Viðskipti

Fréttamynd

Starfsmenn Airbus óttast uppsagnir

Stjórn EADS, móðurfélags flugvélaframleiðandans Airbus, fundar síðar í dag um stöðu félagsins og tafir á framleiðsu A380 risafarþegaþotunnar sem félagið framleiðir. Starfsmenn óttast að EADS muni grípa til víðtækra uppsagna í hagræðingarskyni.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Tekjur ríkissjóðs aukast um 11,7 prósent

Heildartekjur ríkissjóðs námu ríflega 98 milljörðum króna á öðrum fjórðungi ársins á þjóðhagsreikningagrunni en heildarútgjöld 81 milljarði króna. Tekjujöfnuður ríkissjóðs er því áætlaður 17,5 milljarðar króna á tímabilinu. Þetta er 11,7 prósenta aukning frá sama tíma í fyrra, samkvæmt bráðabirgðatölum sem Hagstofan birti í dag.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Afgangur ríkissjóðs nemur 36 milljörðum á hálfu ári

Ríkissjóður skilar 36 milljarða króna tekjuafgangi á fyrri hluta ársins samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofu Íslands. Á sama tíma er niðurstaðan sögð lakari hjá sveitarfélögum þar sem er 2,2 milljarða króna halli. Heildartekjur hins opinbera á öðrum ársfjórðungi nema 131,2 milljörðum króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Rafhlöður frá Sony innkallaðar á ný

Kínverski tölvuframleiðandinn Lenovo hefur ákveðið að innkalla hálfa milljón rafhlaða, sem fylgja fartölvum fyrirtækisins á heimsvísu. Sony framleiddi rafhlöðurnar. Lenovo framleiðir fartölvur undir eigin merkjum og IBM.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Mosaic undir væntingum

Tískuverslunarkeðjan Mosaic Fashions hagnaðist um 630 milljónir króna á öðrum ársfjórðungi og alls um 740 milljónir á fyrri hluta rekstrarársins. Afkoma á öðrum ársfjórðungi hækkaði um 107 prósent á milli ára.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Líkur á frekari uppsögnum

Svo getur farið að Landsflug verði á næstunni að segja upp stærstum hluta eða öllu starfsfólki vegna verkefnaskorts. Rúnar Árnason, framkvæmdastjóri félagsins, segir framtíðina velta á því hvort útboðssamningur við ríkið um áætlunarflug verði endurnýjaður.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Setningabók frá Og Vodafone

Og Vodafone hefur tekið í notkun setningabókina Made in Iceland í Vodafone live. Bókin gefur viðskiptavinum fyrirtækisins kost á að skoða og þýða yfir fimm hundruð setningar á þrettán tungumálum í farsímum sínum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Norska ríkið horfir til SAS

Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, segir í samtali við norska dagblaðið Dagsavisen koma til greina að norska ríkið kaupi hluti sænska og danska ríkisins í norræna flugfélaginu SAS.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Endurnýja ekki flugflotann

Alexander Lebedev, einn af stærstu hluthöfum rússneska flugfélagsins Aeroflot, vísar því á bug að skrifað hafi verið undir samning um kaup á 22 farþegaflugvélum frá Boeing og jafnmörgum vélum frá Airbus.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Fons selur hlut sinn í FlyMe

Fons eignarhaldsfélag, sem er í eigu Pálma Haraldssonar og Jóhannesar Kristinssonar, hefur selt rúman tuttugu prósenta hlut sinn í sænska lággjaldaflugfélaginu FlyMe til norska hlutafélagsins Cognation, sem eftir kaupin á 36 prósent í flugfélaginu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Tvöföldun á hagnaði Mosaic Fashions

Tískuvörukeðjan Mosaic Fashions hf. skilaði 5,6 milljóna punda hagnaði á fyrstu sex mánuðum ársins. Þetta samsvarar 738,4 milljónum íslenskra króna og er rétt rúm tvöföldun á hagnaði félagsins á milli ára. Á sama í fyrra nam hann 2,7 milljónum punda. Mestur hluti hagnaðarins varð til á öðrum ársfjórðungi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hagvöxtur undir væntingum

Hagvöxtur jókst um 2,6 prósent í Bandaríkjunum á öðrum ársfjórðungi, samkvæmt endurskoðuðum útreikningum bandaríska viðskiptaráðuneytisins. Þetta er nokkuð undir væntingum en almennt var reiknað með því að hagvöxtur myndi aukast um 2,9 prósent. Þá er um talsvert minni hagvöxt að ræða en á fyrsta fjórðungi ársins, sem nam 5,6 prósentum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Jafet selur fjórðungshlut sinn í VSB

Jafet S. Ólafsson, framkvæmdatjóri VBS fjárfestingabanka, hefur selt tæplega fjórðungshlut sinn í bankanum og á tvö prósent eftir söluna. Kaupandi er fjárfestingafélagið FSP, sem er í eigu tuttugu sparisjóða og Sparisjóðabanka Íslands.

Innlent
Fréttamynd

Norðmenn vilja SAS

Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, segir koma til greina að norska ríkið kaupi hluti sænska og danska ríkisins í norræna flugfélaginu SAS. Stoltenberg segir ríkisstjórnir landanna hafa hug á að selja hluti sína í félaginu. Markaðsvirði hlutanna nemur rúmum 87 milljörðum íslenskra króna.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Vöruskipti óhagstæð um 11,6 milljarða

Vöruskipti voru óhagstæð um 11,6 milljarða krónur í ágústmánuði. Þetta er 3,2 milljörðum krónum minna en á sama tíma fyrir ári, samkvæmt útreikningum Hagstofunnar. Á fyrstu átta mánuðum ársins voru vöruskipti hins vegar neikvæð um 63,4 milljarða krónur sem er 31,2 milljörðum krónum meira en á fyrstu átta mánuðum síðasta árs.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Eimskip í skipafélagsbandalag í Evrópu

Eimskip hefur gengið frá kaupum á 65 prósenta hlut í finnska skipafélaginu Containerships og munu félögin tvö, ásamt litháenska skipafélaginu Kursiu Linija, sem er í eigu Eimskipa, mynda eitt stærsta flutningabandalag Evrópu í styttri siglingu. Félagið mun heita Containerships Group.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Verð hækkar hér en lækkar annars staðar

Norrænn samanburður sýnir að GSM þjónusta hækkar í verði á Íslandi meðan hún lækkar á hinum Norðurlöndunum. Þetta er meðal niðurstaðna nýrrar samnorrænnar skýrslu eftirlitsstofnana á fjarskiptamarkaði. Farsímamarkaðurinn hér er sagður einkennast af fákeppni.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Árangurstengd laun á undanhaldi hér

Á tímabilinu milli áranna 2003 og 2006 hefur dregið úr því að laun séu tengd frammistöðu í starfi. Er það í takt við þróunina í nágrannaríkjum okkar og kemur meðal annars til af neikvæðri umræðu í þjóðfélaginu um slíka umbun.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

HoF rekið með tapi

Vöruhúsakeðjan House of Fraser, sem Baugur, FL Group og fleiri fjárfestar hyggjast yfirtaka, tapaði 11,6 milljónum punda á fyrri hluta rekstrarársins sem lauk í júlí. Samsvarar tapið rúmum 1,5 milljörðum króna og jókst um 275 prósent á milli ára.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Viðsnúningur í verðbréfasölu

Nettósala á erlendum verðbréfum í ágúst nam rúmum 7 milljörðum króna, samkvæmt tölum frá Seðlabanka Íslands, sem birtar voru eftir lokun markaða í dag. Nettókaup í júlí námu hins vegar 52 milljörðum króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

GM vill greiðslu vegna samstarfs

Stjórn bandaríska bílaframleiðandans General Motors (GM) er sögð ætla að fara fram á að bílaframleiðendurnir Nissan og Renault greiði fyrirtækinu milljarða bandaríkjadali í meðgjöf verði af samstarfi fyrirtækjanna á sviði bílaframleiðslu. Forstjórar fyrirtækjanna funduðu um samstarfið í París í Frakklandi í dag.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Dow Jones nálægt sögulegu hámarki

Bandaríska Dow Jones hlutabréfavísitalan er við það að ná nýjum sögulegum hæðum. Ástæðan fyrir því er hækkun á gengi hlutabréfa á fjármálamörkuðum vestra í kjölfar bjartsýni fjárfesta vegna minnkandi verðbólgu.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Taprekstur hjá HoF

Vöruhúsakeðjan House of Fraser, sem Baugur, FL Group og fleiri fjárfestar hyggjast yfirtaka síðar á þessu ári, tapaði 11,6 milljónum punda á fyrri hluta rekstrarársins sem lauk í júlí. Tapið samsvarar rúmum 1,5 milljörðum króna og jókst um 275 prósent á milli ára.

Viðskipti innlent