Tímamót

Fréttamynd

Fimmtán marka stúlkubarn fyrsta barn ársins

Fyrsta barn ársins er stúlkubarn. Hún fæddist á fæðingardeild Landspítala klukkan 00:24 í nótt eða þegar tuttugu og fjórar mínútúr voru liðnar af nýju ári. Fjölskylda stúlkunnar er frá Hvammstanga samkvæmt upplýsingum frá fæðingarvaktinni. 

Innlent
Fréttamynd

Egill og Gurrý eiga von á sínu öðru barni

„Stefnir í að 2021 verði veisla. Eva Malen er að ofpeppast hérna heima en hún er að fara að fá lítinn bróðir í maí. Gleðileg jól allir vona þið hafið það frábært,“ skrifar einkaþjálfarinn og fjölmiðlamaðurinn Egill Einarsson í færslu á Instagram sem hann birti á aðfangadagskvöld.

Lífið
Fréttamynd

Kláraði stúdentinn á tveimur árum í fjarnámi

Hin átján ára gamla Birta Breiðdal getur farið brosandi inn í jólahátíðina. Hún skráði sig í sögubækurnar á föstudaginn þegar hún lauk stúdentsprófi við Fjölbrautarskólann í Ármúla. Hún er fyrsti nemandinn sem útskrifast við skólann sen stundaði námið alfarið í fjarnámi. Lauk hún auk þess stúdentsprófi á aðeins tveimur árum.

Innlent
Fréttamynd

Svala og Kristján trúlofuð

Tónlistarkonan Svala Björgvinsdóttir og Kristján Einar Sigurbjörnsson eru trúlofuð. Svala tilkynnti þetta í færslu á Instagram nú fyrir stuttu.

Lífið
Fréttamynd

Dóttir Stefaníu komin í heiminn

Annað barn söngkonunnar Stefaníu Svavarsdóttur er komið í heiminn. Stefanía birti myndskeið af sér og nýfæddri dóttur sinni á Instagram í gær. Fyrir á Stefanía tveggja ára gamlan son.

Lífið
Fréttamynd

Gylfi og Alexandra eiga von á barni

Gylfi Sigurðsson, landsliðsmaður í fótbolta og leikmaður Everton, og eiginkona hans Alexandra Helga Ívarsdóttir eiga von á sínu fyrsta barni. Þetta tilkynntu þau bæði á Instagram-reikningum sínum í kvöld.

Lífið
Fréttamynd

Fjöru­tíu ár liðin frá and­láti Johns Lennon

Fjörutíu ár eru í dag liðin frá því John Lennon var myrtur fyrir utan heimili sitt í New York í Bandaríkjunum. Hann hefur því verið látinn jafn lengi og hann lifði en hann varð fertugur hinn 9. október 1980.

Erlent
Fréttamynd

Edda Hermanns og Rikki Daða eiga von á barni

Edda Hermannsdóttir, samskiptastjóri Íslandsbanka, og Ríkharður Daðason, fjárfestir of fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu, eiga von á sínu fjórða barni. Edda greindi frá þessu í færslu á Instagram-reikningi sínum.

Lífið
Fréttamynd

Bein útsending: Hundrað ára afmæli Stúdentaráðs HÍ

Stúdentaráð Háskóla Íslands býður til hátíðarhalda í tilefni af aldarafmæli ráðsins í dag. Afmælishátíðin fer fram í Hátíðarsal Aðalbyggingar Háskóla Íslands en vegna samfélagsástandsins verður beint streymi þaðan klukkan 18 fyrir gesti heima í stofu.

Lífið
Fréttamynd

Unnur og Skafti eignuðust stúlku

Unnur Birna Bassadóttir og Sigurgeir Skafti Flosason tónlistarfólk í Hveragerði hafa eignast litla stúlku. Fæddist hún með keisaraskurði, en Unnur Birna er í hópi þeirra 14 prósent kvenna í heiminum sem haldnar eru miklum fæðingarótta. Hún sagði sína sögu í kvöldfréttum Stöðvar 2 á dögunum.

Lífið
Fréttamynd

Ríkis­stjórnin þriggja ára og ráð­herrann þrí­tugur

Þrjú ár eru í dag liðin frá því að ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks tók við völdum í landinu. Afmælisdagurinn ber upp á sama degi og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra heldur upp á þrítugsafmæli sitt.

Innlent
Fréttamynd

Sóli Hólm og Viktoría eiga von á fimmta barninu

Viktoría Hermannsdóttir og Sóli Hólm eiga von á sínu fimmta barni í vor. Viktoría er gengin 14 vikur á leið svo barnið er væntanlegt í heiminn í vor. „Þetta var kannski ekki alveg á áætlun en við erum mjög glöð.“

Lífið
Fréttamynd

Getur loksins keyrt hringveginn nú þegar Gamla bakaríinu hefur verið lokað

Dyrum Gamla Bakarísins á Ísafirði var lokað í dag í síðasta skiptið. Árni Aðalbjörnsson bakari hefur staðið vaktina í Gamla bakaríinu í hálfa öld. Það hefur kallað á mikla viðveru sem hefur þýtt að Árni ratar ekki í Reykjavík því hann hefur bara komið þangað tíu sinnum á ævinni og hefur aldrei keyrt hringveginn. Til stendur að breyta því nú þegar hann leggur svuntuna á hilluna.

Innlent
Fréttamynd

Steingrímur hættir í pólitík

Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna til margra ára forseti Alþingis, hyggst ekki gefa kost á sér til áframhaldandi setu á Alþingi í þingkosningum sem fram fara á næsta ári.

Innlent