Áfengi og tóbak

Fréttamynd

Sama hvað þú kýst

Þann áttunda maí í fyrra hóf fyrsta frjálsa netverslun landsins með áfengi starfsemi sína og hafa neytendur notið ávinnings af hagstæðara vöruverði síðan þá. Netverslunin færir íslenskum neytendum milliliðalaus viðskipti með vín og bjór á heildsölustigi. Þannig fá neytendur gjarnan fjórðu bjórkippuna frítt í frelsinu en helsið hyglar tjah…einhverjum öðrum.

Skoðun
Fréttamynd

Burt með rafrettur og munntóbak

Öllum sem láta sig forvarnir einhverju skipta hlýtur að svíða það andvaraleysi sem ríkir meðal stjórnvalda vegna sívaxandi notkunar á rafrettum (weip) eða munntóbaki meðal íslenskra ungmenna. Líklega væri rétt að tala um þetta sem faraldur og þetta mun hafa alvarlegar afleiðingar fyrir heilsu ungmenna í framtíðinni.

Skoðun
Fréttamynd

Átta létust eftir landa­drykkju

Átta létust í írönsku borginni Bandar Abbas eftir að hafa drukkið heimabruggað áfengi. Minnst 51 til viðbótar gekkst undir læknishendur vegna áfengiseitrunar og sautján þeirra liggja á gjörgæslu. 

Erlent
Fréttamynd

„Sigríður, þetta er dálítið ljótt“

Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, segir að stríðinu gegn fíkniefnum hafi verið tapað um allan heim - og að fara þurfi nýjar leiðir - en að fyrirliggjandi hugmyndir um afglæpavæðingu neysluskammta séu ekki leiðin út úr núverandi vanda.

Innlent
Fréttamynd

Af hverju?

Nýlega rann út umsagnarfrestur um frumvarp til laga sem snýr að því að taka af allan vafa um að netverslun með áfengi sé heimil hér á landi. Eins og títt er um fréttir hér á landi hefur stuttlega verið sagt frá skoðunum hinna ýmsu aðila en því miður er aldrei spurt nánar út í þau álit t.d. með framhaldsspurningu á borð við ,,af hverju?”

Skoðun
Fréttamynd

Haukur Heiðar yfir til Borgar

Haukur Heiðar Leifsson hefur verið ráðinn til starfa hjá Borg Brugghúsi. Haukur er mikill áfengissérfræðingur, hefur verið áberandi í íslenskri áfengismenningu og haldið úti umfjöllun um áfengi. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Talsmenn hafta hverfa jafnan á öskuhauga sögunnar

Almenningur hér á landi þarf auðvitað ekkert á milligöngu Hafdísar eða hennar líkum að halda vegna kaupa á áfengi eða annarri matvöru. Þeir sem hafa hag af helsinu þurfa hins vegar á henni að halda og vita sem er að „það er bara best að kjósa framsókn“.

Umræðan
Fréttamynd

Netverslunarfrumvarp Hildar flaug í gegnum fyrstu umræðu í þinginu

Hildur Sverrisdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, mælti fyrir umdeildu lagafrumvarpi um netverslun með áfengi í kvöld sem var svo ekkert deilt um. Frumvarpið heimilar netverslun með áfengi. Málið fer nú fyrir allsherjar- og menntamálanefnd. Von Hildar stendur til þess að loksins muni mál tengt auknu frelsi með áfengi ekki daga uppi í nefnd.

Innherji
Fréttamynd

Sunnudagarnir þurfa ekki að vera santé

Þann 1. mars sl. á 33 ára afmæli bjórsins á Íslandi skrifaði Arnar Sigurðsson, vínkaupmaður áhugaverða grein á svæði Innherja á Vísi.is þar sem hann hefur tekið að sér hlutverk sagnfræðings og rekur sögu verslunar á Íslandi. 

Skoðun
Fréttamynd

Al­sæla finnist í kampa­víni

Matvælastofnun hafa borist upplýsingar um tilvik þar sem kampavíni hefur verið skipt út fyrir vímuefnið alsælu eða MDMA í þriggja lítra flöskum merktum Moét & Chandon Ice Imperial. Einn hefur látist við að drekka úr slíkri flösku en kampavínið er ekki selt hér á landi.

Innlent