Bensín og olía Hefur engar áhyggjur af gagnrýni netverja á nýja lógóið Olís vinnur nú að því að skipta út gamalgrónu merki sínu, sem hannað var fyrir nær fimmtíu árum, fyrir nýtt. Framkvæmdastjórinn hefur engar áhyggjur af gagnrýni þeirra sem þegar eru byrjaðir að sakna gamla merkisins. Viðskipti innlent 5.5.2022 19:31 Olíufyrirtæki skila methagnaði í skugga verðhækkana Alþjóðlegir orkurisar hafa stórgrætt á umfangsmiklum hækkunum á mörkuðum fyrir gas og olíu að undanförnu og skiluðu mörg hver methagnaði á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Viðskipti erlent 5.5.2022 11:40 Orkan í Fellsmúla hættir að selja bensín Orkan hyggst breyta bensínstöðinni í Fellsmúla í hleðslustöð fyrir rafknúin ökutæki. Bensínstöð hefur verið á þessum stað í Fellsmúla frá árinu 1971 en stefnt er að því að ný hleðslustöð hefji þar starfsemi fyrir lok árs 2023. Innlent 12.4.2022 14:18 Aðeins 32 ára í forstjórastólinn og veltir milljörðum á ári Guðrún Ragna Garðarsdóttir varð forstjóri Atlantsolíu aðeins 32 ára gömul. Félagið veltir um sjö milljörðum á ári og þótt fyrirséðar séu breytingar í olíugeiranum vegna orkuskiptanna, er engan bilbug á Guðrúnu eða félaginu að finna. Atvinnulíf 11.4.2022 07:00 Hátt verðskilti Orkunnar á Nesinu féll Stærðarinnar skilti Orkunnar við Austurströnd á Seltjarnarnesi, sem sýndi lítraverðið á bensíni og dísil, fór á hliðina í hvassviðrinu sem gekk yfir suðvesturhornið í fyrrinótt. Innlent 7.4.2022 12:52 Lífeyrissjóðir minnka enn við sig í Skel en sjóðir Stefnis kaupa fyrir 700 milljónir Íslensku lífeyrissjóðirnir halda áfram að losa um stóran hluta bréfa sinna í Skel fjárfestingafélagi, sem áður hét Skeljungur, en Gildi og Lífsverk seldu samanlagt um þriggja prósenta eignarhlut í fyrirtækinu í síðasta mánuði. Á sama tíma komu tveir hlutabréfasjóðir í stýringu Stefnis nýir inn í hlutahafahóp Skel með kaupum á tæplega 2,2 prósenta hlut sem má ætla að þeir hafi greitt tæplega 700 milljónir fyrir. Innherji 4.4.2022 18:21 Olíuverð lækkaði töluvert við opnun markaða Olíuverð lækkaði töluvert við opnun markaða í Asíu í nótt. Þannig lækkaði Brent-hráolían um tæp fimm prósent og West Texas hráolíuvísitalan um tæp sex prósent. Viðskipti erlent 31.3.2022 07:07 Pólland ætlar að hætta notkun rússnesks jarðefnaeldsneytis Pólverjar hyggjast hætta öllum innflutningi á olíu frá Rússlandi fyrir lok þessa árs. Þetta tilkynnti Mateusz Morawiecki, forsætisráðherra landsins í morgun. Hann sagði stjórnvöld nú þegar hafa tekið skref til að draga úr notkun á rússneskri olíu. Erlent 30.3.2022 08:55 Gera ráð fyrir 40% hærra olíuverði árið 2022 Í fjármálaáætlun fyrir árin 2023 til 2027 kemur fram að samkvæmt grunnspá sé gert ráð fyrir að olíuverð í ár verði að meðaltali um 40% hærra en í fyrra. Viðskipti innlent 29.3.2022 11:45 Olíuverð lækkar vegna Covid-takmarkana í Sjanghæ Töluverðar lækkanir urðu á olíuverði á Asíumörkuðum við opnun þeirra í nótt og er lækkunin rakin til þeirrar ákvörðunar kínverskra stjórnvalda að setja útgöngubann í stórborginni Sjanghæ. Viðskipti erlent 28.3.2022 07:45 Icelandair hækkar farmiðaverð 1. apríl Sérstakt eldsneytisálag, sem er hluti af farmiðaverði Icelandair, verður hækkað frá og með 1. apríl. Hækkar það úr 5.100 krónum í 6.900 krónur þegar flogið er til Evrópu og úr 8.900 í 12.300 krónur fyrir þegar flogið er til áfangastaða í Norður-Ameríku. Neytendur 25.3.2022 14:49 Fjármálaráðherra útilokar ekki inngrip haldi miklar eldsneytishækkanir áfram Fjármálaráðherra útilokar ekki að ríkið lækki tímabundið álögur á eldsneytisverð fari verð þess upp í hæstu hæðir. Það sé hins vegar ekki verið að horfa til þeirra leiðar nú til að ná verðbólgunni niður. Heldur fyrst og fremst sértækra aðgerða fyrir tekjulægstu hópa samfélagsins. Neytendur 19.3.2022 13:36 Play tekur upp olíugjald á miðaverð vegna hækkana Flugfélagið Play mun taka upp sérstakt olíugjald á miðaverð eftir helgi til þess að mæta miklum hækkunum á eldsneytisverði. Félagið skilaði nærri þriggja milljarða króna tapi á síðasta ári - sem forstjórinn segir engan veginn til marks um skipsbrot. Viðskipti innlent 17.3.2022 11:37 Afsakanir fyrir aðgerðaleysi Það má aldrei nota loftslagsmálin og loftslagsmarkmið sem afsökun fyrir því að skilja eftir fólk í viðkvæmri stöðu. Skoðun 15.3.2022 15:00 Orkuöryggi á ófriðartímum Því miður þarf oft alvöru átök til að vekja fólk þegar kemur að orkuöryggismálum þjóða. Sagan hefur samt margoft sýnt okkur að jarðefnaeldsneyti er ekki alltaf friðsælasta orkan sem völ er á. Hvað olíu varðar er ástæðan ósköp einföld, öll ríki þurfa olíu en aðeins örfá ríki framleiða olíu. Þetta eitt og sér skapar valdaójafnvægi sem oft hefur valdið titringi á alþjóðasviðinu. Skoðun 11.3.2022 16:01 Hrávörustríðið – ný tegund heimsstyrjaldar Innrásin í Úkraínu hefur veruleg áhrif á hrávöru, flutning á henni og hendur til að vinna hrávöru úr jörðu. Grunnur átakanna á svæðinu er beintengdur hagsmunum Rússa er kemur að hrávöru. Skoðun 11.3.2022 10:00 Eldsneytisverð muni sveiflast mikið á næstu vikum Framkvæmdastjóri N1 telur líklegt að miklar sveiflur verði í eldsneytisverði á næstu dögum og vikum. Bensínverð fór yfir 300 krónur á lítrann í dag hjá flestum stöðvum á höfuðborgarsvæðinu og annars staðar á landinu. Neytendur 9.3.2022 18:01 Viðlíka verðhækkun í Evrópu ekki sést í manna minnum „Þetta er auðvitað skelfileg verðþróun. Við sjáum það bara að á tíu dögum hefur verðið hækkað um 20 kr. til neytenda á útsölustöðum og það sér ekki endilega fyrir endann á þessu þannig að við vitum ekki hvað morgundagurinn ber í skauti sér.“ Innlent 9.3.2022 13:17 300 króna múrinn rofinn á höfuðborgarsvæðinu og víðar N1 hefur hækkað verð á bensínlítranum um sex krónur og er verðið nú komið í 303,90 krónur á flestum stöðvum félagsins á höfuðborgarsvæðinu og annars staðar á landinu. Dísillítrinn kostar nú víðast 300,90 krónur hjá N1 og hefur hækkað um heilar tíu krónur milli daga. Neytendur 9.3.2022 10:14 Bensínlítrinn kominn yfir 300 krónur á einni bensínstöð Olís Bensínlítrinn kostar nú 302,80 krónur bensínstöð Olís í Hrauneyjum. Bensínverð hefur hækkað umtalsvert síðustu vikurnar, ekki síst í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu og hækkandi heimsmarkaðsverðs. Neytendur 9.3.2022 08:48 Leiðtogar Sádi Arabíu og Sameinuðu arabísku furstadæmana neita að ræða við Biden Leiðtogar Sádi Arabíu og Sameinuðu arabísku furstadæmana eru sagðir hafa neitað að eiga samtal við Joe Biden Bandaríkjaforseta á síðustu vikum á sama tíma og Biden og ráðamenn í Evrópu hafa leitað leiða til að draga úr gríðarlegri hækkun olíuverðs. Erlent 9.3.2022 06:29 Seðlabankinn í þröngri stöðu, gæti þurft að hækka vexti ofan í kreppuverðbólgu „Allir tapa á þessu ömurlega stríði Pútíns,“ segir Valdimar Ármann, forstöðumaður eignastýringar Arctica Finance, en efnahagshorfur beggja vegna Atlantshafsins eru orðnar mun dekkri en áður eftir að stríðsátökin í Úkraínu hófust fyrir tólf dögum síðan. Innherji 8.3.2022 17:09 Eiga von á að Biden banni innflutning á olíu frá Rússlandi Fastlega er gert ráð fyrir að innflutningsbann á jarðefnaeldsneyti frá Rússlandi verði hluti af næsta efnahagsþvinganapakka Bandaríkjastjórnar vegna innrásar Rússa í Úkraínu sem kynntur verður í dag. Blaðamannafundur Joe Biden Bandaríkjaforseta hefst klukkan 15:45. Erlent 8.3.2022 15:08 Olíuverð komið langt yfir afkomuspá Verð á þotueldsneyti er komið yfir það sem forsvarsmenn Icelandair gerðu ráð fyrir í afkomuspá. Þá verður félagið varnarlaust gagnvart sveiflum á eldsneytisverði þann 1. júlí. Viðskipti innlent 7.3.2022 20:59 „Mér þykir Íslendingar full fljótir að fara í kjarnorkubyrgin“ Rauður dagur var í kauphöllinni í dag. Hagfræðingur segir sérstakt að hækkandi olíuverð hafi meiri áhrif hér á landi en í löndum sem eru háð olíu Rússa og telur Íslendinga full fljóta í kjarnorkubyrgin. Viðskipti innlent 7.3.2022 20:00 Flugfélögin leiða lækkanir á eldrauðum markaði Það hefur verið rautt að litast um í kauphöllinni í morgun. Flugfélögin tvö, Icelandair og Play hafa lækkað mest. Viðskipti innlent 7.3.2022 10:21 Olíurisi gagnrýndur fyrir að kaupa mikið magn rússneskrar hráolíu Olíurisinn Shell hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir að kaupa mikið magn hráolíu frá Rússlandi á föstudaginn var. Olíuverð í heiminum hefur ekki verið hærra í mörg ár vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Viðskipti erlent 7.3.2022 07:36 Friðaðir fuglar drepast og ólíft í kringum skólann Íbúi á Suðureyri er óánægður með viðbrögðin við olíuleka sem varð á fimmtudag. Afla þurfti leyfis hjá lögreglu til að aflífa friðaða fugla - og það er að sögn íbúa ólíft í kringum grunnskólann og sundlaugina vegna lyktar. Innlent 6.3.2022 20:18 Íbúar bjarga biksvörtum fuglum eftir olíuleka á Suðureyri Íbúar á Suðureyri hafa þurft að taka til hendinni og bjarga fuglum sem hafa farið illa út úr þúsunda lítra olíuleka sem varð í bænum á fimmtudag. Innlent 6.3.2022 12:05 Íbúar hafa áhyggjur af „megnri olíulykt“ í kjölfar umhverfisslyss Klukkan tíu í gærkvöldi uppgötvaðist að niðurgrafinn olíutankur, sem staðsettur er í hlíðum Suðureyrar, væri farinn að leka. Innlent 5.3.2022 12:42 « ‹ 4 5 6 7 8 9 10 11 12 … 16 ›
Hefur engar áhyggjur af gagnrýni netverja á nýja lógóið Olís vinnur nú að því að skipta út gamalgrónu merki sínu, sem hannað var fyrir nær fimmtíu árum, fyrir nýtt. Framkvæmdastjórinn hefur engar áhyggjur af gagnrýni þeirra sem þegar eru byrjaðir að sakna gamla merkisins. Viðskipti innlent 5.5.2022 19:31
Olíufyrirtæki skila methagnaði í skugga verðhækkana Alþjóðlegir orkurisar hafa stórgrætt á umfangsmiklum hækkunum á mörkuðum fyrir gas og olíu að undanförnu og skiluðu mörg hver methagnaði á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Viðskipti erlent 5.5.2022 11:40
Orkan í Fellsmúla hættir að selja bensín Orkan hyggst breyta bensínstöðinni í Fellsmúla í hleðslustöð fyrir rafknúin ökutæki. Bensínstöð hefur verið á þessum stað í Fellsmúla frá árinu 1971 en stefnt er að því að ný hleðslustöð hefji þar starfsemi fyrir lok árs 2023. Innlent 12.4.2022 14:18
Aðeins 32 ára í forstjórastólinn og veltir milljörðum á ári Guðrún Ragna Garðarsdóttir varð forstjóri Atlantsolíu aðeins 32 ára gömul. Félagið veltir um sjö milljörðum á ári og þótt fyrirséðar séu breytingar í olíugeiranum vegna orkuskiptanna, er engan bilbug á Guðrúnu eða félaginu að finna. Atvinnulíf 11.4.2022 07:00
Hátt verðskilti Orkunnar á Nesinu féll Stærðarinnar skilti Orkunnar við Austurströnd á Seltjarnarnesi, sem sýndi lítraverðið á bensíni og dísil, fór á hliðina í hvassviðrinu sem gekk yfir suðvesturhornið í fyrrinótt. Innlent 7.4.2022 12:52
Lífeyrissjóðir minnka enn við sig í Skel en sjóðir Stefnis kaupa fyrir 700 milljónir Íslensku lífeyrissjóðirnir halda áfram að losa um stóran hluta bréfa sinna í Skel fjárfestingafélagi, sem áður hét Skeljungur, en Gildi og Lífsverk seldu samanlagt um þriggja prósenta eignarhlut í fyrirtækinu í síðasta mánuði. Á sama tíma komu tveir hlutabréfasjóðir í stýringu Stefnis nýir inn í hlutahafahóp Skel með kaupum á tæplega 2,2 prósenta hlut sem má ætla að þeir hafi greitt tæplega 700 milljónir fyrir. Innherji 4.4.2022 18:21
Olíuverð lækkaði töluvert við opnun markaða Olíuverð lækkaði töluvert við opnun markaða í Asíu í nótt. Þannig lækkaði Brent-hráolían um tæp fimm prósent og West Texas hráolíuvísitalan um tæp sex prósent. Viðskipti erlent 31.3.2022 07:07
Pólland ætlar að hætta notkun rússnesks jarðefnaeldsneytis Pólverjar hyggjast hætta öllum innflutningi á olíu frá Rússlandi fyrir lok þessa árs. Þetta tilkynnti Mateusz Morawiecki, forsætisráðherra landsins í morgun. Hann sagði stjórnvöld nú þegar hafa tekið skref til að draga úr notkun á rússneskri olíu. Erlent 30.3.2022 08:55
Gera ráð fyrir 40% hærra olíuverði árið 2022 Í fjármálaáætlun fyrir árin 2023 til 2027 kemur fram að samkvæmt grunnspá sé gert ráð fyrir að olíuverð í ár verði að meðaltali um 40% hærra en í fyrra. Viðskipti innlent 29.3.2022 11:45
Olíuverð lækkar vegna Covid-takmarkana í Sjanghæ Töluverðar lækkanir urðu á olíuverði á Asíumörkuðum við opnun þeirra í nótt og er lækkunin rakin til þeirrar ákvörðunar kínverskra stjórnvalda að setja útgöngubann í stórborginni Sjanghæ. Viðskipti erlent 28.3.2022 07:45
Icelandair hækkar farmiðaverð 1. apríl Sérstakt eldsneytisálag, sem er hluti af farmiðaverði Icelandair, verður hækkað frá og með 1. apríl. Hækkar það úr 5.100 krónum í 6.900 krónur þegar flogið er til Evrópu og úr 8.900 í 12.300 krónur fyrir þegar flogið er til áfangastaða í Norður-Ameríku. Neytendur 25.3.2022 14:49
Fjármálaráðherra útilokar ekki inngrip haldi miklar eldsneytishækkanir áfram Fjármálaráðherra útilokar ekki að ríkið lækki tímabundið álögur á eldsneytisverð fari verð þess upp í hæstu hæðir. Það sé hins vegar ekki verið að horfa til þeirra leiðar nú til að ná verðbólgunni niður. Heldur fyrst og fremst sértækra aðgerða fyrir tekjulægstu hópa samfélagsins. Neytendur 19.3.2022 13:36
Play tekur upp olíugjald á miðaverð vegna hækkana Flugfélagið Play mun taka upp sérstakt olíugjald á miðaverð eftir helgi til þess að mæta miklum hækkunum á eldsneytisverði. Félagið skilaði nærri þriggja milljarða króna tapi á síðasta ári - sem forstjórinn segir engan veginn til marks um skipsbrot. Viðskipti innlent 17.3.2022 11:37
Afsakanir fyrir aðgerðaleysi Það má aldrei nota loftslagsmálin og loftslagsmarkmið sem afsökun fyrir því að skilja eftir fólk í viðkvæmri stöðu. Skoðun 15.3.2022 15:00
Orkuöryggi á ófriðartímum Því miður þarf oft alvöru átök til að vekja fólk þegar kemur að orkuöryggismálum þjóða. Sagan hefur samt margoft sýnt okkur að jarðefnaeldsneyti er ekki alltaf friðsælasta orkan sem völ er á. Hvað olíu varðar er ástæðan ósköp einföld, öll ríki þurfa olíu en aðeins örfá ríki framleiða olíu. Þetta eitt og sér skapar valdaójafnvægi sem oft hefur valdið titringi á alþjóðasviðinu. Skoðun 11.3.2022 16:01
Hrávörustríðið – ný tegund heimsstyrjaldar Innrásin í Úkraínu hefur veruleg áhrif á hrávöru, flutning á henni og hendur til að vinna hrávöru úr jörðu. Grunnur átakanna á svæðinu er beintengdur hagsmunum Rússa er kemur að hrávöru. Skoðun 11.3.2022 10:00
Eldsneytisverð muni sveiflast mikið á næstu vikum Framkvæmdastjóri N1 telur líklegt að miklar sveiflur verði í eldsneytisverði á næstu dögum og vikum. Bensínverð fór yfir 300 krónur á lítrann í dag hjá flestum stöðvum á höfuðborgarsvæðinu og annars staðar á landinu. Neytendur 9.3.2022 18:01
Viðlíka verðhækkun í Evrópu ekki sést í manna minnum „Þetta er auðvitað skelfileg verðþróun. Við sjáum það bara að á tíu dögum hefur verðið hækkað um 20 kr. til neytenda á útsölustöðum og það sér ekki endilega fyrir endann á þessu þannig að við vitum ekki hvað morgundagurinn ber í skauti sér.“ Innlent 9.3.2022 13:17
300 króna múrinn rofinn á höfuðborgarsvæðinu og víðar N1 hefur hækkað verð á bensínlítranum um sex krónur og er verðið nú komið í 303,90 krónur á flestum stöðvum félagsins á höfuðborgarsvæðinu og annars staðar á landinu. Dísillítrinn kostar nú víðast 300,90 krónur hjá N1 og hefur hækkað um heilar tíu krónur milli daga. Neytendur 9.3.2022 10:14
Bensínlítrinn kominn yfir 300 krónur á einni bensínstöð Olís Bensínlítrinn kostar nú 302,80 krónur bensínstöð Olís í Hrauneyjum. Bensínverð hefur hækkað umtalsvert síðustu vikurnar, ekki síst í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu og hækkandi heimsmarkaðsverðs. Neytendur 9.3.2022 08:48
Leiðtogar Sádi Arabíu og Sameinuðu arabísku furstadæmana neita að ræða við Biden Leiðtogar Sádi Arabíu og Sameinuðu arabísku furstadæmana eru sagðir hafa neitað að eiga samtal við Joe Biden Bandaríkjaforseta á síðustu vikum á sama tíma og Biden og ráðamenn í Evrópu hafa leitað leiða til að draga úr gríðarlegri hækkun olíuverðs. Erlent 9.3.2022 06:29
Seðlabankinn í þröngri stöðu, gæti þurft að hækka vexti ofan í kreppuverðbólgu „Allir tapa á þessu ömurlega stríði Pútíns,“ segir Valdimar Ármann, forstöðumaður eignastýringar Arctica Finance, en efnahagshorfur beggja vegna Atlantshafsins eru orðnar mun dekkri en áður eftir að stríðsátökin í Úkraínu hófust fyrir tólf dögum síðan. Innherji 8.3.2022 17:09
Eiga von á að Biden banni innflutning á olíu frá Rússlandi Fastlega er gert ráð fyrir að innflutningsbann á jarðefnaeldsneyti frá Rússlandi verði hluti af næsta efnahagsþvinganapakka Bandaríkjastjórnar vegna innrásar Rússa í Úkraínu sem kynntur verður í dag. Blaðamannafundur Joe Biden Bandaríkjaforseta hefst klukkan 15:45. Erlent 8.3.2022 15:08
Olíuverð komið langt yfir afkomuspá Verð á þotueldsneyti er komið yfir það sem forsvarsmenn Icelandair gerðu ráð fyrir í afkomuspá. Þá verður félagið varnarlaust gagnvart sveiflum á eldsneytisverði þann 1. júlí. Viðskipti innlent 7.3.2022 20:59
„Mér þykir Íslendingar full fljótir að fara í kjarnorkubyrgin“ Rauður dagur var í kauphöllinni í dag. Hagfræðingur segir sérstakt að hækkandi olíuverð hafi meiri áhrif hér á landi en í löndum sem eru háð olíu Rússa og telur Íslendinga full fljóta í kjarnorkubyrgin. Viðskipti innlent 7.3.2022 20:00
Flugfélögin leiða lækkanir á eldrauðum markaði Það hefur verið rautt að litast um í kauphöllinni í morgun. Flugfélögin tvö, Icelandair og Play hafa lækkað mest. Viðskipti innlent 7.3.2022 10:21
Olíurisi gagnrýndur fyrir að kaupa mikið magn rússneskrar hráolíu Olíurisinn Shell hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir að kaupa mikið magn hráolíu frá Rússlandi á föstudaginn var. Olíuverð í heiminum hefur ekki verið hærra í mörg ár vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Viðskipti erlent 7.3.2022 07:36
Friðaðir fuglar drepast og ólíft í kringum skólann Íbúi á Suðureyri er óánægður með viðbrögðin við olíuleka sem varð á fimmtudag. Afla þurfti leyfis hjá lögreglu til að aflífa friðaða fugla - og það er að sögn íbúa ólíft í kringum grunnskólann og sundlaugina vegna lyktar. Innlent 6.3.2022 20:18
Íbúar bjarga biksvörtum fuglum eftir olíuleka á Suðureyri Íbúar á Suðureyri hafa þurft að taka til hendinni og bjarga fuglum sem hafa farið illa út úr þúsunda lítra olíuleka sem varð í bænum á fimmtudag. Innlent 6.3.2022 12:05
Íbúar hafa áhyggjur af „megnri olíulykt“ í kjölfar umhverfisslyss Klukkan tíu í gærkvöldi uppgötvaðist að niðurgrafinn olíutankur, sem staðsettur er í hlíðum Suðureyrar, væri farinn að leka. Innlent 5.3.2022 12:42