Íþróttir

Fréttamynd

B5 ekki lengur að trufla metnaðarfulla blakmenn

Alexander Stefánsson og Ingólfur Hilmar Guðjónsson hafa sett stefnuna í sænsku úrvalsdeildina í blaki með liði sínu Gautaborg United. Vísir settist niður með þeim félögum ræddi gang mála hjá 1. deildar félaginu sem vann sér rétt til að leika í Alsvenskunni fyrir áramót.

Sport
Fréttamynd

Dominiqua Alma vann fimleikaafrek ársins 2013

Dominiqua Alma Belanyi fékk Afreksbikar Fimleikasambands Íslands á Uppskeruhátíð Fimleikasambands Íslands sem var haldin í gær í höfuðstöðum TM, aðalstyrktaraðila Afrekssjóðs Fimleikasambandsins.

Sport
Fréttamynd

Stelpurnar stóðu sig vel í Þýskalandi

Þær Freydís Halla Einarsdóttir, Helga María Vilhjálmsdóttir og María Guðmundsdóttir, landsliðskonur í alpagreinum, kepptu á svigmóti í Bad Wiessee í Þýskalandi í dag.

Sport
Fréttamynd

Á svellið stelpur! - nýtt átak fyrir norðan

Krulludeild Skautafélags Akureyrar vill fá fleiri konur í íþróttina og menn þar á bæ ætlar líka að gera eitthvað í því. Krulludeildin stendur nú fyrir sérstöku átaki til að fjölga konum í íþróttinni.

Sport
Fréttamynd

Freydís Halla vann FIS mót í Þýskalandi

Freydís Halla Einarsdóttir, landsliðskona í alpagreinum, vann alþjóðlegt FIS mót í svigi sem fram fór í Bad Wiessee í Þýskalandi í dag. Hún náði þarna besta árangri sínum á ferlinum.

Sport
Fréttamynd

Metþátttaka á Iceland International í ár

Metið yfir flesta erlenda keppendur á alþjóðlega badminton-mótið Iceland International fellur með stæl í ár en það kom í ljós þegar skráningu á mótið lauk. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Badmintonsambandi Íslands.

Sport
Fréttamynd

Björn Róbert valinn stjarna vikunnar

Björn Róbert Sigurðarson var valinn stjarna vikunnar í miðdeild NAHL-deildarinnar síðustu helgi. Björn, sem spilar með Aberdeen Wings, skoraði tvö mörk og lagði upp tvö til viðbótar í tveimur sigurleikjum Vængjanna gegn Minot Minotauros.

Sport
Fréttamynd

Vala Rún skautakona ársins

Vala Rún B. Magnúsdóttir hefur verið valin skautakona ársins. Þetta er annað árið í röð sem Vala hlýtur viðurkenninguna.

Sport
Fréttamynd

Kristín Rós í heiðurshöllina

Kristín Rós Hákonardóttir var í gærkvöldi tekin inn í heiðurshöll Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. Valið var kunngjört á hófi ÍSÍ og Samtaka íþróttafréttamanna við valið á íþróttamanni ársins.

Sport
Fréttamynd

Aníta vann besta afrekið

Hlaupakonan Aníta Hinriksdóttir úr ÍR vann besta frekið á Ármóti Fjölnis sem haldið var í gær. Síðar um kvöldið hafnaði Aníta í 2. sæti í kjörinu á íþróttamanni ársins.

Sport
Fréttamynd

Hlaupið í búningnum á gamlársdag

Hið árlega Gamlárshlaup ÍR fer fram í 38. sinn í hádeginu á gamlársdag en hlaupið er fastur liður í líf margra hlaupara og hlaupahópa þar sem árið er hvatt í góðum félagsskap.

Sport
Fréttamynd

Lyfin sem ekki má nota árið 2014

Lyfjaráð Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands hefur gefið bannlista Alþjóðalyfjaeftirlitsins, WADA, fyrir árið 2014 út á íslensku.

Sport
Fréttamynd

Stelpurnar sækja á

Knattspyrna er vinsælasta íþróttin á Íslandi sé miðað við iðkendatölur Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. Golf er næstvinsælasta íþróttin og í þriðja sæti eru hestaíþróttir.

Sport