Sundlaugar og baðlón

Fréttamynd

Stórfelldur lyklaþjófnaður í Grafarvogslaug

Óprúttnir aðilar hafa á aðeins þremur vikum stolið um 60 lyklum úr búningsklefa karla í Grafarvogslaug. Tjón laugarinnar vegna þessa nemur um hálfri milljón króna en það kostar í kringum 9 þúsund krónur að endurnýja hvern lykil og skrá.

Innlent
Fréttamynd

Efna til hönnunar­sam­keppni um Foss­vogs­laug

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs skrifuðu í dag undir viljayfirlýsingu um að finna nýrri sameiginlegri sundlaug bæjarfélaganna stað um miðbik Fossvogsdals í göngufæri frá grunnskólum dalsins, Snælandsskóla og Fossvogsskóla.

Innlent
Fréttamynd

Fimm milljarða baðlón á Kársnesi

Fimm milljarða króna baðlón verður opnað á Kársnesi á morgun. Framkvæmdastjóri segir þetta stærstu fjárfestingu í afþreyingu á höfuðborgarsvæðinu hingað til.

Innlent
Fréttamynd

Mikil ánægja með einu hestasundlaug landsins

Mikil eftirspurn er eftir því að komast með hesta í einu hestasundlaug landsins þar sem hestarnir fá þjálfun og endurhæfingu í lauginni. Eftir sundsprettinn fara hestarnir í sérstakan þurrkklefa og fá verðlaun fyrir frammistöðu sína í lauginni.

Innlent
Fréttamynd

Sam­hæfð sund­fimi (e. synchronized swimming)

Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu eiga margt sameiginlegt og vinna saman að mörgum verkefnum. Sumum finnst þau mættu vinna meira saman, jafnvel að einhverju öðru en þeim verkefnum sem eru skylduverkefni eins og t.d. sorphirðu og slökkviliði.

Skoðun
Fréttamynd

Hefur stundað sund daglega í 80 ár

Hann varð 86 ára nýlega og þann sama dag hélt hann upp á 80 ára sundafmælið sitt. Hér erum við að tala um sundgarp á Selfossi, sem syndir hálfan kílómetra alla daga vikunnar og hefur stundað sund daglega frá því að hann var sex ára gamall.

Innlent
Fréttamynd

Upp­tökur sýna hvað gerðist í Sund­höllinni

Upptökur úr öryggismyndavélum í Sundhöll Reykjavíkur sýna hvað gerðist í aðdraganda andláts ungs manns, sem fannst látinn á botni laugarinnar 21. janúar síðastliðinn. Þá staðfesta upptökurnar að maðurinn lá á botninum í rúmar sex mínútur, að sögn lögreglu.

Innlent
Fréttamynd

Fötin tekin og færð á milli skápa í sundi

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um þjófnað í Árbæ í Reykjavík skömmu fyrir klukkan fimm síðdegis í gær. Sundlaugargestur hafði týnt lykli að skáp sínum í sundklefanum.

Innlent
Fréttamynd

Leigja íbúð saman, út að borða saman en tveggja metra regla í pottinum

Forstöðumaður Sundlaugar Akureyrar segir fólk sem komi í hópum til Akureyrar, leigi saman íbúð og fari saman út að borða finnist að það megi vera saman í heitum potti í sundlaug. Lágar smittölur í landinu verði líka til þess að fólk passi sig minna. Þá verði að hafa í huga að heitir pottar undir berum himni séu ekki illa loftræst rými.

Innlent
Fréttamynd

Of margir í pottinum á Akureyri og aðgengi að lauginni lokað

Lögreglan á Norðurlandi eystra hélt úti sérstöku eftirliti með veitingastöðum og hótelum hvað varðar sóttvarnir um helgina. Þá hafði lögreglan afskipti af sundlaugargestum í Sundlaug Akureyrar eftir að tilkynning barst um að heldur þétt væri setið í heita pottinum og var aðgengi að sundlauginni lokað það sem eftir lifði dags að kröfu lögreglu.

Innlent
Fréttamynd

Hvers vegna drukknar fólk í vöktuðum sundlaugum?

Undanfarin 10 ár hafa orðið þó nokkur drukknunarslys í vöktuðum sundlaugum sem leitt hafa til dauða of margra einstaklinga. Til allrar hamingju hefur þó í mörgum tilfellum tekist að koma í veg fyrir fleiri dauðaslys vegna skjótra aðgerða þjálfaðra starfsmanna og gesta sundlauganna.

Skoðun
Fréttamynd

Sund­höllin er með skynjara sem sendir við­bragð ef manneskja liggur hreyfingar­laus á botni sund­laugar

Sundhöll Reykjavíkur er með eftirlitskerfi í innilaug sem sendir frá sér viðvörun ef manneskja liggur hreyfingarlaus á botni laugarinnar. Fyrirtækið Swimeye sem selur búnaðinn segir búnaðinn bregðast fyrr við en sundlaugarverðir. Faðir manns sem lést eftir að hafa legið á botni sundlaugarinnar á fimmtudag veltir fyrir sér hvað fór úrskeiðis.

Innlent
Fréttamynd

„Hann var einfaldlega perla þessi drengur“

Faðir mannsins sem lést í Sundhöll Reykjavíkur á fimmtudaginn segir hann hafa verið afar hraustan og slysið skilji eftir sig ótal spurningar. Sonur hans hafi legið á botni laugarinnar í sex mínútur áður en endurlífgunartilraunir hófust. Hann segist ekki vilja finna sökudólga, aðeins fá svör.

Innlent
Fréttamynd

Segja lauga­verði hafa verið á sínum stað þegar slysið varð

Laugarverðir voru í sal og turni Sundhallarinnar þegar 31 árs karlmaður fannst þar á botni sundlaugar á fimmtudag, að sögn íþrótta- og tómstundasviðs Reykjavíkur. Maðurinn var síðar úrskurðaður látinn en að sögn föður hans hafði hann legið í um sex mínútur á botni laugarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Gagn­rýnir upp­lýsinga­gjöf lög­reglu um and­lát sonar síns

Guðni Heiðar Guðnason, faðir mannsins sem fannst látinn á botni sundlaugar í Sundhöll Reykjavíkur á fimmtudag, segist verulega ósáttur við að lögregla fullyrði að um veikindi hafi verið að ræða, en hann sjálfur er lögreglumaður. Hann segir son sinn hafa verið stálhraustan, enda aðeins 31 árs gamall. 

Innlent