Seðlabankinn Sjálfsmark Seðlabankans kallar á auknar kröfur verkalýðsfélaga að mati formanns SGS Viðræður Starfsgreinasambandsins og samtaka verslunarmanna við Samtök atvinnulífsins um nýjan skammtíma kjarasamning eru í uppnámi eftir vaxtahækkun Seðlabankans í morgun. Seðlabankastjóri segir neyslugleði almennings stuðla að mikilli verðbólgu og nauðsynlegt væri að stilla saman veruleika og væntingar. Innlent 23.11.2022 19:22 Hagvöxtur yrði sá minnsti síðan 2002 gangi kröfur verkalýðsforkólfa eftir Verðbólga gæti orðið þrálátari og efnahagsbatinn hægari hækki laun mun meira en gert er ráð fyrir í grunnspá Seðlabankans. Hann spáir sex prósenta hækkun á næsta ári. Semji verkalýðsfélögin með það fyrir augum að endurheimta sambærilegt raunlaunastig og var í upphafi ársins, eins og forystufólk verkalýðsfélaga hefur gefið til kynna, yrði hagvöxtur sá minnsti hér á landi síðan árið 2002 ef frá eru talin samdráttarárin í kjölfar fjármálakreppunnar og heimsfaraldursins. Innherji 23.11.2022 16:01 Fjárfestar búast við frekari hækkun stýrivaxta vegna óvissu um kjarasamninga Skuldabréfamarkaðurinn hefur verðlagt inn frekar stýrivaxtahækkanir á næstu misserum sem rekja má til óvissu um gang núverandi kjarasamningsviðræðna. Þetta segir sjóðstjóri hjá Kviku eignastýringu. Innherji 23.11.2022 14:29 Gjaldeyrisforðinn verður ekki nýttur til að styðja við Tenerife-ferðir landsmanna Seðlabankastjóri sagði að ef þjóðin haldi áfram að eyða af sama krafti gæti það þýtt að krónan verði að veikjast til að afla frekari útflutningstekna. Hann vakti athygli á í samhengi við veikari krónu, að það væri „gríðarlegur“ vöruskiptahalli vegna mikillar einkaneyslu, sem birtist meðal annars í tíðum ferðum landsmanna til Teneriffe. Innherji 23.11.2022 12:17 Neyslugleði almennings heldur uppi verðbólgunni að mati seðlabankastjóra Seðlabankastjóri segir neyslugleði Íslendinga eiga stóran þátt í að halda uppi verðbólgunni. Peningastefnunefnd Seðlabankans hækkaði meginvexti sína um 0,25 prósentur í morgun sem er tíunda vaxtahækkun bankans á einu og hálfu ári. Innlent 23.11.2022 11:51 „Við munum hækka vexti eins og þarf“ Stjórnendur peningastefnunefndar Seðlabankans segja það alveg skýrt að nefndin muni hækka stýrivexti frekar, meti hún þörf á því. Seðlabankastjóri segir það alveg skýrt að Seðlabankinn geti ekki verið aðili að loforði um að stýrivextir verði ekki hækkaðir sem hluti af kjarasamningum. Viðskipti innlent 23.11.2022 11:34 Ragnar Þór segir seðlabankastjóra ganga erinda fjármagnseigenda Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, telur einsýnt að Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri beri hag bankanna og fjármagnseigenda fyrst og síðast fyrir brjósti. Viðskipti innlent 23.11.2022 10:01 Bein útsending: Seðlabankinn rökstyður 25 punkta hækkun Fulltrúar peningastefnunefndar Seðlabankans munu rökstyðja stýrivaxtahækkun sína á fréttamannafundi sem hefst klukkan 9:30. Tilkynnt var í morgun að vextir bankans yrðu hækkaðir um 0,25 prósentustig. Viðskipti innlent 23.11.2022 09:00 Seðlabankinn hækkar vexti í sex prósent og hafa þeir ekki verið hærri frá 2010 Peningastefnunefnd Seðlabankans hefur hækkað meginvexti um 0,25 prósentur, úr 5,75 prósent í 6 prósent, og vísar meðal annars til þess að undirliggjandi verðbólga hefur áfram aukist og vísbendingar eru sömuleiðis um að kjölfesta verðbólguvæntinga í markmið Seðlabankans hafi veikst. Mikill óvissa var meðal markaðsaðila um vaxtaákvörðun Seðlabankans, hvort þeim yrði haldið óbreyttum eða hækkaðir jafnvel upp í allt að 50 punkta. Innherji 23.11.2022 08:52 Tíunda hækkunin í röð: Seðlabankinn hækkar stýrivexti um 0,25 prósentur Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,25 prósentustig. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, fara því úr 5,75 prósent í sex prósent. Viðskipti innlent 23.11.2022 08:31 Seðlabankastjóri hafi verið „of fljótur að kalla toppinn“ og spá hækkun vaxta Ólíklegt er að vonir seðlabankastjóra um að vaxtahækkun bankans í byrjun október yrði sú síðasta í bili rætist þegar peningastefnunefnd kemur saman í vikunni. Mikill meirihluti markaðsaðila spáir því, samkvæmt könnun Innherja, að vextir verði hækkaðir um 25 punkta en óvænt gengisveiking krónunnar hefur ýtt undir hærri verðbólguvæntingar og þá virðist enn vera talsverður eftirspurnarþrýstingur á fasteignamarkaði. Sumir vænta jafnvel 50 punkta hækkunar með vísan til þess að verðbólguálag hefur hækkað verulega og aðhald Seðlabankans sjaldan verið minna á þessari öld. Innherji 21.11.2022 07:00 Segir úlfalda gerðan úr mýflugu í skýrslu Ríkisendurskoðunar Lárus Blöndal, stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins segir sýsluna ekki vera sammála þeim sjónarmiðum sem komi fram í skýrslu Ríkisendurskoðunar. Verið sé að gera úlfalda úr mýflugu hvað suma annmarka varðar. Söluna hefði einnig mátt kynna betur fyrir almenningi. Viðskipti innlent 16.11.2022 15:30 Fjármálaeftirlitið reynir að flýta skoðun á bankasölunni Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands segir að reynt sé að flýta skoðun eftirlitsins á Íslandsbankasölunni eins og kostur sé. Innlent 15.11.2022 07:28 Gjaldeyriseignir Gildis jukust um nærri tíu prósent á þriðja fjórðungi Eftir að hafa dregist stöðugt saman í um tvö ár þá jókst verulega vægi erlendra fjárfestinga í eignasafni Gildis á liðnum ársfjórðungi þegar gjaldeyriseignir lífeyrissjóðsins hækkuðu um liðlega 24 milljarða. Hlutfall erlendra eigna annarra stærstu lífeyrissjóða landsins jukust sömuleiðis, samt mun minna en í tilfelli Gildis, samhliða því að gengi krónunnar fór lækkandi. Innherji 14.11.2022 14:01 Styrking krónunnar gegn evru þurrkast út þrátt fyrir gjaldeyrissölu Seðlabankans Gengi krónunnar hefur verið í stöðugum veikingarfasa á undanförnum vikum en mikil gengisstyrking framan af ári, einkum gagnvart evrunni, hefur núna gengið til baka og meira en það. Seðlabanki Íslands greip margsinnis inn í á markaði í dag með sölu á gjaldeyri úr forða sínum til að reyna að stemma stigu við of mikilli gengislækkun en samkvæmt nýrri hagspá Arion mun krónan halda áfram að gefa eftir fram á næsta ár. Innherji 10.11.2022 16:09 Veruleg hækkun raungengis áskorun fyrir atvinnugreinar í alþjóðlegri samkeppni Veruleg hækkun raungengisins á mælikvarða hlutfallslegrar launaþróunar á fyrri árshelmingi er til marks um hversu ólík þróun launa hefur verið annars vegar hér á landi og hins vegar í okkar helstu viðskiptaríkjum. Sú þróun er áskorun fyrir atvinnugreinar sem eru í beinni samkeppni á heimsmarkaði, til að mynda ferðaþjónustuna sem er enn að glíma við eftirköst Covid-19 heimsfaraldursins. Innherji 9.11.2022 14:00 Birting afkomuviðvarana Það er hvorki markaðinum í heild né fjárfestum til framdráttar að birta afkomuviðvaranir vegna hvers konar minniháttar frávika. Til að auðvelda þetta mat og koma á samræmdri framkvæmd væri ekki úr vegi að skráð félög innleiddu vandað innra verklag í tengslum við vinnslu fjárhagsupplýsinga, birtingu uppgjöra, gerð afkomuspáa og við hvaða mörk skuli miða þegar afstaða er tekin til birtingu afkomuviðvarana. Umræðan 8.11.2022 09:00 Gunnar kemur inn fyrir Andra í fjármálaeftirlitsnefnd Breytingar hafa verið gerðar á fjármálaeftirlitnefnd Seðlabanka Íslands eftir að Andri Fannar Bergþórsson, lögmaður og dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík, sagði sig úr nefndinni fyrr í haust. Innherji 7.11.2022 20:01 Seldi gjaldeyri til að stemma stigu við gengisveikingu krónunnar Seðlabanki Íslands beitti inngripum á gjaldeyrismarkaði undir lok síðustu viku til að vega á móti stöðugri gengisveikingu krónunnar að undanförnu. Þetta var í fyrsta sinn sem Seðlabankinn greip inn á markaði frá því um miðjan september en veiking krónunnar gerir bankanum erfiðara um vik að ná niður verðbólgunni. Innherji 7.11.2022 15:38 Merki um að heimilin séu að snúa aftur í verðtryggð íbúðalán lífeyrissjóða Ný verðtryggð íbúðalán lífeyrissjóðanna voru nánast jafn mikil og upp- og umframgreiðslur þeirra í september en sjóðsfélagar höfðu áður greitt upp slík lán samfellt frá því á vormánuðum ársins 2020. Er þessi viðsnúningur í samræmi við þá útlánaþróun sem hefur sést hjá bönkunum á allra síðustu mánuðum samtímis hækkandi vaxtastigi en Seðlabankastjóri hefur sagst hafa áhyggjur af því að heimilin færi sig aftur yfir í verðtryggð lán. Innherji 7.11.2022 09:00 Íbúðaframboð í örum vexti Lengri meðalsölutími, samdráttur í undirrituðum kaupsamningum, aukið framboð, húsnæðisverðslækkanir erlendis og sú staðreynd að tæplega þriðjungur útistandandi íbúðalána er á breytilegum óvertryggðum vöxtum bendir allt til að framundan séu húsnæðisverðslækkanir. Umræðan 3.11.2022 09:01 Hendur nýs formanns verða ekki bundnar vegna ESB Krafan um Evrópusambandsaðild mun ekki verða til þess að Samfylkingin verði með hendur bundnar andspænis mögulegu ríkisstjórnarsamstarfi. Þrátt fyrir að nýr formaður Samfylkingarinnar sé Evrópusinni verða Evrópumálin ekki fyrsta forgangsmál. Áhersla verður lögð á „klassísk jafnaðarmannamál.“ Innlent 2.11.2022 13:49 Óvissa með útgreiðslur til hluthafa Íslandsbanka vegna óróa á mörkuðum Íslandsbanki mun nota síðasta fjórðung ársins til að kanna hvaða valkosti hann hefur vegna áður boðaðra áforma um að kaup á eigin bréfum fyrir allt að 15 milljarða króna, að sögn bankastjórans, en umrót á fjármálamörkuðum veldur því að óvissa er um hvenær getur orðið af slíkum útgreiðslum til hluthafa. Seðlabankastjóri hefur áður brýnt fyrir bönkunum að þeir þurfi að gæta vel að lausafjárstöðu sinni við þessar krefjandi markaðsaðstæður. Innherji 29.10.2022 16:11 Innlán fyrirtækja tóku yfir 40 milljarða króna stökk í einum mánuði Umfang innlána atvinnufyrirtækja í viðskiptabönkunum jókst um rúmlega 40 milljarða króna í september, eða um heil sex prósent á milli mánaða. Líklegt má telja að þar muni mikið um stóra greiðslu til Símans vegna sölunnar á Mílu á síðasta degi septembermánaðar en verulegur vöxtur hefur verið í innlánum fyrirtækja allt frá vormánuðum síðasta árs. Innherji 25.10.2022 13:18 Bankarnir hafa fimmfaldað útlán sín til fyrirtækja milli ára Eftir vísbendingar um að það væri farið að hægja á miklum útlánavexti viðskiptabankanna til atvinnufyrirtækja í ágúst þá sýna nýjar tölur Seðlabankans að hann tók við sér kröftuglega á ný í liðnum mánuði. Á fyrstu þremur fjórðungum þessa árs þá nema ný útlán bankanna til fyrirtækja samtals um 213 milljörðum króna borið saman við aðeins 44 milljarða á sama tímabili fyrir ári. Innherji 24.10.2022 16:01 Tásumyndir frá Tene í óþökk seðlabankastjóra Þvert á vilja seðlabankastjóra virðast tásumyndir frá Tenerife á Spáni vera í tísku um þessar mundir. Lífið 21.10.2022 23:54 Telur umræðu um aukna greiðslubyrði á villigötum Umræða um aukna greiðslubyrði lána sem bera breytilega vexti er á villigötum að mati Rannveigar Sigurðardóttur varaseðlabankastjóra. Hún segir mjög algengt að þeir sem hafi tekið slík lán hafi blandað þeim saman við verðtryggð lán, sem mildi áhrif. Tilbúin dæmi sem sýni miklar hækkanir á greiðslubyrði slíkra lána segi ekki alla söguna. Viðskipti innlent 18.10.2022 12:06 Bein útsending: Opinn fundur með fulltrúum Seðlabankans Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis heldur opinn fund með fulltrúum Seðlabankans klukkan 9.10. Horfa má á fundinn í beinni útsendingu hér að neðan. Innlent 18.10.2022 08:50 Hvert fór allur seljanleikinn? Það hefur alltaf verið skylda seðlabanka að vera lánveitandi til þrautavara. En að hafa opnar lánalínur á stórum skala árum saman er allt annað mál. Okkar niðurstöður benda til þess að mjög erfitt verði að snúa við þeirri magnbundnu íhlutun sem hefur átt sér stað á undanförnum árum. Ekki síst vegna þess að minni efnahagsreikningur seðlabanka gerir hagkerfi viðkvæmari fyrir áföllum. Umræðan 17.10.2022 11:36 Eignamarkaðir ættu að njóta þess að Ísland sé í öfundsverðri stöðu Sjóðstjóri fjárfestingasjóðsins Algildi segist ekki vera „mjög bjartsýnn“ á erlenda eignamarkaði um þessar mundir. Staðan hérlendis sé mun betri. Ísland sé í öfundsverðri stöðu og því ætti eignamörkuðum hérlendis að vegna betur en margra annarra landa sem standi verr að vígi. Innherji 15.10.2022 11:00 « ‹ 23 24 25 26 27 28 29 30 31 … 48 ›
Sjálfsmark Seðlabankans kallar á auknar kröfur verkalýðsfélaga að mati formanns SGS Viðræður Starfsgreinasambandsins og samtaka verslunarmanna við Samtök atvinnulífsins um nýjan skammtíma kjarasamning eru í uppnámi eftir vaxtahækkun Seðlabankans í morgun. Seðlabankastjóri segir neyslugleði almennings stuðla að mikilli verðbólgu og nauðsynlegt væri að stilla saman veruleika og væntingar. Innlent 23.11.2022 19:22
Hagvöxtur yrði sá minnsti síðan 2002 gangi kröfur verkalýðsforkólfa eftir Verðbólga gæti orðið þrálátari og efnahagsbatinn hægari hækki laun mun meira en gert er ráð fyrir í grunnspá Seðlabankans. Hann spáir sex prósenta hækkun á næsta ári. Semji verkalýðsfélögin með það fyrir augum að endurheimta sambærilegt raunlaunastig og var í upphafi ársins, eins og forystufólk verkalýðsfélaga hefur gefið til kynna, yrði hagvöxtur sá minnsti hér á landi síðan árið 2002 ef frá eru talin samdráttarárin í kjölfar fjármálakreppunnar og heimsfaraldursins. Innherji 23.11.2022 16:01
Fjárfestar búast við frekari hækkun stýrivaxta vegna óvissu um kjarasamninga Skuldabréfamarkaðurinn hefur verðlagt inn frekar stýrivaxtahækkanir á næstu misserum sem rekja má til óvissu um gang núverandi kjarasamningsviðræðna. Þetta segir sjóðstjóri hjá Kviku eignastýringu. Innherji 23.11.2022 14:29
Gjaldeyrisforðinn verður ekki nýttur til að styðja við Tenerife-ferðir landsmanna Seðlabankastjóri sagði að ef þjóðin haldi áfram að eyða af sama krafti gæti það þýtt að krónan verði að veikjast til að afla frekari útflutningstekna. Hann vakti athygli á í samhengi við veikari krónu, að það væri „gríðarlegur“ vöruskiptahalli vegna mikillar einkaneyslu, sem birtist meðal annars í tíðum ferðum landsmanna til Teneriffe. Innherji 23.11.2022 12:17
Neyslugleði almennings heldur uppi verðbólgunni að mati seðlabankastjóra Seðlabankastjóri segir neyslugleði Íslendinga eiga stóran þátt í að halda uppi verðbólgunni. Peningastefnunefnd Seðlabankans hækkaði meginvexti sína um 0,25 prósentur í morgun sem er tíunda vaxtahækkun bankans á einu og hálfu ári. Innlent 23.11.2022 11:51
„Við munum hækka vexti eins og þarf“ Stjórnendur peningastefnunefndar Seðlabankans segja það alveg skýrt að nefndin muni hækka stýrivexti frekar, meti hún þörf á því. Seðlabankastjóri segir það alveg skýrt að Seðlabankinn geti ekki verið aðili að loforði um að stýrivextir verði ekki hækkaðir sem hluti af kjarasamningum. Viðskipti innlent 23.11.2022 11:34
Ragnar Þór segir seðlabankastjóra ganga erinda fjármagnseigenda Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, telur einsýnt að Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri beri hag bankanna og fjármagnseigenda fyrst og síðast fyrir brjósti. Viðskipti innlent 23.11.2022 10:01
Bein útsending: Seðlabankinn rökstyður 25 punkta hækkun Fulltrúar peningastefnunefndar Seðlabankans munu rökstyðja stýrivaxtahækkun sína á fréttamannafundi sem hefst klukkan 9:30. Tilkynnt var í morgun að vextir bankans yrðu hækkaðir um 0,25 prósentustig. Viðskipti innlent 23.11.2022 09:00
Seðlabankinn hækkar vexti í sex prósent og hafa þeir ekki verið hærri frá 2010 Peningastefnunefnd Seðlabankans hefur hækkað meginvexti um 0,25 prósentur, úr 5,75 prósent í 6 prósent, og vísar meðal annars til þess að undirliggjandi verðbólga hefur áfram aukist og vísbendingar eru sömuleiðis um að kjölfesta verðbólguvæntinga í markmið Seðlabankans hafi veikst. Mikill óvissa var meðal markaðsaðila um vaxtaákvörðun Seðlabankans, hvort þeim yrði haldið óbreyttum eða hækkaðir jafnvel upp í allt að 50 punkta. Innherji 23.11.2022 08:52
Tíunda hækkunin í röð: Seðlabankinn hækkar stýrivexti um 0,25 prósentur Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,25 prósentustig. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, fara því úr 5,75 prósent í sex prósent. Viðskipti innlent 23.11.2022 08:31
Seðlabankastjóri hafi verið „of fljótur að kalla toppinn“ og spá hækkun vaxta Ólíklegt er að vonir seðlabankastjóra um að vaxtahækkun bankans í byrjun október yrði sú síðasta í bili rætist þegar peningastefnunefnd kemur saman í vikunni. Mikill meirihluti markaðsaðila spáir því, samkvæmt könnun Innherja, að vextir verði hækkaðir um 25 punkta en óvænt gengisveiking krónunnar hefur ýtt undir hærri verðbólguvæntingar og þá virðist enn vera talsverður eftirspurnarþrýstingur á fasteignamarkaði. Sumir vænta jafnvel 50 punkta hækkunar með vísan til þess að verðbólguálag hefur hækkað verulega og aðhald Seðlabankans sjaldan verið minna á þessari öld. Innherji 21.11.2022 07:00
Segir úlfalda gerðan úr mýflugu í skýrslu Ríkisendurskoðunar Lárus Blöndal, stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins segir sýsluna ekki vera sammála þeim sjónarmiðum sem komi fram í skýrslu Ríkisendurskoðunar. Verið sé að gera úlfalda úr mýflugu hvað suma annmarka varðar. Söluna hefði einnig mátt kynna betur fyrir almenningi. Viðskipti innlent 16.11.2022 15:30
Fjármálaeftirlitið reynir að flýta skoðun á bankasölunni Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands segir að reynt sé að flýta skoðun eftirlitsins á Íslandsbankasölunni eins og kostur sé. Innlent 15.11.2022 07:28
Gjaldeyriseignir Gildis jukust um nærri tíu prósent á þriðja fjórðungi Eftir að hafa dregist stöðugt saman í um tvö ár þá jókst verulega vægi erlendra fjárfestinga í eignasafni Gildis á liðnum ársfjórðungi þegar gjaldeyriseignir lífeyrissjóðsins hækkuðu um liðlega 24 milljarða. Hlutfall erlendra eigna annarra stærstu lífeyrissjóða landsins jukust sömuleiðis, samt mun minna en í tilfelli Gildis, samhliða því að gengi krónunnar fór lækkandi. Innherji 14.11.2022 14:01
Styrking krónunnar gegn evru þurrkast út þrátt fyrir gjaldeyrissölu Seðlabankans Gengi krónunnar hefur verið í stöðugum veikingarfasa á undanförnum vikum en mikil gengisstyrking framan af ári, einkum gagnvart evrunni, hefur núna gengið til baka og meira en það. Seðlabanki Íslands greip margsinnis inn í á markaði í dag með sölu á gjaldeyri úr forða sínum til að reyna að stemma stigu við of mikilli gengislækkun en samkvæmt nýrri hagspá Arion mun krónan halda áfram að gefa eftir fram á næsta ár. Innherji 10.11.2022 16:09
Veruleg hækkun raungengis áskorun fyrir atvinnugreinar í alþjóðlegri samkeppni Veruleg hækkun raungengisins á mælikvarða hlutfallslegrar launaþróunar á fyrri árshelmingi er til marks um hversu ólík þróun launa hefur verið annars vegar hér á landi og hins vegar í okkar helstu viðskiptaríkjum. Sú þróun er áskorun fyrir atvinnugreinar sem eru í beinni samkeppni á heimsmarkaði, til að mynda ferðaþjónustuna sem er enn að glíma við eftirköst Covid-19 heimsfaraldursins. Innherji 9.11.2022 14:00
Birting afkomuviðvarana Það er hvorki markaðinum í heild né fjárfestum til framdráttar að birta afkomuviðvaranir vegna hvers konar minniháttar frávika. Til að auðvelda þetta mat og koma á samræmdri framkvæmd væri ekki úr vegi að skráð félög innleiddu vandað innra verklag í tengslum við vinnslu fjárhagsupplýsinga, birtingu uppgjöra, gerð afkomuspáa og við hvaða mörk skuli miða þegar afstaða er tekin til birtingu afkomuviðvarana. Umræðan 8.11.2022 09:00
Gunnar kemur inn fyrir Andra í fjármálaeftirlitsnefnd Breytingar hafa verið gerðar á fjármálaeftirlitnefnd Seðlabanka Íslands eftir að Andri Fannar Bergþórsson, lögmaður og dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík, sagði sig úr nefndinni fyrr í haust. Innherji 7.11.2022 20:01
Seldi gjaldeyri til að stemma stigu við gengisveikingu krónunnar Seðlabanki Íslands beitti inngripum á gjaldeyrismarkaði undir lok síðustu viku til að vega á móti stöðugri gengisveikingu krónunnar að undanförnu. Þetta var í fyrsta sinn sem Seðlabankinn greip inn á markaði frá því um miðjan september en veiking krónunnar gerir bankanum erfiðara um vik að ná niður verðbólgunni. Innherji 7.11.2022 15:38
Merki um að heimilin séu að snúa aftur í verðtryggð íbúðalán lífeyrissjóða Ný verðtryggð íbúðalán lífeyrissjóðanna voru nánast jafn mikil og upp- og umframgreiðslur þeirra í september en sjóðsfélagar höfðu áður greitt upp slík lán samfellt frá því á vormánuðum ársins 2020. Er þessi viðsnúningur í samræmi við þá útlánaþróun sem hefur sést hjá bönkunum á allra síðustu mánuðum samtímis hækkandi vaxtastigi en Seðlabankastjóri hefur sagst hafa áhyggjur af því að heimilin færi sig aftur yfir í verðtryggð lán. Innherji 7.11.2022 09:00
Íbúðaframboð í örum vexti Lengri meðalsölutími, samdráttur í undirrituðum kaupsamningum, aukið framboð, húsnæðisverðslækkanir erlendis og sú staðreynd að tæplega þriðjungur útistandandi íbúðalána er á breytilegum óvertryggðum vöxtum bendir allt til að framundan séu húsnæðisverðslækkanir. Umræðan 3.11.2022 09:01
Hendur nýs formanns verða ekki bundnar vegna ESB Krafan um Evrópusambandsaðild mun ekki verða til þess að Samfylkingin verði með hendur bundnar andspænis mögulegu ríkisstjórnarsamstarfi. Þrátt fyrir að nýr formaður Samfylkingarinnar sé Evrópusinni verða Evrópumálin ekki fyrsta forgangsmál. Áhersla verður lögð á „klassísk jafnaðarmannamál.“ Innlent 2.11.2022 13:49
Óvissa með útgreiðslur til hluthafa Íslandsbanka vegna óróa á mörkuðum Íslandsbanki mun nota síðasta fjórðung ársins til að kanna hvaða valkosti hann hefur vegna áður boðaðra áforma um að kaup á eigin bréfum fyrir allt að 15 milljarða króna, að sögn bankastjórans, en umrót á fjármálamörkuðum veldur því að óvissa er um hvenær getur orðið af slíkum útgreiðslum til hluthafa. Seðlabankastjóri hefur áður brýnt fyrir bönkunum að þeir þurfi að gæta vel að lausafjárstöðu sinni við þessar krefjandi markaðsaðstæður. Innherji 29.10.2022 16:11
Innlán fyrirtækja tóku yfir 40 milljarða króna stökk í einum mánuði Umfang innlána atvinnufyrirtækja í viðskiptabönkunum jókst um rúmlega 40 milljarða króna í september, eða um heil sex prósent á milli mánaða. Líklegt má telja að þar muni mikið um stóra greiðslu til Símans vegna sölunnar á Mílu á síðasta degi septembermánaðar en verulegur vöxtur hefur verið í innlánum fyrirtækja allt frá vormánuðum síðasta árs. Innherji 25.10.2022 13:18
Bankarnir hafa fimmfaldað útlán sín til fyrirtækja milli ára Eftir vísbendingar um að það væri farið að hægja á miklum útlánavexti viðskiptabankanna til atvinnufyrirtækja í ágúst þá sýna nýjar tölur Seðlabankans að hann tók við sér kröftuglega á ný í liðnum mánuði. Á fyrstu þremur fjórðungum þessa árs þá nema ný útlán bankanna til fyrirtækja samtals um 213 milljörðum króna borið saman við aðeins 44 milljarða á sama tímabili fyrir ári. Innherji 24.10.2022 16:01
Tásumyndir frá Tene í óþökk seðlabankastjóra Þvert á vilja seðlabankastjóra virðast tásumyndir frá Tenerife á Spáni vera í tísku um þessar mundir. Lífið 21.10.2022 23:54
Telur umræðu um aukna greiðslubyrði á villigötum Umræða um aukna greiðslubyrði lána sem bera breytilega vexti er á villigötum að mati Rannveigar Sigurðardóttur varaseðlabankastjóra. Hún segir mjög algengt að þeir sem hafi tekið slík lán hafi blandað þeim saman við verðtryggð lán, sem mildi áhrif. Tilbúin dæmi sem sýni miklar hækkanir á greiðslubyrði slíkra lána segi ekki alla söguna. Viðskipti innlent 18.10.2022 12:06
Bein útsending: Opinn fundur með fulltrúum Seðlabankans Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis heldur opinn fund með fulltrúum Seðlabankans klukkan 9.10. Horfa má á fundinn í beinni útsendingu hér að neðan. Innlent 18.10.2022 08:50
Hvert fór allur seljanleikinn? Það hefur alltaf verið skylda seðlabanka að vera lánveitandi til þrautavara. En að hafa opnar lánalínur á stórum skala árum saman er allt annað mál. Okkar niðurstöður benda til þess að mjög erfitt verði að snúa við þeirri magnbundnu íhlutun sem hefur átt sér stað á undanförnum árum. Ekki síst vegna þess að minni efnahagsreikningur seðlabanka gerir hagkerfi viðkvæmari fyrir áföllum. Umræðan 17.10.2022 11:36
Eignamarkaðir ættu að njóta þess að Ísland sé í öfundsverðri stöðu Sjóðstjóri fjárfestingasjóðsins Algildi segist ekki vera „mjög bjartsýnn“ á erlenda eignamarkaði um þessar mundir. Staðan hérlendis sé mun betri. Ísland sé í öfundsverðri stöðu og því ætti eignamörkuðum hérlendis að vegna betur en margra annarra landa sem standi verr að vígi. Innherji 15.10.2022 11:00