Innlendar

Fréttamynd

Valur lagði Stjörnuna

Valsmenn unnu í dag góðan sigur á Stjörnunni í úrvalsdeild karla í handbolta 30-29 og því er Stjarnan enn án sigurs í deildinni eftir þrjá leiki. Ernir Hrafn Arnarson skoraði 7 mörk fyrir Val og Patrekur Jóhannesson skoraði einni 7 mörk fyrir Stjörnuna. Ólafur Haukur Gíslason varði 17 skot í marki Vals.

Handbolti
Fréttamynd

Haukar töpuðu fyrir Alcoa

Kvennalið Hauka tapaði í kvöld fyrri leik sínum gegn ungverska liðinu Cornexi Alcoa 31-26 í Evrópukeppninni í handbolta. Síðari leikur liðanna verður einnig á Ásvöllum og þar verður bíður Hauka erfitt verkefni gegn þessu sterka liði, sem komst í undanúrslit EHF keppninnar á síðustu leiktíð.

Handbolti
Fréttamynd

Grótta á toppnum

Einn leikur fór fram í DHL deild kvenna í handknattleik í kvöld. Gróttustúlkur styrktu stöðu sína á toppi deildarinnar með auðveldum sigri á HK 32-24 og hefur liðið unnið fjóra af fyrstu fimm leikjum sínum í deildinni.

Handbolti
Fréttamynd

Einn nýliði í hópnum

Alfreð Gíslason landsliðsþjálfari hefur valið hópinn sem mætir Ungverjum í æfingaleikjum ytra í lok mánaðarins. Í hópnum er einn nýliði, Sigfús Sigfússon úr Fram.

Handbolti
Fréttamynd

Stórsigur Arsenal

Arsenal vann í dag sannfærandi 5-0 sigur á Breiðablik í fyrri viðureign liðanna í 8-liða úrslitum Evrópukeppninnar á Kópavogsvelli. Enska liðið var einfaldlega of stór biti fyrir Blika, en eftir að staðan hafði verið 1-0 í hálfleik, skoraði Arsenal fjögur mörk á 15 mínútum um miðjan síðari hálfleik og gerði út um leikinn.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Formaður UMFG kallar Sigurð Jónsson aumingja

Gunnlaugur Hreinsson, formaður aðalstjórnar Ungmennafélags Grindavíkur, vandar Sigurði Jónssyni fyrrum þjálfara meistaraflokks félagsins í knattspyrnu ekki kveðjurnar í pistli á heimasíðu UMFG í dag. Gunnlaugur kallar Sigurð meða annars aumingja.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Arsenal hefur forystu gegn Blikum

Nú er kominn hálfleikur í fyrri viðureign Breiðabliks og Arsenal í 8-liða úrslitum Evrópukeppninni í knattspyrnu og hefur enska stórliðið 1-0 forystu. Það var enski landsliðsmaðurinn Kelly Smith sem skoraði mark Lundúnaliðsins eftir hálftíma leik eftir frábært einstaklingsframtak. Leikurinn er sýndur í beinni útsendingu í sjónvarpinu.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

HK á toppnum

Einn leikur var á dagskrá í DHL-deild karla í handknattleik í kvöld. Íslandsmeistarar Fram urðu að láta sér lynda jafntefli gegn HK í Digranesi 22-22 og því er Kópavogsliðið í efsta sæti deildarinnar.

Handbolti
Fréttamynd

Leikmenn Arsenal hitta aðdáendur í dag

Leikmenn kvennaliðs Arsenal munu klukkan 16 í dag hitta áhugasama aðdáendur liðsins í Landsbankanum í Smáralindinni, en enska liðið mætir kvennaliði Breiðabliks í Evrópukeppninni á morgun. Allir eru velkomnir í Smáralindina í dag og þar verður lið Breiðabliks einnig að gefa eiginhandaráritanir.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Leik kvöldsins frestað

Leik Hauka og Stjörnunnar í DHL-deild kvenna sem fara átti fram í kvöld klukkan 20 hefur verið frestað og fer hann fram á sama tíma annað kvöld.

Handbolti
Fréttamynd

4-0 fyrir Lettum

Eiður Smári misnotar góð færi og okkur er refsað um hæl. Enn ein varnarmistökin, Indriði rennur til, Visnjakovs fær frítt skot fyrir utan teig og skorar.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Stuðningurinn metinn á 40 milljónir

Ísfélag Vestmannaeyja hf. og Vinnslustöðin hf. hafa gert samstarfssamning við ÍBV íþróttafélag um stuðning við starfsemi meistaraflokka og unglingaráða karla og kvenna í knattspyrnu og handknattleik. Samningarnir gilda til ársloka 2008 og voru undirritaðir í lokahófi knattspyrnudeildar ÍBV í gærkvöld. Stuðningur fyrirtækjanna tveggja á samningstímanum er metinn á um 40 milljónir króna og skiptir í raun sköpum fyrir rekstur ÍBV íþróttafélags.

Handbolti
Fréttamynd

Birgir Leifur áfram

Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG er að leika á tveimur höggum undir pari þegar tveimur hringjum er lokið á áskorendamótinu í Toulouse í Frakklandi. Birgir lék annan hringinn á pari í dag og komst því í gegn um niðurskurðinn á þessu mikilvæga móti.

Golf
Fréttamynd

Ætlum að vinna allt í vetur

Magnús Þór Gunnarsson, leikmaður körfuknattleiksliðs Keflavíkur, segðist sáttur við sigurinn á Skallagrími í gærkvöldi þó leikmenn eigi enn eftir að slípa sig betur saman. Hann segir stefnu Keflvíkinga hiklaust setta á að vinna alla titla sem í boði eru í vetur og þar sé Evrópukeppnin engin undantekning.

Körfubolti
Fréttamynd

Undanúrslitin í kvennaflokki í kvöld

Undanúrslitaleikirnir í Powerade bikar kvenna í körfubolta fara fram í kvöld en nú klukkan 19 mætast Íslandsmeistarar Hauka og ÍS og klukkan 21 eigast við grannaliðin Keflavík og Grindavík. Báðir leikirnir fara fram í Laugardalshöll.

Körfubolti
Fréttamynd

Tommy Nielsen framlengir við FH

Danski varnarmaðurinn Tommy Nielsen hefur framlengt samning sinn við Íslandsmeistara FH til tveggja ára, en þetta staðfesti Pétur Stephensen framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar FH við NFS nú síðdegis.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Bóndinn heimsmeistari annað árið í röð

Jón "Bóndi" Gunnarsson varði í gærkvöld heimsmeistaratitil sinn í öldungaflokki í kraftlyftingum, en mótið var haldið í Texas að þessu sinni. Jón keppti í 90 kg flokki og hafði betur eftir gríðarlega spennandi keppni þar sem hann varð hlutskarpastur með 802,5 kg í samanlögðu.

Sport
Fréttamynd

Njarðvík og Keflavík leika til úrslita

Það verða grannarnir Keflvíkingar og Njarðvíkingar sem spila til úrslita í Powerade bikarnum í karlaflokki eftir að Njarðvíkingar skelltu KR 102-95 í skemmtilegum leik í Laugardalshöllinni í kvöld. KR-ingar höfðu frumkvæðið meira og minna fram í fjórða leikhluta, en Íslandsmeistararnir reyndust sterkari á lokasprettinum. Úrslitaleikurinn fer fram á laugardaginn.

Körfubolti
Fréttamynd

Njarðvíkingar leiða í hálfleik

Njarðvíkingar hafa nauma forystu gegn KR 47-45 þegar flautað hefur verið til hálfleiks í viðureign liðanna í undanúrslitum Powerade bikarsins í körfubolta í Laugardalshöll. Jeb Ivey er stigahæstur í liði Njarðvíkur með 12 stig og Friðrik Stefánsson hefur skorað 10 stig, en hjá KR er Jeremiah Sola að fara á kostum og er kominn með 19 stig.

Körfubolti
Fréttamynd

Keflvíkingar í úrslit

Keflvíkingar tryggðu sér í kvöld sæti í úrslitaleiknum í Powerade bikarnum í körfubolta með því að leggja Skallagrímsmenn 88-81í Laugardalshöll. Keflvíkingar höfðu undirtökin í fyrsta leikhluta en eftir að hafa verið undir fram í byrjun lokaleikhlutans, spýttu suðurnesjamenn í lófana og unnu sannfærandi sigur á Borgnesingum.

Körfubolti
Fréttamynd

Skallagrímur enn í forystu

Borgnesingar hafa sex stiga forystu 66-60 eftir þrjá leikhluta í viðureign sinni við Keflvíkinga í undanúrslitum Powerade bikarsins í körfubolta en leikið er í Laugardalshöll. Klukkan 21 hefst síðari undanúrslitaleikurinn á sama stað og þar eigast við Njarðvík og KR.

Körfubolti
Fréttamynd

Skallagrímur yfir í hálfleik

Skallagrímur hefur náð undirtökunum í undanúrslitaleik sínum við Keflavík í Powerade bikarnum í karlaflokki í kvöld. Borgnesingar hafa yfir 45-40 þegar flautað hefur verið til leikhlés í Laugardalshöllinni, en góður lokasprettur liðsins í öðrum leikhluta tryggði liðinu 5 stiga forystu í hálfleik. Síðar í kvöld mætast svo Íslandsmeistarar Njarðvíkur og KR.

Körfubolti
Fréttamynd

Keflavík yfir eftir fyrsta leikhluta

Keflvíkingar hafa yfir 28-27 gegn Skallagrímsmönnum eftir fyrsta leikhlutann í viðureign liðanna í undanúrslitum Powerade bikarsins í körfubolta, en leikið er í Laugardalshöll. Leikurinn fer afar fjörlega af stað eins og stigaskorið ber með sér.

Körfubolti
Fréttamynd

Leikur Keflavíkur og Skallagríms að hefjast

Fyrri undanúrslitaleikur kvöldsins í undanúrslitum Powerade-bikarsins í körfubolta hefst nú klukkan 19 í laugardalshöll en hér er um að ræða viðureign Skallagríms og Keflavíkur. Síðar í kvöld mætast svo Njarðvík og KR.

Körfubolti
Fréttamynd

Birgir á tveimur undir pari í Frakklandi

Atvinnukylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG spilaði ágætlega á fyrsta keppnisdeginum á áskorendamóti í Frakklandi í dag og lauk keppni á 70 höggum, eða 2 höggum undir pari. Birgir þarf nauðsynlega að ná góðum árangri á mótinu til að styrkja stöðu sína á styrkleikalistanum, svo hann eigi möguleika á að komast á annað stig mótaraðarinnar.

Golf
Fréttamynd

Bikarmeistararnir í Digranesið

Í dag var dregið í 32-liða úrslit karla og 16-liða úrslit kvenna í SS bikarnum. Í karlaflokki ber hæst að þar fá bikarmeistarar Stjörnunnar það erfiða verkefni að mæta HK mönnum, en Kópavogsliðið vann góðan sigur á bikarmeisturunum í deildinni í gær.

Handbolti
Fréttamynd

Beljanski til Njarðvíkur

Íslandsmeistarar Njarðvíkur hafa fengið góðan liðsstyrk fyrir átökin í vetur, en félagið hefur gert eins ár samning við miðherjann Igor Beljanski sem lék með Snæfelli á síðustu leiktíð. Lið Njarðvíkur er því komið með þrjá sterka miðherja og veitir ekki af, enda er liðið að taka þátt í Evrópukeppninni í ár. Þetta kemur fram á vef Víkurfrétta í dag.

Körfubolti
Fréttamynd

Haukar skelltu Íslandsmeisturunum

Haukar gerðu sér lítið fyrir og lögðu Framara að velli 30-29 í dhl deild karla í handbolta í kvöld. Andri Stefan skoraði 7 mörk fyrir Hauka, Guðmundur Pedersen 6 og þeir Gísli Þórisson, Árni Sigtryggsson og Freyr Brynjarsson 4 hver. Þorri Gunnarsson skoraði 8 mörk úr 8 skotum fyrir Fram og Sergey Serenko skoraði 6 mörk.

Handbolti