
Pílukast

Íslenskur pílukastari keppir við þá bestu í heimi í Köben í sumar
Í fyrsta sinn mun Íslendingur keppa á Nordic Darts Masters þar sem átta bestu pílukastarar heims mæta átta keppendum frá Norður- og Eystrasaltslöndunum. Mótið fer fram í Kaupmannahöfn 10. og 11. júní.

Ísmaðurinn með tvo níu pílna leiki sama kvöldið
Það er ekki á hverjum degi sem keppandi nær níu pílna leik, hvað þá tvisvar sinnum sama kvöldið. En Gerwyn Price afrekaði það í úrvalsdeildinni í pílukasti í Belfast í gær.

Fyrsta sjónvarpaða kvennamótið í pílukasti fer fram í sumar
Nýlega kynnti atvinnumannadeildin í pílukasti til sögunnar mótið Betfred Women's World Matchplay þar sem átta konur taka þátt, en þetta verður fyrsta kvennamót PDC-samtakanna sem sýnt verður frá í sjónvarpi.

Segir réttlætanlegt að hafa Sherrock í úrvalsdeildinni vegna vinsælda hennar
Vinsældir Fallons Sherrock gætu réttlætt það að hún fengi úthlutað sæti í úrvalsdeildinni í pílukasti. Þetta segir Laura Turner, einn af sérfræðingur Sky Sports um pílukast.

Segir ósanngjarnt ef Fallon Sherrock fær sæti í úrvalsdeildinni
Skiptar skoðanir eru á því hvort Fallon Sherrock eigi að fá keppnisrétt í úrvalsdeildinni í pílukasti.

Hápunktar HM í pílukasti: Soutar, Rydz, níu pílurnar hjá Borland og epískur leikur Smiths og Claytons
Heimsmeistaramótinu í pílukasti lauk í gær. Vísir fékk einn helsta pílusérfræðing landsins til að velja hápunkta mótsins.

Peter Wright heimsmeistari í pílukasti í annað sinn
Peter Wright er heimsmeistari í pílukasti í annað sinn eftir 7-5 sigur gegn Michael Smith í úrslitum HM í Alexandra Palace í kvöld.

Spáir því að Smith snúi á söguna og verði heimsmeistari
Heimsmeistaramótinu í pílukasti lýkur í kvöld með úrslitaleik Michaels Smith og Peters Wright. Einn helsti pílusérfræðingur landsins spáir því að úrslitin ráðist í oddasetti.

Peter Wright í úrslit á HM í pílu
Peter „Snakebite“ Wright er kominn í úrslit á heimsmeistaramótinu í pílukasti sem fer fram í Ally Pally í London. Hann mætir þar Michael Smith.

Bully Boy í úrslit í Ally Pally
Michael Smith, oft nefndur Bully Boy, er kominn áfram í úrslit á heimsmeistaramótinu í Pílukasti sem fram fer þessa dagana í London. Hann bar sigurorð af James Wade í undanúrslitum í kvöld, 6-3.

Price ósáttur við áhorfendur í Ally Pally og vill að HM verði í Wales
Gerwyn Price, ríkjandi heimsmeistari í pílukasti, féll úr keppni á HM í pílukasti í gærkvöldi þegar hann tapaði fyrir Englendingnum Michael Smith í 8 manna úrslitum.

Smith sendi heimsmeistarann heim í Ally Pally
Gerwyn Price, ríkjandi heimsmeistari í pílukasti, tapaði fyrir Michael Smith í 8 manna úrslitum á heimsmeistaramótinu í pílukasti sem fer fram í Ally Pally þessa dagana. Smith mætir James Wade í undanúrslitunum.

Snakebite í undanúrslit í Ally Pally
Peter „Snakebite“ Wright kom sér áfram í undanúrslit á Heimsmeistarmótinu í pílukasti eftir frábæran leik við ungstirnið Callan Rydz í Ally Pally í kvöld.

Anderson og Wade örugglega áfram í undanúrslit
James Wade og Gary Anderson tryggðu sér sæti í undanúrslitum á HM í pílukasti í Alexandra Palace í dag.

Skotinn fljúgandi bjargaði sér fyrir horn | Þungarokkarinn engin fyrirstaða fyrir Wright
Skotinn fljúgandi, Gary Anderson, vann nauman 4-3 sigur gegn Rob Cross í 16-manna úrslitum HM í pílukasti í kvöld eftir að hafa komist í 3-1. Þá vann Peter Wright öruggan 4-1 sigur gegn þungarokkaranum Ryan Searle.

Kóngurinn bestur undir pressu en taugarnar brugðust Dobey
Mervyn King stimplaði sig inn í 8-manna úrslitin á HM í pílukasti í Lundúnum í dag þrátt fyrir að lenda í erfiðri stöðu í leik sínum við Ástralann Raymond Smith. Luke Humphries vann rosalegt taugastríð gegn Chris Dobey.

Heimsmeistarinn sagði að búið væri að gengisfella HM og lagði til að því yrði frestað
Heimsmeistarinn Gerwyn Price lagði það til að HM í pílukasti yrði frestað vegna fjölda keppenda sem hafa þurft að draga sig úr keppni eftir að hafa greinst með kórónuveiruna.

Efsti maður heimslistans áfram í 8-manna úrslit
Efsti maður heimslistans í pílukasti, Gerwyn Price, fór auðveldlega áfram í 8-manna úrslit á meðan að hinar tvær viðureignir kvöldsins voru æsispennandi.

Rydz sjóðheitur sem fyrr en veiran setur áfram strik í reikninginn
Callan Rydz heldur áfram að fara á kostum á HM í pílukasti í Alexandra Palace í Lundúnum.

Mætir aftur í Ally Pally eftir maraþonvaktir með slökkviliðinu um jólin
Nokkrum klukkutímum eftir að hafa slegið Mensur Suljovic út á heimsmeistaramótinu í pílukasti var Alan Soutar mættur í hina vinnuna sína, hjá slökkviliðinu.

Van Gerwen afar ósáttur við mótshaldara: „Þetta er bara ein stór kórónuveirubomba núna“
Michael van Gerwen sendi skipuleggjendum heimsmeistaramótsins í pílukasti tóninn eftir að hann þurfti að draga sig úr keppni eftir að hann greindist með kórónuveiruna.

Heimsmeistararnir frá 2018 og 2020 komir í 16-manna úrslit
Rob Cross og Peter Wright tryggðu sér báðir sæti í 16-manna úrslitum HM í pílu í kvöld. Cross þurfti öll sjö settin til að tryggja sér sigur, en Wright hrökk í gang og tók öll völd eftir að hafa tapað fyrstu tveim.

Íslendingar áberandi í Ally Pally: „Það er bara eitt n í Benidorm, Ólafur“
Eins og flestir íþróttaáhugamenn vita er heimsmeistaramótið í pílukasti í fullum gangi í Ally Pally í London um þessar mundir. Nokkrir Íslendingar eru mættir að fylgjast með viðureignum kvöldsins og mátti sjá nokkur skemmtileg skilaboð þegar Rob Cross og Daryl Gurney gengu inn á sviðið.

Van Gerwen með veiruna og þarf að draga sig úr keppni
Pílukastarinn Micheal van Gerwen hefur þurft að draga sig úr keppni á HM í pílukasti eftir að Hollendingurinn greindist með kórónuveiruna.

Með skerta sjón á meðal sextán bestu í heimi í pílu
Ryan Searle glímir við svo alvarlega sjónskekkju að stundum sér hann ekki hvar pílan hans lenti á píluspjaldinu. Engu að síður er hann framarlega í heiminum í íþróttinni og komst í dag áfram í 16-manna úrslit á HM í pílukasti.

Heimsmeistarinn naumlega áfram eftir spennutrylli
Aðeins tveir leikir fóru fram á HM í pílu í kvöld. Heimsmeistarinn Gerwyn Price fór áfram eftir 4-3 sigur á Kim Huybrechts á meðan Jonny Clayton vann 4-0 sigur á Gabriel Clemens.

Eggaldinbóndinn gróf sig upp úr djúpri holu en Wade fékk frímiða
Það er nóg um að vera í Alexandra Palace í dag þar sem fyrstu fjórir keppendurnir hafa nú tryggt sér sæti í 16-manna úrslitunum á HM í pílukasti. Einn þeirra þurfti þó ekkert að hafa fyrir sigrinum.

Greindist með veiruna klukkustundum eftir að hann féll úr leik á HM í pílukasti
Fimmfaldi heimsmeistarinn í pílukasti, Raymond van Barneveld, greindist með kórónuveiruna einungis nokkrum klukkustundum eftir að hann féll úr leik í 64-manna úrslitum gegn Rob Cross á Þorláksmessu.

Fimmfaldur heimsmeistari úr leik
Fimmfaldi heimsmeistarinn Raymond van Barneveld, eða Barney, er úr leik á HM í pílu eftir 3-1 tap gegn heimsmeistaranum frá 2018, Rob Cross.

Alan Soutar kom til baka og sló hinn blíða úr leik | De Sousa bjargaði sér fyrir horn
Skotinn Alan Soutar snéri taflinu við og vann 3-2 sigur gegn Mensur „The Gentle“ Suljovic á heimsmeistaramótinu í pílukasti í dag.