Árborg

Fréttamynd

Yngsti prestur landsins fær brauð í Heydölum

Selfyssingurinn Dagur Fannar Magnússon, sem er aðeins 27 ára gamall og er þar með yngsti prestur landsins hefur fengið brauð í Heydölum í Austfjarðaprestakalli. Hann tekur við embættinu 1. nóvember næstkomandi.

Innlent
Fréttamynd

Bensínþjófur slapp með sekt

Héraðsdómur Suðurlands dæmdi í vikunni ungan mann til að greiða Olíuverzlun Íslands 67 þúsund króna skaðabætur auk dráttarvaxta fyrir að hafa ítrekað stolið bensíni frá fyrirtækinu.

Innlent
Fréttamynd

Byggingarverktakar kvíða ekki vetrinum

Bygginigaverktakar þurfa ekki að kvíða vetrinum ef marka má orð Gylfa Gíslasonar, framkvæmdastjóra Jáverks á Selfossi, sem er stærsta byggingafyrirtækið á Suðurlandi.

Innlent
Fréttamynd

Valli Reynis er ánægður með lagið um Valla Reynis

Eitt vinsælasta lag landsins er um Valla Reynis en Ingólfur Þórarinsson, tónlistarmaður samdi langið og syngur það út um allt við miklar vinsældir. Valli Reynis, sem býr á Selfossi er mjög ánægður með lagið um sig.

Innlent
Fréttamynd

500.000 króna gjöf til Krabbameinsfélags Árnessýslu frá Oddfellow

Oddfellowreglan er líknar- og mannræktarfélag með um fjögur þúsund félagsmenn. Reglulega eru veittir styrkir til góðra málefna. Síðustu tólf mánuði hefur Oddfellowreglan á Íslandi styrkt verðug málefni að upphæð 148.000.000 krónur. Opið hús er í regluheimilum reglunnar í dag, 1. september þar sem starfsemin er kynnt í máli og myndum.

Innlent
Fréttamynd

Mun auðveldara að fá læknistíma á Selfossi með tilkomu teymisvinnu

Verkefnið um teymisvinnu lækna og hjúkrunarfræðinga á heilsugæslustöð Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á Selfossi hefur heppnast einstaklega vel en það hófst 1. febrúar á þessu ári. Tilgangur teymisvinnunnar er að forgangsraða og dreifa verkefnum á þann fagaðila sem er hæfastur eða best til þess fallinn að sinna þeim hverju sinni.

Innlent
Fréttamynd

Slökkviliðsmenn gengu af göflunum

Sex slökkviliðsmenn sem gengið hafa þvert yfir hálendið frá Akureyri til Selfoss komu að Björgunarmiðstöðinni á Selfossi klukkan 11. Með hlaupinu lögðu þeir Hollvinasamtökum Sjúkrahússins á Akureyri lið og söfnuðu fyrir hitakassa á barnadeild sjúkrahússins

Innlent