Reykjavík

Fréttamynd

Lög­reglan leitar vitna að tveggja bíla á­rekstri

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur óskað eftir vitnum að tveggja bíla árekstri sem varð á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Laugavegs í Reykjavík fimmtudagskvöldið 24. október. Tilkynning um áreksturinn barst klukkan 19.42.

Innlent
Fréttamynd

Iceland Airwa­ves ýtt úr vör á Grund

Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves fór af stað í morgun, á hjúkrunarheimilinu Grund. Þar voru haldnir tónleikar fyrir heimilisfólk og gesti hátíðarinnar, sem fagnar 25 ára afmæli sínu í ár. 

Tónlist
Fréttamynd

Eigna­sala fjár­magnar tap­rekstur

Kostulegt var að sjá fyrirsagnir miðlanna í kjölfar birtingu uppgjörs og fjárhagsáætlunar Reykjavíkurborgar. Á einum miðlinum var talað um „Hagnað upp á hálfan milljarð”, og á hinum ýmist um „viðsnúning“ og að „hagræðingaraðgerðir“ væru að bera árangur.

Innherji
Fréttamynd

Bjóða út gerð land­fyllinga við Foss­vogs­brú

Vegagerðin hefur nú boðið út gerð landfyllinga og sjóvarna vegna byggingar Fossvogsbrúar. Í tilkynningu frá Vegagerðinni kemur fram að verkið sé hluti af 1. lotu Borgarlínu og uppbyggingu fyrir þróunarsvæði í Skerjafirði.

Innlent
Fréttamynd

Fagna tuttugu ára af­mæli og troða upp á Grund

Það er mikið um að vera hjá ástsælu hljómsveitinni Hjálmum. Þeir eru að senda frá sér nýtt lag sem heitir Vor og troða upp á tvennum Airwaves tónleikum á morgun, bæði á Grund og á Listasafni Reykjavíkur. 

Tónlist
Fréttamynd

Um­mæli borgar­stjóra og ó­bragð í munni

Þann 15. október síðastliðinn fjölmenntu kennarar í Ráðhúsið í Reykjavík á fund borgarstjórnar til að mótmæla ummælum sem borgarstjóri hafði látið falla um kennara á fjármálaráðstefnu Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Skoðun
Fréttamynd

Grát­biðja deilu­aðila að finna lausn

Æðruleysi og yfirdráttur eru meðal þeirra ráða sem foreldrar leikskólabarna þurfa að grípa til vegna kennaraverkfalla. Bæði umboðsmaður barna og foreldrar telja verkfallsaðgerðir mismuna börnum og grátbiðja deiluaðila að leysa úr flækjunni.

Innlent
Fréttamynd

Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgar­stjóri

Borgarstjóri segir að takast muni að snúa halla í afgang á rekstri borgarsjóðs strax á þessu ári. Afgangurinn verði síðan tæpir tveir milljarðar á næsta ári. Oddviti Sjálfstæðisflokksins sakar meirihlutann um að hagræða sannleikanum.

Innlent
Fréttamynd

„Við erum ó­geðs­lega sár fyrir hönd barnanna okkar“

Foreldrar leikskólabarna sem þurfa að vera heima vegna kennaraverkfalla fjölmenntu í Ráðhús Reykjavíkur þar sem borgarstjórnarfundur hófst klukkan tólf í dag. Nokkur hópur foreldra auk barna, einkum af leikskólanum Drafnarsteini í Reykjavík, var saman kominn í Ráðhúsinu fyrir fundinn og létu í sér heyra og börnin sungu fyrir borgarfulltrúa.

Innlent
Fréttamynd

Leik­skólinn Mána­garður opinn á ný

Búið er að opna leikskólann Mánagarð þar sem kom upp E. coli sýking í síðasta mánuði. Það staðfestir Guðrún Björnsdóttir framkvæmdastjóri Félagsstofnunar stúdenta sem rekur leikskólann. Enn eru tíu börn inniliggjandi á Landspítalanum, þar af eitt á gjörgæslu.

Innlent
Fréttamynd

Perlan þurfi að seljast fyrir ára­mót svo dæmið gangi upp

Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins gefur lítið fyrir yfirlýsingar meirihlutans um rekstrarafgang og vel heppnað aðhald í rekstri borgarinnar. Hálfs milljarðs væntur rekstrarafgangur skýrist alfarið af sölu Perlunnar, sem þurfi að fara fram fyrir áramót.

Innlent
Fréttamynd

Flug­slysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við

„Viðmót flugmálayfirvalda olli okkur verulegum vonbrigðum. Kannski eru þetta mannleg viðbrögð. En þetta sýnir að þetta getur rist djúpt, að einhverjir almennir borgarar geti farið að veita kerfinu aðhald, spyrja spurninga og efast um vinnubrögð þeirra,“ segir Friðrik Þór Guðmundsson.

Innlent
Fréttamynd

Um­boðs­maður barna segir verk­föll kennara mis­muna börnum

Umboðsmaður barna segir verkfallið mismuna börnum hvað varðar rétt þeirra til menntunar. Verkfallsrétturinn sé óumdeildur en á sama tíma sé skólaskylda og börn eigi stjórnarskrárvarinn rétt til menntunar og fræðslu. Hún segir embættinu hafa borist fjöldi erinda vegna verkfalls kennara.

Innlent
Fréttamynd

Eru vaxtar­mörkin vandinn?

Þak yfir höfuðið eru mannréttindi og þörfin fyrir meira húsnæði er brýn. Fyrsta skref í átt að lausn er að skilja hvar pottur er brotinn - og hvar ekki. 

Skoðun
Fréttamynd

Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og sérsveit ríkislögreglustjóra voru með mikinn viðbúnað í Sólheimum í Reykjavík í hádeginu eftir að tilkynning barst um konu þar í miklu ójafnvægi fyrir utan hús við götuna.

Innlent
Fréttamynd

Verk­fallið hafi mikil á­hrif á fáar fjöl­skyldur og lítil á­hrif á sam­félagið

Móðir barns á leikskólanum Drafnarsteini segir erfitt að réttlæta verkfallsaðgerðir kennara í leikskólum sem nú standa yfir. Ótímabundin verkföll eru í fjórum leikskólum. Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir segir í aðsendri grein á Vísi að aðgerðirnar séu mismunun og að betra væri fyrir kennara að leggja niður störf á fleiri stöðum til að ná fram kröfum sínum.

Innlent