhugakona um bresku konungsfjölskylduna segir að Harry sé með bókinni búinn að brenna allar brýr að baki sér hvað fjölskylduna varðar. Lífið 11.1.2023 23:28 „Varaskeifan“ væntanleg í verslanir í dag í Reykjavík Nýja bók Harry Bretaprins, „Varaskeifan“ kemur í stærstu verslanir Pennans Eymundsson á höfuðborgarsvæðinu í dag. Þetta staðfestir Svanborg Þórdís Sigurðardóttir, vörustjóri erlendra bóka hjá fyrirtækinu. Menning 11.1.2023 11:31 Rannsókn stendur yfir vegna úrans sem fannst á Heathrow Hryðjuverkalögregla Lundúna hefur hafið rannsókn í kjölfar þess að úran fannst í pakka á Heathrow flugvelli í desember. Scotland Yard staðfesti fregnirnar í gærkvöldi. Erlent 11.1.2023 08:12 Karl gantaðist með að vera ekki faðir Harry Í nýrri bók Harry bretaprins, Spare, tjáir hann sig í fyrsta sinn um þrálátan orðróm um að Karl Bretakonungur sé í raun ekki faðir Harry heldur James Hewitt, fyrrum ástmaður Díönu prinsessu og móður Harry. Lífið 11.1.2023 00:01 Frumvarp um lágmarksþjónustu í verkfallsaðgerðum lagt fram í breska þinginu Breska ríkisstjórnin hefur lagt fram frumvarp sem er ætlað að tryggja lágmarksþjónustu í verkfallsaðgerðum. Frumvarpið er afar umdeilt og meira að segja sagt skaðlegt í skýrslu stjórnvalda um möguleg áhrif þess. Erlent 10.1.2023 12:54 „Alltaf verið dauðhræddur við níu til fimm pælinguna“ Tómas Geir Howser Harðarson vann hug og hjörtu landsmanna með tilfinningaríkum fagnaðarlátum í Gettu betur árið 2015 og hlaut viðurnefnið Tilfinninga-Tómas. Lífið 10.1.2023 11:34 Kallar eftir stigmögnun af hálfu bandamanna Sir Richard Shirreff, fyrrverandi hershöfðingi hjá Atlantshafsbandalaginu, segir að Bretar hefðu átt að senda Úkraínumönnum skriðdreka fyrir mörgum mánuðum. Bretar íhuga nú að senda Challenger-2 skriðdreka til Úkraínu. Erlent 10.1.2023 11:07 Bókaverslanir opnuðu á miðnætti þegar Spare fór í sölu Bókaverslanir í Lundúnum opnuðu á miðnætti í nótt, þegar æviminningar Harry Bretaprins fóru í sölu. Raðir mynduðust fyrir utan verslanirnar og talsmenn keðjunnar Waterstone sögðu um að ræða eina mestu forsölu bókar síðasta áratuginn. Erlent 10.1.2023 07:22 Íhuga að senda breska skriðdreka Ríkisstjórn Bretlands íhugar að senda Challenger 2 skriðdreka til Úkraínu. Málið hefur verið til skoðunar í nokkrar vikur en ef af verður verða Bretar fyrstir til að senda Úkraínumönnum skriðdreka sem framleiddir eru á Vesturlöndum. Erlent 9.1.2023 18:15 Tískumerkin greiða minna en svarar framleiðslukostnaði Margar tískufataverslanir hafa greitt verksmiðjum í Bangladesh minna fyrir vörur en sem svarar framleiðslukostnaðinum. Sérfræðingur segir þetta koma niður á starfsmönnum verksmiðjanna. Erlent 9.1.2023 08:42 Jessie J ófrísk og vill helst borða súkkulaðhúðaðar súrar gúrkur Söngkonan og Íslandsvinurinn Jessie J er orðin ófrísk eftir mikla baráttu við ófrjósemi. Tónlist 7.1.2023 19:14 Varaskeifan segir frá: Manndráp í Afganistan, kókaín og fjölskylduerjur Eintök af nýrri sjálfsævisögu Harry Bretaprins sem nefnist „Spare“ eða „Varaskeifan“ hafa valdið miklum usla hjá þeim meðlimum bresku pressunnar sem hafa fengið að lesa bókina á undan almenningi. Í bókinni talar Harry um það þegar hann tapaði sveindómnum, notaði kókaín og drap 25 í Afganistan. Erlent 5.1.2023 23:08 Fay Weldon er látin Breski rithöfundurinn Fay Weldon er látin, 91 árs að aldri. Menning 5.1.2023 07:26 Segir Vilhjálm hafa ráðist á sig í kjölfar samtals um Meghan árið 2019 Harry Bretaprins lýsir því í væntanlegum endurminningum sínum hvernig Vilhjálmur bróðir hans, sem mun að óbreyttu verða konunugur að föður þeirra gengnum, réðst á hann á heimili Harry og Meghan Markle árið 2019. Erlent 5.1.2023 06:14 Annar eigenda West Ham látinn David Gold, annar eigenda West Ham United í ensku úrvalsdeildinni, lést í dag eftir skammvinn veikindi. Hann var 86 ára gamall. Enski boltinn 4.1.2023 14:36 « ‹ 24 25 26 27 28 29 30 31 32 … 129 ›
Kim eignast hálsmen Díönu prinsessu Athafnakonan Kim Kardashian mun ekki aðeins geta státað sig af því hafa klæðst kjól Marilyn Monroe, því nú mun hún einnig geta skartað hálsmeni Díönu prinsessu. Kardashian festi kaup á meninu á uppboði í gær. Lífið 19.1.2023 11:57
Útflutningur Leopard skriðdreka sagður háður ákvörðun Bandaríkjamanna Þjóðverjar eru reiðubúnir til að senda Úkraínumönnum skriðdreka að því gefnu að Bandaríkjamenn samþykki að gera það sömuleiðis. Þetta hefur Reuters eftir heimildarmanni innan ríkisstjórnarinnar. Erlent 19.1.2023 08:27
Bresks leikara saknað eftir fjallgöngu í Kaliforníu Breska leikarans Julian Sands er saknað eftir að hann hélt í fjallgöngu í San Gabriel-fjöllunum í suðurhluta Kaliforníu á vesturströnd Bandaríkjanna í síðustu viku. Lífið 19.1.2023 07:38
Mótmælaréttur Breta í húfi Breskir mótmælendur eru uggandi yfir nýrri löggjöf um mótmæli sem er til umræðu hjá þinginu. Yrði frumvarpið og lagfæringar þess að lögum myndi það hefta verulega leiðir sem hafa verið notaðar af hagsmunasamtökum til þess að koma skilaboðum sínum áleiðis. Erlent 17.1.2023 23:55
Á að ákveða hvort Úkraína fái vestræna skriðdreka Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, tilkynnti í morgun að hann myndi skipa Boris Pistorius í embætti varnarmálaráðherra. Sá hefur verið innanríkisráðherra Neðra-Saxlands frá árinu 2013 en hans fyrsta verk í nýju embætti verður að taka ákvörðun um það hvort flytja megi Leopard 2 skriðdreka til Úkraínu. Erlent 17.1.2023 13:01
Sturgeon segir beitingu neitunarvaldsins árás Bresk stjórnvöld hafa ákveðið að beita neitunarvaldi sínu gagnvart skoska þinginu og lagafrumvarpi þess sem myndi gera fólki auðveldara fyrir að ákvarða og breyta eigin kynskráningu. Erlent 17.1.2023 00:02
Lögregluþjónn játar að vera raðnauðgari Breskur lögregluþjónn í Lundúnum hefur gengist við 49 kynferðisbrotum, og þar af 24 nauðgunum, gegn tólf konum yfir átján ára tímabil. David Carrick, sem er 48 ára gamall, var handtekinn í október 2021 og rekinn í kjölfarið. Erlent 16.1.2023 13:13
Ætluðu að smygla til Íslands vegna þrefalt hærra götuverðs Tveir breskir karlmenn sem gripnir voru með umtalsvert magn af kókaíni á Stansted flugvelli á síðasta ári hugðust smygla efnunum til Íslands þar sem söluverðið er sagt vera þrefalt hærra en í Bretlandi. Annar þeirra er sagður vera umfangsmikill fíkniefnasali í Bretlandi og talið er að hann hafi haft áform um að færa út kvíarnar. Erlent 15.1.2023 12:47
Stúlkan í lífshættu eftir skotárásina Sjö ára stúlka er í lífshættu eftir að skotið var á hana í nágrenni kirkju í norðurhluta Lundúna í dag. Að minnsta kosti fjórir særðust í skotárásinni. Erlent 14.1.2023 23:28
Sjö ára stúlka á meðal fjögurra sem særðust í skotárás í Lundúnum Fjórir særðust í skotárás sem átti sér stað í nágrenni kirkju í norðurhluta Lundúna rétt í þessu. Erlent 14.1.2023 16:56
Njósnari Breta tekinn af lífi í Íran Bresk-íranski maðurinn Alireza Akbari var tekinn af lífi í Íran eftir að hafa verið sakaður um njósnir fyrir Bretland. Aftakan hefur verið fordæmd bæði í Bretlandi og í Íran. Erlent 14.1.2023 12:05
Mendy sýknaður af ákæru fyrir sex nauðganir Knattspyrnumaðurinn Benjamin Mendy var í dag sýknaður af nauðgunarákærum á hendur honum eftir sex mánaða réttarhöldum yfir honum. Enski boltinn 13.1.2023 13:17
Vísindamenn vilja að framleiðendur greiði fyrir kolefnisbindingu Hópur vísindamanna hefur lagt til að framleiðendur jarðefnaeldsneyta verði skikkaðir til að „taka til baka“ það koldíoxíð sem losnar við notkun framleiðsluvara þeirra og gera þá þannig ábyrga fyrir þeirri mengun sem þeir valda. Erlent 12.1.2023 10:49
Hafði betur í stríði við PayPal: „Þetta er ískyggileg ritskoðun sem við verðum að tækla“ Breski blaðamaðurinn Toby Young, aðstoðarritstjóri The Spectator, var gestur á málþingi á Þjóðminjasafninu um helgina, þar sem tjáningarfrelsi var í brennidepli. Hann segir Vesturlönd kominn í mikinn vanda í þessum málaflokki og segir réttast að samfélagsmiðlafyrirtæki eftirláti notendum að ráða hverju þeir fylgjast með á miðlunum. Innlent 12.1.2023 09:01
Gítargoðsögnin Jeff Beck er látinn Enski gítarleikarinn Jeff Beck er látinn 78 ára að aldri. Beck náði miklum vinsældum með hljómsveitinni Yardbirds, áður en að hann einbeitti sér að sólóferli sínum. Hann hefur lengi verið einn ástsælasti gítarleikari heims. Lífið 12.1.2023 00:02
Harry búinn að brenna allar brýr að baki sér Bókin sem öll heimsbyggðin er að tala um, "Varaskeifa" eftir Harry Bretaprins, kom í bókabúðir á Íslandi í dag. Áhugakona um bresku konungsfjölskylduna segir að Harry sé með bókinni búinn að brenna allar brýr að baki sér hvað fjölskylduna varðar. Lífið 11.1.2023 23:28
„Varaskeifan“ væntanleg í verslanir í dag í Reykjavík Nýja bók Harry Bretaprins, „Varaskeifan“ kemur í stærstu verslanir Pennans Eymundsson á höfuðborgarsvæðinu í dag. Þetta staðfestir Svanborg Þórdís Sigurðardóttir, vörustjóri erlendra bóka hjá fyrirtækinu. Menning 11.1.2023 11:31
Rannsókn stendur yfir vegna úrans sem fannst á Heathrow Hryðjuverkalögregla Lundúna hefur hafið rannsókn í kjölfar þess að úran fannst í pakka á Heathrow flugvelli í desember. Scotland Yard staðfesti fregnirnar í gærkvöldi. Erlent 11.1.2023 08:12
Karl gantaðist með að vera ekki faðir Harry Í nýrri bók Harry bretaprins, Spare, tjáir hann sig í fyrsta sinn um þrálátan orðróm um að Karl Bretakonungur sé í raun ekki faðir Harry heldur James Hewitt, fyrrum ástmaður Díönu prinsessu og móður Harry. Lífið 11.1.2023 00:01
Frumvarp um lágmarksþjónustu í verkfallsaðgerðum lagt fram í breska þinginu Breska ríkisstjórnin hefur lagt fram frumvarp sem er ætlað að tryggja lágmarksþjónustu í verkfallsaðgerðum. Frumvarpið er afar umdeilt og meira að segja sagt skaðlegt í skýrslu stjórnvalda um möguleg áhrif þess. Erlent 10.1.2023 12:54
„Alltaf verið dauðhræddur við níu til fimm pælinguna“ Tómas Geir Howser Harðarson vann hug og hjörtu landsmanna með tilfinningaríkum fagnaðarlátum í Gettu betur árið 2015 og hlaut viðurnefnið Tilfinninga-Tómas. Lífið 10.1.2023 11:34
Kallar eftir stigmögnun af hálfu bandamanna Sir Richard Shirreff, fyrrverandi hershöfðingi hjá Atlantshafsbandalaginu, segir að Bretar hefðu átt að senda Úkraínumönnum skriðdreka fyrir mörgum mánuðum. Bretar íhuga nú að senda Challenger-2 skriðdreka til Úkraínu. Erlent 10.1.2023 11:07
Bókaverslanir opnuðu á miðnætti þegar Spare fór í sölu Bókaverslanir í Lundúnum opnuðu á miðnætti í nótt, þegar æviminningar Harry Bretaprins fóru í sölu. Raðir mynduðust fyrir utan verslanirnar og talsmenn keðjunnar Waterstone sögðu um að ræða eina mestu forsölu bókar síðasta áratuginn. Erlent 10.1.2023 07:22
Íhuga að senda breska skriðdreka Ríkisstjórn Bretlands íhugar að senda Challenger 2 skriðdreka til Úkraínu. Málið hefur verið til skoðunar í nokkrar vikur en ef af verður verða Bretar fyrstir til að senda Úkraínumönnum skriðdreka sem framleiddir eru á Vesturlöndum. Erlent 9.1.2023 18:15
Tískumerkin greiða minna en svarar framleiðslukostnaði Margar tískufataverslanir hafa greitt verksmiðjum í Bangladesh minna fyrir vörur en sem svarar framleiðslukostnaðinum. Sérfræðingur segir þetta koma niður á starfsmönnum verksmiðjanna. Erlent 9.1.2023 08:42
Jessie J ófrísk og vill helst borða súkkulaðhúðaðar súrar gúrkur Söngkonan og Íslandsvinurinn Jessie J er orðin ófrísk eftir mikla baráttu við ófrjósemi. Tónlist 7.1.2023 19:14
Varaskeifan segir frá: Manndráp í Afganistan, kókaín og fjölskylduerjur Eintök af nýrri sjálfsævisögu Harry Bretaprins sem nefnist „Spare“ eða „Varaskeifan“ hafa valdið miklum usla hjá þeim meðlimum bresku pressunnar sem hafa fengið að lesa bókina á undan almenningi. Í bókinni talar Harry um það þegar hann tapaði sveindómnum, notaði kókaín og drap 25 í Afganistan. Erlent 5.1.2023 23:08
Fay Weldon er látin Breski rithöfundurinn Fay Weldon er látin, 91 árs að aldri. Menning 5.1.2023 07:26
Segir Vilhjálm hafa ráðist á sig í kjölfar samtals um Meghan árið 2019 Harry Bretaprins lýsir því í væntanlegum endurminningum sínum hvernig Vilhjálmur bróðir hans, sem mun að óbreyttu verða konunugur að föður þeirra gengnum, réðst á hann á heimili Harry og Meghan Markle árið 2019. Erlent 5.1.2023 06:14
Annar eigenda West Ham látinn David Gold, annar eigenda West Ham United í ensku úrvalsdeildinni, lést í dag eftir skammvinn veikindi. Hann var 86 ára gamall. Enski boltinn 4.1.2023 14:36