Miðflokkurinn

Fréttamynd

Segja tugmilljarðagat í fjárhagsáætlun borgarinnar

Borgarstjóri segir að engin efnahagsleg óstjórn ríki í Reykjavík en oddviti Sjálfstæðisflokksins, stærsta stjórnarandstöðuflokksins, furðar sig á því af hverju kostnaður við rekstur Reykjavíkurborgar sé 20 prósentum hærri á íbúa en í nágrannasveitarfélögunum. Hann segir tugmilljarðagat í fjárhagsáætlun borgarinnar.

Innherji
Fréttamynd

Baráttan um borgina að hefjast

Fyrirséð er að hart verður barist um hylli kjósenda í komandi borgarstjórnarkosningum sem fram fara í maí á næsta ári. Áður en til kosninganna kemur, þurfa flokkarnir ýmist að stilla upp á lista eða fara í prófkjör og því ekki seinna vænna að flokkarnir fari að velja sér forystufólk. Fjölmörg ný nöfn eru nefnd til skjalanna í þeim efnum og sum hver kunnugleg.

Innherji
Fréttamynd

Ó­sáttur við hvernig Vig­dís per­sónu­gerði gagn­rýnina

Baldur Borgþórsson, varaborgarfulltrúi, segir að fljótlega eftir að hann tók til starfa sem varaborgarfulltrúi Miðflokksins hafi farið að renna á hann tvær grímur varðandi samstarfið við Vigdísi Hauksdóttur, oddvita flokksins. Hann segir hana ekki hafa fylgt gildum framboðsins, meðal annars með því að persónugera gagnrýni.

Innlent
Fréttamynd

Bergþór og Laufey eiga von á barni

Laufey Rún Ketilsdóttir starfsmaður Sjálfstæðisflokksins og Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, eiga von á barni. Laufey tilkynnti þetta á Instagram í kvöld og sagði að von væri á barninu í byrjun sumars.

Lífið
Fréttamynd

Titlar sig vafa­þing­mann

Karl Gauti Hjaltason titlar sig vafaþingmann eftir alþingiskosningarnar í haust. Hann fór yfir framkvæmd kosninganna á Sprengisandi í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Segist hafa misskilið að Erna vildi í flokkinn

Erna Bjarnadóttir varaþingmaður Miðflokksins segist ekki hafa ætlað að fylgja Birgi Þórarinssyni í Sjálfstæðisflokkinn. Hann hafi oftúlkað orð hennar um það. Tilkynningu þar sem Erna var boðin velkomin í Sjálfstæðisflokkinn var breytt rétt fyrir hádegi.

Innlent
Fréttamynd

Sjálf­stæðis­flokkurinn bauð Ernu vel­komna í flokkinn á laugar­dag

Sjálfstæðisflokkurinn tilkynnti á laugardag að Erna Bjarnadóttir, varaþingmaður Birgis Þórarinssonar og Miðflokkskona, hafi ákveðið að fylgja Birgi yfir í Sjálfstæðisflokkinn og starfa innan þingflokks hans. Erna tilkynnti hins vegar í morgun að hún muni ekki fylgja Birgi eftir, heldur halda til í Miðflokknum.

Innlent
Fréttamynd

Erna fylgir Birgi ekki í Sjálfstæðisflokkinn

Erna Bjarnadóttir ætlar ekki að fylgja Birgi Þórarinssyni og verða varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins á kjörtímabilinu. Birgir gaf í skyn yfirlýsingu um helgina að Erna ætlaði að fylgja honum úr Miðflokknum til Sjálfstæðisflokksins

Innlent
Fréttamynd

Birgir truflar ekki stjórnarmyndunarviðræður

Leiðtogar ríkisstjórnarflokkanna taka fyrir að vistaskipti Birgis Þórarinssonar yfir í Sjálfstæðisflokk hafi áhrif á yfirstandandi stjórnarmyndunarviðræður. Formaður Sjálfstæðisflokksins segir litla umræðu hafa átt sér stað innan þingflokksins áður en ákvörðun var tekin.

Innlent
Fréttamynd

Völd leið­toga yfir þing­mönnum myndu aukast ef þing­sæti fylgdu flokkum

Stefanía Óskarsdóttir, dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir ýmis rök hníga að því að þingsæti fylgi þingmönnum frekar en þingflokkum. Að öðrum kosti kynni agi forystumanna flokkanna yfir þingmönnum sínum að verða slíkur að enginn þingmaður þyrði öðru en að fylgja flokkslínum til hins ítrasta, af ótta við að missa þingsæti sitt.

Innlent
Fréttamynd

Vistaskipti Birgis óvenjuleg en trufla Katrínu ekki

Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna segir óvenjulegt að þingmaður yfirgefi flokk sinn jafn skömmu eftir kosningar og raun ber vitni hjá Birgi Þórarinssyni, fyrrverandi Miðflokksmanni og nú þingmanni Sjálfstæðisflokksins. Formennirnir leita fyrirmynda á Norðurlöndunum varðandi röðun málaflokka í sín ráðuneyti.

Innlent
Fréttamynd

Líkir Birgi við Júdas

Þorsteinn Sæmundsson, fyrrverandi þingmaður Miðflokksins, er harðorður í garð Birgis Þórarinssonar fyrrverandi samflokksmanns hans, sem tilkynnti óvænt í gær að hann væri genginn til liðs við Sjálfstæðisflokkinn aðeins tveimur vikum eftir kosningar, í skoðanagrein sem birtist á Vísi í dag.

Innlent
Fréttamynd

Sjálfstæðisflokkurinn ekki að ganga í Birgi Þórarinsson

Skiptar skoðanir eru á ákvörðun Birgis Þórarinssonar að ganga í Sjálfstæðisflokkinn svo skömmu eftir kosningar. Bjarni Benediktsson formaður flokksins hefur boðið Birgi velkominn í þingflokkinn, sem er orðinn sá langstærsti á þingi með sautján þingmenn.

Innlent
Fréttamynd

For­maður Heim­dallar gagn­rýnir vista­skipti Birgis

Veronika Steinunn Magnúsdóttir, formaður Heimdallar, félags ungra Sjálfstæðismanna í Reykjavík, telur að vistaskipti Birgis Þórarinssonar þingmanns úr Miðflokki yfir í Sjálfstæðisflokkinn geri verulega lítið úr prófkjörsbaráttu síðarnefnda flokksins, sem og vilja kjósenda hans.

Innlent