EM 2022 í Englandi

Fréttamynd

„Góð svör í báðum leikjum“

„Mér finnst margt í ferðinni hafa gengið upp og við náð að innprenta ákveðna hluti í leikmannahópinn,“ segir Þorsteinn Halldórsson eftir fyrstu tvo leiki sína sem landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta.

Fótbolti
Fréttamynd

„Sagði engin neitt þegar hún lá þarna“

Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari segir enga í ítalska liðinu hafa kvartað yfir jöfnunarmarki Íslands í vináttulandsleiknum í dag, þó að leikmaður liðsins hafi legið á vellinum vegna smávægilegra meiðsla.

Fótbolti
Fréttamynd

Rússar komust á EM

Rússland bættist í dag í hóp með Íslandi og öðrum þjóðum sem tryggt hafa sér sæti á Evrópumóti kvenna í fótbolta sem fram fer sumarið 2022.

Fótbolti
Fréttamynd

„Aldrei draumastaða að missa lykilmenn“

Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu mætir Ítalíu í tveim vináttulandsleikjum á næstu dögum. Báðir leikirnir eru spilaðir á Ítalíu, sá fyrri á morgun klukkan 14:00, en sá seinni á þriðjudaginn. Þorsteinn Halldórsson, nýráðinn þjálfari íslenska liðsins sat fyrir svörum á blaðamannafundi í dag.

Fótbolti
Fréttamynd

FIFA segir nei við Cloé Eyju og Ísland

Íslenska-kanadíska knattspyrnukonan Cloé Eyja Lacasse fær ekki leikheimild með íslenska kvennalandsliðinu því Alþjóða knattspyrnusambandið segir að hún hafi ekki verið nógu lengi á Íslandi.

Fótbolti
Fréttamynd

Fjögur komu til greina og voru öll íslensk

Guðni Bergsson formaður KSÍ segir það hafa verið ákveðið lúxusvandamál hve góðir umsækjendur sóttust eftir starfi landsliðsþjálfara kvenna í fótbolta. Mikil ánægja sé með að hafa á endanum getað ráðið Þorstein Halldórsson sem náð hefur frábærum árangri sem þjálfari Breiðabliks.

Fótbolti