Persónuvernd Sekta Hörpu eftir að hafa krafið miðakaupanda um kennitölu Persónuvernd hefur sektað Hörpu um eina milljón króna í máli þar sem kvartað var yfir söfnun upplýsinga um kennitölu og fæðingardag einstaklings í tengslum við rafræn kaup hans á aðgöngumiða. Viðskipti innlent 15.3.2022 07:42 Karen í Kópavogi kærð til Persónuverndar Karen Elísabet Halldórsdóttir, sem sækist eftir því að leiða Sjálfstæðisflokkinn í Kópavogi, hefur verið kærð af trúnaðarmanni innan flokksins til Persónuverndar vegna dreifingar á gögnum um nefndan trúnaðarmann. Innlent 11.3.2022 08:00 Þvertekur fyrir að nokkuð hafi gerst milli bréfasendinganna Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra þvertekur fyrir að afstaða hennar í máli Persónuverndar og Íslenskrar erfðagreiningar hafi breyst milli tveggja bréfa sem hún sendi forstjóranum Kára Stefánssyni. Þá telur hún ekki óeðlilegt að hún hafi tjáð sig um úrskurð Persónunefndar með þeim hætti sem hún gerði. Innlent 9.2.2022 12:42 Vinnsla Sjóvá á persónuupplýsingum ekki í samræmi við lög Vinnsla tryggingafélagsins Sjóvá á persónuupplýsingum í tengslum við uppgjör bótakröfu vegna umferðarslyss samrýmdist ekki ákvæðum persónuverndarlaga. Þetta er niðurstaða Persónuverndar en brotið varðar ákvæði um fræðsluskyldu og gagnsæi um aðkomu vinnsluaðila persónuupplýsinga. Viðskipti innlent 2.2.2022 15:43 Óvinurinn Persónuvernd Í dag er alþjóðlegur persónuverndardagur. Í persónuvernd felst að farið sé með upplýsingar einstaklinga í samræmi við rétt þeirra til friðhelgi einkalífs. Skoðun 28.1.2022 19:31 Bannað að nota Google Analytics á vefsíðum sínum Austurríska persónuverndarstofnunin hefur komist að þeirri niðurstöðu að fyrirtækjum þar í landi sé óheimilt að nota greiningarvél Google (e. Google Analytics) á vefsíðum sínum. Viðskipti erlent 28.1.2022 10:58 Svar til stjórnar Persónuverndar Íslenskri erfðagreiningu (ÍE) barst bréf frá ykkur þann 13. janúar 2022 þar sem þið mótmælið þeirri staðhæfingu minni að þið hafið ákvarðað að ÍE hafi brotið lög við skimun eftir mótefnum gegn SARS—CoV-2 veirunni í apríl 2020. Skoðun 14.1.2022 10:47 „Þetta er gjörsamlega út í hött“ Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, er alls ekki sáttur við svar stjórnar Persónuverndar sem stofnunin sendi Íslenskri erfðagreiningu fyrr í dag. Hann segir Persónuvernd hafa sýnt ómældan sóðaskap og hyggst leita til dómstóla. Innlent 13.1.2022 18:28 Persónuvernd svarar Kára Stjórn Persónuverndar hefur birt bréf sem hún sendi í dag á Íslenska erfðagreiningu, vegna ummæla Kára Stefánssonar, forstjóra fyrirtækisins um ákvörðun Persónuverndar sem Kári hefur gagnrýnt mjög. Innlent 13.1.2022 12:52 Veittu manni óleyfilegan aðgang að bankareikningum Landsbankinn braut í bága við lög um persónuvernd þegar faðir fékk sjálfkrafa áframhaldandi lesaðgang að tveimur bankareikningum dóttur sinnar eftir að hún varð sjálfráða. Viðskipti innlent 12.1.2022 14:59 Netþrjótarnir náðu afriti af Þjóðskrá frá Strætó Netþrjótar, sem réðust inn í tölvukerfi Strætó í lok desember, komust yfir afrit af upplýsingum úr Þjóðskrá og kennitöluskrá þegar þeir brutust inn í kerfið. Þrjótarnir hafa krafið Strætó um greiðslu og hótað að leka gögnunum verði Strætó ekki við kröfunum. Innlent 11.1.2022 20:47 LRH hættir ekki á Facebook Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu ætlar ekki að hætta á Facebook. Þessi í stað hefur verið ákveðið að óska ekki eftir upplýsingum frá almenningi í gegnum einkaskilaboð á samfélagsmiðlinum. Persónuvernd gerði í fyrra athugasemd við notkun lögregluembætta á Facebook. Innlent 11.1.2022 20:04 Facebook og Google sektuð um 210 milljónir evra Frakkar hafa sektað fyrirtækin Google og Facebook um 210 milljónir evra, eða rúma þrjátíu milljarða íslenskra króna, fyrir að hafa gert notendum erfiðara fyrir að hafna svokölluðum vefkökum. Þar með hafi fyrirtækin lagt stein í götu þeirra notenda, sem ekki vilja að fyrirtækin geti skoðað „net-vafur“ þeirra. Viðskipti erlent 6.1.2022 20:45 „Það er þetta sem gerist þegar illa gefinn maður les flókinn texta“ Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar (ÍE), hefur dregið til baka fyrri ummæli sín um að ríkisstjórnin hafi ekki sýnt fyrirtækinu neinn stuðning í deilunni við Persónuvernd. Hann segir að sú túlkun hafi byggt á misskilningi. Innlent 5.1.2022 12:59 Segist hafa fengið „innihaldslaust“ bréf frá Katrínu Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir að svarbréf Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra við opnu bréfi Kára, þar sem hann óskaði eftir stuðningi ríkisstjórnar vegna deilna Persónuverndar og ÍE, hafi verið innihaldslaust og í því hafi ekki falist neinn stuðningur. Innlent 5.1.2022 07:39 Fer fram á að ríkisstjórnin fordæmi ákvörðun Persónuverndar Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar fer fram á það fyrir hönd fyrirtækisins að ríkisstjórnin lýsi vanþóknun sinni á þeirri ákvörðun Persónuverndar að Íslensk erfðagreining hafi brotið lög með mótefnamælingunum og heiti því að vernda fyrirtækið meðan það leitar réttar síns fyrir dómstólum. Innlent 27.12.2021 19:48 Opið bréf til Ríkisstjórnar Íslands frá Kára Stefánssyni forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar Dagana sjötta og sjöunda apríl árið 2020 var COVID-19 farsóttin okkur í alla staði ógnvekjandi ráðgáta. Á stundum leit hún að vísu út eins og vopn sem guðirnir væru að nota til þess að refsa dýrategund okkar fyrir sóðaskap hennar. Skoðun 27.12.2021 19:31 Ákvörðun Persónuverndar hafi áhrif á skólastarf um land allt Reykjavíkurborg telur að ákvörðun Persónuverndar, sem varðar innleiðingu á upplýsingakerfinu Seesaw, muni hafa áhrif á skólastarf víða um land. Reykjavíkurborg leggur nú mat á réttarstöðu sína. Innlent 18.12.2021 14:59 Facebook-skrifum Sigurðar G. um Þórhildi Gyðu vísað frá úrskurðarnefnd Úrskurðarnefnd lögmanna hefur vísað kvörtun Þórhildar Gyðu Arnarsdóttur vegna skrifa hæstaréttarlögmannsins Sigurðar G. Guðnasonar á Facebook frá nefndinni. Innlent 15.12.2021 19:08 Grindr fær risasekt í Noregi Norska persónuverndarstofnunin Datatilsynet hefur sektað eigendur stefnumótusmáforritsins Grindr um 65 milljónir norskra króna, tæplega milljarð íslenskra króna Um er að ræða hæstu sekt sem stofnunin hefur beitt til þessa. Viðskipti erlent 15.12.2021 15:33 Hætt að senda nýju vegabréfin heim í pósti Frá áramótum mun Þjóðskrá hætta að senda nýútgefin vegabréf heim til fólks í pósti og þarf þess í stað að sækja þau á skrifstofur sýslumannsembætta eða til Þjóðskrár. Innlent 15.12.2021 07:48 Undirbúa málsókn en eru enn að raðgreina sýni Íslensk erfðagreining er nú að undirbúa málsókn vegna ákvörðunar Persónuverndar frá því í síðustu viku þar sem fram kom að fyrirtækið hafi brotið persónuverndarlög. Þá er aðkoma fyrirtækisins að raðgreiningu sýna vegna Covid-19 til skoðunar. Innlent 6.12.2021 16:24 Lögfræðingar virðuleg stétt en skilja ekki vísindarannsóknir Það hefur alvarlegar afleiðingar fyrir Íslenska erfðagreiningu að sögn Kára Stefánssonar ef úrskurður Persónuverndar um að fyrirtækið hafi brotið lög stendur. Sóttvarnalæknir segir úrskurðinn ekki breyta viðhorfi hans til fyrirtækisins. Innlent 3.12.2021 19:13 Íhuga að hætta raðgreiningu vegna úrskurðar Persónuverndar Forsvarsmenn Íslenskrar erfðagreiningar segja fyrirtækið ekki hafa framið glæp með þjónustu þess við íslensk heilbrigðisyfirvöld í faraldri kórónuveirunnar. Fyrirtækið mun reyna að fá ákvörðun Persónuverndar frá því fyrr í vikunni hnekkt fyrir dómstólum. Innlent 3.12.2021 15:39 Segja Vinnumálastofnun tvívegis hafa deilt netföngum skjólstæðinga í fjölpóstum Vinnumálastofnun virðist tvívegis á þessu ári hafa deilt tölvupóstföngum skjólstæðinga sinna í fjölpóstum. Fyrra atvikið átti sér stað í júní en þá var um að ræða póst sem varðaði endurupptöku umsókna um greiðslur í sóttkví. Innlent 1.12.2021 06:54 Sekta hvorki LSH né ÍE fyrir brot á persónuvernd í tengslum við Covid-rannsókn Vinnsla Landspítalans (LSH) og Íslenskrar erfðagreiningar (ÍE) á persónuupplýsingum í tengslum við rannsókn þeirra á Covid-19 samrýmdist ekki persónuverndarlögum. Innlent 29.11.2021 14:02 Friðhelgi bólusettra Í vikunni bárust fréttir af þeirri ráðstöfun Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur að kalla eftir bólusetningarvottorði frá þeim sem ætla að koma inn í úthlutunarstöð nefndarinnar. Skoðun 26.11.2021 14:00 YAY-arar segjast steinhissa á niðurstöðu Persónuverndar Framkvæmdastjóri stafræna gjafakortasmáforritsins YAY segir erfitt að una við niðurstöðu Persónuverndar sem sekaði fyrirtækið um fjórar milljónir króna vegna vinnslu persónuupplýsinga í tengslum við ferðagjöf stjórnvalda. Viðskipti innlent 25.11.2021 15:16 Hægt að komast í myndavél, hljóðnema og dagatal í tengslum við ferðagjöf Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið og fyrirtækið YAY brutu flest mikilvægustu ákvæði persónuverndarlaga á alvarlegan hátt í tengslum við ferðagjöf stjórnvalda að sögn forstjóra Persónuverndar. Innlent 25.11.2021 12:20 Persónuvernd sektar ráðuneyti og YAY um milljónir vegna Ferðagjafarinnar Persónuvernd hefur sektað atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið um 7,5 milljónir króna og fyrirtækið YAY um fjórar milljónir króna vegna vinnslu persónuupplýsinga í tengslum við ferðagjöf stjórnvalda. Viðskipti innlent 25.11.2021 10:29 « ‹ 2 3 4 5 6 7 8 9 10 … 12 ›
Sekta Hörpu eftir að hafa krafið miðakaupanda um kennitölu Persónuvernd hefur sektað Hörpu um eina milljón króna í máli þar sem kvartað var yfir söfnun upplýsinga um kennitölu og fæðingardag einstaklings í tengslum við rafræn kaup hans á aðgöngumiða. Viðskipti innlent 15.3.2022 07:42
Karen í Kópavogi kærð til Persónuverndar Karen Elísabet Halldórsdóttir, sem sækist eftir því að leiða Sjálfstæðisflokkinn í Kópavogi, hefur verið kærð af trúnaðarmanni innan flokksins til Persónuverndar vegna dreifingar á gögnum um nefndan trúnaðarmann. Innlent 11.3.2022 08:00
Þvertekur fyrir að nokkuð hafi gerst milli bréfasendinganna Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra þvertekur fyrir að afstaða hennar í máli Persónuverndar og Íslenskrar erfðagreiningar hafi breyst milli tveggja bréfa sem hún sendi forstjóranum Kára Stefánssyni. Þá telur hún ekki óeðlilegt að hún hafi tjáð sig um úrskurð Persónunefndar með þeim hætti sem hún gerði. Innlent 9.2.2022 12:42
Vinnsla Sjóvá á persónuupplýsingum ekki í samræmi við lög Vinnsla tryggingafélagsins Sjóvá á persónuupplýsingum í tengslum við uppgjör bótakröfu vegna umferðarslyss samrýmdist ekki ákvæðum persónuverndarlaga. Þetta er niðurstaða Persónuverndar en brotið varðar ákvæði um fræðsluskyldu og gagnsæi um aðkomu vinnsluaðila persónuupplýsinga. Viðskipti innlent 2.2.2022 15:43
Óvinurinn Persónuvernd Í dag er alþjóðlegur persónuverndardagur. Í persónuvernd felst að farið sé með upplýsingar einstaklinga í samræmi við rétt þeirra til friðhelgi einkalífs. Skoðun 28.1.2022 19:31
Bannað að nota Google Analytics á vefsíðum sínum Austurríska persónuverndarstofnunin hefur komist að þeirri niðurstöðu að fyrirtækjum þar í landi sé óheimilt að nota greiningarvél Google (e. Google Analytics) á vefsíðum sínum. Viðskipti erlent 28.1.2022 10:58
Svar til stjórnar Persónuverndar Íslenskri erfðagreiningu (ÍE) barst bréf frá ykkur þann 13. janúar 2022 þar sem þið mótmælið þeirri staðhæfingu minni að þið hafið ákvarðað að ÍE hafi brotið lög við skimun eftir mótefnum gegn SARS—CoV-2 veirunni í apríl 2020. Skoðun 14.1.2022 10:47
„Þetta er gjörsamlega út í hött“ Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, er alls ekki sáttur við svar stjórnar Persónuverndar sem stofnunin sendi Íslenskri erfðagreiningu fyrr í dag. Hann segir Persónuvernd hafa sýnt ómældan sóðaskap og hyggst leita til dómstóla. Innlent 13.1.2022 18:28
Persónuvernd svarar Kára Stjórn Persónuverndar hefur birt bréf sem hún sendi í dag á Íslenska erfðagreiningu, vegna ummæla Kára Stefánssonar, forstjóra fyrirtækisins um ákvörðun Persónuverndar sem Kári hefur gagnrýnt mjög. Innlent 13.1.2022 12:52
Veittu manni óleyfilegan aðgang að bankareikningum Landsbankinn braut í bága við lög um persónuvernd þegar faðir fékk sjálfkrafa áframhaldandi lesaðgang að tveimur bankareikningum dóttur sinnar eftir að hún varð sjálfráða. Viðskipti innlent 12.1.2022 14:59
Netþrjótarnir náðu afriti af Þjóðskrá frá Strætó Netþrjótar, sem réðust inn í tölvukerfi Strætó í lok desember, komust yfir afrit af upplýsingum úr Þjóðskrá og kennitöluskrá þegar þeir brutust inn í kerfið. Þrjótarnir hafa krafið Strætó um greiðslu og hótað að leka gögnunum verði Strætó ekki við kröfunum. Innlent 11.1.2022 20:47
LRH hættir ekki á Facebook Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu ætlar ekki að hætta á Facebook. Þessi í stað hefur verið ákveðið að óska ekki eftir upplýsingum frá almenningi í gegnum einkaskilaboð á samfélagsmiðlinum. Persónuvernd gerði í fyrra athugasemd við notkun lögregluembætta á Facebook. Innlent 11.1.2022 20:04
Facebook og Google sektuð um 210 milljónir evra Frakkar hafa sektað fyrirtækin Google og Facebook um 210 milljónir evra, eða rúma þrjátíu milljarða íslenskra króna, fyrir að hafa gert notendum erfiðara fyrir að hafna svokölluðum vefkökum. Þar með hafi fyrirtækin lagt stein í götu þeirra notenda, sem ekki vilja að fyrirtækin geti skoðað „net-vafur“ þeirra. Viðskipti erlent 6.1.2022 20:45
„Það er þetta sem gerist þegar illa gefinn maður les flókinn texta“ Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar (ÍE), hefur dregið til baka fyrri ummæli sín um að ríkisstjórnin hafi ekki sýnt fyrirtækinu neinn stuðning í deilunni við Persónuvernd. Hann segir að sú túlkun hafi byggt á misskilningi. Innlent 5.1.2022 12:59
Segist hafa fengið „innihaldslaust“ bréf frá Katrínu Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir að svarbréf Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra við opnu bréfi Kára, þar sem hann óskaði eftir stuðningi ríkisstjórnar vegna deilna Persónuverndar og ÍE, hafi verið innihaldslaust og í því hafi ekki falist neinn stuðningur. Innlent 5.1.2022 07:39
Fer fram á að ríkisstjórnin fordæmi ákvörðun Persónuverndar Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar fer fram á það fyrir hönd fyrirtækisins að ríkisstjórnin lýsi vanþóknun sinni á þeirri ákvörðun Persónuverndar að Íslensk erfðagreining hafi brotið lög með mótefnamælingunum og heiti því að vernda fyrirtækið meðan það leitar réttar síns fyrir dómstólum. Innlent 27.12.2021 19:48
Opið bréf til Ríkisstjórnar Íslands frá Kára Stefánssyni forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar Dagana sjötta og sjöunda apríl árið 2020 var COVID-19 farsóttin okkur í alla staði ógnvekjandi ráðgáta. Á stundum leit hún að vísu út eins og vopn sem guðirnir væru að nota til þess að refsa dýrategund okkar fyrir sóðaskap hennar. Skoðun 27.12.2021 19:31
Ákvörðun Persónuverndar hafi áhrif á skólastarf um land allt Reykjavíkurborg telur að ákvörðun Persónuverndar, sem varðar innleiðingu á upplýsingakerfinu Seesaw, muni hafa áhrif á skólastarf víða um land. Reykjavíkurborg leggur nú mat á réttarstöðu sína. Innlent 18.12.2021 14:59
Facebook-skrifum Sigurðar G. um Þórhildi Gyðu vísað frá úrskurðarnefnd Úrskurðarnefnd lögmanna hefur vísað kvörtun Þórhildar Gyðu Arnarsdóttur vegna skrifa hæstaréttarlögmannsins Sigurðar G. Guðnasonar á Facebook frá nefndinni. Innlent 15.12.2021 19:08
Grindr fær risasekt í Noregi Norska persónuverndarstofnunin Datatilsynet hefur sektað eigendur stefnumótusmáforritsins Grindr um 65 milljónir norskra króna, tæplega milljarð íslenskra króna Um er að ræða hæstu sekt sem stofnunin hefur beitt til þessa. Viðskipti erlent 15.12.2021 15:33
Hætt að senda nýju vegabréfin heim í pósti Frá áramótum mun Þjóðskrá hætta að senda nýútgefin vegabréf heim til fólks í pósti og þarf þess í stað að sækja þau á skrifstofur sýslumannsembætta eða til Þjóðskrár. Innlent 15.12.2021 07:48
Undirbúa málsókn en eru enn að raðgreina sýni Íslensk erfðagreining er nú að undirbúa málsókn vegna ákvörðunar Persónuverndar frá því í síðustu viku þar sem fram kom að fyrirtækið hafi brotið persónuverndarlög. Þá er aðkoma fyrirtækisins að raðgreiningu sýna vegna Covid-19 til skoðunar. Innlent 6.12.2021 16:24
Lögfræðingar virðuleg stétt en skilja ekki vísindarannsóknir Það hefur alvarlegar afleiðingar fyrir Íslenska erfðagreiningu að sögn Kára Stefánssonar ef úrskurður Persónuverndar um að fyrirtækið hafi brotið lög stendur. Sóttvarnalæknir segir úrskurðinn ekki breyta viðhorfi hans til fyrirtækisins. Innlent 3.12.2021 19:13
Íhuga að hætta raðgreiningu vegna úrskurðar Persónuverndar Forsvarsmenn Íslenskrar erfðagreiningar segja fyrirtækið ekki hafa framið glæp með þjónustu þess við íslensk heilbrigðisyfirvöld í faraldri kórónuveirunnar. Fyrirtækið mun reyna að fá ákvörðun Persónuverndar frá því fyrr í vikunni hnekkt fyrir dómstólum. Innlent 3.12.2021 15:39
Segja Vinnumálastofnun tvívegis hafa deilt netföngum skjólstæðinga í fjölpóstum Vinnumálastofnun virðist tvívegis á þessu ári hafa deilt tölvupóstföngum skjólstæðinga sinna í fjölpóstum. Fyrra atvikið átti sér stað í júní en þá var um að ræða póst sem varðaði endurupptöku umsókna um greiðslur í sóttkví. Innlent 1.12.2021 06:54
Sekta hvorki LSH né ÍE fyrir brot á persónuvernd í tengslum við Covid-rannsókn Vinnsla Landspítalans (LSH) og Íslenskrar erfðagreiningar (ÍE) á persónuupplýsingum í tengslum við rannsókn þeirra á Covid-19 samrýmdist ekki persónuverndarlögum. Innlent 29.11.2021 14:02
Friðhelgi bólusettra Í vikunni bárust fréttir af þeirri ráðstöfun Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur að kalla eftir bólusetningarvottorði frá þeim sem ætla að koma inn í úthlutunarstöð nefndarinnar. Skoðun 26.11.2021 14:00
YAY-arar segjast steinhissa á niðurstöðu Persónuverndar Framkvæmdastjóri stafræna gjafakortasmáforritsins YAY segir erfitt að una við niðurstöðu Persónuverndar sem sekaði fyrirtækið um fjórar milljónir króna vegna vinnslu persónuupplýsinga í tengslum við ferðagjöf stjórnvalda. Viðskipti innlent 25.11.2021 15:16
Hægt að komast í myndavél, hljóðnema og dagatal í tengslum við ferðagjöf Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið og fyrirtækið YAY brutu flest mikilvægustu ákvæði persónuverndarlaga á alvarlegan hátt í tengslum við ferðagjöf stjórnvalda að sögn forstjóra Persónuverndar. Innlent 25.11.2021 12:20
Persónuvernd sektar ráðuneyti og YAY um milljónir vegna Ferðagjafarinnar Persónuvernd hefur sektað atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið um 7,5 milljónir króna og fyrirtækið YAY um fjórar milljónir króna vegna vinnslu persónuupplýsinga í tengslum við ferðagjöf stjórnvalda. Viðskipti innlent 25.11.2021 10:29