

Valborg Rut Geirsdóttir var kornung þegar hún ákvað að hana langaði að eignast fjögur börn fyrir þrítugt. Þegar hún var 24 ára ákvað hún að hana langaði að stofna fjölskyldu, þótt hún væri bæði ung og einhleyp.
Eygló Lind Egilsdóttir eignaðist frumburð sinn aðeins 19 ára og annað barn sitt tveimur árum síðar.
"Það eru þrjú ár síðan ég gerði þá fyrri, en síðan þá hef ég verið með annað augað opið fyrir viðmælendum svona ef ske kynni.“
Rakel Halldórsdóttir á fimm börn og er með þrjár háskólagráður. BA gráðu í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands, gráðu í safnfræðum frá Harvard og meistaragráðu frá sama háskóla með áherslu á sögu lista og arkitektúrs.
"Ég var alveg hætt að eiga börn þegar ég var búin að eignast þrjú,“ segir Margrét Brynjólfsdóttir á Patreksfirði.
Vigdís Jack átti einn son þegar hún gerðist ráðskona hjá séra Róbert Jack í Grímsey, en hann var þá nýorðinn ekkill og átti fjögur ung börn, það elsta sex ára. Saman eignuðust þau fimm börn til viðbótar.
Ýr Sigurðardóttir, yfirlæknir á flogaveikideild á Nemours barnaspítalanum í Orlando og átta barna móðir, segir Bandaríkjamenn ekkert skilja í því að hún eigi svona mörg börn.
Ýr Sigurðardóttir ætlaði alltaf að láta fjölda barna sinna stöðvast á prímtölu en hætti við þegar áttunda barnið fæddist.
Linda Jónsdóttir á fimm börn og eru tvö þeirra ættleidd frá Kína. Hún segist tengjast þeim jafnmikið og þeim börnum sem hún fæddi sjálf.
"Það hvarflaði ekki annað að mér en að ég væri steinhætt að eiga börn,“ segir viðmælandi Margra barna mæðra í kvöld.
Hildur Jónsdóttir og Ragnar Gestsson eiga saman níu börn. Skipulag skiptir höfuðmáli og hefur því hefur og einn fjölskyldumeðlimur sitt ábyrgðarhlutverk
"Mér finnst það umhugsunarvert að konur, eða hjón, setji vinnuna framar en fjölskylduna. Þetta er eitthvað sem þú hefur alltaf. Hitt ekki endilega,“ segir Hildur Jónsdóttir, sem kemur fram í öðrum þætti af Margra barna mæðrum í kvöld.
Leyndardómar ofurkvennanna afhjúpaðir. Sigrún Ósk velti fyrir sér hvernig margra barna mæður færu að eftir að hún eignaðist sín börn, leitaði til þeirra og úr varð sjónvarpssería.