Bretland

Fréttamynd

Pútín vísar fullyrðingum Johnson til föðurhúsanna

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, fullyrti í gær að Vladimir Pútín Rússlandsforseti hefði ekki ráðist inn í Úkraínu ef hann væri kona. Pútín hefur nú vísað staðhæfingu Johnson til föðurhúsanna og látið kné fylgja kviði.

Erlent
Fréttamynd

Maxwell sögð á sjálfsvígsvakt í fangelsi

Lögmaður Ghislaine Maxwell, sem var sakfelld fyrir aðild að glæpum Jeffreys Epstein gegn konum, segir að hún sé sjálfsvígsvakt í fangelsinu í Brooklyn þar sem henni er haldið. Til stendur að ákvarða refsingu hennar á þriðjudag en lögmaðurinn segir að það kunni að frestast.

Erlent
Fréttamynd

Karl sagður hafa tekið við milljónum frá Katar

Karl Bretaprins er sagður hafa tekið við milljónum evra í reiðufé á fundum sínum með fyrrverandi forsætisráðherra Katar. Fulltrúar konungsfjölskyldunnar fullyrða að féð hafi strax runnið til góðgerðasamtaka prinsins.

Erlent
Fréttamynd

Zelensky ávarpar gesti Glastonbury

Volodymyr Zelensky, forseti Úkraínu ávarpaði gesti Glastonbury fyrr í dag. Zelensky birtist í formi upptöku áður en hljómsveitin The Libertines hóf flutning sinn. Hann hvatti áhorfendur til þess að beita stjórnmálafólk þrýstingi.

Erlent
Fréttamynd

Endan­lega stað­fest að Euro­vision verði ekki í Úkraínu

Samband evrópskra sjónvarpsstöðva hefur endanlega staðfest að Úkraína muni ekki fá að halda Eurovision á næsta ári. Sambandið sendi frá sér tilkynningu nú síðdegis þar sem segir að ekki verði hægt að tryggja öryggi allra sem koma myndu að keppninni þar í landi.

Innlent
Fréttamynd

Tugþúsundir lestarstarfsmanna aftur í verkfall

Starfsmenn breska lestarkerfisins eru í verkfalli í dag, í annað sinn í þessari viku. Það þýðir að hálft kerfið er óstarfhæft í Englandi, Wales og í Skotlandi. Landsmönnum hefur verið ráðlagt að ferðast ekki nema það sé bráðnauðsynlegt.

Erlent
Fréttamynd

Verk­föll lama lestar­sam­göngur í Bret­landi

Lestarsamgöngur lömuðust í Bretlandi í morgun þegar allt að 40 þúsund starfsmenn lögðu niður störf í umfangsmestu verkfallsaðgerðum lestarstarfsmanna í landinu í heil þrjátíu ár. Verkfallið hefur áhrif á ferðir milljóna farþega.

Erlent
Fréttamynd

Vill ekki skipta sér opinberlega af máli Assange

Nýkjörinn forsætisráðherra Ástralíu ætlar ekki að óska þess opinberlega að Bandaríkjastjórn láti mál sitt gegn Ástralanum Julian Assange, stofnanda Wikileaks, niður falla. Bresk stjórnvöld eru tilbúin að framselja hann vestur um haf.

Erlent
Fréttamynd

Fleiri bendlaðir við hvarfið í Amason­frum­skóginum

Átta manns eru nú með réttarstöðu grunaðra í rannsókn brasilísku lögreglunnar á morðum á breskum blaðamanni og brasilískum sérfræðingi í frumbyggjum í Amasonfrumskóginum. Þrír hafa þegar verið handteknir vegna morðanna.

Erlent
Fréttamynd

Spacey laus gegn tryggingu

Breskur dómstóll féllst á að Kevin Spacey fengi að vera laus gegn tryggingu þegar mál hans var tekið fyrir í dag. Bandaríski leikarinnar er ákærður fyrir kynferðisbrot gegn þremur karlmönnum í Bretlandi.

Erlent