Reykjavík

Fréttamynd

Þriggja sjö ára gamalla drengja var leitað í gær

Leit var gerð á þremur sjö ára gömlum drengjum í gærkvöldi sem höfðu farið í Öskjuhlíð að leika sér með talstöðvar en ekki skilað sér aftur heim. Foreldrar og ættingjar voru farnir að leita um fjórum klukkustundum eftir að drengirnir sáust síðast.

Innlent
Fréttamynd

Ístak með lægra boðið í breikkun á Kjalarnesi

Aðeins tvö tilboð bárust í breikkun Vesturlandsvegar um Kjalarnes en þau voru opnuð hjá Vegagerðinni í dag. Lægra boðið, upp á 2.305 milljónir króna, átti Ístak, og var það fjórum prósentum yfir kostnaðaráætlun.

Innlent
Fréttamynd

Menningarnótt aflýst

Neyðarstjórn Reykjavíkurborgar ákvað á fundi sínum í morgun að aflýsa Menningarnótt vegna kórónuveirufaraldursins.

Menning
Fréttamynd

Munu sekta og jafn­vel loka veitinga­stöðum sem virða ekki tilmæli

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun frá og með í dag byrja að sekta þá veitingastaði þar sem ekki er farið að tilmælum um sóttvarnir og fjöldatakmarkanir. Ljóst sé að lögregla sé nauðbeygð til að herða aðgerðir og ekki sé lengur hægt að höfða einungis til skynsemi veitingamanna og gesta.

Innlent
Fréttamynd

Líkams­á­rás og rán í Skeifunni

Í skeyti frá lögreglu segir að sjúkralið hafi farið á vettvang þar sem ungur maður var með áverka í andliti, en árásarmenn voru sagðir þrír sem hafi strax farið af vettvangi.

Innlent
Fréttamynd

Lögreglan varar við þjófum

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hvetur fólk til þess að geyma hjól og vespur innandyra og passa það að verðmæti séu ekki geymd í bílum

Innlent
Fréttamynd

Árleg kertafleyting við Tjörnina færist á netið

Ekki verður af árlegri kertafleytingu við Reykjavíkurtjörn til þess að minnast fórnarlamba kjarnorkuárása Bandaríkjanna á Japan vegna hertra sóttvarnaaðgerða stjórnvalda. Þess í stað ætla aðstandendur viðburðarins taka upp fámennari atburð og streyma á netinu.

Innlent
Fréttamynd

Neyðarstjórn borgarinnar kölluð til fundar

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur hefur kallað neyðarstjórn borgarinnar til fundar síðar í dag til að fara yfir „þær breytingar á þjónustu og útfærslu hennar“ sem hertar reglur vegna kórónuveirunnar hafa í för með sér.

Innlent