Kjaramál

Fréttamynd

Hvers virði eru hjúkrunarfræðingar þér?

Ég er fædd á kvennaárinu 1975 og tel ég mögulegt að það hafi haft veruleg áhrif á þroskun taugabrauta minna. Ég fékk líka skýr skilaboð frá foreldrum og forráðamönnum um að ég gæti tekið mér hvað sem fyrir hendur í lífinu og myndi ná árangri eins lengi og ég legði mig fram í verkið.

Skoðun
Fréttamynd

Hjúkrunarfræðingar funda í Karphúsinu

Samningafundur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og ríkisins hófst á ný klukkan hálf tíu í morgun og stendur enn. Að óbreyttu hefst verkfall hjúkrunarfræðinga klukkan átta á mánudagsmorgun.

Innlent
Fréttamynd

Undir­búningur verk­falls hjúkrunar­fræðinga á loka­stigi

Samningafundi í kjaradeilu Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og ríkisins lauk á fimmta tímanum í dag án niðurstöðu. Nýr fundur hefur verið boðaður í deilunni og hefst hann klukkan hálf tíu í fyrramálið. Útlit er fyrir að verkfall hjúkrunarfræðinga hefjist eftir rúma tvo sólarhringa. Formaður félags íslenskra hjúkrunarfræðinga segir undirbúning verkfalls á lokastigi.

Innlent
Fréttamynd

Tíminn til þess að semja við hjúkrunarfræðinga að renna út

Útlit er fyrir að verkfall hjúkrunarfræðinga hefjist eftir rúma þrjá sólarhringa. Hjúkrunarfræðingar eru ósáttir við laun sín og segja ekki hlustað á þá en það hryggi þá að ekki sé meira lagt í sölurnar við að mæta kröfum þeirra við samningaborðið.

Innlent
Fréttamynd

Hjúkrunar­fræðingar standa eftir í skugganum

Nú bendir flest til þess að 22. júní muni hjúkrunarfræðingar um land allt leggja niður störf. Stétt sem oft er kölluð hryggjarstykki heilbrigðiskerfisins mun draga saman seglin svo um munar og öll þjónusta utan þeirrar sem má kalla lífsbjargandi verður felld niður.

Skoðun
Fréttamynd

Erfiðar viðræður en ágætur fundur

Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari segir viðræður í kjaradeilu hjúkrunarfræðinga og ríkisins mjög þungar, erfiðar og flóknar. Tveggja tíma fundur í dag hafi þó verið ágætur. Hann segir greinilegt að báðar samninganefndir finni fyrir mikill ábyrgð, samtalið hafi verið hreinskilið og uppbyggilegt.

Innlent
Fréttamynd

Segir of langt á milli hjúkrunarfræðinga og ríkisins

Ríkissáttasemjari hefur boðað samninganefndir ríkisins annars vegar, og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, FÍH, hins vegar, á sinn fund klukkan 14:30 í dag. Formaður FÍH segir stöðuna sem er uppi í kjaradeilum hjúkrunarfræðinga og ríkisins grafalvarlega.

Innlent
Fréttamynd

Lýsa áhyggjum af yfirvofandi verkfalli hjúkrunarfræðinga

Hjúkrunarráð Landspítalans lýsir yfir áhyggjum af yfirvofandi verkfalli hjúkrunarfræðinga í ályktun sem það hefur sent samninganefnd ríkisins og tveimur ráðuneytum. Varar það við því að þjónusta eigi eftir að skerðast verulega ef til verkfalls kemur.

Innlent
Fréttamynd

Þungur og erfiður fundur í Karp­húsinu

Samningafundur í kjaradeilu hjúkrunarfræðinga og ríkisins sem lauk stuttu eftir klukkan fjögur í dag var þungur og erfiður segir Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari í samtali við fréttastofu.

Innlent