Noregur Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku „Við höfum fengið alveg dásamlega fallegar móttökur hérna í Noregi. Ég held að Norðmenn líti á okkur sem sína nánustu frændþjóð og taka á móti okkur sem slíkri,“ segir Halla Tómasdóttir forseti Íslands um ríkisheimsókn forsetahjónanna til Noregs. Innlent 10.4.2025 12:00 Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Eiginkona Jakobs Ingebrigtsen, Elisabeth, lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu fyrir rétti í gær. Hún sagði að fjölskyldufaðirinn, Gjert, hafi reiðst þegar þau Jakob vildu flytja inn saman. Sport 10.4.2025 08:02 Kauphallir rétta úr kútnum Markaðir í Asíu og Evrópu hafa brugðust vel við þeirri óvæntu ákvörðun Donalds Trumps Bandaríkjaforseta að bíða með ofurtollahækkanir sínar á öll lönd nema Kína og voru hækkanir í flestum kauphöllum álfunnar eftir miklar lækkanir síðustu daga. Viðskipti erlent 10.4.2025 06:35 Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Eiginkona norska hlauparans Henriks Ingebrigtsen, Liva, lýsti atvikinu þegar Gjert Ingebrigtsen sló dóttur sína, Ingrid, með handklæði sem hryllilegu. Sport 9.4.2025 09:35 Svona var fjögurra rétta matseðillinn Lagt var á borð fyrir 196 manns í hátíðarkvöldverði til heiðurs Hollu Tómasdóttur, forseta Íslands, í norsku konungshöllinni í gærkvöldi. Lífið 9.4.2025 07:56 Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, þurfti að gera hlé á ræðu sinni við hátíðarkvöldverð sem er hluti af opinberri heimsókn forsetans til Noregs. Það mun hafa verið vegna veikinda eins veislugests. Innlent 8.4.2025 20:05 Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Það voru tímamót í morgun þegar þrjár kynslóðir norsku konungsfjölskyldunnar tóku á móti Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, og Birni Skúlasyni, eiginmanni hennar, við konungshöllina í miðborg Oslóar. Þar sinnti Ingiríður prinsessa sínu fyrsta opinbera embættisverki í ríkisheimsókn. Innlent 8.4.2025 10:34 Forsetahjónin á leið til Noregs Forsetahjónin auk tveggja ráðherra fara á morgun til Noregs í þriggja daga ríkisheimsók. Þar munu þau meðal annars heimsækja norska Stórþingið, háskóla og viðskiptaviðburð. Innlent 7.4.2025 17:41 Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Ljósmynd sem prýðir WW3, nýjustu plötu Kanye West, var notuð í óleyfi. Ljósmyndin er af giftingu tveggja einkennisklæddra Ku Klu Klan-meðlima og var tekin fyrir umfjöllun aukablaðs Aftenposten árið 2015. Erlent 6.4.2025 14:38 Grunaður um að verða mæðgum að bana Dánarorsök mæðgna sem fundust látnar í bænum Lindesnes á suðurströnd Noregs voru skotsár. Lögreglan í Noregi greindi frá þessu í dag. Erlent 3.4.2025 11:51 Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Gjert Ingebrigtsen, pabbi og fyrrverandi þjálfari norsku hlaupabræðranna sem kærðu hann fyrir ofbeldi, var með skýrar reglur varðandi eiginkonur þeirra og æfingar. Sport 3.4.2025 08:05 Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Á leynilegri upptöku sakaði norski hlaupaþjálfarinn Gjert Ingebrigtsen syni sína um að eyðileggja mannorð sitt. Sport 2.4.2025 07:32 Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Rétthöld yfir norska hlaupaþjálfaranum Gjert Ingebrigtsen héldu áfram í dag en börn hans stigu fram árið 2022 og bera hann þungum sökum, að hann hafi um árabil beitt þau bæði líkamlegu og andlegu ofbeldi. Sport 31.3.2025 19:30 Einn sagður hafa drepið hina tvo Lögreglan í Noregi telur nú að einn þeirra þriggja sem fundust látnir í suðurhluta Noregs í morgun hafi banað hinum tveimur. Enn er til rannsóknar hvernig hinn grunaði dó og hvort hann hafi mögulega einnig verið myrtur. Erlent 31.3.2025 13:46 Þrír fundust látnir í Noregi Lögregla í Noregi hefur fundið tvo einstaklinga látna í húsi í bænum Lindesnes á suðurströnd Noregs. Þriðji maðurinn hefur svo fundist látinn í nágrannabænum Mandal og er grunur um að málin kunni að tengjast. Erlent 31.3.2025 06:26 Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Þýsku geimflauginni Spectrum var skotið á loft frá norsku eyjunni Andoja í dag. Flaugin, sem var tóm, tókst á loft en þó aðeins í um þrjátíu sekúndur, áður en hún hrapaði í hafið. Erlent 30.3.2025 20:45 Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Þrátt fyrir að eiga í erfiðleikum með að anda eftir að hafa gleymt að taka astmalyf sín lét Gjert Ingebrigtsen dóttur sína, Ingrid, halda áfram að hlaupa. Sport 28.3.2025 07:30 Hlaupapabbinn lamdi dóttur sína í andlitið Norski hlaupaþjálfarinn Gjert Ingebrigtsen sló dóttur sína í andlitið þegar hún var barn. Þetta var meðal þess sem kom fram á þriðja degi réttarhaldanna yfir Gjert. Sport 27.3.2025 07:31 Prinsessan í sínu fyrsta hlutverki með Höllu Ingiríður Alexandra Noregsprinsessa fer í fyrsta sinn með sérstakt hlutverk í opinberri heimsókn í apríl þegar Halla Tómasdóttir forseti Íslands mætir til Noregs. Hún er 21 árs gömul en hennar fyrsta opinbera heimsókn var einmitt til Íslands þegar hún var ungabarn. Lífið 26.3.2025 09:45 Lýsti ofbeldinu sem faðir hans beitti hann Norski hlauparinn Jakob Ingebrigten lýsti fyrir rétti barsmíðum sem hann varð fyrir af hendi föður síns, Gjerts. Sport 26.3.2025 07:29 Ingebrigtsen fer fyrir dóm: Faðirinn neitar en börnin munu bera vitni Norski fjölskyldufaðirinn og hlaupaþjálfarinn Gjert Ingebrigtsen neitaði fyrir dómstólum ásökunum sem börn hans bera honum á hendur um líkamlegt og andlegt ofbeldi. Öll sjö börn hans munu bera vitni en aðeins eitt þeirra hefur opinberlega tekið hans hlið. Fyrsti þátturinn úr raunveruleikaseríu fjölskyldunnar var sýndur í dómsal í gær til að útskýra fjölskyldumynstrið. Sport 25.3.2025 07:03 Á leið til Noregs og Svíþjóðar Halla Tómasdóttir forseti hefur þegið boð um ríkisheimsóknir til Noregs og Svíþjóðar í vor. Markmið beggja heimsókna er að styrkja enn frekar söguleg tengsl þjóðanna og vinna að sameiginlegum hagsmunum. Innlent 19.3.2025 11:22 Norskt vélmenni sem á að auðvelda fólki heimilisstörfin Norska tæknifyrirtækið 1X Technologies hefur hleypt af stokkunum frumgerð af vélmenninu NEO sem ætlað er að auðvelda fólki heimilisstörfin. Erlent 18.3.2025 23:58 Unglingspiltur alvarlega særður eftir skotárás Unglingspiltur er alvarlega særður eftir að hann var skotinn með byssu á lestarstöð í Osló. Lögreglan leitar árásarmannsins. Erlent 17.3.2025 21:42 Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Yfirvöld í Rússlandi sökuðu í dag Norðmenn um að hervæða Svalbarða. Slíkt valdi spennu og auki hættuna á átökum á norðurslóðum. Þetta kom fram á fundi erindreka utanríkisráðuneytis Rússlands með sendiherra Noregs í Rússlandi. Erlent 14.3.2025 16:55 Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Héraðsdómur Helsinki dæmdi í morgun Vaislav Torden í lífstíðarfangelsi fyrir stríðsglæpi í Úkraínu. Hann var dæmdur í lífstíðarfangelsi vegna brota sem hann framdi þegar hann barðist í austurhluta Úkraínu 2014 og 2015. Erlent 14.3.2025 10:28 Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Saumaskandalinn sem hefur skekið skíðaheiminn heldur áfram að draga dilk á eftir sér. Alls fimm norskir skíðastökkvarar hafa nú verið settir í tímabundið bann. Sport 14.3.2025 09:01 „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Ríkisstjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, setti í gær 25 prósenta toll á innflutning á stáli og áli. Evrópusambandið hefur tilkynnt eigin tolla á vörur frá Bandaríkjunum og er útlit fyrir að viðskiptastríð sé hafið. Viðskipti erlent 12.3.2025 11:32 Skíðastökkvararnir segjast ekkert hafa vitað Norsku skíðastökkvararnir Marius Lindvik og Johann André Forgang segjast ekki hafa vitað að átt hefði verið við búninga þeirra. Sport 11.3.2025 15:48 Skraddarinn segir sorrí: „Mun sjá eftir þessu ævilangt“ Adrian Livelten, skraddari norsku skíðastökkvarana, hefur beðist afsökunar á þætti sínum í saumaskandalnum sem skekur skíðaheiminn. Sport 11.3.2025 11:00 « ‹ 1 2 3 4 5 6 … 51 ›
Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku „Við höfum fengið alveg dásamlega fallegar móttökur hérna í Noregi. Ég held að Norðmenn líti á okkur sem sína nánustu frændþjóð og taka á móti okkur sem slíkri,“ segir Halla Tómasdóttir forseti Íslands um ríkisheimsókn forsetahjónanna til Noregs. Innlent 10.4.2025 12:00
Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Eiginkona Jakobs Ingebrigtsen, Elisabeth, lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu fyrir rétti í gær. Hún sagði að fjölskyldufaðirinn, Gjert, hafi reiðst þegar þau Jakob vildu flytja inn saman. Sport 10.4.2025 08:02
Kauphallir rétta úr kútnum Markaðir í Asíu og Evrópu hafa brugðust vel við þeirri óvæntu ákvörðun Donalds Trumps Bandaríkjaforseta að bíða með ofurtollahækkanir sínar á öll lönd nema Kína og voru hækkanir í flestum kauphöllum álfunnar eftir miklar lækkanir síðustu daga. Viðskipti erlent 10.4.2025 06:35
Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Eiginkona norska hlauparans Henriks Ingebrigtsen, Liva, lýsti atvikinu þegar Gjert Ingebrigtsen sló dóttur sína, Ingrid, með handklæði sem hryllilegu. Sport 9.4.2025 09:35
Svona var fjögurra rétta matseðillinn Lagt var á borð fyrir 196 manns í hátíðarkvöldverði til heiðurs Hollu Tómasdóttur, forseta Íslands, í norsku konungshöllinni í gærkvöldi. Lífið 9.4.2025 07:56
Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, þurfti að gera hlé á ræðu sinni við hátíðarkvöldverð sem er hluti af opinberri heimsókn forsetans til Noregs. Það mun hafa verið vegna veikinda eins veislugests. Innlent 8.4.2025 20:05
Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Það voru tímamót í morgun þegar þrjár kynslóðir norsku konungsfjölskyldunnar tóku á móti Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, og Birni Skúlasyni, eiginmanni hennar, við konungshöllina í miðborg Oslóar. Þar sinnti Ingiríður prinsessa sínu fyrsta opinbera embættisverki í ríkisheimsókn. Innlent 8.4.2025 10:34
Forsetahjónin á leið til Noregs Forsetahjónin auk tveggja ráðherra fara á morgun til Noregs í þriggja daga ríkisheimsók. Þar munu þau meðal annars heimsækja norska Stórþingið, háskóla og viðskiptaviðburð. Innlent 7.4.2025 17:41
Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Ljósmynd sem prýðir WW3, nýjustu plötu Kanye West, var notuð í óleyfi. Ljósmyndin er af giftingu tveggja einkennisklæddra Ku Klu Klan-meðlima og var tekin fyrir umfjöllun aukablaðs Aftenposten árið 2015. Erlent 6.4.2025 14:38
Grunaður um að verða mæðgum að bana Dánarorsök mæðgna sem fundust látnar í bænum Lindesnes á suðurströnd Noregs voru skotsár. Lögreglan í Noregi greindi frá þessu í dag. Erlent 3.4.2025 11:51
Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Gjert Ingebrigtsen, pabbi og fyrrverandi þjálfari norsku hlaupabræðranna sem kærðu hann fyrir ofbeldi, var með skýrar reglur varðandi eiginkonur þeirra og æfingar. Sport 3.4.2025 08:05
Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Á leynilegri upptöku sakaði norski hlaupaþjálfarinn Gjert Ingebrigtsen syni sína um að eyðileggja mannorð sitt. Sport 2.4.2025 07:32
Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Rétthöld yfir norska hlaupaþjálfaranum Gjert Ingebrigtsen héldu áfram í dag en börn hans stigu fram árið 2022 og bera hann þungum sökum, að hann hafi um árabil beitt þau bæði líkamlegu og andlegu ofbeldi. Sport 31.3.2025 19:30
Einn sagður hafa drepið hina tvo Lögreglan í Noregi telur nú að einn þeirra þriggja sem fundust látnir í suðurhluta Noregs í morgun hafi banað hinum tveimur. Enn er til rannsóknar hvernig hinn grunaði dó og hvort hann hafi mögulega einnig verið myrtur. Erlent 31.3.2025 13:46
Þrír fundust látnir í Noregi Lögregla í Noregi hefur fundið tvo einstaklinga látna í húsi í bænum Lindesnes á suðurströnd Noregs. Þriðji maðurinn hefur svo fundist látinn í nágrannabænum Mandal og er grunur um að málin kunni að tengjast. Erlent 31.3.2025 06:26
Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Þýsku geimflauginni Spectrum var skotið á loft frá norsku eyjunni Andoja í dag. Flaugin, sem var tóm, tókst á loft en þó aðeins í um þrjátíu sekúndur, áður en hún hrapaði í hafið. Erlent 30.3.2025 20:45
Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Þrátt fyrir að eiga í erfiðleikum með að anda eftir að hafa gleymt að taka astmalyf sín lét Gjert Ingebrigtsen dóttur sína, Ingrid, halda áfram að hlaupa. Sport 28.3.2025 07:30
Hlaupapabbinn lamdi dóttur sína í andlitið Norski hlaupaþjálfarinn Gjert Ingebrigtsen sló dóttur sína í andlitið þegar hún var barn. Þetta var meðal þess sem kom fram á þriðja degi réttarhaldanna yfir Gjert. Sport 27.3.2025 07:31
Prinsessan í sínu fyrsta hlutverki með Höllu Ingiríður Alexandra Noregsprinsessa fer í fyrsta sinn með sérstakt hlutverk í opinberri heimsókn í apríl þegar Halla Tómasdóttir forseti Íslands mætir til Noregs. Hún er 21 árs gömul en hennar fyrsta opinbera heimsókn var einmitt til Íslands þegar hún var ungabarn. Lífið 26.3.2025 09:45
Lýsti ofbeldinu sem faðir hans beitti hann Norski hlauparinn Jakob Ingebrigten lýsti fyrir rétti barsmíðum sem hann varð fyrir af hendi föður síns, Gjerts. Sport 26.3.2025 07:29
Ingebrigtsen fer fyrir dóm: Faðirinn neitar en börnin munu bera vitni Norski fjölskyldufaðirinn og hlaupaþjálfarinn Gjert Ingebrigtsen neitaði fyrir dómstólum ásökunum sem börn hans bera honum á hendur um líkamlegt og andlegt ofbeldi. Öll sjö börn hans munu bera vitni en aðeins eitt þeirra hefur opinberlega tekið hans hlið. Fyrsti þátturinn úr raunveruleikaseríu fjölskyldunnar var sýndur í dómsal í gær til að útskýra fjölskyldumynstrið. Sport 25.3.2025 07:03
Á leið til Noregs og Svíþjóðar Halla Tómasdóttir forseti hefur þegið boð um ríkisheimsóknir til Noregs og Svíþjóðar í vor. Markmið beggja heimsókna er að styrkja enn frekar söguleg tengsl þjóðanna og vinna að sameiginlegum hagsmunum. Innlent 19.3.2025 11:22
Norskt vélmenni sem á að auðvelda fólki heimilisstörfin Norska tæknifyrirtækið 1X Technologies hefur hleypt af stokkunum frumgerð af vélmenninu NEO sem ætlað er að auðvelda fólki heimilisstörfin. Erlent 18.3.2025 23:58
Unglingspiltur alvarlega særður eftir skotárás Unglingspiltur er alvarlega særður eftir að hann var skotinn með byssu á lestarstöð í Osló. Lögreglan leitar árásarmannsins. Erlent 17.3.2025 21:42
Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Yfirvöld í Rússlandi sökuðu í dag Norðmenn um að hervæða Svalbarða. Slíkt valdi spennu og auki hættuna á átökum á norðurslóðum. Þetta kom fram á fundi erindreka utanríkisráðuneytis Rússlands með sendiherra Noregs í Rússlandi. Erlent 14.3.2025 16:55
Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Héraðsdómur Helsinki dæmdi í morgun Vaislav Torden í lífstíðarfangelsi fyrir stríðsglæpi í Úkraínu. Hann var dæmdur í lífstíðarfangelsi vegna brota sem hann framdi þegar hann barðist í austurhluta Úkraínu 2014 og 2015. Erlent 14.3.2025 10:28
Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Saumaskandalinn sem hefur skekið skíðaheiminn heldur áfram að draga dilk á eftir sér. Alls fimm norskir skíðastökkvarar hafa nú verið settir í tímabundið bann. Sport 14.3.2025 09:01
„Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Ríkisstjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, setti í gær 25 prósenta toll á innflutning á stáli og áli. Evrópusambandið hefur tilkynnt eigin tolla á vörur frá Bandaríkjunum og er útlit fyrir að viðskiptastríð sé hafið. Viðskipti erlent 12.3.2025 11:32
Skíðastökkvararnir segjast ekkert hafa vitað Norsku skíðastökkvararnir Marius Lindvik og Johann André Forgang segjast ekki hafa vitað að átt hefði verið við búninga þeirra. Sport 11.3.2025 15:48
Skraddarinn segir sorrí: „Mun sjá eftir þessu ævilangt“ Adrian Livelten, skraddari norsku skíðastökkvarana, hefur beðist afsökunar á þætti sínum í saumaskandalnum sem skekur skíðaheiminn. Sport 11.3.2025 11:00