Dans

Fréttamynd

Súludansinn sveiflar sér yfir á netið

„Áhorfendur geta búist við því að þeim sé komið á óvart, þetta verður sexí, sorglegt, fyndið, töff og allt þar á milli,“ segir Sólveig Maria Seibitz í samtali við Makamál.

Makamál
Fréttamynd

„Man ekki til þess að ég hafi séð betri karldansara í svona þáttum“

„Það er mjög athyglisvert að fylgjast með frammistöðu Rúriks okkar Gíslasonar í þættinum Let´s Dance í Þýskalandi, sem er systurþáttur okkar Allir geta dansað. Mikið óskaplega hlýtur almættið að hafa verið í góðu skapi þegar það bjó til hann Rúrik. Það er ekki nóg að hann lítur út eins og grískur guð úr fornbókmenntunum, heldur er hann líka algert hæfileikabúnt. Ég er búinn að sjá þrjá dansa sem hann hefur dansað í keppninni og eru þeir hver öðrum betur dansaðir,“ segir Jóhann Gunnar Arnarsson, danssérfræðingur, sem hefur verið dómari í þáttunum Allir geta dansað á Stöð 2 undanfarin ár.

Lífið
Fréttamynd

Rúrik tryggði sér svokallað „Wild Card“ og Twitter logar

Rúrik Gíslason fótbolta- og athafnamaður sem keppir nú í þýska dansþættinum Let‘s Dance, tryggði sér svokallað „Wild card“ í þættinum í gær. Það þýðir að ekki er hægt að kjósa hann úr næsta þætti sem fram fer þann 5. mars. Rúrik er því öruggur í næstu umferð.

Lífið
Fréttamynd

„Varð kyn­tákn á HM en nú skiptir hann um feril“

Danski miðillinn Berlingske, BT, gerði Rúrik Gíslason að umfjöllunarefni sínu fyrir helgi en þar fjallaði miðillinn um skipti Rúriks; úr fótboltanum yfir í sjónvarpsheiminn. Fyrir helgi var tilkynnt að Rúrik myndi taka þátt í þýska sjónvarpsþættinum Let’s Dance.

Fótbolti
Fréttamynd

Tilkynning Helga Tómassonar vekur athygli í listaheiminum

Einn kunnasti listamaður Íslendinga, Helgi Tómasson, tilkynnti í gær að hann hygðist láta af störfum á næsta ári sem listrænn stjórnandi og aðaldanshöfundur San Francisco-ballettsins. Helgi, sem orðinn er 78 ára gamall, tók við stjórn ballettflokksins fyrir 35 árum eftir farsælan feril sem ballettdansari þar sem hann skapaði sér nafn sem einn besti karldansari heims.

Menning
Fréttamynd

Jóla­ævin­týri Ingu Marenar dansara

Borgarleikhúsið býður landsmönnum öllum upp á veglega jóladagskrá í formi jóladagatals í ár. Á hverjum degi frá 1. til 24. desember verður opnaður gluggi og listamenn leikhússins gleðja með fjölbreyttum atriðum.

Jól
Fréttamynd

Gott ráð til að takast á við jólastressið

Borgarleikhúsið býður landsmönnum öllum upp á veglega jóladagskrá í formi jóladagatals í ár. Á hverjum degi frá 1. til 24. desember verður opnaður gluggi og listamenn leikhússins gleðja með fjölbreyttum atriðum.

Jól
Fréttamynd

Heiðar Ástvaldsson látinn

Heiðar Ástvaldsson danskennari er látinn 84 ára gamall. Sonur Heiðars greindi frá andláti föður síns á Facebook upp úr hádegi í dag.

Innlent
Fréttamynd

Dansa fyrir lækningu á Duchenne

Ægir Þór, átta ára strákur, og mamma hans hafa dansað við borgarstjóra, forsætisráðherra og fólk um allan heim til að vekja athygli á Duchenne vöðvarýrnunarsjúkdómnum. Ægir Þór sem er haldinn sjúkdómnum vonast eftir lækningu og að hann komist í langþráða meðferð í útlöndum.

Innlent