Utanríkismál

Fréttamynd

„Enginn að æpa og enginn að spyrja spurninga“

Utanríkisráðherrar Bandaríkjanna og Rússlands héldu hvor um sig stutta tölu fyrir sögulegan fund ráðherranna í Hörpu í kvöld, þar sem þeir fjölluðu um tengsl stórveldanna. Eftir framsögu þeirra héldu þeir áfram lokuðum fundarhöldum.

Innlent
Fréttamynd

Mót­­mæla stefnu stór­veldanna á meðan ráðherrarnir funda

Á meðan utan­ríkis­ráð­herrar Rúss­lands og Banda­ríkjanna, Sergei Lavrov og Antony Blin­ken, funda í Hörpu munu mót­mæli fara fram fyrir utan bygginguna á vegum Sam­taka hernaðar­and­stæðinga. Ýmis fé­laga­sam­tök hafa í dag sent frá sér á­skorun til stór­veldanna um að láta af and­stöðu sinni við sátt­mála Sam­einuðu þjóðanna um bann við kjarn­orku­vopnum og undir­rita hann sem fyrst.

Innlent
Fréttamynd

Þjóðargersemar þurfi að skila sér heim

Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands segir Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna hafa haft gaman af því að fara yfir sameiginlega sögu Íslands og Bandaríkjanna á fundi þeirra í Hörpu í dag. Sagnfræðingurinn Guðni færði ráðherranum bókagjöf; bók eftir sjálfan sig.

Innlent
Fréttamynd

Katrín: Mikil valdabarátta í aðdraganda fundarins

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist merkja mikla valdabaráttu í aðdraganda fundar Norðurskautsráðsins á morgun. Þjóðirnar séu að marka sér stöðu. Þetta sagði Katrín í viðtali við fréttastofu að loknum fundi hennar með Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna.

Innlent
Fréttamynd

Styðja ekki yfirlýsingar sem séu ekki vænlegar til árangurs

Átökin fyrir botni Miðjarðarhafs komu sannarlega við sögu á blaðamannafundi utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Íslands í Hörpu í dag. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna hafnar því að þjóð hans standi í vegi fyrir að friði verði komið á. Bandaríkin styðji þó ekki aðgerðir sem ekki séu vænlegar til árangurs.

Innlent
Fréttamynd

Tekið á móti Blinken með Palestínufánum

Hópur fólks er saman kominn fyrir utan Hörpu í miðbæ Reykjavíkur með Palestínuskilti á lofti. Markmiðið er að minna utanríkisráðherra Bandaríkjanna á málstað frjálsrar Palestínu í skugga árása Ísraelshers á landið.

Innlent
Fréttamynd

Blin­ken fundar með Guðna, Katrínu og Guð­laugi Þór

Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna sem kom til landsins í gær, mun funda með Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra klukkan tíu. Að þeim fundi loknum hefur verið boðað til blaðamannafundar í Hörpu og verður sá fundur í beinni útsendingu á Vísi.

Innlent
Fréttamynd

Regnbogafánanum flaggað fyrir utan Höfða

Regn­boga­fáninn hefur verið dreginn að húni fyrir utan Höfða í til­efni af al­þjóð­legum degi gegn for­dómum í garð hin­segin fólks. Mann­réttinda­verð­laun Reykja­víkur­borgar voru veitt þar í dag.

Innlent
Fréttamynd

Viðskiptabann við Ísrael ekki á teikniborðinu

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra lítur svo á að Ísland geri það sem það geti í átökum Ísraels og Palestínu. Viðskiptabann sé ekki það fyrsta sem komi upp í hugann sem viðbrögð frá 370 þúsund manna þjóð.

Innlent
Fréttamynd

Leggja fram 57 tillögur í norðurslóðamálum

Umfangsmikil skýrsla með fimmtíu og sjö tillögum um efnahagstækifæri á norðurslóðum var kynnt og afhent utanríkisráðherra í dag. Hann segir Ísland í lykilstöðu sem norðurslóðaríki og því þurfi að huga vel að því hvernig hægt sé að nýta sérstöðu landsins sem best.

Innlent
Fréttamynd

Blinken fundar með íslenskum ráðamönnum

Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna mun funda með forseta Íslands, forsætisráðherra og utanríkisráðherra eftir að hann kemur hingað til lands á mánudagskvöld, samkvæmt tilkynningu bandaríska utanríkisráðuneytisins.

Erlent
Fréttamynd

Íslendingar gefa Indverjum öndunarvélar

Í ljósi alvarlegrar stöðu kórónuveirufaraldursins á Indlandi hafa þarlend stjórnvöld þegið boð íslenskra stjórnvalda um að senda 17 öndunarvélar til Indlands, segir í tilkynningu frá Stjórnarráðinu.

Innlent
Fréttamynd

„Þrá­hyggja Við­reisnar“

Svo hljóðar yfirskrift leiðara í því ágæta málgagni Morgunblaðinu. Þar er kvartað yfir því að Viðreisn haldi á lofti kröfu sinnu um að þjóðin ákveði framtíðarstefnu í Evrópumálum.

Skoðun
Fréttamynd

Ræddu tvíhliða samstarf og fyrirhugaða Íslandsheimsókn

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, ræddu tvíhliða samstarf ríkjanna og fyrirhugaða heimsókn Blinken til Íslands á símafundi í dag. Blinken mun leiða sendinefnd Bandaríkjanna sem tekur þátt á ráðherrafundi Norðurskautsráðsins þann 20. maí næstkomandi.

Innlent
Fréttamynd

NATO í nú­tíð

Þegar minnst er á Atlantshafsbandalagið hugsa flestir bara um byssur, sprengjur og skriðdreka, enda voru þau fyrirbæri helsta birtingarmynd öryggis- og varnarmála þegar bandalagið var stofnað. Það þjónar andstæðingum aðildar Íslands vel að viðhalda þeirri ímynd.st

Skoðun
Fréttamynd

ESB og ís­lenskt full­veldi

Í liðinni viku voru á Alþingi ræddar tillögur Viðreisnar um að ganga í Evrópusambandið (ESB) og að taka upp evruna sem gjaldmiðil á Íslandi. Í sjálfu sér er ágætt er að efna til umræðu um þessi mál til að draga fram helstu sjónarmið og skerpa línur um afstöðu stjórnmálaflokka til þessara málefna.

Skoðun
Fréttamynd

Rússar á Ís­landi mót­mæla fyrir utan sendi­ráðið

Boðaður mótmælafundur Rússa á Íslandi hófst klukkan 19 í kvöld fyrir utan rússneska sendiráðið við Túngötu í Reykjavík. Efnt er til fundarins vegna meðferðar rússneskra stjórnvalda á Alexei Navalní, einum helsta andstæðingi Vladimírs Pútíns, Rússlandsforseta.

Innlent