Akureyri

Fréttamynd

Von­svikin með að ríkið vilji ekki byggja bíla­kjallara

Skipulagsráð Akureyrar hafnaði ósk Framkvæmdasýslunnar-Ríkiseigna (FSRE) um að breyting yrði gerð á deiliskipulagi svæðis þar sem fyrirhugað er að reisa nýja heilsugæslu. Samkvæmt gildandi skipulagi er gert ráð fyrir bílakjallara undir nýbyggingunni en FSRE segir ekki gert ráð fyrir slíku í fjárframlögum til framkvæmdarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Listi VG á Akur­eyri sam­þykktur

Framboðslisti Vinstri grænna á Akureyri, fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor, var samþykktur á félagsfundi í bænum í dag. Varabæjarfulltrúinn Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir leiðir listann, en áður hafði farið fram bindandi forval um efstu sex sæti listans.

Innlent
Fréttamynd

Eitt elsta bíó landsins brátt fyrir bí

Sögu eins elsta kvikmyndahúss landsins lýkur þann 1. maí þegar Borgarbíó á Akureyri hættir starfsemi. Verktakafyrirtækið BB Byggingar hefur keypt húsnæðið og fyrirhuguð er uppbygging á íbúðar- og verslunarrými á reitnum og nærliggjandi svæði. Meðal hugmynda er að rífa húsið og byggja nýtt.

Menning
Fréttamynd

Kennari fyrir norðan dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn nemanda

Kennari á fertugsaldri á Norðurlandi eystra hefur verið dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðisbrot og barnaverndarlagabrot gegn fimmtán ára nemanda sínum. Landsréttur staðfesti dóm Héraðsdóms Norðurlands eystra þess efnis.

Innlent
Fréttamynd

Þyngja dóm yfir karlmanni sem ítrekað nauðgaði konu sinni

Landsréttur hefur þyngt fangelsisdóm yfir manni, sem á síðasta ári var sakfelldur var fyrir nauðgun og stórfellt brot í nánu sambandi, úr fimm ára fangelsi í sjö. Maðurinn er jafnframt dæmdur til að greiða brotaþola, sem er fyrrverandi sambýliskona og barnsmóðir mannsins, fjórar milljónir í miskabætur.

Innlent
Fréttamynd

Draga til­kynningu um dauðs­fall af völdum Co­vid-19 til baka

Ekki er lengur talið að Covid-19 hafi átt afgerandi þátt í andláti einstaklings sem lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri um seinustu helgi. Þetta kemur fram í leiðréttingu frá viðbragðsstjórn spítalans sem hafði greint frá því að um væri að ræða fyrsta dauðsfallið þar af völdum faraldursins.

Innlent
Fréttamynd

Fyrsta and­lát vegna Co­vid á Sjúkra­húsinu á Akur­eyri

Karlmaður á tíræðisaldri, sem var smitaður af Covid, lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri um helgina. Hann lá inni vegna annarra veikinda en Covid en samkvæmt framkvæmdastjóra lækninga sjúkrahússins er talið næsta víst að Covid-sýkingin hafi verið helsta dánarorsökin.

Innlent
Fréttamynd

Langar raðir en rosalega góð stemmning í Hlíðarfjalli

Fjöldi fjölskyldna af höfuðborgarsvæðinu er mættur í vetrarparadís norður yfir heiðar til að renna sér í snjónum í Hlíðarfjalli. Þriggja barna móðir í Fossvoginum er ein þeirra sem er mætt með börnin norður og er spennt fyrir opnun nýju stólalyftunnar á morgun.

Innlent