Kynferðisofbeldi

Láta gott heita og gefa yngri hópum plássið: „Það hefur mikið gerst á þessum tíu árum“
Forvarnarhópurinn Bleiki fíllinn hefur ákveðið að hætta störfum, tíu árum frá stofnun hans en Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum mun þess í stað taka þátt í átaki Ríkislögreglustjóra og Neyðarlínunnar þetta árið. Talskona hópsins segir tímabært að yngri aktívistar taki við en fólk geti áfram dreift boðskapi Bleika fílsins.

Forvarnarhópurinn Bleiki fíllinn kveður
Forvarnarhópurinn Bleiki fíllinn sem hefur verið áberandi í Vestmannaeyjum í kringum Verslunarmannahelgina ætlar að hætta störfum, að minnsta kosti í núverandi mynd.

„Valdakerfin okkar eru enn að bregðast þolendum“
Druslugangan var gengin í dag í tíunda sinn eftir tveggja ára hlé vegna heimsfaraldurs. Hundruð voru saman komin við Hallgrímskirkju til að ganga niður að Austurvelli til samstöðufundar.

Með sérstakan mútusjóð til að greiða fórnarlömbum kynferðisofbeldis
Kanadískir fjölmiðlar greina frá því að Íshokkísamband landsins nýti skráningarfé úr starfi yngri flokka til að greiða meintum fórnarlömbum kynferðisofbeldis bætur.

Druslugangan haldin eftir tveggja ára hlé: „Við erum enn að ræða sömu hlutina og sömu sögurnar“
Druslugangan fer fram á laugardaginn eftir tveggja ára hlé vegna kórónuveirufaraldursins. Einn skipuleggjenda göngunnar segir gönguna mikilvæga til að sýna að samfélagið samþykki ekki ofbeldi.

Druslugangan haldin á ný
Nú á laugardaginn, þann 23. júlí, verður samstaða með þolendum kynferðisofbeldis sýnd í verki á nýjan leik þegar við göngum saman frá Hallgrímskirkju niður á Austurvöll kl. 14:00.

Tomasz Þór þvertekur fyrir að hafa beitt heimilisofbeldi
Tomasz Þór Veruson fjallagarpur segist aldrei hafa beitt líkamlegu eða kynferðislegu ofbeldi. Í upphafi árs var hann borinn þungum ásökunum tveggja fyrrverandi kærasta hans, þar á meðal Vilborgar Örnu Gissurardóttur.

Að gangast við hinu ósanna - leiðin til ábyrgðar?
„Af hverju að skrifa núna?“ „Til hvers að segja frá og leiðrétta?“ „Nú þegar rykið er sest og umræðan fallin í gleymsku.“ Þetta sagði ég þegar ég var hvattur til að stíga fram og nota röddina sem við öll höfum. Svarið er þó ekki flókið. Á meðan árasir, ofbeldi, sögusagnir og lygar grassera í minn garð fæ ég ekki rými til að halda áfram með líf mitt. Og hingað erum við komin.

Orðalag dómsins „eitt það svívirðilegasta í seinni tíð“
Ráðgjafi hjá Stígamótum segir umdeilt orðalag í nýbirtum dómi í sifjaspellsmáli eitt það svívirðilegasta í seinni tíð. Varahéraðssaksóknari skilur að orðalagið þyki stuðandi en ekki megi taka orð dómarans úr samhengi.

Þrjú og hálft ár fyrir að nauðga eigin dóttur
Karlmaður var á dögunum dæmdur til þriggja og hálfs árs fangelsisvistar fyrir að nauðga dóttur sinni í malarnámu. Þá var hann dæmdur fyrir vörslu mikils magns barnaníðsefnis.

550 höfða mál gegn Uber vegna kynferðisbrota ökumanna
550 konur hafa höfðað mál gegn Uber vegna kynferðisbrota ökumanna á vegum fyrirtækisins. Glæpirnir sem ökumennirnir eru sagðir hafa framdir eru meðal annars mannrán, nauðganir, kynferðisofbeldi og áreitni.

Fullyrða að félagið hafi vitað af ásökunum um nauðgun síðasta haust
Samkvæmt fréttamiðlinum The Guardian mun félag knattspyrnukappans sem var handtekinn vegna gruns um nauðgun hafa vitað af ásökunum síðasta haust. Félagið leyfði honum samt sem áður að spila með aðalliði þess á síðustu leiktíð.

Gishlaine Maxwell áfrýjar fangelsisdómnum
Gishlaine Maxwell, sem var nýverið dæmd til tuttugu ára fangelsisvistar fyrir að hafa aðstoðað Jeffrey Epstein, þáverandi kærasta sinn, við að finna og tæla unglingsstúlkur, hefur áfrýjað úrskurðinum. Bobbi Sternheim, lögmaður Maxwells, lagði fram ákæruna í dag.

Vítalía hefur gefið skýrslu hjá lögreglu
Vítalía Lazareva er búin að gefa skýrslu hjá lögreglu í tengslum við kæru hennar á hendur Ara Edwald, Hreggviði Jónssyni og Þórði Má Jóhannessyni.

Cheer-stjarna dæmd í tólf ára fangelsi fyrir barnaníð
Cheer-stjarnan Jeremiah „Jerry“ Harris hefur verið dæmdur í tólf ára fangelsi fyrir að taka á móti barnaklámi og ferðast yfir ríkismörk til að stunda ólöglegt kynlífsathæfi.

Á sjálfsvígsvakt eftir dóminn vegna frægðar sinnar
Söngvarinn R. Kelly hefur verið settur á sjálfsvígsvakt í fangelsinu sem hann dvelur í. Hann var dæmdur í þrjátíu ára fangelsi á miðvikudaginn fyrir að nota frægð sína til að þvinga unga aðdáendur til samræðis og beita þá markvissri kynferðislegri misnotkun.

Segir Vítalíu ekki hafa farið með rétt mál um Loga Bergmann
Arnar Grant segir að Vítalía hafi ekki sagt rétt frá samskiptum sínum við fjölmiðlamanninn Loga Bergmann Eiðsson í hlaðvarpsþættinum Eigin konur.

Segist hvorki hafa kúgað né hótað neinum
Arnar Grant, einkaþjálfari, segist hvorki hafa kúgað né hótað neinum í tengslum við mál Vítalíu Lazarevu. Mennirnir þrír hafi átt frumkvæðið að því að ná sáttum með greiðslu.

Arnar snýr ekki aftur í World Class
Verktakasamningi Arnars Grant hjá líkamsræktarstöðinni World Class hefur verið sagt upp.

Biðst afsökunar á að hafa brugðist þolendum
Vítalía Lazareva segist hafa brugðist öðrum þolendum í Twitter-færslu í kvöld. Þórður Már Jóhannesson, Ari Edwald og Hreggviður Jónsson hafa kært hana og Arnar Grant fyrir tilraun til fjárkúgunar, hótanir og brot gegn friðhelgi einkalífsins.

R. Kelly dæmdur í 30 ára fangelsi
Bandaríski söngvarinn R. Kelly var fyrr í kvöld dæmdur í þrjátíu ára fangelsi fyrir að nota frægð sína til að þvinga unga aðdáendur til samræðis og beita þá markvissri kynferðislegri misnotkun. Einnig var honum gert að greiða 100 þúsund dala sekt.

Arnar vísar aðdróttunum um fjárkúgun á bug
Arnar Grant segir kæru Ara Edwald, Hreggviðs Jónssonar og Þórðar Más Jóhannessonar á hendur honum og Vítalíu Lazarevu vera fráleita tilraun til að afvegaleiða umræðu um málið.

Ghislaine Maxwell dæmd í tuttugu ára fangelsi
Ghislaine Maxwell var rétt í þessu dæmd til tuttugu ára fangelsisvistar fyrir að hafa aðstoðað þáverandi kærasta sinn, Jeffrey Epstein, við að finna og tæla unglingsstúlkur. Fórnarlömb Epstein og Maxwell voru meðal þeirra sem báru vitni fyrir dómi í dag.

Segir Vítalíu ekki hafa kært þremenningana
Lögmaður Þórðar Más Jóhannessonar, eins þeirra sem Vítalía Lazareva hefur sakað um kynferðisbrot gegn sér, segir að engin kæra liggi fyrir í málinu, þvert á yfirlýsingar Vítalíu. Þeir þrír sem Vítalía sakaði um að hafa brotið gegn henni í sumarbústað í október 2020 hafa nú kært Vítalíu og Arnar Grant fyrir tilraun til fjárkúgunar.

Þremenningarnir sagðir hafa kært Vítalíu og Arnar fyrir tilraun til fjárkúgunar
Fréttablaðið segir Ara Edwald, Hreggvið Jónsson og Þórð Má Jóhannesson hafa kært Vítalíu Lazarevu og Arnar Grant til héraðssaksóknara fyrir tilraun til fjárkúgunar, hótanir og brot gegn friðhelgi einkalífsins.

Baldwin ræðir við Allen í beinni á Instagram
Leikarinn Alec Baldwin hefur greint frá því að hann muni taka viðtal við leikstjórann Woody Allen á morgun, sem verður sýnt í beinni útsendingu á Instagram.

Maxwell sögð á sjálfsvígsvakt í fangelsi
Lögmaður Ghislaine Maxwell, sem var sakfelld fyrir aðild að glæpum Jeffreys Epstein gegn konum, segir að hún sé sjálfsvígsvakt í fangelsinu í Brooklyn þar sem henni er haldið. Til stendur að ákvarða refsingu hennar á þriðjudag en lögmaðurinn segir að það kunni að frestast.

Breytti framburði um sofandi brotaþola
Karlmaður var í dag dæmdur í tveggja og hálfs árs skilorðsbundið fangelsi fyrir að nauðga stúlku sem ekki gat spornað við verknaðinum sökum áhrifa lyfja og svefndrunga.

Kominn tími á breytingar á réttarkerfinu?
Kvenréttindafélag Íslands, Mannréttindaskrifstofa Íslands, Öfgar, UN Women á Íslandi og Öryrkjabandalag Íslands hafa skilað inn sameiginlegri skuggaskýrslu til nefndar sem starfar á grundvelli samnings Sameinuðu þjóðanna um afnám allrar mismununar gagnvart konum (Kvennasáttmálans).

Almennt ekki hugað að kynjasjónarmiðum í Covid-viðbrögðum ríkja heims
Aðeins þrettán af 226 ríkjum eða ríkissvæðum heims gerðu aðgerðir gegn kynbundnu ofbeldi að ríkjandi stefnu í aðgerðaráætlunum sínum vegna Covid-19 faraldursins.