Ástin og lífið

Fréttamynd

Brady og Shayk rugla saman reitum

NFL-goðsögnin Tom Brady og ofurfyrirsætan Irina Shayk sáust fara heim saman um helgina. Þau eru sögð hafa eytt nóttinu saman og á Brady að hafa skutlað Shayk heim morguninn eftir.

Lífið
Fréttamynd

Vinaparið nefndi dótturina

Vinirnir og tónlistarmennirnir Þórdís Imsland og Sigurjón Örn Böðvarsson nefndu dótturina, sem kom í heiminn 4. júlí síðastliðinn. Stúlkan fékk nafnið Stella Katrín Sigurjónsdóttir Imsland í blíðviðrinu í gær. 

Lífið
Fréttamynd

Hildur Guðna og Sam giftu sig á á­star­f­leyi

Tónlistarkonan og Óskarsverðlaunahafinn Hildur Guðnadóttir og bandaríska tónskáldið Sam Slater giftu sig í Þýskalandi um helgina. Brúðkaupið fór fram á bát í borginni Berlín, eða á ástarfleyi eins og móðir Hildar orðar það.

Lífið
Fréttamynd

Love Is­land stjörnur trú­lofaðar

Love Island stjörnuparið Molly-Mae Hague og Tommy Fury eru trúlofuð. Tommy fór á skeljarar á spænsku eyjunni Ibiza um helgina en fjögur ár eru síðan þau kynntust í raunveruleikaþáttunum. 

Lífið
Fréttamynd

Dagur og Arna saman í aldar­fjórðung

Dagur B. Eggerts­son, borgar­stjóri og Arna Dögg Einars­dóttir, læknir, hafa verið saman í aldar­fjórðung. Dagur deilir þessu á sam­fé­lags­miðlinum Face­book.

Lífið
Fréttamynd

„Ef ekki væri fyrir þessa ís­lensku fjöl­skyldu þá væri ég ekki til“

„Með því að hjálpa þeim er ég í raun að endurgjalda þeim mitt eigið líf,“ segir hin breska Sue Frecklington í samtali við Vísi. Á hernámssárunum var faðir Sue heimtur úr helju af íslenskum bónda hér á landi. Mennirnir tveir þróuðu í kjölfarið með sér vináttu sem átti eftir að spanna marga áratugi og ná þvert yfir fjórar kynslóðir.

Innlent
Fréttamynd

Einfaldar líf sitt eftir að hafa lent á vegg

Hannes Steindórsson fasteignasali og fyrrverandi bæjarfulltrúi Kópavogs stendur á tímamótum í lífinu eftir að hann lenti á vegg og féll eftir ellefu ár af edrúmennsku. Hann hefur ákveðið að einfalda líf sitt og einbeita sér að því sem skiptir hann hvað mestu máli; fjölskyldunni og starfinu sem fasteignasali.

Lífið
Fréttamynd

Slags­mál á Kjarval vendi­punkturinn: „Ég sá ekkert nema bara drauga“

Tónlistarmaðurinn Patrik Atlason opnaði sig í útvarpsviðtali í gær og segir það hafa verið ömurlegt að vera í neyslu á sínum tíma. Í dag hefur hann sagt skilið við vímuefni og einbeitir sér að tónlistinni. Lagið Skína sem er eftir Patrik og tónlistarmanninn Luigi kom út í dag og markmiðin eru háleit.

Lífið
Fréttamynd

Leyndir hæfileikar þekktra Íslendinga

Hæfileikar einstaklinga eru mismunandi og tengjast oft á tíðum áhugamálum. Þá býr fólk stundum yfir leyndum og óútskýrðum hæfileikum sem gætu flokkast sem óhefðbundnir líkt og geta snert nefið á sér með tungubroddinum eða rappa á kínversku svo dæmi séu tekin.

Lífið
Fréttamynd

Segist hafa stokkið of hratt í sam­bandið með Pete

Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian, sagði frá því í nýjasta þætti raunveruleikaþáttanna The Kardashians, að hún hafi stokkið of hratt í ástarsamband með uppistandaranum Pete Davidson eftir skilnað hennar við rapparann Kanye West.

Lífið
Fréttamynd

Barna­lán hjá Bar­bie-hjónum

Leikstjórarnir Greta Gerwig og Noah Baumbach eignuðust annað barn sitt fyrr á árinu. Barnið kom því í heiminn í miðjum fjölmiðlatúr fyrir Barbie sem Gerwig leikstýrir og kom í bíó í vikunni.

Lífið
Fréttamynd

Vergara og Manganiello að skilja

Leikkonan Sofía Vergara og leikarinn Joe Manganiello eru að skilja. Tæp átta ár eru liðin síðan þau giftu sig í Palm Beach í Flórída.

Lífið
Fréttamynd

Hugljúf ástarsaga Arnars og Kamillu

Röð tilviljana leiddi til þess að Örn S. Kaldalóns, kerfisfræðingur og fálkaorðuhafi, kynntist eiginkonu sinni, Kamillu Suzanne Kaldalóns, í Englandi á fyrri hluta áttunda áratugarins. Hann var þá 29 ára og hún rétt rúmlega tvítug. Kamilla fluttist búferlum til Íslands til að vera með Erni sem á þeim tíma þótti nokkuð óvenjuleg og djörf ákvörðun.

Lífið
Fréttamynd

Látinn vinur opnaði himnana á brúðkaupsdaginn

Hjónin Eygló Rún Karlsdóttir og Sverrir Rúnarsson giftu sig með pomp og prakt fyrr í sumar en sama dag fagnaði Sverrir fertugsafmæli sínu. Eygló segist hafa alfarið séð ein um undirbúning og aldrei hafi neitt annað komið til greina en að brúðkaupsveislan færi fram á Hótel Geysi.

Lífið
Fréttamynd

Mikill aldurs­munur geti valdið vanda­málum

Theodór Francis Birgisson, klínískur félagsráðgjafi, segir að mikill aldursmunur geti valdið vandamálum. Honum finnst mikill aldursmunur í parasamböndum alveg dásamlegur því slíkt gefur honum svo mikla atvinnu.

Lífið
Fréttamynd

„Gætiru látið gjósa í til­efni dagsins?“

Leikkonan Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir birti fyrr í dag hjartnæma færslu á Facebook síðu sinni þar sem hún minnist eiginmanns síns, Stefáns Karls Stefánssonar sem lést eftir erfiða baráttu við krabbamein árið 2018. Stefán Karl hefði orðið 48 ára í dag. 

Lífið
Fréttamynd

Söfnuðu milljón krónum á einni viku fyrir bók um þriðju vaktina

Söfnun fyrir útgáfu bókar um þriðju vaktarina lauk á rúmri viku. Höfundur segir markmiðið vera að veita pörum aðgengilegt samansafn af upplýsingum um fyrirbærið. Þegar hafa á fimmta tug frásagna borist og segist höfundur trúa því að hægt og rólega muni hinar verstu karlrembur vakna úr dvala, karlar muni ekki lengur geta skýlt sér á bakvið skilningsleysi þegar komin er út heil bók um viðfangsefnið. Þriðja vaktin geti rústað hjónaböndum.

Lífið