Strandabyggð

Fréttamynd

Maður féll í gil í Norðdal

Maður féll niður í gil í Norðdal í dag og slasaðist töluvert að sögn Úlfars Arnar Hjartarsonar í svæðisstjórn björgunarsveitar á Ströndum. Fallið hafi verið um tuttugu til þrjátíu metrar.

Innlent
Fréttamynd

Vélar­vana bátur dreginn í höfn á Drangs­nesi

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar bárust upplýsingar um vélarvana bát norðan við Drangsnes á Ströndum um hádegisbil í dag. Nálægum fiskibát tókst að draga bátinn í land með aðstoð stýrimanns þyrlu Landhelgisgæslunnar.

Innlent
Fréttamynd

Dásamlegt að búa á Ströndum

Íbúar í Strandabyggð eru sammála um að það sé dásamlegt að búa á Ströndum því þar sé mannlíf mjög gott, félagslíf frábært og náttúrufegurð sé mikil. Magnús Hlynur Hreiðarsson heimsótti Strandirnar á hringferð sinn um landið.

Innlent
Fréttamynd

Komast ekki til strandveiða vegna þungatakmarkana á þjóðveginum

Strandveiðarnar hófust í morgun og er búist við að um og yfir sjöhundruð bátar stundi veiðarnar þetta sumarið. Í Norðurfirði á Ströndum, einni aflahæstu höfninni, neyddust sjómenn þó til að fresta brottför þar sem þungatakmarkanir á þjóðveginum norður í Árneshrepp meina flutningabílum að sækja aflann.

Innlent
Fréttamynd

Fær hálfa milljón í bætur vegna upp­sagnarinnar

Strandabyggð þarf að greiða Þorgeiri Pálssyni, fyrrverandi sveitarstjóra sveitarfélagsins, hálfa milljón króna í miskabætur vegna uppsagnar hans. Héraðsdómur telur uppsögnina hafa verið framkvæmda með óeðlilega meiðandi hætti.

Innlent
Fréttamynd

Á fáum stöðum betra að rækta sauðfé á Íslandi en á Ströndum

„Það er harðduglegt fólk hérna, er með góð sauðfjárbú og afurðirnar góðar,“ segir réttarstjórinn Ingibjörg Rósa Auðunsdóttir, bóndi á Kollsá í Hrútafirði, þegar við hittum hana í Hvalsárrétt, aðalréttum Bæhreppinga, eins og íbúar Bæjarhrepps hins forna voru jafnan kallaðir.

Innlent
Fréttamynd

Nefna Tröllakirkju sem hæsta fjall Vestfjarða

Kaldbakur hefur löngum verið talinn hæsta fjall Vestfjarða, 998 metra hátt. Strandamenn stríða hins vegar öðrum Vestfirðingum með því að Tröllakirkja á Holtavörðuheiði sé þremur metrum hærri. Hún sé í Strandasýslu, sem teljist til Vestfjarða, og verðskuldi því fremur titilinn.

Innlent
Fréttamynd

Stranda­menn fagna hækkandi sól

Strandamenn ætla að fagna því um helgina að þeir séu farnir að sjá sólina rísa með vaxandi ljósi. Það gera þeir með söng, kveðskap, sögum, spjalli og almennu æðruleysi alla helgina.

Innlent
Fréttamynd

Vest­firðir við árs­lok 2021

Vestfirðir eru í sókn. Færin eru fjölmörg og ef horft er til ársins 2021 má segja að nokkrum góðum áföngum hafi verið náð á árinu. Rétt er við áramót að staldra við og líta til baka og reyna að meta hvað beri hæst á árinu varðandi þróun samfélaga og atvinnulífs á Vestfjörðum.

Skoðun
Fréttamynd

Bíða spennt eftir 2022 og segja landsbyggðina eiga mikið inni

Vestfirðir eru efst á lista yfir svæði til að heimsækja árið 2022 að mati ferðabókaútgefandans Lonely Planet. Sviðstjóri hjá áfangastofu Vestfjarða segir að viðurkenningin muni nýtast þeim næstu árin en mikilvægt sé að uppbygging verði í takt við aukna eftirspurn.

Innlent
Fréttamynd

Sveitar­stjóri ó­sáttur með upp­sögn

Sveitarstjórn Strandabyggðar sagði í gær Þorgeiri Pálssyni, sveitarstjóra, upp störfum. Hann segist íhuga það alvarlega að taka málið lengra og skoða réttarstöðu sína en honum var gert ljóst í gær að hann þyrfti annað hvort að segja upp störfum eða honum yrði sagt upp.

Innlent
Fréttamynd

Endurskipuleggja fjármál Strandabyggðar

Sveitarfélagið Strandabyggð fær þrjátíu milljónir króna úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga með samkomulagi sem það hefur gert við samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið um fjárhagslega endurskipulagningu þess. Rekstur sveitarfélagsins hefur verið þungur að undanförnu.

Innlent
Fréttamynd

Vestfirðingar vonast til að hylli undir lok sögunnar endalausu

„Við höfum náttúrlega reynslu af því að þurfa að bíða mjög lengi eftir því að fá samgöngubætur, eins og Teigsskógarruglið hefur verið. Við bara þekkjum það vel. Og það er ekkert í höfn fyrr en við bara sitjum í bílunum okkar og það er verið að opna vegina okkar,“ segir Hafdís Gunnarsdóttir, formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga.

Innlent
Fréttamynd

Vestfirðingar vonast til að ná vopnum sínum

Opnunardagur Dýrafjarðarganga í haust var stór dagur á Vestfjörðum. Löng bílalestin við gangamunnann lýsti eftirvæntingunni. Um líkt leyti var vinna hafin við gerð nýs vegar yfir Dynjandisheiði og endurnýjun Vestfjarðavegar um Gufudalssveit.

Innlent
Fréttamynd

Talinn hafa ekið of hratt og ekki gætt að við­vörunar­merkjum

Ökumaður bifhjóls sem lést í slysi á Innstrandavegi við Hrófá, suður af Hólmavík, í júní 2019 er talinn hafa ekið of hratt og ekki gætt að viðvörunarmerkjum um einbreiða brú og hættu. Hann hafi misst stjórn á hjólinu við nauðhemlun, fallið af því og kastast á kyrrstæðan bíl.

Innlent
Fréttamynd

Keyra í klukkustund til að kaupa í matinn

Ímyndið ykkur að engin verslun væri í Reykjavík og að borgarbúar þyrftu að keyra yfir fjallveg austur á Selfoss til að kaupa nauðsynjavörur í matinn. Þetta er sá veruleiki sem íbúar Reykhólasveitar búa við eftir að einu búðinni þar var lokað.

Innlent
Fréttamynd

Einu matvöruverslun Reykhólasveitar lokað

Eigendur Hólabúðar á Reykhólum hafa tilkynnt að versluninni verði lokað um næstu mánaðamót. Jafnframt verður rekstri veitingastaðarins 380 Restaurant hætt. Fyrir íbúa Reykhóla þýðir þetta að 50 til 60 mínútna akstur verður í næstu búð til að kaupa í matinn.

Innlent