Ísafjarðarbær

Fréttamynd

Ekki búið að rekja upp­runa smitsins á Hlíf

Íbúi á Hlíf, íbúðum fyrir eldri borgara á Ísafirði, sem er á níræðisaldri hefur greinst með kórónuveiruna og hafa nítján íbúar Hlífar verið skikkaðir í sóttkví vegna smitsins. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða segir að enn sé ekki búið að rekja uppruna smitsins.

Innlent
Fréttamynd

Öld frá stofnun öflugrar bókaverslunar á Ísafirði

Á þessu ári eru liðin 100 ár frá því Jónas Tómasson hóf rekstur bókaverslunar á Ísafirði sem þrjár kynslóðir ráku síðan í 86 ár en í dag rekur Penninn Eymundsson verslunina. Í dag var opnuð sýning á munum og ljósmyndum úr rekstrinum í Edinborgarhúsinu á Ísafirði.

Innlent
Fréttamynd

Fyrstu kaflarnir kláraðir á einu ári á Dynjandisheiði

Vegagerðin hefur boðið út tvo fyrstu kaflana í endurnýjun vegarins um Dynjandisheiði, samtals um tíu kílómetra langa. Góð sátt virðist ríkja um þessa áfanga og er ekki vitað til þess að neinn hafi lýst andstöðu við þær veglínur sem núna eru boðnar út.

Innlent
Fréttamynd

Fjölbreytt þjóðhátíðardagskrá um land allt

Hátíðarhöld vegna þjóðhátíðardags Íslendinga verður með breyttu sniði í ár vegna kórónuveirufaraldursins sem gengið hefur yfir undanfarna mánuði. Fjöldatakmarkanir munu setja svip sinn á daginn en víða hefur verið blásið til hverfishátíða og fólk hefur verið hvatt til að fagna deginum í faðmi nánustu vina og ættingja heima fyrir.

Innlent
Fréttamynd

Vill umsagnir um hvort rétt sé að friða Eyjafjörð fyrir laxeldi í sjó

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur óskað eftir því að Fiskistofa, Matvælastofnun og Hafrannsóknastofnun veiti umsagnir um hvort rétt sé að lýst verði yfir banni við eldi laxfiska af eldisstofni í sjókvíum í Eyjafirði, Jökulfjörðum og í sunnanverðum Norðfjarðarflóa, það er í Viðifirði og Hellisfirði.

Innlent