Vinnumarkaður

Fréttamynd

Segir það lé­legt að spila með lífs­viður­væri for­eldra

Súsanna Ósk Gestsdóttir, deildarstjóri og leikskólakennari er ósátt með það sem hún kallar „innantóm loforð borgarstjórnar“ og segir lélegt að spila með lífsviðurværi foreldra með því að standa ekki við gefin loforð um leikskólapláss. Hún kallar eftir samráði við leikskólakennara til að finna raunverulegar lausnir á löngum biðlistum í borginni.

Innlent
Fréttamynd

Swapp Agen­cy nú með starf­semi á öllum Norður­löndum

Íslenska fyrirtækið Swapp Agency, sem býður fyrirtækjum lausn við að halda utan um starfsfólk í fjarvinnu í öðrum löndum og greiða því sem launþegum, hefur nú hafið starfsemi í Noregi. Fyrirtækið er því komið með starfsemi á öllum Norðurlöndunum, en fyrirtækið hafði áður hafið starfsemi í Finnlandi, Svíþjóð og Danmörku auk Íslands og Færeyja.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hæg­fara dauði leik­skóla­kennarans

Kæri borgarstjóri (og staðgengill borgarstjóra) og borgarfulltrúar. Undanfarið hef ég horft upp á hrakfarir foreldra sem hefur verið lofað leikskólaplássum fyrir börnin sín en þurft að lifa í algjörri óvissu þegar loforð hafa ekki verið efnd. Á sama tíma heyri ég lausnir sem koma frá ykkar herbúðum, minnihluta eða meirihluta, sem eru svo ævintýralegar að mig sundlar og svimar.

Skoðun
Fréttamynd

Vill að Ragnar Þór leiði Alþýðusamband Íslands

Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness og formaður Starfsgreinasambands Íslands, hefur ekki í hyggju að bjóða sig fram til forseta Alþýðusambands Íslands. Tíminn verði þó að leiða í ljós hvort hann bjóði sig fram til varaforseta sambandsins. Hann vill mjög gjarnan sjá Ragnar Þór Ingólfsson, formann VR, leiða ASÍ.

Innlent
Fréttamynd

Drífa nýtur langmests stuðnings til að leiða ASÍ

49,4 prósent landsmanna treystir Drífu Snædal best til að leiða Alþýðusamband Íslands, samkvæmt nýrri Gallup könnun. Eins og kunnugt er sagði Drífa af sér embætti forseta ASÍ á dögunum vegna átaka innan verkalýðshreyfingarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Hvað er planið?

Á hverju ári útskrifast 65-90 fötluð ungmenni af starfsbrautum framhaldsskólanna. Þessi ungmenni hafa farið í gegnum skólakerfið frá leikskóla yfir í grunnskóla og standa á sömu tímamótum og ófatlaðir jafnaldrar við útskriftúr framhaldsskóla.

Skoðun
Fréttamynd

Borgin hafi dregið foreldra á asnaeyrunum

Borgin hefur dregið okkur á asnaeyrunum , segir faðir tæplega tveggja ára barns sem hefur enn ekki komist inn á leikskóla. Hann vill að foreldrar í sömu stöðu fái bætur, enda hafi margir nýtt sumarfrí næsta árs og tekið launalaust leyfi til að sjá um börnin.

Innlent
Fréttamynd

Styðja stjórn­völd starfa­stuld?

Á síðasta ári samþykkti Alþingi breytingu á lögum um farþegaflutninga sem vöktu von í brjósti innlendra rekstraraðila hópbifreiða um að starfastuldur og félagsleg undirboð erlendra hópbifreiðafyrirtækja heyra sögunni til.

Skoðun
Fréttamynd

Mikil­vægt að taktur náist fyrir komandi kjara­samninga

Formaður Bandalags háskólamanna segir mikilvægt að taktur náist innan Alþýðusambands Íslands fyrir komandi kjaraviðræður. Þær setji öðrum aðilum verkalýðshreyfingarinnar ramma. Náist sá taktur ekki gæti opinberi markaðurinn þurft að taka af skarið.

Innlent
Fréttamynd

Auglýsingaherferðir og stórar hugmyndir fyrir kjaraviðræður

Bæði atvinnurekendur og leiðtogar stéttarfélaga eru svartsýnir fyrir komandi kjaraviðræður í haust. Á meðan smá stéttarfélög íhuga að ganga ekki sameinuð að samningaborðinu hefur Félag atvinnurekenda stungið upp á því að forstjórar stórfyrirtækja lækki laun sín.

Innlent
Fréttamynd

Forstjórar ættu að sýna ábyrgð og lækka laun sín

Fram­kvæmda­stjóri Fé­lags at­vinnu­rek­enda vill að for­stjórar stærstu fyrir­tækja landsins lækki laun sín og sýni gott for­dæmi fyrir kjara­við­ræður. Honum þykir mörg stór­fyrir­tæki hafa sýnt á­byrgðar­leysi í verð­bólgu­á­standinu.

Innlent
Fréttamynd

Heilbrigðiskerfið - ekkert án okkar!

Eftir tvö krefjandi ár í heilbrigðismálum þjóðarinnar stefnir því miður í áframhaldandi erfiðleika í heilbrigðiskerfinu. Vonandi er okkur að takast að ráða niðurlögum á Covid-19 faraldrinum en eftir stendur veikburða heilbrigðiskerfi þar sem langþreytt heilbrigðisstarfsfólki er keyrt út.

Skoðun
Fréttamynd

Undarlegt ár að baki hjá verkalýðshreyfingunni

Fyrr­verandi ríkis­sátta­­semjari segir það mjög ó­­­venju­­legt að for­­seti Al­þýðu­­sam­bandsins segi af sér vegna deilna inna verka­­lýðs­hreyfingarinnar. Á­tökin hafi verið ó­­­venju opin­ber síðasta árið. Sviptingarnar gætu haft nokkur á­hrif á gerð kjara­samninga í haust.

Innlent
Fréttamynd

Semjið við hjúkrunarfræðinga

Ég er hjúkrunarfræðingur í hundrað prósent vaktavinnu á bráðadeild sjúkrahúss og er í sumarfríi. Sumarfríið hefur ekki farið í mikla útivist og afþreyingu með fjölskyldunni því ég er einfaldlega örmagna. Ég kvíði því að þurfa að snúa aftur til vinnu eftir nokkra daga.

Skoðun
Fréttamynd

Of­töldu starfs­menn og brutu gegn lögum um hóp­upp­sagnir

Sjúkratryggingar Íslands gerðust brotlegar gegn lögum um hópuppsagnir þegar fjórtán manns var sagt upp í október árið 2020. Sjúkratryggingar töldu sig ekki þurfa að fara að lögunum þar sem 143 störfuðu hjá stofnuninni og því væri tíu prósenta þröskuldi laganna ekki náð.

Innlent
Fréttamynd

Skráð at­vinnu­leysi minnkaði í júlí

Skráð atvinnuleysi var 3,2% í júlímánuði og minnkaði um 0,1 prósentustig frá júní. Að meðaltali fækkaði atvinnulausum um 396 frá júnímánuði. Vinnumálastofnun spáir því að atvinnuleysi muni breytast lítið í ágúst og verða á bilinu 3,0% til 3,4%.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Segir Drífu hafi lokað sig inni í blokk með efri millistéttarfólki

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir Drífu Snædal, fráfarandi forseta ASÍ, aldrei hafa getað stutt umbreytingarverkefni sem hún og formenn annarra stéttarfélaga hafi leitt. Hún segir Drífu ekki hafa ekki viljað taka slaginn og lokað sig inni í blokk með „stétt sérfræðinga og millistéttarfólks.“

Innlent
Fréttamynd

Tjáir sig lítið um sjónarmið Drífu en vill stilla saman strengi

Kristján Þórður Snæbjarnarson hefur tekið við forsetaembætti Alþýðusambands Íslands, í kjölfar afsagnar Drífu Snædal í morgun. Hann gegnir því embætti að minnsta kosti fram að aðalþingi ASÍ um miðjan október. Hann vill ekki gefa það upp hvort hann stefni á kosningabaráttu í haust en segir sóknarfæri felast í því að stilla saman strengi innan hreyfingarinnar.

Innlent