Mosfellsbær

Fréttamynd

Gengu upp á fjall á versta tíma í gær

Tveir fjall­göngu­garpar sem héldu af stað í göngu upp á Reykja­borg við Mos­fells­bæ í blíð­skapar­verðri síð­degis í gær urðu að koma sér niður með snar­hasti vegna mikils eldinga­veðurs sem gerði skyndi­lega vart við sig í næsta ná­grenni.

Innlent
Fréttamynd

Sinu­bruni við Mós­karðs­hnjúka

Eldur kviknaði í sinu við rætur Móskarðshnjúka á fjórða tímanum í dag. Slökkvilið er á svæðinu og segir varðstjóri Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu að um mjög rólegan bruna sé að ræða. 

Innlent
Fréttamynd

Verð hús­næðis lækkaði á höfuð­borgar­svæðinu

Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu lækkaði um 1,1 prósent milli maí og júní. Vísitalan hækkaði um 0,7 prósent í mánuðinum á undan og hafði þá farið upp fjóra mánuði í röð. Tölfræðingur hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) segir að heilt yfir sé íbúðaverð tiltölulega stöðugt.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hopp komið í Mosó

Rafskútuleigan Hopp og Mosfellsbær undirrituðu í gær samkomulag um að Hopp hefji leigu á skútum í bænum. Þar með geta Mosfellingar loksins nýtt sér þjónustu leigunnar.

Innlent
Fréttamynd

Mugi­son fer suður til þess að slaka á

Tónlistarmaðurinn Örn Elías Guðmundsson, betur þekktur sem Mugison, hefur keypt sér hús á höfuðborgarsvæðinu. Því má segja að stofnandi tónlistarhátíðarinnar Aldrei fór ég suður fari í raun iðulega suður. 

Lífið
Fréttamynd

Vilja reisa vindorku­garða við Hellis­heiði

Orkuveita Reykjavíkur (OR) er búin að leggja fram beiðni til Orkustofnunar vegna þriggja vindorkukosta, tveir í Ölfusi en einn við Lyklafell í Mosfellsbæ. Þegar er búið að kynna hlutðeigandi bæjar- og sveitarstjórum fyrir þeim kostum sem eru til skoðunar.

Innlent
Fréttamynd

Óttast allsherjarverkfall: „Þau vilja ekkert tala um þetta“

Sundlaugum og íþróttahúsum á landsbyggðinni verður lokað um helgina vegna verkfalls BSRB og leikskólum skellt aftur í lás eftir helgi. Bæjarstjóri Mosfellsbæjar segir alvarlega stöðu að teiknast upp og sýnir ósætti félagsmanna skilning. Trúnaðarmaður telur stefna í ótímabundið verkfall miðað við skilningsleysi viðsemjanda.

Innlent
Fréttamynd

Sam­þætta eigi alla þjónustu við börn í Skála­túni

Stefnt er að uppbyggingu á samþættri þjónustu við börn í Skálatúni í Mosfellsbæ. Markmiðið er að þar verði á einum stað helstu stofnanir og samtök sem koma að þjónustu við börn og ungmenni auk úrræða fyrir börn með fjölþættan vanda.

Innlent
Fréttamynd

Hræði­legt að þurfa að vera í verk­falli

Fjöldi starfsmanna Mosfellsbæjar kom saman á samstöðufundi í dag vegna verkfalls félagsfólks BSRB í sveitarfélaginu. Formaður starfsmannafélags sveitarfélagsins segir stöðuna vera hræðilega. 

Innlent
Fréttamynd

Skólastjóri segir börnum með fötlun mismunað

Skólastjóri segir dapurt að verkfallsundanþágur hafi ekki verið veittar vegna barna með fötlun, sem nú þurfi að sitja heima meðan bekkjarfélagar þeirra komist í skólann. Verkföll hjá félagsfólki BSRB sem starfar í leik-og grunnskólum hófust á miðnætti.

Innlent
Fréttamynd

Verkfallsaðgerðir BSRB hafnar

Verkföll hjá BSRB fólki sem starfar hjá flestum stærstu sveitarfélögum landsins að Reykjavík undanskilinni hófust á miðnætti og í dag.

Innlent
Fréttamynd

Viðurkennir að hafa misst prófið

Það vakti nokkra athygli á dögunum þegar veitinga- og athafnamaðurinn Sigmar Vilhjálmsson tilkynnti að hann myndi lifa bíllausum lífsstíl í sumar. Hann segir frískandi að hjóla en viðurkennir að hafa misst bílprófið.

Lífið
Fréttamynd

Hafna alfarið kröfum um afturvirkni

Starfsemi frístundaheimila og leikskóla í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur skerðist og gæti jafnvel lamast samþykki félagsmenn BSRB boðaðar verkfallsaðgerðir. Samband íslenskra sveitarfélaga hafnar alfarið kröfum BSRB um afturvirkni. 

Innlent
Fréttamynd

Segir SÍS einbeitt í að mismuna fólki

At­kvæða­greiðsla um verk­fall starfs­manna BSRB í skólum og frí­stunda­heimilum í ná­granna­sveitar­fé­lögum Reykja­víkur hófst núna á há­degi en kjara­deila stéttar­fé­lagsins við Sam­band ís­lenskra sveitar­fé­laga hefur siglt í strand. For­maður BSRB segir SÍS ein­beitt í því að mis­muna fólki.

Innlent