Danmörk Yfirgnæfandi meirihluti þingsins samþykkti að ákæra Støjberg Meirihluti þingmanna danska þingsins hefur samþykkt tillögu um að Inger Støjberg, fyrrverandi innanríkisráðherra og ráðherra innflytjendamála, skuli stefnt fyrir Ríksrétt. Atkvæði voru greidd um það hvort Støjberg skildi ákærð fyrir Ríkisrétti og var það samþykkt með atkvæðum 139 þingmanna en þrjátíu þingmenn greiddu atkvæði gegn tillögunni. Erlent 2.2.2021 17:40 Óttast að sjávarborð hækki hraðar en spár gera ráð fyrir Loftslagsvísindamenn við stofnun Niels Bohr við Kaupmannahafnarháskóla segjast telja að sjávarborð gæti hækkað um allt að 135 sentímetra fyrir næstu aldamót. Erlent 2.2.2021 17:24 Annar hver Dani eldri en þriggja ára sá úrslitaleikinn Danir fylgdust vel með löndum sínum í úrslitaleiknum á heimsmeistaramótinu í Egyptalandi í gærkvöldi er Danmörk vann sitt annað gull í röð á HM. Handbolti 1.2.2021 19:00 Kærkomin tilbreyting eftir þungt ástand í Danmörku „Stemningin í þjóðfélaginu er mikil og það eru allir að fylgjast með, og því synd að fólkið geti ekki fagnað með þeim,“ segir Arnór Atlason um dönsku heimsmeistarana í handbolta sem snúa heim til Danmerkur í dag eftir frægðarför til Egyptalands. Handbolti 1.2.2021 15:00 Danski landsliðsþjálfarinn lifði á niðurgangslyfjum og sykurlausu kóki í fjóra daga Magakveisa herjaði á danska hópinn á meðan heimsmeistaramótinu í handbolta stóð, meðal annars þjálfarann Nikolaj Jacobsen. Handbolti 1.2.2021 14:15 Danir í skýjunum: „Ni-GULD-aj Ja-tak-obsen“ Danir voru eðlilega himinlifandi með gullið á HM í Egyptalandi. Þeir unnu Svía í úrslitaleiknum í gær 26-24 eftir að leikar voru jafnir í hálfleik, 13-13. Niklas Landin og Mikkel Hansen fóru mikinn í liði Dana. Handbolti 1.2.2021 07:01 Internetið fór á hliðina í Danmörku Það var mikil gleði í Danmörku eftir að handboltalandsliðið tryggði sér annan heimsmeistaratitilinn í röð eftir sigur á Svíþjóð. Handbolti 31.1.2021 20:24 Hansen valinn verðmætastur annað mótið í röð Mikkel Hansen var valinn mikilvægasti leikmaðurinn á HM í Egyptalandi en hann varð í kvöld heimsmeistari með Dönum. Handbolti 31.1.2021 19:01 Danir vörðu heimsmeistaratitilinn Danmörk er heimsmeistari í handbolta og vörðu þar með titilinn frá því á heimavelli árið 2019. Þeir höfðu betur gegn grönnum sínum í Svíþjóð, 26-24, í úrslitaleiknum í Egyptalandi í dag eftir að staðan hafi verið jöfn í hálfleik, 13-13. Handbolti 31.1.2021 17:58 „Hann er frá annarri plánetu“ Danskir fjölmiðlar voru eðlilega í skýjunum eftir sigur danska handboltalandsliðsins á Spáni, 35-33, í síðari undanúrslitarimmunni á HM í Egyptalandi. Danir eru ríkjandi heimsmeistarar. Handbolti 30.1.2021 10:01 Framlengja harðar aðgerðir út febrúar Dönsk stjórnvöld tilkynntu á blaðamannafundi síðdegis að sóttvarnareglur, sem verið hafa í gildi í janúar og þykja nokkuð íþyngjandi, muni áfram gilda til 28. febrúar. Erlent 28.1.2021 21:01 „Varð kyntákn á HM en nú skiptir hann um feril“ Danski miðillinn Berlingske, BT, gerði Rúrik Gíslason að umfjöllunarefni sínu fyrir helgi en þar fjallaði miðillinn um skipti Rúriks; úr fótboltanum yfir í sjónvarpsheiminn. Fyrir helgi var tilkynnt að Rúrik myndi taka þátt í þýska sjónvarpsþættinum Let’s Dance. Fótbolti 26.1.2021 07:00 Milljarða samkomulag í höfn um greiðslu bóta til minkabænda Samkomulag er í höfn milli dönsku ríkisstjórnarinnar og meirihluta flokka á þingi um greiðslu bóta vegna minkamálsins svokallaða. Samkomulagið tókst loksins í kvöld eftir ríflega tveggja mánaða viðræður og hljóðar það upp á 18,7 milljarða danskra króna, eða sem nemur tæpum 396 milljörðum íslenskra króna. Erlent 25.1.2021 21:46 Nýttu glufu í kerfinu til að tryggja sjálfum sér bólusetningu Hópur bæklunarlækna við Sønderjylland-sjúkrahúsið í Danmörku nýtti sér glufu í kerfinu til að tryggja sjálfum sér bólusetningu gegn covid-19. Læknarnir nýttu glufuna til að bóka bólusetningu fyrir sjálfa sig en málið hefur vakið nokkra reiði meðal samstarfsmanna þeirra á sjúkrahúsinu og víðar í danska heilbrigðiskerfinu. Erlent 24.1.2021 17:16 Handteknir vegna hótana í garð Mette Frederiksen Lögreglan í Kaupmannahöfn hefur handtekið tvo einstaklinga vegna hótana í garð Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur. Hinir handteknu eru grunaðir um að hafa kveikt í brúðu, sem á var búið að festa mynd af andliti forsætisráðherrans auk skilaboða um líflátshótun. Ekki er útilokað að fleiri verði handteknir vegna málsins að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni í dag. Erlent 24.1.2021 15:43 Í sérstakri sóttkví eftir að breska afbrigðið greindist á leikskóla sonarins Anna Þorsteinsdóttir, íslensk kona sem búsett er í Danmörku, er nú í tveggja vikna sóttkví eftir að hið svokallaða breska afbrigði kórónuveirunnar greindist á leikskóla sonar hennar. Hún segir stöðuna erfiða. Erlent 24.1.2021 10:32 Evrópuríki lýsa yfir óánægju með breytingar Pfizer Nokkur Evrópuríki hafa lýst yfir óánægju vegna fyrirhugaðra breytinga á afhendingaráætlun Pfizer. Færri skammtar af bóluefni lyfjaframleiðandans munu berast til Evrópu frá og með næstu viku vegna þess að Bandaríkjadeild framleiðandans ætlar að hægja á flutningi efnisins til Evrópu. Erlent 15.1.2021 21:50 Meirihluti fyrir að ákæra Støjberg fyrir Ríkisrétt Ljóst má vera að Inger Støjberg, fyrrverandi ráðherra innflytjendamála í Danmörku, verður ákærð og látin svara til saka fyrir Ríkisrétt (d. rigsrett) þar í landi. Erlent 14.1.2021 09:44 Óttast að missa stjórn á nýja afbrigðinu í Evrópu Forsvarsmenn Evrópusambandsins óttast að nýtt afbrigði nýju kórónuveirunnar, sem virðist smitast auðveldar á milli manna, nái stjórnlausri dreifingu Í Evrópu. Stella Kyriakides, yfirmaður heilbrigðismála hjá ESB, segir að dreifingu afbrigðisins verði að stöðva með öllum ráðum. Erlent 13.1.2021 23:20 Hælisleitendur verði sendir í aflagða herstöð á Grænlandi Pia Kjærsgaard, þingmaður Danska þjóðarflokksins, Dansk Folkeparti, hefur boðað tillögu á danska þjóðþinginu þess efnis að aflögð flotastöð danska hersins í afskekktum firði á Suðvestur-Grænlandi verði tekin undir brottvikna hælisleitendur. Erlent 9.1.2021 07:14 Breyttar ferðatakmarkanir í Bretlandi og Danmörku Breyttar ferðatakmarkanir eru í Bretlandi og Danmörku vegna faraldurs kórónuveirunnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Utanríkisráðuneytinu. Innlent 8.1.2021 18:59 Fjöldi yfirmanna hjá Danske Bank sleppur við ákæru Fjöldi yfirmanna hjá Danske Banka getur nú andað léttar eftir að tilkynnt var að þeir hafi sloppið undan ákæru í tengslum við rannsókn á peningaþvættishneykslinu í Eistlandi. DR segir frá því að mál sex fyrrverandi stjórnarmanna bankans hafi verið felld niður. Viðskipti erlent 7.1.2021 14:29 Danskur fjölmiðill fjallar um markahrókinn en eitthvað hefur þýðingin skolast til „Maður þarf væntanlega að vera með nokkur ár í bakpokanum og mögulega vera stuðningsmaður Silkeborg IF til þess að muna eftir nafninu Hörður Sveinsson en Íslendingurinn var á stuttum tíma stór leikmaður í Søhøjlandinu.“ Íslenski boltinn 7.1.2021 07:01 Orðin vön því að halda sig heima og hitta ekki neinn Danmerkurstjórn herti aðgerðir vegna kórónuveirunnar til muna í dag. Íslensk kona í Danmörku segist orðin vön því að vera heima og hitta ekki neinn. Erlent 5.1.2021 19:30 Mette grípur í handbremsuna og herðir aðgerðir Dönsk stjórnvöld hafa hert sóttvarnaaðgerðir vegna kórónuveirunnar en nú mega að hámarki fimm koma saman. Tveggja metra fjarlægðarreglan verður þá í gildi í stað eins metra reglunnar. Hæsta viðbúnaðarstig hefur verið virkjað. Erlent 5.1.2021 14:57 Wilbek íhugar að bjóða sig fram til varaformennsku Ulrik Wilbek, borgarstjóri Viborg í Danmörku og fyrrverandi þjálfari danska karlalandsliðsins í handbolta, segist nú íhuga að bjóða sig fram til varaformennsku í Venstre. Erlent 5.1.2021 11:35 Íhugar að hætta við HM vegna áhorfenda Danska handboltastjarnan Mikkel Hansen segist enn íhuga að hætta við að fara á HM í Egyptalandi vegna hugmynda mótshaldara um að leyfa áhorfendur á mótinu. Handbolti 4.1.2021 15:00 Braut reglurnar viljandi til að leyfa viðskiptavinum að skipta jólagjöfum Fataverslunin Laura Thomsen Luxury í Silkeborg í Danmörku var opnuð í gær svo viðskiptavinir gætu skipt og skilað jólagjöfum. Þetta gerðu eigendur verslunarinnar, þrátt fyrir núgildandi reglur danskra stjórnvalda vegna sóttvarnaaðgerða sem kveða á um að verslanir skuli vera lokaðar til að minnsta kosti 17. janúar. Viðskipti erlent 3.1.2021 10:43 Segir skilið við flokkinn og gerist óháður þingmaður Lars Løkke Rasmussen, fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur og formaður Venstre, stærsta hægriflokks landsins, hefur ákveðið að skrá sig úr flokknum. Rasmussen situr enn á þingi og verður því að óbreyttu óháður þingmaður út kjörtímabilið. Erlent 2.1.2021 07:57 Faraldurinn enn á siglingu í Danmörku og takmarkanir framlengdar til 17. janúar Þær samkomutakmarkanir sem nú eru í gildi í Danmörku verða framlengdar til 17. janúar. Þetta kom fram á blaðamannafundi forsætisráðherrans Mette Frederiksen nú fyrir stundu. Til stóð að endurskoða þær 3. janúar. Erlent 29.12.2020 19:29 « ‹ 22 23 24 25 26 27 28 29 30 … 42 ›
Yfirgnæfandi meirihluti þingsins samþykkti að ákæra Støjberg Meirihluti þingmanna danska þingsins hefur samþykkt tillögu um að Inger Støjberg, fyrrverandi innanríkisráðherra og ráðherra innflytjendamála, skuli stefnt fyrir Ríksrétt. Atkvæði voru greidd um það hvort Støjberg skildi ákærð fyrir Ríkisrétti og var það samþykkt með atkvæðum 139 þingmanna en þrjátíu þingmenn greiddu atkvæði gegn tillögunni. Erlent 2.2.2021 17:40
Óttast að sjávarborð hækki hraðar en spár gera ráð fyrir Loftslagsvísindamenn við stofnun Niels Bohr við Kaupmannahafnarháskóla segjast telja að sjávarborð gæti hækkað um allt að 135 sentímetra fyrir næstu aldamót. Erlent 2.2.2021 17:24
Annar hver Dani eldri en þriggja ára sá úrslitaleikinn Danir fylgdust vel með löndum sínum í úrslitaleiknum á heimsmeistaramótinu í Egyptalandi í gærkvöldi er Danmörk vann sitt annað gull í röð á HM. Handbolti 1.2.2021 19:00
Kærkomin tilbreyting eftir þungt ástand í Danmörku „Stemningin í þjóðfélaginu er mikil og það eru allir að fylgjast með, og því synd að fólkið geti ekki fagnað með þeim,“ segir Arnór Atlason um dönsku heimsmeistarana í handbolta sem snúa heim til Danmerkur í dag eftir frægðarför til Egyptalands. Handbolti 1.2.2021 15:00
Danski landsliðsþjálfarinn lifði á niðurgangslyfjum og sykurlausu kóki í fjóra daga Magakveisa herjaði á danska hópinn á meðan heimsmeistaramótinu í handbolta stóð, meðal annars þjálfarann Nikolaj Jacobsen. Handbolti 1.2.2021 14:15
Danir í skýjunum: „Ni-GULD-aj Ja-tak-obsen“ Danir voru eðlilega himinlifandi með gullið á HM í Egyptalandi. Þeir unnu Svía í úrslitaleiknum í gær 26-24 eftir að leikar voru jafnir í hálfleik, 13-13. Niklas Landin og Mikkel Hansen fóru mikinn í liði Dana. Handbolti 1.2.2021 07:01
Internetið fór á hliðina í Danmörku Það var mikil gleði í Danmörku eftir að handboltalandsliðið tryggði sér annan heimsmeistaratitilinn í röð eftir sigur á Svíþjóð. Handbolti 31.1.2021 20:24
Hansen valinn verðmætastur annað mótið í röð Mikkel Hansen var valinn mikilvægasti leikmaðurinn á HM í Egyptalandi en hann varð í kvöld heimsmeistari með Dönum. Handbolti 31.1.2021 19:01
Danir vörðu heimsmeistaratitilinn Danmörk er heimsmeistari í handbolta og vörðu þar með titilinn frá því á heimavelli árið 2019. Þeir höfðu betur gegn grönnum sínum í Svíþjóð, 26-24, í úrslitaleiknum í Egyptalandi í dag eftir að staðan hafi verið jöfn í hálfleik, 13-13. Handbolti 31.1.2021 17:58
„Hann er frá annarri plánetu“ Danskir fjölmiðlar voru eðlilega í skýjunum eftir sigur danska handboltalandsliðsins á Spáni, 35-33, í síðari undanúrslitarimmunni á HM í Egyptalandi. Danir eru ríkjandi heimsmeistarar. Handbolti 30.1.2021 10:01
Framlengja harðar aðgerðir út febrúar Dönsk stjórnvöld tilkynntu á blaðamannafundi síðdegis að sóttvarnareglur, sem verið hafa í gildi í janúar og þykja nokkuð íþyngjandi, muni áfram gilda til 28. febrúar. Erlent 28.1.2021 21:01
„Varð kyntákn á HM en nú skiptir hann um feril“ Danski miðillinn Berlingske, BT, gerði Rúrik Gíslason að umfjöllunarefni sínu fyrir helgi en þar fjallaði miðillinn um skipti Rúriks; úr fótboltanum yfir í sjónvarpsheiminn. Fyrir helgi var tilkynnt að Rúrik myndi taka þátt í þýska sjónvarpsþættinum Let’s Dance. Fótbolti 26.1.2021 07:00
Milljarða samkomulag í höfn um greiðslu bóta til minkabænda Samkomulag er í höfn milli dönsku ríkisstjórnarinnar og meirihluta flokka á þingi um greiðslu bóta vegna minkamálsins svokallaða. Samkomulagið tókst loksins í kvöld eftir ríflega tveggja mánaða viðræður og hljóðar það upp á 18,7 milljarða danskra króna, eða sem nemur tæpum 396 milljörðum íslenskra króna. Erlent 25.1.2021 21:46
Nýttu glufu í kerfinu til að tryggja sjálfum sér bólusetningu Hópur bæklunarlækna við Sønderjylland-sjúkrahúsið í Danmörku nýtti sér glufu í kerfinu til að tryggja sjálfum sér bólusetningu gegn covid-19. Læknarnir nýttu glufuna til að bóka bólusetningu fyrir sjálfa sig en málið hefur vakið nokkra reiði meðal samstarfsmanna þeirra á sjúkrahúsinu og víðar í danska heilbrigðiskerfinu. Erlent 24.1.2021 17:16
Handteknir vegna hótana í garð Mette Frederiksen Lögreglan í Kaupmannahöfn hefur handtekið tvo einstaklinga vegna hótana í garð Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur. Hinir handteknu eru grunaðir um að hafa kveikt í brúðu, sem á var búið að festa mynd af andliti forsætisráðherrans auk skilaboða um líflátshótun. Ekki er útilokað að fleiri verði handteknir vegna málsins að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni í dag. Erlent 24.1.2021 15:43
Í sérstakri sóttkví eftir að breska afbrigðið greindist á leikskóla sonarins Anna Þorsteinsdóttir, íslensk kona sem búsett er í Danmörku, er nú í tveggja vikna sóttkví eftir að hið svokallaða breska afbrigði kórónuveirunnar greindist á leikskóla sonar hennar. Hún segir stöðuna erfiða. Erlent 24.1.2021 10:32
Evrópuríki lýsa yfir óánægju með breytingar Pfizer Nokkur Evrópuríki hafa lýst yfir óánægju vegna fyrirhugaðra breytinga á afhendingaráætlun Pfizer. Færri skammtar af bóluefni lyfjaframleiðandans munu berast til Evrópu frá og með næstu viku vegna þess að Bandaríkjadeild framleiðandans ætlar að hægja á flutningi efnisins til Evrópu. Erlent 15.1.2021 21:50
Meirihluti fyrir að ákæra Støjberg fyrir Ríkisrétt Ljóst má vera að Inger Støjberg, fyrrverandi ráðherra innflytjendamála í Danmörku, verður ákærð og látin svara til saka fyrir Ríkisrétt (d. rigsrett) þar í landi. Erlent 14.1.2021 09:44
Óttast að missa stjórn á nýja afbrigðinu í Evrópu Forsvarsmenn Evrópusambandsins óttast að nýtt afbrigði nýju kórónuveirunnar, sem virðist smitast auðveldar á milli manna, nái stjórnlausri dreifingu Í Evrópu. Stella Kyriakides, yfirmaður heilbrigðismála hjá ESB, segir að dreifingu afbrigðisins verði að stöðva með öllum ráðum. Erlent 13.1.2021 23:20
Hælisleitendur verði sendir í aflagða herstöð á Grænlandi Pia Kjærsgaard, þingmaður Danska þjóðarflokksins, Dansk Folkeparti, hefur boðað tillögu á danska þjóðþinginu þess efnis að aflögð flotastöð danska hersins í afskekktum firði á Suðvestur-Grænlandi verði tekin undir brottvikna hælisleitendur. Erlent 9.1.2021 07:14
Breyttar ferðatakmarkanir í Bretlandi og Danmörku Breyttar ferðatakmarkanir eru í Bretlandi og Danmörku vegna faraldurs kórónuveirunnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Utanríkisráðuneytinu. Innlent 8.1.2021 18:59
Fjöldi yfirmanna hjá Danske Bank sleppur við ákæru Fjöldi yfirmanna hjá Danske Banka getur nú andað léttar eftir að tilkynnt var að þeir hafi sloppið undan ákæru í tengslum við rannsókn á peningaþvættishneykslinu í Eistlandi. DR segir frá því að mál sex fyrrverandi stjórnarmanna bankans hafi verið felld niður. Viðskipti erlent 7.1.2021 14:29
Danskur fjölmiðill fjallar um markahrókinn en eitthvað hefur þýðingin skolast til „Maður þarf væntanlega að vera með nokkur ár í bakpokanum og mögulega vera stuðningsmaður Silkeborg IF til þess að muna eftir nafninu Hörður Sveinsson en Íslendingurinn var á stuttum tíma stór leikmaður í Søhøjlandinu.“ Íslenski boltinn 7.1.2021 07:01
Orðin vön því að halda sig heima og hitta ekki neinn Danmerkurstjórn herti aðgerðir vegna kórónuveirunnar til muna í dag. Íslensk kona í Danmörku segist orðin vön því að vera heima og hitta ekki neinn. Erlent 5.1.2021 19:30
Mette grípur í handbremsuna og herðir aðgerðir Dönsk stjórnvöld hafa hert sóttvarnaaðgerðir vegna kórónuveirunnar en nú mega að hámarki fimm koma saman. Tveggja metra fjarlægðarreglan verður þá í gildi í stað eins metra reglunnar. Hæsta viðbúnaðarstig hefur verið virkjað. Erlent 5.1.2021 14:57
Wilbek íhugar að bjóða sig fram til varaformennsku Ulrik Wilbek, borgarstjóri Viborg í Danmörku og fyrrverandi þjálfari danska karlalandsliðsins í handbolta, segist nú íhuga að bjóða sig fram til varaformennsku í Venstre. Erlent 5.1.2021 11:35
Íhugar að hætta við HM vegna áhorfenda Danska handboltastjarnan Mikkel Hansen segist enn íhuga að hætta við að fara á HM í Egyptalandi vegna hugmynda mótshaldara um að leyfa áhorfendur á mótinu. Handbolti 4.1.2021 15:00
Braut reglurnar viljandi til að leyfa viðskiptavinum að skipta jólagjöfum Fataverslunin Laura Thomsen Luxury í Silkeborg í Danmörku var opnuð í gær svo viðskiptavinir gætu skipt og skilað jólagjöfum. Þetta gerðu eigendur verslunarinnar, þrátt fyrir núgildandi reglur danskra stjórnvalda vegna sóttvarnaaðgerða sem kveða á um að verslanir skuli vera lokaðar til að minnsta kosti 17. janúar. Viðskipti erlent 3.1.2021 10:43
Segir skilið við flokkinn og gerist óháður þingmaður Lars Løkke Rasmussen, fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur og formaður Venstre, stærsta hægriflokks landsins, hefur ákveðið að skrá sig úr flokknum. Rasmussen situr enn á þingi og verður því að óbreyttu óháður þingmaður út kjörtímabilið. Erlent 2.1.2021 07:57
Faraldurinn enn á siglingu í Danmörku og takmarkanir framlengdar til 17. janúar Þær samkomutakmarkanir sem nú eru í gildi í Danmörku verða framlengdar til 17. janúar. Þetta kom fram á blaðamannafundi forsætisráðherrans Mette Frederiksen nú fyrir stundu. Til stóð að endurskoða þær 3. janúar. Erlent 29.12.2020 19:29