Argentína

Fréttamynd

Ronaldo segir ríginn við Messi vera horfinn

Cristiano Ronaldo segir allan ríg horfinn milli sín og Lionels Messi. Þeir hafi breytt fótboltasögunni og séu báðir vel virtir um allan heim. Ronaldo var ekki tilnefndur til Ballon d'or verðlaunanna í gær, í fyrsta skipti síðan árið 2003. 

Fótbolti
Fréttamynd

Æfir yfir Önnu Frank-ham­borgara og Adolfs-frönskum

Skyndibitastaðurinn Honky Donky Diner í Rafaela-borg Argentínu sætir nú mikillar reiði vegna rétta sem finna mátti á matseðli staðarins. Um er að ræða hamborgara sem kenndur er við Önnu Frank, stúlku sem fórst í helförinni, og franskar kartöflur nefndar Adolf og vísa til nasistaleiðtogans Adolfs Hitler.

Matur
Fréttamynd

Lionel Messi aldrei verið sneggri að skora en í dag

Lionel Messi, sem fagnar 36 ára afmæli sínu eftir níu daga, er greinilega ekki dauður úr öllum æðum enn. Í vináttulandsleik Argentínu og Ástralíu sem fram fór fyrr í dag skoraði hann eftir aðeins 81 sekúndu leik, og hefur aldrei verið sneggri að koma boltanum í markið.

Fótbolti
Fréttamynd

Allir fengu gullsíma frá Leo Messi

Leikmenn argentínska heimsmeistaraliðsins fengu ekki aðeins gullverðlaun um hálsinn eftir sigurinn á heimsmeistaramótinu í Katar í desember því Lionel Messi sjálfur var líka í gjafastuði.

Fótbolti
Fréttamynd

Vilja stofnan nýjan gjaldmiðil fyrir S-Ameríku

Forsetar tveggja stærstu ríkja Suður-Ameríku, Argentínu og Brasilíu, hafa lýst yfir vilja sínum til að stofna til sameiginlegs gjaldmiðils ríkjanna. Síðar meir, segja þeir, geti önnur ríki álfunnar slegist í hópinn.

Erlent
Fréttamynd

Messi hampaði eftirlíkingu úr plasti

Vinsælasta ljósmynd allra tíma á Instagram er mynd af Lionel Messi þar sem hann lyftir verðlaunastyttunni eftir að Argentína varð heimsmeistari í fótbolta. Nú hefur komið í ljós að Messi var að hampa eftirlíkingu sem argentísk hjón bjuggu til fyrir keppnina.

Erlent