Viðskipti

Fréttamynd

Hráolíuverð aftur í methæðir

Heimsmarkaðsverð sló nýtt met í dag þegar það hækkaði verulega og snerti 146 dali á tunnu. Ástæðan er vaxandi spenna fyrir botni Miðjarðarhafs, fyrirhugað nokkurra daga verkfall í olíuframleiðslu í Brasilíu og árásir á olíuvinnslustöðvar í Nígeríu.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Gengi fasteignasjóðanna hrynur

Gengi bréfa í fasteignasjóðunum Fannie Mae og Freddie Mac hafa fallið um helming fyrir upphaf viðskiptadagsins í dag. Henry Paulson, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, vísaði því á bug í gær að sjóðirnir væru að keyra í þrot og benti á að þeir væru of mikilvægir fyrir bandarískt efnahagslíf til að svo geti farið.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Olíuverðið dragbítur rekstrarfélaga

Hátt olíuverð er helsta ástæða þess að gengi hlutabréfa hefur almennt lækkað á evrópskum hlutabréfamörkuðum í dag. Rekstrarfélög, svo sem bílaframleiðendur og flugfélög, hafa lækkað nokkuð enda vegur olíuverðið þungt í efnahagsreikningi þeirra.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Olíuverð nálægt methæðum

Heimsmarkaðsverð hækkaði um 2,5 prósent í morgun og er nú komið nálægt methæðum á nýjan leik. Þetta er jafnframt þriðji dagurinn í röð sem verðið hækkar.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Bakkavör hækkar í litlum viðskiptum

Gengi hlutabréfa í Bakkavör hefur hækkað um 1,82 prósent í upphafi viðskiptadagsins hér í dag. Þá hefur gengi bréfa í færeyska olíuleitarfélaginu Atlantic Petroleum hækkað um 0,07 prósent. Engin breyting er á gengi annarra félaga.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Rekstur Sellafield-versins boðinn út

Breska ríkið hefur tilnefnt þrjú félög beggja vegna Atlantsála til að hreina og reka kjarnorkuverið í Sellafield þar í landi. Í nýlegri skýrslu breskra yfirvalda kemur fram að hugsanlega taki það rúma öld að hreinsa svæðið og tryggja öryggi þess.Breska ríkið mun eftir sem áður eiga eignir kjarnorkuversins.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Krónan veiktist síðdegis

Gengi íslensku krónunnar veiktist um 0,37 prósent í dag. Það sveiflaðist nokkuð yfir daginn, styrktist fram yfir hádegi en tók þá að veikjast aftur lítillega.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Enn lækkar Bakkavör

Gengi hlutabréfa í Bakkavör féll um 4,62 prósent í Kauphöll Íslands í dag. Það stendurnú í 24,8 krónum á hlut og hefur ekki verið lægra síðan í janúar árið 2005. Þá féll gengi bréfa í Existu, sem Bakkavör er stærsti hluthafinn í, um 2 prósent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Óbreyttir stýrivextir í Bretlandi

Englandsbanki, seðlabanki Bretlands, ákvað í dag að halda stýrivöxtum óbreyttum í fimm prósentum. Þetta er í samræmi við flestar spár. Í rökstuðningi bankans fyrir ákvörðuninni kemur fram að stefnt sé að því að halda verðbólgu niðri en hætt sé við að hún komi niður á vexti hagkerfisins.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Skellur hjá Sports Direct

Hagnaður Sports Direct, umsvifamestu íþróttavöruverslun Bretlands, nam 85 milljónum punda á síðasta rekstrarári. Þetta jafngildir 12,8 milljörðum íslenskra króna og er helmingi minna en verslunin skilaði árið á undan.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Exista leiðir lækkunarlestina

Gengi hlutabréfa í Existu féll um tvö prósent við upphaf viðskipta í Kauphöllinni í dag en það er jafnframt mesta lækkun dagsins. Þetta er nokkuð í takt við þróunina á norrænum hlutabréfamörkuðum í dag.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Krónan veikist í byrjun dags

Gengi íslensku krónunnar lækkaði um 0,45 prósent í morgun en styrktist fljótlega og stendur nú nándar óbreytt frá í gær. Vísitala hennar stendur í 152,2 stigum. Gengið hefur styrkst nokkuð síðustu daga og stóð við 151,8 stigin í gær en það hefur ekki farið undir 150 stigin síðan seint í maí.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Talsverð lækkun á evrópskum mörkuðum

Gengi hlutabréfa í Kaupþingi á markaði í Svíþjóð hafa lækkað um 2,12 prósent frá því hlutabréfamarkaðir opnuðu í morgun. Aðrir eignir íslenskra félaga hafa sömuleiðis lækkað. Þetta er í takt við þróunina á alþjóðlegum hlutabréfamörkuðum í dag.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Century Aluminum hækkar eftir fall í gær

Gengi hlutabréfa í Century Aluminum, móðurfélagi álversins á Grundartanga, hækkaði um rúm 8,4 prósent í Kauphöllinni í dag. Gengið féll um rúm fimmtán prósent í gær eftir að félagið innleysti framvirka samninga á áli og greiddi fyrir 130 milljarða íslenskra króna. Þá stefnir það á hlutafjárútboð.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Jón Tetzchner gaf fjölskyldunni hálfan milljarð

„Ég á stóra og fína fjölskyldu sem mér þykir vænt um,“ segir Jón S. von Tetzchner, forstjóri norska hugbúnaðarfyrirtækisins Opera Software. Jón gaf fyrir nokkru nánustu ættingjum sínum hér heima og í Noregi hlutabréf í fyrirtækinu fyrir jafnvirði 463 milljóna íslenskra króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Krónan styrkist í byrjun dags

Gengi krónunnar hefur styrkst um 0,5 prósent frá því gjaldeyrisviðskipti hófust í morgun eftir 0,7 prósenta veikingu í gær. Gengisvísitalan stendur nú í 153,1 stigi. Vísitalan hefur ekki farið undir 150 stigin síðan í enda maí.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Mikil hækkun á norrænum hlutabréfamörkuðum

Gengi hlutabréfa í Kaupþingi sem skráð eru í kauphöllina í Stokkhólmi í Svíþjóð hefur hækkað um þrjú prósent í dag. Gengi hlutabréfa hefur almennt hækkað talsvert á evrópskum hlutabréfamörkuðum, þó mest á þeim norrænum. Þá hefur gengi bréfa í Storebrand, sem Kaupþing og Exista eiga tæp 30 prósent í, hækkað um 2,5 prósent á sama tíma og gengi bréfa í finnska fjármálafyrirtækinu Sampo hefur hækkað um 1,98 prósent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hagnaður Alcoa dróst saman en yfir væntingum

Bandaríski álrisinn Alcoa hagnaðist um 546 milljónir bandaríkjadala, jafnvirði 42 milljarða íslenskra króna, á öðrum ársfjórðungi. Þetta er nokkur samdráttur á milli ára en hagnaðurinn nam 715 milljónum dala á sama tíma í fyrra.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Century Aluminum fellur um 15,5 prósent

Gengi hlutabréfa í Century Aluminum féll um 15,5 prósent í Kauphöll Íslands í dag. Félagið tilkynnti í dag að það ætli að greiða jafnvirði 130 milljarða íslenskra króna til að losna undan framvirkum samningum á áli. Gengi bréfa í félaginu hefur hækkað um 18,7 prósent frá áramótum og er það mesta hækkun ársins. Aðeins bréf Alfesca hefur hækkað á sama tíma, eða um 1,3 prósent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

BBC Worldwide skilar metafkomu

Á meðan hagnaður margra fyrirtækja gufar upp í dýfunni nú þá heyrir öðruvísi við BBC Worldwide í Bretlandi. Afþreyingafyrirtækið hagnaðist um 117,7 milljónir punda, jafnvirði 17,8 milljarða íslenskra króna, á síðasta ári og hefur hann aldrei verið meiri.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Gengi Existu komið undir sjö krónur

Gengi hlutabréfa í Existu hefur fallið um rúm 3,9 prósent frá því viðskipti hófust á markaði í Kauphöllinni í dag. Þetta er mesta lækkun dagsins. Stærstu eignir félagsins, Bakkavör og finnska fjármálafyrirtækið Sampo, hafa sömuleiðis lækkað í dag.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Álið toppar daginn

Gengi hlutabréfa í Century Aluminum, móðurfélagi Norðuráls, hækkaði um 7,5 prósent í Kauphöll Íslands í dag. Þetta er jafnframt mesta hækkun dagsins. Á eftir fylgdu Glitnir, sem hækkaði um 1,96 prósent og Landsbankinn, sem fór upp um 1,75 prósent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Evran undir 120 krónurnar

Gengi krónunnar hefur styrkst um 1,37 prósent það sem af er dags og stendur gengisvísitalan í rúmum 153,1 stigi. Gengi evrunnar stendur nú í 119,3 krónum og hefur það ekki verið lægra síðan snemma í síðasta mánuði.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Grandi rauk upp eftir kyrrstöðu

Gengi hlutabréfa í fiskvinnslufyrirtækinu HB Granda hækkaði um fimm prósent í Kauphöll Íslands í dag í viðskiptum upp á rúmar 52 milljónir króna. Afar lítil viðskipti eru alla jafna með bréf í félaginu á markaði og verðmyndun lítil. Lítið þarf því til að hreyfa við gengi bréfa þess.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Glitnir leiðir hækkun dagsins

Gengi hlutabréfa í Glitni hefur hækkað um 0,98 prósent í fyrstu viðskiptum dagsins í Kauphöll Íslands. Landsbankinn fylgir fast á eftir en gengi bréfa í bankanum hefur hækkað um 0,66 prósent. Þá hefur Straumur hækkað um 0,62 prósent. Færeyjabanki og Icelandair hafa sömuleiðis hækkað um tæpt prósent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Krónan styrkist í vikulokin

Gengi krónunnar hefur styrkst um 0,76 prósent í morgun og stendur gengisvísitalan í rúmum 155,3 stigum. Vísitalan stóð síðast í svipuðum skrefum um miðjan síðasta mánuð.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

DeCode tekur stökkið

Gengi hlutabréfa í DeCode, móðurfélagi Íslenskrar erfðagreiningar, hefur hækkað um tæp ellefu prósent á bandarískum hlutabréfamarkaði í dag. Það hefur hækkað um 58 prósent á hálfum mánuði.

Viðskipti innlent