
Norðurþing

„Það þarf að afrugla þessa rugludalla“
Mikillar óánægju gætir meðal íbúa Húsavíkur um fyrirhugaða skógrækt í landi Saltvíkur við Húsavík. Búið er að herfa rásir í mólendinu, sem var vinsælt svæði fyrir berjatínslu og aðra útivist. Formaður Framsýnar furðar sig á að menn velji ekki önnur svæði til skógræktar en besta mólendið. Stjórnarformaður Yggdrasils Carbon, fyrirtækisins á bak við aðgerðirnar, segist taka þetta alvarlega og fyrirtækið muni skoða málið.

Tap kísilversins á Bakka jókst verulega og nam tólf milljörðum fyrir skatta
Tap kísilvers PCC á Bakka jókst verulega í fyrra, nam nærri tólf milljörðum króna fyrir skatta, samhliða fallandi tekjum. Verksmiðjan hefur verið rekin á fullum afköstum frá ársbyrjun 2024 sem hefur þýtt umbætur í rekstrinum og framleiðsla verksmiðjunnar farið yfir uppgefna framleiðslugetu. Staða félagsins er því sögð hafa batnað umtalsvert.

Loftslagsaðgerðir í sátt við líffræðilega fjölbreytni
Mikil umræða er búin að vera í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum um skógrækt til kolefnisbindingar í mólendi í Saltvík við Húsavík.

Ósátt við skógrækt í mólendi fyrir utan Húsavík
Rásir sem voru herfaðar í mólendi fyrir utan Húsavík til að undirbúa kolefnisbindingarverkefni eru nú áberandi í landinu og sæta gagnrýni. Sérfræðingur í skógrækt segir jarðvinnsluna nauðsynlega og skila kolefnisbindingu til lengri tíma litið.

Óánægja með ætlað niðurrif á sögulegu húsi á Húsavík
Miklar umræður hafa skapast á Húsavík um hvort Helguskúr, frægt hús við höfnina, verði fjarlægður. Húsið geymir sjávarútvegssafn og var byggt árið 1958.

Bjórinn á rúmlega tvö þúsund krónur í erfiðum rekstri
Hálfur lítri af bjórnum Bola kostar 2250 krónur á barnum Ja Ja Ding Dong á Húsavík. Á þessu vekur árvökull neytandi á Facebookhópi sem snýst um verðlagshækkanir. Eigandi staðarins segir reksturinn erfiðan og beinir sjónum að slæmum samgöngum á Norðausturlandi sem verði til þess að ferðamenn hringsnúist aðeins á Suðurlandinu.

Allt á fullri ferð á Húsavík um helgina
Búist er við allt að fjögur þúsund gestum á Húsavík um helgina, þegar bæjarhátíðin Mærudagar fer fram. Karnivalstemning og tónlistarveisla verður meðal þess sem hátíðargestir fá að njóta á Húsavíkurbryggju.

Ekki hægt að gera grein fyrir 5200 fiskum
Samherji fiskeldi gat ekki gert grein fyrir rétttæplega 5200 fiskum eftir strok á eldislaxi úr fiskeldisstöð fyrirtækisins í Silfurstjörnunni í Öxarfirði. Matvælastofnun áætlar að það sé sá fjöldi seiða sem mögulega hafi smoltast í settjötn og strokið út í sjó.

Segir engum báti hafa verið stolið
Lúther Gestsson er langt því frá sáttur við ásakanir Stefáns Guðmundssonar hjá Gentle Giants og segir hann fara frjálslega með.

Dularfulla hvarf rauða Zodiac-bátsins veldur gremju
Stefán Guðmundsson, sem rekur Gentle Giants á Húsavík, hefur auglýst eftir rauðum Zodiac-bát af tegundinni Mark III Futura. Hann er horfinn og Stefán heitir ríkulegum fundarlaunum.

Ólga í Öxarfirði vegna lokunar sundlaugar
Ólga er meðal íbúa í Öxarfirði og Kelduhverfi vegna þeirrar ákvörðunar byggðaráðs Norðurþings að loka sundlauginni í Lundi. Aðilar í ferðaþjónustu í héraðinu lýsa einnig megnri óánægju sinni. Sundlaugin er aðeins sjö kílómetra frá Ásbyrgi og hefur verið vinsæl meðal ferðafólks sem sækir heim náttúruperlur Jökulsárgljúfra.

Apollo-geimfarinn sem laumaði íslenskum peningi til tunglsins
„Hann var sá af Apollo-geimförunum sem mest var tengdur Íslandi,” segir Húsvíkingurinn Örlygur Hnefill Örlygsson um geimfarann og Íslandsvininn William Anders. Geimfarinn lést í flugslysi við strönd Washington-ríkis á föstudag, níræður að aldri, en vináttubönd hans við Ísland og Íslendinga áttu sér 67 ára sögu.

Óhapp í fyrsta sinn í 25 ára sögu
Samherji fiskeldi segir að óverulegt magn seiða hafi sloppið úr landeldisstöð þess í Núpsmýri í Öxarfirði. Félagið hafi stundað landeldi í 25 ár án þess að óhöpp sem þetta eigi sér stað.

Sigurvin dró smábát í land
Klukkan hálf níu í morgun var áhöfn björgunarskipsins Sigurvins kölluð út vegna smábáts rétt utan Flatey á Skjálfanda. Bilun hafði orðið í kælikerfi vélar sem var til þess að allur kælivökvi fór af kerfi smábátsins.

„Sérlega sérstakur“ hellir í Mývatnssveit áfram lokaður
Hellir sem fannst í Mývatnssveit snemma árs í fyrra verður áfram lokaður, eða í sex mánuði til viðbótar til nítjánda október næstkomandi.

Á leið með skipið til Húsavíkur
Varðskipið Freyja er á leið til Húsavíkur með hollenska flutningaskipið Traville í togi en skipið varð vélarvana fjórar sjómílur frá Rifstanga rétt fyrir klukkan þrjú í nótt.

Finna enn gríðarlega sterk áhrif Eurovision-myndarinnar
Verkefnastjóri Húsavíkurstofu segir að ferðamennska hafi aukist jafnt og þétt í Húsavík frá útgáfu Eurovision-bíómyndarinnar og síðasta sumar sé það blómlegasta í sögu bæjarins. Hann vekur athygli á að fyrir hverja krónu sem notuð er til fjárfestingar í kvikmyndagerð hérlendis koma 6,8 krónur til baka.

Vélsleðamaður lenti í snjóflóði
Björgunarsveitir á Húsavík og Aðaldal voru kallaðar út upp úr klukkan tvö í dag vegna vélsleðaslys. Þá var tilkynnt að maður á vélsleða hefði lent í snjóflóði og slasast.

Flugi til Húsavíkur og Vestmannaeyja haldið áfram yfir veturinn
Flug til Húsavíkur og Vestmannaeyja verður boðið út fyrir næsta vetur en aðeins yfir vetrarmánuðina, frá desember til febrúarloka. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni.

Reiðarslag fyrir íbúa Vestmannaeyja og Húsavíkur
Áætlunarflugi frá Reykjavík til Vestmannaeyja og Húsavíkur verður hætt frá og með næstkomandi mánaðamótum. Rekstrarstjóri Ernis segir mikið reiðarslag fyrir íbúa bæjanna að ekkert Reykjavíkurflug verði í boði eftir þann tíma.

Hætta flugi til Húsavíkur og Vestmannaeyja
Vegagerðin hefur ákveðið að framlengja ekki samning við flugfélögin Mýflug og Eagle Air um flug frá Reykjavík til Húsavíkur og Vestmannaeyja. Síðasta áætlunarflug félaganna milli staðanna verður því flogið um mánaðamótin.

Sýknuð af ákæru fyrir að ljúga nauðgun upp á mann sem fyrirfór sér
Tuttugu og þriggja ára gömul kona hefur verið sýknuð af ákæru fyrir að hafa borið mann röngum sökum um að hann hafi nauðgað henni. Tæpum mánuði eftir að maðurinn var handtekinn eftir kæru konunnar fyrirfór hann sér.

Hyggjast breyta banka í ráðhús
Norðurþing hefur gert tilboð í gömlu húsakynni Íslandsbanka á Húsavík og ætlar að breyta því í ráðhús. Mygla fannst í stjórnsýsluhúsinu og hentugra þykir að flytja starfsemina.

Samið um flug til Eyja og Húsavíkur út mars
Vegagerðin hefur samið við flugfélagið Mýflug um flug frá Reykjavík til Vestmannaeyja og einnig til Húsavíkur út mars. Flognar verða fjórar ferðir í viku á tímabilinu 1. mars til 31. mars.

Mygla fannst í stjórnsýsluhúsinu
Mygla hefur greinst í stjórnsýsluhúsi Norðurþings á Húsavík. Niðurstaða greiningar verkfræðistofunnar Verkís hefur leitt í ljós að myglu er að finna á þremur stöðum en að kjallarinn sé verst farinn.

Samskipti við ráðuneytið um framtíð skólastarfs mikil vonbrigði
Sveitarstjórn Norðurþings samþykkti í dag tillögu fjölskylduráðs sveitarfélagsins um að auglýsa eftir þremur stöðugildum fagmenntaðs starfsfólks til að sinna annars vegar skólastjórn og hins vegar kennslu. Náist ekki að fylla þessar stöður verði grunnskólanum á Raufarhöfn lokað.

Vilja breiðfylkingu um flug til Húsavíkur
Forsvarsmenn Framsýnar stéttarfélags Þingeyinga segja að komi ekki til kraftaverks verði áætlunarflugi Flugfélagsins Ernis frá Reykjavík til Húsavíkur hætt um næstu mánaðarmót. Stéttarfélagið kallar eftir tafarlausum viðbrögðum stjórnvalda.

Fleiri og fleiri bæjarhátíðir kveðja sjónarsviðið
Fleiri og fleiri stórar bæjar- og tónlistarhátíðir hafa kvatt sjónarsviðið síðustu misseri. Framkvæmdastjóri Lunga telur að álag á skipuleggjendur og takmarkað fjármagn spili þar stórt hlutverk.

Jarðskjálfti fannst á Akureyri
Jarðskjálfti að stærð 3,0 mældist sex kílómetrum suðaustan af Flatey á Skjálfanda á um 12km dýpi.

Sigurborg Ósk til SSNE
Sigurborg Ósk Haraldsdóttir hefur hafið störf hjá Samtökum sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE). Hún mun hafa aðsetur á skrifstofu sambandsins á Stéttinni, Húsavík.