Kjaramál

Fréttamynd

Orðalagið rýrir gildi samninganna

Samninganefnd kennara segir loðið orðalag hafa rýrt gildi samninganna sem gerðir voru við sveitarfélögin árið 2001. Meðal kennara heyrast þær raddir að tími sé kominn til að skipta út nefndarmönnum. 

Innlent
Fréttamynd

Ráðherra beitir sér ekki

Félagsmálaráðherra segist ekki að ætla að beita sér fyrir því að launþegar á almennum vinnumarkaði öðlist rétt til sumarleyfis á launum í fæðingarorlofi eins og ríkisstarfsmenn. Hann segir Fæðingarorlofssjóð ekki geta staðið undir slíkum skuldbindingum.

Innlent
Fréttamynd

Öllum undanþágubeiðnum hafnað

Öllum undanþágubeiðnum um að kenna fötluðum börnum á meðan á verkfalli grunnskólakennara stendur hefur verið hafnað. Búast má við neyðarástandi á heimilum margra barnanna. Tveir fulltrúar eiga sæti í nefndinni sem fjallaði um beiðnirnar og greindi þá á um niðurstöður þeirra allra. 

Innlent
Fréttamynd

Þjóðfélagið fer á annan endann

Formaður menntamálanefndar Alþingis óttast að þjóðfélagið fari á annan endann, verði kennaraverkfallið langvinnt. Hann telur að verðbólga aukist og kaupmáttur hrapi, verði deilan ekki leyst í bráð. Félagsmálaráðherra vill ekki að ríkið komi að deilunni.

Innlent
Fréttamynd

Engar undanþágur veittar

Engar undanþágur verða veittar vegna kennaraverkfallsins en svonefnd undanþágunefnd fór yfir umsóknirnar á fundi sínum í dag. Þrettán umsóknir bárust en að sögn Þórörnu Jónasdóttur, fulltrúa kennara í nefndinni, voru ekki allar umsóknir fullnægjandi. Hinum var hafnað.

Innlent
Fréttamynd

Langt í úrlausn verkfalls

Samninganefnd kennara hyggst ekki funda með launanefnd sveitarfélaganna fyrr en nýtt tilboð liggur á borðinu. Launanefnd sveitarfélaganna ætlar ekki að leggja fram tilboðið fyrr en umræður hafa farið fram milli þeirra og kennara. Fyrsta fundi deilenda eftir að til verkfalls kennara kom lauk á tólfta tímanum í gærmorgun. Næsti fundur hefur verið boðaður eftir tæpa viku.

Innlent
Fréttamynd

Kennt í grunnskóla sveitarfélags

Verkfall kennara hefur ekki áhrif á 6. bekk Sk í Flataskóla. Hann er eini bekkur skólans sem stundar nám í fjarveru grunnskólakennara og sá eini á landsvísu sem fær kennslu í skólum sveitafélaganna. Ástæðan er sú að bekknum kennir stundakennari um mánaðarskeið meðan umsjónarkennari þeirra er í leyfi.

Innlent
Fréttamynd

LÍÚ ber ábyrgð á Brimi

LÍÚ ber sína ábyrgð á úrsögn skipsins Sólbaks úr samtökunum, segir Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ. Hann segir reginmisskilning hjá Guðmundi Kristjánssyni, forstjóra Brims, að ASÍ hafi hvatt til vinnustaðasamninga á borð við þann sem hann gerði við áhöfn skipsins.</< /> >

Innlent
Fréttamynd

Þorgerður útilokar ekki inngrip

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra útilokar ekki að stjórnvöld grípi inn í deilu kennara. "Ég mun ekki beita mér neitt í deilu kennara og sveitarfélaganna; alla vega ekki í bili," sagði Þorgerður eftir fund með fulltrúum svæðasamtaka og landssamtaka foreldra í ráðuneytinu í gær.

Innlent
Fréttamynd

Engar undanþágur veittar enn

Verklagsreglur undanþágunefndar kennara og sveitarfélaganna voru ræddar á fyrsta fundi hennar í gær. Þegar hefur verið óskað eftir undanþágum vegna verkfalls kennara en engar ákvarðanir verið teknar, segir Þórarna Jónasdóttir, fulltrúi Félags grunnskólakennara og skólastjórnendafélags Íslands í undanþágunefndinni.

Innlent
Fréttamynd

Beggja vegna borðsins

Birgir Björn Sigurjónsson, formaður launanefndar sveitarfélaga, var áður framkvæmdastjóri BHMR og hefur því á vissan hátt setið beggja vegna borðsins.

Innlent
Fréttamynd

Munur á launum kennara eftir kyni

Karlkyns kennarar hafa að meðaltali liðlega 12 þúsund króna hærri dagvinnulaun en starfssystur þeirra. Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, segir ástæðurnar vera þrennar.

Innlent
Fréttamynd

Áhyggjufullir en óbugaðir

Kennarar búa sig undir fjárhagsáhyggjur og þunglyndi eftir því sem líður á verkfallið. Þeir stappa stálinu hverjir í annan í verkfallsmiðstöðvum um allt land. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

BUGL sækir um undanþágu

Um tíu undanþágubeiðnir vegna yfirstandandi kennaraverkfalls höfðu borist svokallaðri undanþágunefnd í gær, að sögn Þórörnu Jónasdóttur fulltrúa Félags grunnskólakennara og Skólastjórafélags Íslands í nefndinni. Sótt hefur verið um undanþágu vegna þeirra nemenda sem dvelja á Barna- og unglingageðdeildinni á Dalbraut og fá kennslu frá Brúarskóla.

Innlent
Fréttamynd

Tugur beiðna um undanþágur

Um það bil tugur beiðna um undanþágur vegna verkfallsins hafa borist kennurum en bið er á því að umsóknirnar verði teknar fyrir. Verkfallið gæti haft alvarlegar afleiðingar fyrir börn sem eiga við geðsjúkdóma að stríða.

Innlent
Fréttamynd

Grípur ekki til aðgerða

Verkfallanefnd grunnskólakennara hefur ákveðið að grípa ekki til aðgerða að sinni vegna meintra verkfallsbrota þar sem önnur verkefni þyki brýnni.

Innlent
Fréttamynd

Ekki samúð með kennurum?

Foreldrar virðast ekki hafa mikla samúð með grunnskólakennurum í verkfalli, ef marka má þá sem fréttastofan hitti í dag.

Innlent
Fréttamynd

Engar aðgerðir að sinni

Kennarar ætla ekki að grípa til aðgerða vegna meintra verkfallsbrota að sinni, af tillitssemi við börnin. Þeir segja fyrirtæki standa fyrir kennslu í íþróttahúsi í Mosfellsbæ, sem sé klárt verkfallsbrot, og svíður sárt að þar skuli starfa nemi í Kennaraháskólanum.

Innlent
Fréttamynd

Stál í stál

Mikið ber í milli í deilu grunnskólakennara og launanefndar sveitarfélaganna og sáttafundur hefur ekki verið boðaður fyrr en á fimmtudag. Kennarar lögðu fram sáttatillögu sem þeir töldu hafa 16 prósenta kostnaðarhækkun í för með sér fyrir sveitarfélögin. Launanefnd sveitarfélaga taldi hækkunina nær 24 prósentum.

Innlent
Fréttamynd

Foreldrar aðstoða í Ísaksskóla

Vökul augu verkfallsvarða fylgdust grannt með foreldrum sem fylltu upp í kennslustundir barna í Ísaksskóla í morgun. Skólinn er meðal þeirra einkaskóla sem starfa í verkfallinu en það gerist með hjálp foreldra.

Innlent
Fréttamynd

Aðför að stéttarfélögum landsins

Formaður Sjómannasambandsins segir að samningur áhafnarinnar á togaranum Sólbaki EA og útgerðarfélagsins Brims, um stofnun einkahlutafélags um rekstur skipsins til að sniðganga kjarasamninga, sé aðför að stéttarfélögum í landinu. 

Innlent
Fréttamynd

Undanþágubeiðnir vegna verkfalls

Um tíu undanþágubeiðnir hafa borist vegna verkfalls grunnskólakennara, bæði frá einstaklingum og skólum. Svo virðist sem bið verði á svörum þar sem ekki hefur tekist að koma saman svokallaðri undanþágunefnd.

Innlent
Fréttamynd

Verðir í Valsheimilinu

Verkfallsverðir kennara fóru í alla skóla á höfuðborgarsvæðinu í gær til að kanna hvort þar væri unnið í trássi við verkfall grunnskólakennara. Þá heimsóttu þeir einnig tuttugu fyrirtæki og stofnanir í Reykjavík, þar á meðal leikjanámskeið KB banka í Valsheimilinu.

Innlent
Fréttamynd

Skylda deilenda að flýta málinu

Menntamálaráðherra lýsir þungum áhyggjum af verkfalli grunnskólakennara og segir það skyldu deilenda að ná samkomulagi á stuttum tíma. Forseti borgarstjórnar segir brýnt að samningamenn fái ráðrúm til að leysa deiluna.

Innlent
Fréttamynd

40 miljónir sparast á dag

Sveitarfélögin spara um fjörutíu milljónir króna í launagreiðslur á dag vegna verkfalls rúmlega fjögur þúsund kennara. Launakostnaður sveitarfélaganna vegna grunnskólakennara og skólastjóra á þessu ári var áætlaður 16,2 milljarðar króna, en ljóst er að hann lækkar eftir því sem verkfallið dregst á langinn.

Erlent
Fréttamynd

Þónokkur dæmi um verkfallsbrot

Trúnaðarmenn grunnskólakennara hafa bent Landsstjórn um verkfallsaðgerðir á þónokkur dæmi um hugsanleg verkfallsbrot í kennaraverkfallinu en verkfallsstjórn metur skipulagt skólastarf á vegum fyrirtækja og stofnana sem brot.

Innlent
Fréttamynd

Hafa tilnefnt fulltrúa í nefndina

Samband sveitarfélaga hefur tilnefnt fulltrúa í sérstaka nefnd sem tekur til umfjöllunar beiðnir um undanþágu til kennslu í verkfalli grunnskólakennara. Um tugur beiðna hefur borist nefndinni.

Innlent
Fréttamynd

Aukin óvissa frístundaheimila

Færri börn skiluðu sér inn á frístundaheimili borgarinnar á fyrsta degi verkfalls kennara. Soffía Pálsdóttir, fræðslustjóri Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur, segir það valda ugg þar sem frístundaheimilin leiti starfsfólks til að bjóða þeim 100 börnum sem eru á biðlista pláss.

Innlent
Fréttamynd

Tugir fatlaðra barna án vistunar

Um 75 fötluð börn, sem stunda nám í Öskjuhlíðarskóla eru á köldum klaka í yfirstandandi kennaraverkfalli. Þau fá enga skóladagvist og geta ekki farið í sameiginlega gæslu. Verkfallið veldur miklu róti í lífi fötluðu nemendanna. </font /></b />

Innlent