
Ástralía

Ástralir vilja frí fyrir landsmenn á morgun eftir að hafa tryggt sér sigur um miðja nótt
Ástralir tryggðu sér fyrr í dag sæti í 16-liða úrslitum heimsmeistaramótsins í Katar með 1-0 sigri á Dönum í lokaleik riðlakeppninnar. Leiknum lauk um miðja nótt að áströlskum tíma en stuðningsmenn liðsins heima fyrir létu það ekki stoppa sig í fagnaðarlátunum.

Mótmæla því að Kóralrifið verði sett á hættulista
Ástralska ríkisstjórnin ætlar að þrýsta á menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðananna að setja Kóralrifið mikla ekki á lista yfir heimsminjar í hættu. Stofnunin varaði við því að rifið væri í hættu yrði ekki gripið til róttækra aðgerða til þess að vernda það í gær.

Fella niður 33 þúsund Covid-sektir í kjölfar dómsmála
Yfirvöld í Nýju Suður-Wales í Ástralíu hafa fellt niður yfir 33 þúsund sektir sem gefnar voru út vegna brota á sóttvarnareglum í kórónuveirufaraldrinum. Ákvörðunin var tekin í kjölfar þess að dómsmál voru höfðuð á hendur yfirvöldum, sem gengust við því að sektirnar hefðu verið óljósar.

Tekur sér frí vegna fornæmis fyrir Alzheimer
Ástralski leikarinn Chris Hemsworth hefur ákveðið að taka sér frí frá sviðsljósinu vegna nýuppgötvaðs fornæmis fyrir Alzheimer sjúkdómnum.

Nágrannar fengu fjármagn og fara ekki fet
Sápuóperan Nágrannar kvaddi skjáinn fyrr á árinu eftir 37 ár í sjónvarpi. Tárin féllu þegar Nágrannarnir sögðu bless og voru aðdáendur um heim allan í öngum sínum. Þeir geta þó tekið gleði sína á ný þar sem ný þáttaröð er væntanleg.

Fimm ljón sluppu úr dýragarði í Sydney
Fimm ljónum tókst að sleppa úr búri sínu í ástralska dýragarðinum Taronga í Sydney í gærkvöldi.

Happdrætti fyrir þá sem lenda í miðjusætinu
Farþegar ástralska flugfélagsins Virgin Australia sem lenda í því að þurfa að sitja í miðjusætinu í flugferðum félagsins verða skráðir í happdrætti. Þyrlu-pöbbarölt og fríar flugferðir eru meðal vinninga.

Bandarískur flugmaður sem vann í Kína handtekinn í Ástralíu
Bandarískur maður sem var flugmaður í landgönguliði Bandaríkjanna var nýverið handtekinn í Ástralíu og stendur til að framselja hann í Bandaríkjunum. Kínverjar eru sagðir hafa leitað til vestrænna flugmanna varðandi þjálfun í Kína.

Einn hefur látist í gríðarlegum flóðum í Ástralíu
Íbúar í þremur áströlskum fylkjum hafa þurft að flýja heimili sín vegna úrhellisrigninga og flóða. Í hluta landsins hefur rigning undanfarinn sólarhring verið fjórum sinnum meiri en að meðaltali í októbermánuði.

Ekki lengur sent í sóttkví við komuna til Ástralíu
Ástralía mun hætta að senda ferðalanga sem koma til landsins í sóttkví við komu frá og með 14. október næstkomandi. Landið hefur verið þekkt fyrir einar ströngustu reglur og viðbrögð við kórónuveirufaraldrinum.

Hundruð hvala stranda við Tasmaníu
Um 230 grindhvalir hafa strandað á Ocean-ströndinni á Tasmaníu síðustu daga. Um helmingur þeirra er enn á lífi og verið er að vinna í því að koma þeim aftur í sjóinn.

Hundruð þjóðarleiðtoga væntanlegir og rándýr öryggisgæsla á svæðinu
Búist er við hundruðum þjóðarleiðtoga og hátt settum embættismönnum til London vegna útfarar Elísabetar II Bretlandsdrottningar. Kostnaður við öryggisgæslu við útförina geti numið meira en 6,4 milljónum punda.

Lést eftir árás kengúru sem hann hélt sem gæludýr
Ástralskur maður er látinn eftir að kengúra, sem hann hafði haldið sem gæludýr, réðst á hann.

Boðar til þjóðaratkvæðagreiðslu um aðskilnað frá bresku krúnunni
Forsætisráðherra Antígva og Barbúda hefur boðað til þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort landið vilji slíta sig frá bresku krúnunni nú þegar Elísabet önnur Bretadrottning er látin. Eyríkið er eitt fjórtán samveldisríkja sem hefur breska konunginn sem þjóðhöfðingja.

Háværar raddir kalla eftir falli breska samveldisins
Andlát Elísabetar annarrar Bretadrottningar hefur vakið þær raddir sem vilja sjá breska samveldið falla. Fimmtíu og sex ríki eru hluti af breska samveldinu og Karl III Bretakonungur leiðtogi þess.

Braut og bramlaði eftir tap: „Ég er eyðilagður“
Ástralinn Nick Kyrgios var í öngum sér eftir tap fyrir Rússanum Karen Khachanov á Opna bandaríska meistaramótinu í tennis í gær. Hann braut tvo tennisspaða eftir tapið.

Dómur kveðinn upp í morði sem vakti heimsathygli í hlaðvarpsþáttum
Hinn ástralski Chris Dawson hefur verið sakfelldur fyrir morðið á eiginkonu sinni Lynette Dawson, fjórum áratugum eftir að hún hvarf sporlaust. Mál Dawson hjónanna var tekið til rannsóknar hjá lögregluyfirvöldum að nýju eftir að ljósi var varpað á ný sönnunargögn í hlaðvarpsþáttunum The Teacher's Pet.

40 prósent meintra kókaínefna innihéldu alls ekkert kókaín
Ríkisrekin rannsóknarmiðstöð þar sem neytendur eiturlyfja geta komið og látið prófa efnin sem þeir kaupa hefur nú verið starfrækt í Canberra í Ástralíu í einn mánuð en niðurstöður prófananna eru sláandi.

Segja hákarlanetin ekki virka og fjölda annara dýra flækjast í þeim
Paula Masselos, bæjarstjóri Waverley nærri Sydney, vill hætta notkun hákarlaneta við hina vinsælu Bondi strönd, þar sem hún segir netin ekki virka og vera skaðleg öðrum sjávarlífverum.

Skipaði sjálfan sig margfaldan ráðherra á bak við tjöldin
Í ljós hefur komið að Scott Morrison, fyrrverandi forsætisráðherra Ástralíu, útnefndi sjálfan sig ráðherra í fimm ráðuneytum til viðbótar á meðan hann var enn forsætisráðherra, án þess að upplýsa nokkurn mann.

Olivia Newton-John er látin
Söng- og leikkonan Olivia Newton-John er látin, 73 ára að aldri. John Easterling, eiginmaður hennar, segir hana hafi látist friðsamlega í morgun umkringd vinum og fjölskyldu. Hún hafði barist við brjóstakrabbamein síðustu þrjátíu ár.

Fjölskylda Assange vill að stjórnvöld í Ástralíu setji Bandaríkjunum afarkosti
Fjölskylda Julian Assange, stofnanda Wikileaks, segir það jafngilda dauðadómi ef Assange verður framseldur frá Bretlandi til Bandaríkjanna. John Shipton, faðir Assange, og bróðir hans Gabriel Shipton, hafa freistað þess að fá stjórnvöld í Ástralíu, heimalandi Assange, til að grípa inn í en segjast ekki hafa fengið fund með forsætisráðherranum Anthony Albanese.

Fékk líflátshótanir eftir klúðrið í Abu Dhabi: „Rasísk, ofbeldisfull og viðbjóðsleg skilaboð“
Ástralinn Michael Masi, fyrrum keppnisstjóri í Formúlu 1, gerði afdrifarík mistök í lokakeppni síðasta keppnistímabils. Hann segir sig og fjölskyldu sína hafa fengið líflátshótanir eftir atvikið.

Telur sig hafa borið kennsl á Somerton-manninn
Prófessor við Háskólann í Adelaide telur sig hafa borið kennsl á mann sem hingað til hefur alltaf verið kallaður Somerton-maðurinn. Í rúm sjötíu ár hefur engum tekist að komast að því hver maðurinn er en málið er eitt það dularfyllsta í sögu Ástralíu.

Fátt um svör eftir að sextán kóalabirnir fundust dauðir
Sextán kóalabirnir hafa fundist dauðir á trjáplantekru í Viktoríuríki í Ástralíu en dánarorsök þeirra er ókunn. Þrettán birnir fundust dauðir 14. júní síðastliðnir og þrír hafa fundist eftir það.

Tólf meðlimir trúarhóps handteknir vegna dauða átta ára stúlku
Tólf meðlimir trúarhóps í Ástralíu hafa verið handteknir í tengslum við andlát átta ára stúlku. Stúlkan, sem var sykursjúk, lést í janúar á þessu ári. Talið er að henni hafi verið neitað um insúlín í tæpa viku.

Um fimmtíu þúsund manns ráðlagt að yfirgefa heimili sín vegna flóða
Um fimmtíu þúsund manns í Sydney í Ástralíu hefur verið ráðlagt að yfirgefa heimili sín vegna mikilla flóða sem hrjá borgina.

Neyðarástand í Sydney vegna mikillar rigningar
Þúsundum íbúa suðausturhluta Sydney, stærstu borgar Ástralíu, hefur verið gert að yfirgefa heimili sín vegna mikillar rigningar í borginni. Stærsta stífla borgarinnar er orðin yfirfull af vatni.

Vill ekki skipta sér opinberlega af máli Assange
Nýkjörinn forsætisráðherra Ástralíu ætlar ekki að óska þess opinberlega að Bandaríkjastjórn láti mál sitt gegn Ástralanum Julian Assange, stofnanda Wikileaks, niður falla. Bresk stjórnvöld eru tilbúin að framselja hann vestur um haf.

Isabella Ósk með flest fráköst í Ástralíu
Isabella Ósk Sigurðardóttir skoraði fimm stig og tók heil tólf fráköst á 32 mínútum í 20 stiga tapi South Adelaide Panthers gegn Norwood Flames í áströlsku NBL deildinni í körfubolta í nótt.