Rússland

Metfjöldi nýrra smita í Rússlandi
Smituðum í Rússlandi hefur aldrei fjölgað meira á milli daga en í dag. Alls voru staðfest 6.411 tilfelli af Covid-19 smitum á milli daga og í heildina hafa minnst 93.558 smitast í þar í landi.

Staðfest smit orðin fleiri í Rússlandi en Kína
Rúmlega 87.000 manns hafa nú greinst með nýtt afbrigði kórónuveiru í Rússlandi og eru staðfest smit þar nú orðin fleiri en í Kína ef marka má opinberar tölur. Vladímír Pútín forseti hefur ekki gefið út hvort að útgöngubann verði framlengt.

Segir stuðning við Grænlendinga svar við ásælni Rússa og Kínverja
Efnahagsaðstoð Bandaríkjastjórnar við Grænlendinga er svar við aukinni ásælni bæði Rússa og Kínverja á norðurslóðum. Þetta má sjá í grein bandaríska sendiherrans í Danmörku.

Lést eftir hjartaáfall á æfingu
Það bárust sorglegar fréttir frá Rússlandi í gær er Lokomotiv Moskva tilkynnti að hinn 22 ára gamli leikmaður félagsins, Innokenty Samokhvalov, hafi látist vegna hjartaáfalls sem hann fékk á æfingu.

Reyna að stöðva útbreiðslu veirunnar frá Rússlandi
Yfirvöld Kína vinna nú hörðum höndum að því að koma í veg fyrir að heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar teygi anga sína aftur til Kína.

Mögulega nauðsynlegt að fá aðstoð hersins vegna kórónuveirunnar
Vladímír Pútín Rússlandsforseti segir mögulega þörf á því að nýta herinn í baráttunni við kórónuveiruna eftir að mikil aukning varð í greindum smitum.

OPEC-ríkin ná sögulegu samkomulagi um samdrátt í olíuframleiðslu
OPEC, Samtök olíuútflutningsríkja auk annarra samstarfsríkja með Rússland í fararbroddi, hafa komist að samkomulagi um að draga verulega úr olíuframleiðslu til að reyna að stemma stigu við lækkun olíuverðs.

Trump og Pútin vilja hækka olíuverð
Forsetar Rússlands og Bandaríkjanna ræddu í dag leiðir til að hækka heimsmarkaðsverð á olíu. Verð á hráolíu hefur lækkað úr tæplega 70 dollurum á tunnu í janúar í rúmlega 30 dollara nú og það lækkaði aftur á mörkuðum í morgun.

Sádar og Rússar deila enn
Ekki er útlit fyrir að deilu Sádi-Arabíu og Rússlands fari að ljúka. Háttsettir embættismenn í Sádi-Arabíu hafa gagnrýnt Rússa harðlega í dag og sakað embættismenn í Rússlandi um ósannindi.

Rússar vakna við vondan draum
Staðfest tilfelli Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur, eru nú 2.337 í Rússlandi. Þeim fjölgaði um minnst 500 á milli daga og hefur fjölgunin aldrei verið meiri.

Útgöngubanni komið á í Moskvu
Borgarstjóri Moskvu tilkynnti í gærkvöldi að útgöngubann yrði virkjað í borginni og tekur það gildi strax í dag.

Rússar í vandræðum vegna lyfjamisnotkunar á Ólympíuleikum
Rússneskt frjálsíþróttafólk hefur farin ansi frjálslega með lyfjanotkun á undanförnum árum.

Rússum gert að halda sig heima þó ekki ríki faraldur
Rússnesk yfirvöld hafa beðið Rússa um að halda sig heima í næstu viku til þess að reyna að hægja á útbreiðslu kórónuveirunnar í landinu.

Áskorendamótið í Katrínarborg slegið af í bili
Ekki lengur hægt að ábyrgjast að keppendur komist heim.

Fresta þjóðaratkvæðagreiðslu um að leyfa Pútín að sitja áfram
Vladímír Pútín Rússlandsforseti hefur frestað þjóðaratkvæðagreiðslu sem átti að halda um stjórnarskrárbreytingum sem leyfðu honum að sitja áfram sem forseti í næsta mánuði vegna kórónuveirufaraldursins.

Rússneski herinn aðstoðar Ítali í baráttunni við veiruna
Stjórnvöld á Ítalíu hafa fyrirskipað lokun allra ónauðsynlegra verksmiðja og fyrirtækja í landinu vegna kórónuveirunnar.

Ósýnilegi óvinurinn í Katrínarborg – verður skák vinsælli en klósettpappír?
Vísir fylgjast grannt með gangi mála á sterkasta skákmóti ársins. Áskorendamótið fer hressilega af stað.

Áskorendamótið í skák: Veiran stöðvar ekki sterkasta skákmót ársins
Hver fær að skora Carlsen á hólm? Sú er spurningin sem skákheimurinn spyr sig nú. Hér eru vígamennirnir í Áskorendamótinu kynntir til leiks.

Rússnesk skúffufyrirtæki vilja 50 milljarða dala frá Bandaríkjunum
Forsvarsmenn rússnesku fyrirtækjanna Concord Management og Concord Consulting ætla að höfða mál eftir að ákærur gegn fyrirtækjunum fyrir afskipti af forsetakosningum í Bandaríkjunum voru felldar niður.

Öll héraðsþing Rússlands styðja breytingar sem leyfa Pútín að sitja áfram
Stjórnarskrárbreytingar sem gerðu Vladímír Pútín kleift að sitja sem forseti til 2036 fara nú hratt í gegnum rússneska stjórnkerfið. Til stendur að leggja þær í dóm þjóðarinnar í næsta mánuði.

Í verðstríði Sáda og Rússa, tapa Bandaríkin
Bæði yfirvöld Rússlands og Sádi-Arabíu segjast tilbúin í langvarandi átök um olíuverð.

Stjórnarskrárbreytingar gætu leitt til framlengingar valdatíðar Pútín til 2036
Þingið samþykkti sérstaka breytingatillögu þingkonunnar og geimfarans Valentinu Teresjkova í gær um að ekki bæri að taka tillit til fyrri kosninga eftir að stjórnarskrárbreytingarnar tækju gildi.

Sádar boða enn meiri olíuframleiðslu í verðstríði við Rússa
Útlit er fyrir enn frekari lækkun á heimsmarkaðsverði á olíu eftir að Sádar tilkynntu að þeir ætluðu að framleiða metmagn af olíu í apríl. Þeir standa nú í verðstríði við Rússa sem vildu ekki samþykkja samdrátt í framleiðslu sem Sádar og OPEC vilja til að bregðast við áhrifum kórónuveirunnar.

Flokkur Pútín vill breyta lögum svo hann geti setið áfram
Ákvæðum rússnesku stjórnarskrárinnar gæti verið breytt á næstunni til að gera Vladímír Pútín kleift að sitja áfram sem forseti. Hann hefur þegar verið við völd í tuttugu ár, lengur en nokkur annar leiðtogi Rússlands frá því að harðstjórinn Jósef Stalín var og hét.

Réttað vegna flugvélarinnar sem var skotin niður yfir Úkraínu
Enginn þeirra fjögurra manna sem taldir eru bera ábyrgð á því flugvél malasíska flugfélagsins Malaysia Airlines var skotin niður árið 2014 verður viðstaddur réttarhöld sem hófust í Hollandi í dag.

Assad kveðst hissa á afstöðu Tyrkja
Vopnahlé tók gildi í norðvesturhluta Sýrlands í nótt. Átökin á svæðinu höfðu verið afar hörð en sýrlenski stjórnarherinn hefur sótt að Idlib, síðasta stóra vígi uppreisnarmanna.

Skákpar lést af völdum hláturgass í Moskvu
Blöðrur með hlátursgasi fundust við lík ungs skákpars frá Úkraínu í íbúð þess í Moskvu í gær. Lögregla segir að engin merki hafi fundist um átök.

Navalní kvartar undan rússneskum stjórnvöldum til Mannréttindadómstólsins
Leiðtogi rússnesku stjórnarandstöðunnar kvartar vegna peningaþvættisrannsóknar sem rússnesk yfirvöld hófu eftir að hann hvatti til mótmæla í fyrra. Hann segir yfirvöld hafa tæmt og fryst bankareikninga sína fyrr í þessari viku.

Vopnahlé tekið gildi í Idlib
Eftirlitsaðilar segja tiltölulega ró hafa myndast á svæðinu eftir margra vikna bardaga á milli uppreisnar- og vígahópa sem Tyrkir styðja og stjórnarhers Sýrlands, sem Rússar styðja.

Erdogan og Pútín funda í Moskvu
Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, er staddur í Moskvu þar sem hann fór á fund Vladimir Pútín, forseta Rússlands. Þar ræða leiðtogarnir í dag átökin í Idlibhéraði í Sýrlandi og hvernig binda megi enda á þau. Þó ekki nema bara um tíma.