Ísrael

Fréttamynd

Einbeittur brotavilji – Þegar Ísraelshatur og Gyðingahatur helst í hendur

Það verður seint sagt að almennir fjölmiðlar og alþjóðastofnanir hafi farið mjúkum höndum um Ísraelsríki upp á síðkastið. Andstæðingar Ísraels fara að vísu misvarlega í yfirlýsingum sínum. Sumir kveðast einungis vera andstæðingar stefnu stjórnvalda í Ísrael og frábiðja sér allt sem getur kallast Gyðingahatur.

Skoðun
Fréttamynd

Nýr for­sætis­ráð­herra og enn einar kosningarnar fram­undan

Yair Lapid hefur tekur við embætti forsætisráðherra Ísraels, en hann tekur við af Naftali Bennett sem gegnt hafði stöðunni í um eitt ár. Lapid er leiðtogi eins af miðjuflokkunum á ísraelska þinginu og mun hann leiða landið fram að þingkosningum sem boðaðar hafa verið 1. nóvember næstkomandi.

Erlent
Fréttamynd

Rekja byssu­kúluna sem banaði frétta­konu til Ísraela

Byssukúlan sem banaði Shireen Abu Akleh, fréttakonu al-Jazeera á Vesturbakkanum í síðasta mánuði kom frá stað þar sem ísraelskur herbílalest var stödd. Rannsókn New York Times bendir til að sérsveitarmaður hafi skotið hana til bana.

Erlent
Fréttamynd

Saga tveggja þjóða

Í dag eru 78 ár liðin frá lýðveldisyfirlýsingunni á Þingvöllum. Sú yfirlýsing var í samræmi við sambandslögin frá 1918 og viðurkennd af alþjóðasamfélaginu. Lýðveldið Ísland var endurreisn forna þjóðveldisins sem leið undir lok þegar Íslendingar gengust Noregskonungi á hönd.

Skoðun
Fréttamynd

Þrír látnir eftir axarárás í Ísrael

Þrír hafa verið drepnir og fleiri eru særðir eftir að axarárás var gerð í borginni Elad í Ísrael í kvöld. Lögregla segir að um mögulega hryðjuverkaárás sé að ræða.

Erlent
Fréttamynd

Hóf skothríð á gesti skemmtistaðar í Tel Aviv

Minnst tveir eru látnir og tíu særðir eftir að byssumaður hóf skothríð á veitingastað í Tel Aviv í kvöld. Talið er að um hryðjuverkaárás sé að ræða en árásarmaðurinn er talinn hafa komist undan.

Erlent
Fréttamynd

Ríkis­stjórn Naftali Bennett missir þing­meiri­hlutann

Ríkisstjórn ísraelska forsætisráðherrans Naftali Bennett hefur misst meirihluta sinn á þingi eftir að einn lykilmanna innan stjórnarliðsins ákvað að segja skilið við stjórnarflokkinn Yamina vegna deilna um gerjuð matvæli og hefðir gyðinga.

Erlent
Fréttamynd

Fyrsta tilfelli mænusóttar í rúma þrjá áratugi greinist í Ísrael

Yfirvöld í Ísrael hafa ákveðið að ráðast í bólusetningarátak eftir að fyrsta tilfelli mænusóttar í rúma þrjá áratugi greindist í síðasta mánuði. Framkvæmdastjóri heilbirgðisráðuneytisins óttast að það reynist erfitt að fá fólk til að mæta í bólusetningu eftir kórónuveirufaraldurinn. 

Erlent
Fréttamynd

Telur af­stöðu RÚV til mann­réttinda­brota tæki­færis­sinnaða

Hjálmtýr Heiðdal hefur, fyrir hönd stjórnar Félagsins Ísland – Palestína, sent bréf til Stefáns Eiríkssonar útvarpsstjóra þar sem hann krefst svara við því hvers vegna RÚV þyki nú sjálfgefið að Rússum sé vísað úr Eurovision en fráleitt áður að stíga slíkt skref þegar Ísrael átti í hlut.

Innlent
Fréttamynd

Ísraelar segja viðræður um vopnahlé þokast í rétta átt

Axios hefur eftir háttsettum ísraelskum embættismönnum að viðræður milli Rússa og Úkraínumanna um vopnahlé þokist í rétta átt. Báðir eru sagðir hafa slakað á í afstöðu sinni en utanríkisráðherrar ríkjanna funda í Tyrkalandi á morgun.

Erlent
Fréttamynd

Hryðju­verka­sam­tök fyrir botni Mið­jarðar­hafs – vanda­málið sem enginn vill ræða

Enn og aftur situr Ísrael undir ásökunum um að viðhafa aðskilnaðarstefnu gagnvart þegnum sínum. Þessar ásakanir eru í raun fráleitar. Í nýlegri grein um þetta viðfangsefni benti ég meðal annars á þá staðreynd að fjöldi Araba hefur ríkisborgararétt í Ísrael og tekur þátt í samfélaginu á öllum stigum þess. Það er meira að segja arabískt flokkabandalag í núverandi ríkisstjórn Ísraels.

Skoðun
Fréttamynd

Ísraelar láta reyna á fjórða skammt bóluefnis

Hópur heilbrigðisstarfsmanna í Ísrael fékk í dag fjórða skammtinn af bóluefni gegn Covid-19 en um er að ræða tilraunaverkefni sem er ætlað að skera úr um hversu mikla vernd seinni örvunarskammtur veitir gegn ómíkron afbrigðinu.

Erlent
Fréttamynd

Ísraelar kanna virkni fjórða skammts bóluefnisins

Hópur fólks fékk í morgun fjórða skammt bóluefnisins gegn kórónuveirunni á ísralesku sjúkrahúsi í morgun. Yfirvöld íhuga nú að heimila fjórðu sprautuna fyrir fólk í áhættuhópum til að stemma stigu við útbreiðslu ómíkron-afbrigðis kórónuveirunnar.

Erlent
Fréttamynd

Eins og að komast á Ólympíuleikana

Á sunnudag leggur fegurðardrottningin Elísa Gróa Steinþórsdóttir af stað til Ísrael þar sem hún mun keppa fyrir Íslands hönd í Miss Universe. Vegna heimsfaraldursins er hugsanlegt að fjölskyldan nái ekki að koma út og horfa á hana á sviðinu þann 13. desember.

Lífið