Danmörk

Fréttamynd

Hópur Íslendinga handtekinn í Kaupmannahöfn

Hópur Íslendinga var handtekinn vegna líkamsárásar í Kaupmannahöfn um miðjan síðasta mánuð. Tveir þeirra hafa verið í haldi í rúmar tvær vikur vegna gruns um alvarlega líkamsárás og einn hefur þegar verið kærður.

Innlent
Fréttamynd

Breyta reglunum vegna fjörugs ástarlífs Madsen í fangelsi

Dönsk stjórnvöld hyggjast banna sakamönnum sem sitja í lífstíðarfangelsi að hefja ný ástarsambönd á meðan þeir dúsa í fangelsi. Frumvarp þess efnis var lagt fram eftir að í ljós kom að sautján ára gömul stúlka féll fyrir Peter Madsen, morðingja blaðakonunnar Kim Wall, þrátt fyrir að hann væri í fangelsi.

Erlent
Fréttamynd

Búið að af­létta öllum tak­mörkunum í Dan­mörku

Öllum takmörkunum vegna faraldurs kórónuveirunnar var aflétt í Danmörku á miðnætti. Markar það endalok átján mánaða tímabils samkomutakmarkana í landinu. Ekki er útilokað að skólum í landinu verði lokað fari svo að faraldurinn fari á flug á ný.

Erlent
Fréttamynd

Danir mynda bandalag til að stöðva olíu- og gasvinnslu

Stjórnvöld í Danmörku og Kosta Ríka vinna nú saman að því að mynda bandalag þjóða sem eru viljug til að hætta olíu- og gasvinnslu og hætta að gefa út ný leyfi til leitar. Ekki er hægt að ráðast í ný verkefni í jarðefnaeldsneyti ef markmið Parísarsamkomulagsins eiga að nást.

Erlent
Fréttamynd

Forsetahjónin á World Pride

Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og Eliza Reid forsetafrú taka þátt í World Pride í Kaupmannahöfn og Málmey á næstu dögum.

Innlent
Fréttamynd

Reikna með stuttum réttarhöldum í máli Freyju

Flemming Mogensen, 51 árs barnsfaðir Freyju heitinnar Egilsdóttur, hefur verið ákærður fyrir morðið á Freyju. Saksóknari reiknar með því að Flemming játi morðið fyrir dómi í Danmörku líkt og hann hafi gert á fyrri stigum.

Erlent
Fréttamynd

Varaformaður Þjóðarflokksins dæmdur fyrir misferli

Morten Messerschmidt, varaformaður danska Þjóðarflokksins, hlaut sex mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm fyrir skjalafals og misferli með fjármuni Evrópusambandsins í dag. Hann segist ætla að sitja sem fastast á þingi þrátt fyrir dóminn.

Erlent
Fréttamynd

Hissa á stór­furðu­legum leið­beiningum frá danska Co­vid-teyminu

Ungt ís­lenskt par, sem er ný­flutt til Kaup­manna­hafnar, vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið þegar starfs­maður danska Co­vid-teymisins til­kynnti þeim að vegna þess að þau væru bólu­sett þyrftu þau alls ekki að fara í ein­angrun. Þau gætu val­sað um götur Kaup­manna­hafnar ef þau pössuðu bara vel að þvo sér um hendur. Fyrir al­gjöra til­viljun var þetta leið­rétt af öðrum starfs­manni teymisins og þeim sagt að fara í ein­angrun.

Erlent
Fréttamynd

Teiknari Múhameðs­myndanna er látinn

Danski skopmyndateiknarinn Kurt Westergaard, sem er hvað þekktastur fyrir að hafa teiknað skopmyndaseríu af Múhameð spámanni og vekja þannig mikla reiði hjá fjölda múslima víða um heim, er látinn. Hann var 86 ára.

Erlent
Fréttamynd

Þjóðhátíðarstemning á Ráðhústorginu

Það er sannkölluð þjóðhátíðarstemming á Ráðhústorginu og á Strikinu í miðborg Kaupmannahafnar eftir 2-1 sigur Dana á Tékkum á EM í knattspyrnu í Aserbaídsjan fyrr í dag. Þúsundir manna eru saman komnar í miðborginni og syngja lag landsliðsins, þeyta þokulúðra og skreyta sig með dönsku fánalitunum.

Fótbolti
Fréttamynd

Danir í undanúrslit í fjórða sinn

Danmörk vann 2-1 sigur á Tékklandi í 8-liða úrslitum Evrópumóts karla í fótbolta í Bakú í Aserbaídsjan. Danir eru komnir í undanúrslit í fyrsta sinn í 29 ár.

Fótbolti