Hafnarfjörður

Fréttamynd

Sala mann­brodda fjór­faldast vegna hálkunnar

Sala mannbrodda hjá verslunarkeðju Bónus er fjórföld í þessari viku og vikuna fyrir jól, miðað við síðustu tíu vikur þar á undan. Flughált hefur verið á öllu höfuðborgarsvæðinu undanfarna daga og fjöldi fólks leitað á bráðamóttöku vegna hálkuslysa. 

Innlent
Fréttamynd

Vill eld­gosa­varnir við Hafnar­fjörð

Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur segir að nú verði að fara að skoða að reisa eldgosavarnir í byggðunum vestast í Hafnarfirði en þar má finna Vellina og Hvaleyri. Eldgos geti hafist nánast hvar sem er á Brennisteins-Bláfjallakerfinu, Krýsuvíkurkerfinu og í Eldvörpum á Reykjanesi. 

Innlent
Fréttamynd

Virknin færir sig nær höfuð­borgar­svæðinu: „Þetta er þessi nýi veru­leiki“

Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir stóran skjálfta sem skók suðvesturhornið rétt fyrir hádegi í dag benda til þess að skjálftavirknin sé að færa sig hægt og rólega yfir í Trölladyngju sem staðsett er mitt á milli höfuðborgarsvæðisins og Grindavíkur. Skjálftin er ekki vísbending um að neitt stórt sé að fara að gerast á svæðinu á næstu mánuðum.

Innlent
Fréttamynd

Gikk­s­kjálfti að stærð 4,5 skók suð­vestur­hornið

Stór skjálfti fannst á höfuð­borgar­svæðinu og víðar um klukkan 10:50 í dag. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni benda fyrstu tölur til að skjálftinn hafi verið 4,5 að stærð og að upptök hans hafi verið við Trölladyngju, nærri Keili, á um fimm kílómetra dýpi. Nokkrir eftirskjálftar hafa fylgt í kjölfarið.

Innlent
Fréttamynd

Jakka­fötum og verk­færum stolið úr geymslum

Geymsla 1 er með aðstöðu á Gjáhellu á Völlunum í Hafnarfirði þar sem boðin eru upp á bil til leigu þar sem fólk getur geymt ýmislegt úr búslóð sinni. Í desembermánuði á síðasta ári lágu menn á því lúalaginu að brjótast þar inn og hafa eitt og annað með sér.

Innlent
Fréttamynd

Nóttin gekk vel þrátt fyrir mikla ölvun

Nýársnótt gekk vel fyrir sig, að sögn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og engin „stór mál“ rötuðu á borð lögreglu. Fjórir gistu í fangaklefum í morgun sem telst mjög lítið að morgni nýársdags. 

Innlent
Fréttamynd

Ára­mótum fagnað víða um land: Brenna á Eyrar­bakka en engin í Kópa­vogi

Áramótabrennur verða með hefðbundnum hætti ár en þó ekki í Kópavogi og Hafnarfirði, þar sem engar brennur verða. Íbúar segja margir hverjir þetta svekkjandi. Í kvöld verða áramótabrennur tendraðar á tíu stöðum í Reykjavík. Tvær í Garðabæ, ein á Seltjarnarnesi og ein í Mosfellsbæ. Í Kópavogi og Hafnarfirði verða hins vegar engar brennur.

Innlent
Fréttamynd

Dóttir Helga í Góu selur höll í Hafnar­firði

Við Erluás 58 í Hafnarfirði er fallegt og tignarlegt einbýlishús á tveimur hæðum til sölu. Húsið var byggt árið 2002 og hefur verið vel við haldið síðastliðin ár. Ásett verð fyrir eignina er 199 milljónir.

Lífið
Fréttamynd

Einn hand­tekinn vegna á­rásarinnar á að­fanga­dag

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu biðlar til íbúa og forráðamanna fyrirtækja í Hvaleyrarholti að athuga með myndefni í öryggis- og eftirlitsmyndavélum á svæðinu og koma því til lögreglu ef svo ber undir. Tilefnið er rannsókn á skotárás sem gerð var í Hafnarfirði á aðfangadagskvöld.

Innlent
Fréttamynd

Byssumanna enn leitað eftir á­rás á að­fanga­dag

Tveggja manna, sem grunaðir eru um skotárás í heimahúsi í Hafnarfirði á aðfangadagskvöld, er enn leitað. Þetta staðfestir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn miðlægrar rannsóknardeildar, í samtali við fréttastofu.

Innlent
Fréttamynd

Rómantísk jól eftir að hafa verið ein í nokkur ár

Fegurðardrottningin og athafnakonan Linda Pétursdóttir fagnaði jólahátíðinni í faðmi spænska kærastans Jaime og upplifði loks rómantísk jól eftir að hafa verið ein í nokkur ár. Parið kynntist fyrr á árinu og virðist ástin blómstra á milli þeirra. 

Lífið
Fréttamynd

Dýrara í Strætó á nýju ári

Ný gjaldskrá hjá Strætó tekur gildi þann 8. janúar næstkomandi. Hækkunin nemur að meðaltali 11% yfir alla fargjaldaflokka. Sem dæmi má nefna að stakt fargjald fer úr 570 kr. í 630 kr. og 30 daga nemakort fer úr 4500 kr. í 5.200 kr. Verð á Klapp plastkortum helst þó óbreytt eða 1.000 kr.

Neytendur
Fréttamynd

Von á er­lendum fjöl­miðlum og fjölmiðlamiðstöðin opnuð á ný

Fjölmiðlamiðstöð fyrir erlenda fjölmiðla, vegna eldgossins á Reykjanesi sem hófst í gærkvöldi, verður opnuð í Hafnarfirði á ný í dag að sögn ferðamálastjóra. Eldgosið hófst um fjóra kílómetra norðaustan Grindavíkur, norðan Sundhnúks í Sundhnúkaröðinni klukkan 22:17 í gærkvöldi. 

Innlent
Fréttamynd

Tvö féllu í yfir­lið og allur varningur seldist upp

Tæplega tíu þúsund manns mættu á IceGuys í tónleika í Kaplakrika í Hafnarfirði um helgina og segir einn skipuleggjanda tónleikanna aldrei séð aðra eins eftirspurn eftir miðum. Að minnsta kosti tvö féllu í yfirlið á tónleikunum og fengu aðstoð sjúkraliða á staðnum. 

Lífið
Fréttamynd

Á­fram eða aftur­á­bak?

Hún er dálítið skrýtin tík þessi pólitík - að minnsta kosti í Hafnarfirði. Hér eru nokkur dæmi um samskipti jafnaðarmanna í bæjarstjórn við svonefndan meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Þar sem þeir fyrrnefndu leggja til markviss skref til að auka velferð bæjarbúa, en þeir síðarnefndu þrjóskast við og vilja kyrr kjör.

Skoðun